Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Side 28
28 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 13 ^þkamál þess að hika skaut hann Holger til bana. Holger fékk kúluna í hjarta- stað og dó samstundis. Stór schafer- hundur á heimilinu hugðist verja það en þá skaut Ruppert hundinn. Lá við öðru morði Er hér var komið sögu fór Renate, sem var í íbúðinni, fram að dyrum. Er Ruppert gerði sig líklegan til að skjóta hana líka stökk hún á hann í örvæntingu sinni, því hún taldi það eina ráðið til að bjarga sér. Hún þreif um byssuna og hófust nú átök. Á einhvem hátt, sem vart hefur fengist fullskýrður, tókst Renate að koma í veg fyrir að Ruppert gæti skotið hana. Hún sleppti ekki byss- unni og hélt enn um hana þegar lög- reglan kom, en fólk í næstu íbúð hafði þegar í stað gert aðvart um skothríðina. Og þar eð næsti lög- reglubíll var á næsta leiti tókst að yfirbuga Ruppert áður en hann gat látið verða alvöm úr því að skjóta vinkonu sína. Þótti standa sig vel Þegar tekist hafði að koma járn- um á Ruppert og Renate Dopke gat loks tjáð sig um það sem gerst hafði hældu lögregluþjónarnir henni fyrir hugrekki og snarræði. „Ég barðist fyrir lífinu,“ sagði hún þá. Og þau orð endurtók hún síðar við yfirheyrsl- ur. Þar kom aðdrag- andinn að morði Hol- ^* gers vel fram. Frá upphafi var því ljóst að hinn ákærði yrði sekur fund- inn. Engum vörnum yrði við kom- ið. Og svo fór. Hann fékk tólf ára fangelsisdóm fyrir morð og tilraun til morðs. Það fór lítið fyrir Michael Rupp- ert í fangelsinu. Hann hagaði sér vel og þegar átta ár voru liðin sótti hann um reynslulausn og fékk hana, fyrst og fremst vegna þess að hegðun hans þótti góð. Og daginn sem hann var látinn laus hélt hann heim til foreldra sinna til þess að eiga með þeim góða stund. Þá vissi hann ekki að þessi fyrsti dagur frelsis hans yrði síðasti dagur ævi hans. Hann var ekki að hugsa um reiðileg orð Horst Klos í réttinum átta árum áður. Ráttlæti í eigin huga Því verður eins farið með réttar- höldin yfir Horst og Rudi Klos og réttarhöldin yfir Ruppert fyrir rúm- um átta áram að enginn velkist í vafa um hvemig þeim lyktar, enda hafa sakborningarnir þegar játað á sig morðið. Spurningin er þvi að- eins hve langan tíma tekur að finna þá feðga seka. En það hafa vaknað ýmsar spumingar og blöð hafa fjall- að um málið. Hefnd lögreglumanns er ætíð fréttaefni, ekki síst þegar henni er komið fram með morði. Viðbrögð yfirmanna Horst við yfirlýsingum hans um að hann myndi drepa Michael Ruppert hafa verið dregin fram í dagsljósið og þykir ljóst að þeir sem sett höfðu hann óvopnað- an til skrifstofustarfa og komu honum síðan á eftirlaun yrðu ekki sakaðir um að hafa bmgðist skyldu sinni. Engum yrði um það kennt hvernig farið hafði nema Horst Klos sjálfum og syni hans, Rudi, þótt ljóst megi vera að Rudi sé ekki sá sem lagt hafi á ráðin um morðið á Ruppert. Réttarhöldin eru ekki hafin enn. En allir eru sammála um að Horst Klos fái langan fangelsisdóm og Rudi Klos fái sömuleiðis dóm. En Horst virðist standa á sama um hvað hans bíður. Hann hefur endur- tekið fyrri orð sín: „Nú hef ég loks fundið frið.“ Horst Klos stóð nokkuð frá snotm húsi við Giessen-stræti í Heiden- heim í Þýskalandi. Við hlið hans var elsti sonur hans, Rudi. Þeir höfðu leitað í skuggann af tré til þess að láta sem minnst á sér bera. Þarna höfðu þeir staðið í klukku- tíma, en það var ekkert fararsnið á þeim. Þeir voru að bíða eftir manni sem var inni í húsinu. Hann hlyti láta hann ganga með byssu. Því var ákveðið að hann hætti að sinna þvi starfi sem hann hafði gegnt. Þess í stað skyldi hann gerast skrifstofu- maður. Þá yrði byssan af honum tekin, svo hann fremdi að minnsta kosti ekki neitt voðaverk með lög- regluskammbyssu. En Horst dugði illa til skrifstofustarfanna. Eftir nokkurn tíma þótti ljóst að þau ættu Þeir feðgar beygðu sig svo enn minna bæri á þeim. Út gekk morð- inginn og að rauðum bil. Vitni lýsti þvi sem næst gerðist á þennan hátt: „Ég sá tvo menn ráð- ast á þann þriðja og slá hann svo illa að honum blæddi. Síðan hrintu þeir honum inn í sendibíl sem var ekið á brott á miklum hraða. Ég náði bílnúmerinu.“ Það var fyrst daginn eftir að lög- reglan hóf leit að Michael Ruppert. Þá hringdu foreldrar hans á lög- reglustöð og tilkynntu hvarf hans. En eftir að leitin hófst gekk hún hratt fyrir sig. Bílnúmerið vísaði strax á Horst Klos. Lögreglumenn héldu heim til þeirra og þar voru feðgarnir handteknir. Báðir játuðu þegar í stað að bera ábyrgð á hvarfi Rupperts. Michael Ruppert, með gleraugun, á leið í réttarsalinn. Innfellda myndin er einnig af honum. að koma út fyrr eða síðar. Þá myndi stund hefndarinnar renna upp. Átta ára bið Horst Klos var lögregluþjónn á eftirlaunum. Að vísu var hann að- eins fimmtíu og þriggja ára og því ekki kominn á venjulegan eftir- launaaldur, en yfirmenn hann höfðu ekki séð önnur ráð en setja hann á þau. Því réð atburður átta ámm áður. Þá var Holger, yngsti sonur hans, skotinn til bana, aðeins átján ára. Og það var einmitt morð- ingi hans, Michael Ruppert, sem þeir feðgar biðu nú eftir. Hann var í húsinu sem þeir biðu við. Þar var hann að ræða við foreldra sína. Þetta var fyrsti dagur Rupperts sem frjáls maður. En það skyldi líka verða hans síðasti dagur. Það ætl- uðu þeir Klos- feðgar að tryggja. Daginn sem Ruppert fékk dóminn fyrir morðið á Holger sór Horst Klos þess dýran eið að hefna sonar síns. Þegar dómsorðið var upp kveð- ið reis hann á fætur i réttarsalnum og hrópaði: „Ég drep hann.“ Og nú var stund hefndarinnar að renna upp. Vandræði í vinnunni Lögregluþjónar eiga öðrum frem- ur að halda lögin. Um það eru víst flestir sammála. Það vakti þvi at- hygli þegar það fréttist á vinnustað Horst að hann hefði lýst því yfir í réttarsalnum að hann hygðist drepa morðingja sonar síns. Sumir litu að visu þannig á að þar hefði verið um merkingarlaus orð aö ræða, sögð í uppnámi eftir mikla sorg. En Horst endurtók síðar þessi ummæli sín hvað eftir annað, þar á meðal á vinnustað. Yfirmenn hans fengu áhyggjur og fannst ábyrgðarhluti að á engan hátt við hann. En þar eð hann hafði ekki brotiö af sér í starfi á þann hátt að varðað gæti brott- rekstur tóku yfirmenn hans þá ákvörðun að setja hann á eftirlaun. Og eftir það gafst Horst Klos meiri tími en áður til að íhuga á hvern hátt hann myndi hefna morðs sonar síns. Þessa mynd af Holger á vélhjóli setti hans. Við húsið Þeir Klos-feðgar höfðu hægt um sig í skugga trjánna við húsið við Giessen-stræti. Það var ekki neina óþolinmæði á þeim að sjá. Horst hafði líka beðið í átta ár. Hverju skipti einn klukkutími til viðbótar? Skyndilega opnuðust útidymar. I kjallaranum Horst var að því spurður hvar hinn horfni væri. Hann svaraði því til að hann væri í kjallaranum. í fyrstu var talið að hann væri þar fangi, en þegar leitað var þar kom í ljós hvers kyns var. Michel Ruppert hafði verið myrtur. Stunginn með hnífi i hjartastað. Horst var handtekinn og beðinn að lýsa því sem gerst hafði. Hann sagði þá að hann hefði ákveðið átta ámm áður að hefna sonar síns, Hol- gers. Hann lýsti svo árásinni á Ruppert fyrir framan hús foreldra hans og sagði að þegar þeir Rudi hefðu verið búnir að koma honum inn í sendibílinn hefðu þeir ekið með hann að heimili þeirra. Þar hefðu þeir leitt hann niður í kjallara. „Við vorum búnir að grafa gröf- ina þar. Þegar hann sá hana vissi hann að komið var að endalokunum og féll gersamlega saman. Ég held að hann hafi misst meðvitund, en á þessu stigi málsins gerðist allt svo hratt að ég á i erfiðleikum með aö lýsa því nákvæmlega. Ég man þó að sonur minn tók hann taki aftan frá en ég kom síðan framan að honum með hnifinn og stakk hann i hjarta- stað. Hann dó samstundis. Og nú hef ég loksins fundið frið. Þið megið gera við mig það sem þið viljið.“ Átök í dyrum En hver veir i raun aðdragandinn að þessu hefndarmorði? Hvers vegna hafði Hol- ger Klos verið myrtur, aðeins átján ára? Sagan er á þá leið að Michael Ruppert hafði gengið ber- serksgang vegna sambands vin- konu sinnar, Renate Dopke, sem var þá tutt- ugu og átta ára eins og hann sjálfur, og Hol- gers sem var tíu árum yngri. Þegar Ruppert komst að því að Renate var farin að vera með Hol- ger fannst hon- um hann ekki á nokkurn hátt geta sætt sig við faðir hans á leiöi það. Og eina ráð- ið sem honum fannst til greina koma svo hann gæti rétt hlut sinn var að myrða Holger. Hann hélt því heim til hans, en þá var Renate þar fyrir. Ruppert hringdi dyrabjöllunni. Holger kom til dyra. Komumaður hikaði ekki. Hann var búinn að taka sér í hönd skammbyssuna sem hann hafði falið innan klæða og án

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.