Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Side 33
H>"V LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998
nmm 451
l Fram undan...
123. apríl:
Víðavangshlaup ÍR
Hlaupið hefst klukkan 13.00
við Ráðhús Reykjavíkur. Vega-
lengd er 5 km með tímatöku.
Flokkaskipting eftir kynjum.
Keppnisflokkar í sveitakeppni
eru íþróttafélög, skokkklúbbar
og opinn flokkur. Allir sem
ljúka keppni fá verðlaunapen-
ing. Verðlaun eru fyrir fyrsta
sæti í hverjum aldursflokki.
Boðiö verður upp á kafflhlað-
borð eftir hlaup. Skráning er í
Ráðhúsinu frá klukkan 11.00.
Upplýsingar gefúr Kjartan
| Ámason í síma 587 2361, Haf-
steinn Óskarsson í s. 557 2373 og
j Gunnar Páll Jóakimsson i s. 565
í 6228.
23. apríl:
Víðavangshlaup
Hafnarfjarðar
Hlaupið hefst á Víðistaðatúni
í Hafnarfirði. Vegalengdir em 1
km, 1,4 km og 2 km með tíma-
töku og flokkaskiptingu bæði
kyn. Sigurvegari í hverjum
flokki fær farandbikar. Upplýs-
; ingar gefur Sigurður Haralds-
son í síma 565 1114.
23. apríl:
Víðavangshlaup Vöku
Upplýsingar gefur Aðalsteinn
Sveinsson í síma 486 3304.
23. apríl:
Víðavangshlaup
Skeiðamanna
j Upplýsingar gefur Valgerður
Gunnarsdóttir í síma 486 5530.
26. apríl:
Isfuglshlaup UMFA
IHlaupið hefst við íþróttahúsið
aö Varmá, Mosfelisbæ. Skrán-
ing og búningsaðstaða er við
sundlaug Varmár frá klukkan
J 9.30. Vegalengdir 3 km án tíma-
I töku (hefst kl. 13.00) og 8 km
með tímatöku og sveitakeppni
| (hefst kl. 12.45). Sveitakeppni:
| opinn flokkur, 3 eða 5 í hverri
sveit. Allir sem ljúka keppni fá
I verðlaunapening. Útdráttar-
I verðlaun. Upplýsingar gefur
I Kristín Egilsdóttir í s. 566 7261.
I.maí:
Vorhlaup UFA, Greifans,
Sportvers og Sólar
Hlaupið hefst klukkan 13.00
við Sportver. Vegalengdir: 4 km
1 og 10 km með tímatöku og
j s flokkaskiptingu bæði kyn: 6 ára
: og yngri (1 km), 7-12 ára, 13-16
j ára (2 km), 17-39 ára, 40 ára og
j eldri (4 km eða 10 km). Verðlaun
verða fyrir þrjá fyrstu í öllum
flokkum og allir sem ljúka
keppni fá verðlaunapening.
Upplýsingar gefur Kristín
Matthíasdóttir í síma 461 2866.
I.maí:
1. maí-hlaup
Fjölnis og Olís
I Hlaupið hefst klukkan 14.00
við íþróttamiðstöðina Dalhús.
Skráning er frá kl. 12.00-13.45.
Vegalengdir eru 1,6 km og 10 km
með tímatöku. Flokkaskipting
bæði kyn: 10 ára og yngri, 11-12
j ára, 13-14 ára, 15-18 ára, 19 ára
og eldri hlaupa 1,6 km, 18 ára og
j yngri, 19-39 ára, 40 ára og eldri
3 10 km. Upplýsingar gefur Júlíus
;• Hjörleifsson í s. 588 6116 og
Hreinn Ólafsson í s. 587 8152.
Umsjón
ísak Örn Sigurðsson
Knattspyrnumenn úr Ungmennafálaginu Víkverja:
Hreyfigetunni haldið við
Stór hópur góðra félaga úr knatt-
spyrnudeild Ungmennafélagsins
Víkverja áformar að halda á vegleg-
an hátt upp á 15 ára afrnæli deildar-
innar síðari hluta aprílmánaðar.
Knattspymudeildin hætti formlega
að keppa i meistaraflokki sumarið
1992 en hefur þó hvergi nærri lagt
upp laupana. Knattspyrnufélagcir i
Víkverja, sem eru nú allir á fertugs-
aldri, æfa knattspyrnu ennþá reglu-
lega og áforma að gera um ókomin
ár. Formaður félagsins frá stofnun
þess er endurskoðandinn Alfreð
Atlason.
„Það voru nokkrir félagar sem
tóku sig saman og ákváðu að stofna
knattspyrnufélag haustið 1982.
Formleg stofnun knattspymudeild-
ar Víkverja varð þó ekki fyrr en 16.
janúar árið 1983. Ég var gerður að
formanni vegna þess að aðrir félag-
ar í liðinu töldu sig ekki hafa tíma
til að sinna störfum formanns vegna
anna við knattspyrnuiðkun,“ sagði
Alfreð.
„í upphafi var reynt að stofna
nýtt knattspymufélag en það gekk
erfíðlega vegna andstöðu KSÍ. Ég
held að KSÍ hafi viljað halda í skefj-
um stofnun nýrra félaga en þess má
geta að knattspyrnufélagið Árvakur
var stofnað örfáum mánuðum á
undan okkur.
Úr því að við gátum ekki stofnað
nýtt félag var sá kosturinn tekinn
að stofna knattspyrnudeild undir
nafni glímufélagsins Víkverji en
það hafði verið starfrækt frá árinu
1965 ef ég man rétt. Félagar í glímu-
félagi Víkverja vom mjög fegnir að
fá okkur inn í sín vébönd og tóku
okkur opnum örmum.“
Fæddir á sama árinu
„Stofnfélagar innan knattspymu-
deildar Víkverja eru flestallir fædd-
ir á sama árinu (1962) og voru þegar
félagið var stofnað nánast allir að
hefja nám í Háskólanum. Þeir vora
flestallir að æfa knattspymu með
fyrsta flokki í einhverjum af stærri
félögum borgarinnar, aðallega Fram
og KR. Vegna fyrirsjáanlegra anna í
Háskólanum sáu þeir ekki fram á að
geta æft af þeim krafti sem þurfti til
að geta spilað í meistaraflokki í
sínu félagi. Þeir vildu hins vegar
allir keppa áfram í alvöru keppni og
fundu sér því farveg innan vébanda
Vikverja. Sumir hafa talað um það í
gríni að Víkverji væri „menntað-
asta“ knattspyrnulið landsins. Ég
held að það hafi miklu fremur verið
vegna innbyrðis kunningsskapar fé-
laganna að flestir liðsmenn eru
langskólagengnir en ekki vegna
stefnu liðsins."
í DV frá árinu 1993 var birt grein
á íþróttasíðum blaðsins um félaga-
skipti í knattspyrnunni fyrir kom-
andi leiktíð sumarsins. Fyrirsögnin
var: „Þrettán leikmenn til liðs við
Víkverjana". I lok greinarinnar seg-
ir: „Þarna vekur helst athygli að
einir þrettán leikmenn hafa að und-
anförnu gengið til liðs við nýtt
knattspyrnufélag í Reykjavík, Vik-
verja.“
Góður árangur
„Þeir voru reyndar fleiri sem
gengu til liðs við Víkverja, sumir
þurfti ekki að ganga frá neinum fé-
lagaskiptum því þeir voru ekki
bundnir neinu ákveðnu félagi,"
sagði Alfreð. Víkverji hóf keppni í
fjórðu deild sumarið 1983 og árang-
urinn var strax prýðilegur. „Liðið
komst strax fyrsta árið í 16 liða úr-
slit bikarkeppni KSÍ og mætti þar
liði Breiðabliks sem var ofarlega í
fyrstu deildinni þá. Víkverjar voru
1-0 yflr í hálfleik en töpuðu síðar
leiknum 2-1. Við komumst öll árin
sem við vorum í íjórðu deildinni i
útsláttarkeppni um sæti í þriðju
deild en einhvern veginn tókst okk-
ur alltaf að klúðra möguleikanum á
að komast upp um deild.
Það var ekki fyrr en árið 1987 sem
það tókst loks. Sumarið 1988 spilaði
Víkverji fyrsta árið í þriðju deild-
Þessi mynd var tekin á pollamótinu á Akureyri siöastliöiö sumar en Víkverjar hafa verið meðal þátttakenda í þeirri
keppni frá árinu 1993.
inni og gekk alveg prýðilega. Við
vorum ekki í neinum vandræðum
með að halda okkur uppi. Þriðja
deildin var á þessum árum spiluð í
tveimur riðlum, í öðrum riðlinum
voru 10 landsbyggðarfélög og í hin-
um 8 lið af Reykjavíkursvæðinu.
Annað árið hjá Vikverja í þriðju
deildinni (1989) endaði liðið í 5.
sæti en þá var tekin ákvörðun um
að fækka liðum í þriðju deild og
sameina í einn riðil.
Með þeirri breytingu var neðri
helmingurinn úr báðum riðlum
færður niður í fjóröu deild og Vík-
verji lenti því miður aftur niður,
án þess í raun að falla. Víkverji
spilaði síðan áfram í fjórðu deild-
inni fram til ársins 1992 en þá náðu
allflestir leikmenn liðsins þrítugs-
aldrinum. Þá var tekin ákvörðun
um að færa liðið sem eina heild
yfir í old boys en í þeirri deild spil-
aði liðið aðeins eitt sumar.“
Féllum fyrir pollamót-
inu
„Ekki var áhugi fyrir því að
spila áfram í old boys-deildinni en
við féllum algerlega fyrir pollamót-
inu á Akureyri og ákváðum að
reyna að taka alltaf þátt í því móti.
Pollamótið er eins og hannað fyrir
þá sem hafa gaman af knattspymu
og vilja halda áfram iðkun hennar
þó að þeir séu komnir „á aldur".
Albert Jónsson Víkverji skorar mark í bik-
arkeppni KSÍ gegn fyrstu deildar liði
Breiöabliks áriö 1983 í 16 liða úrslitum. f
hugum flestra Víkverja er það hápunktur-
inn á ferli félagsins.
Frá árinu 1993 hefur Víkverji alltaf
verið með á pollamótunum og vann
reyndar sigur á því fyrsta sem liðið
tók þátt í. Reyndar hefur það verið
þannig undanfarin ár á pollamót-
irnurn að önnur lið hafa verið sólg-
in í leikmenn úr okkar röðum.
Víkverjar hafa alltaf verið svo fjöl-
mennir að þeir hafa getað séð af
einhverjum leikmönnum til ann-
arra liða.
Víkverjar æfa ennþá af fullum
krafti og voru með innanhússtíma
tvisvar í viku yfir veturinn. Það er
fyrst nú á líðandi vetri sem við
fækkuðum niður í eina æfingu á
viku. Keppni er alltaf mikil á æf-
ingum en því miður hefur það ver-
ið þannig að leikmenn virðast
þyngjast um eitt kíló fyrir hvert ár
sem líður og árekstrar verða því
harðari. Það er ekkert uppgjafar-
hljóð í Víkverjum, stefnt er að þátt-
töku í pollamótinu næsta sumar og
í framtíðinni verða Víkverjar með-
al liða í lávarðadeildinni á polla-
mótinu (40 ára og eldri).
Félagslífið hefur alltaf verið öfl-
ugt hjá Víkverja. Við erum allir
góðir félagar í liðinu og hópurinn
er stór. Fjölmennar árshátíðir eru
haldnar á hverju ári þar sem nú-
verandi- og fyrrverandi félagar eru
velkomnir. Einnig höfum við hald-
ið golfmót á vegum Víkverja og á
hverju ári er vinna innt af hendi í
gróðurreit félagsins í Heiðmörk,"
sagði Alfreð.
-ÍS
Viltu verda ^ W
StOK,
sterkur
ný sending af próteinum og
fæðubótarefnum
frábær verð.
nýtt
Mega Mass
4000
NÝTT KORTATÍMABIL
HREYSTI
.. spúifvömítm
Fosshálsi 1 - S. 577-5858
Skeifunni 19-S. 568-1717
«