Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Qupperneq 37
LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 49 Ferðafálagið Útivist: Gránar götur Ferðafélagið Útivist er nú að hleypa af stokkunum nýrri rað- göngu en slíkar göngusyrpur hafa jafnan notið vinsælda hjá félaginu. Raðgangan, sem hefst á morgun, nefnist Grónar götur en um er að ræða gönguleið frá Rauðamel, sem er skammt sunnan Straumsvíkur, að Höskuldarvöllum um Óttars- staðasel, einnig þekkt undir heitinu Rauðamelsstígur. Á leiðinni verða ýmsir markverð- ir staðir kannaðir, svo sem Boggu- klettar eða Bogguklettur, en það er afar fagur hraunhóll sem sker sig skemmtilega frá landslaginu. í heild sinni er Rauðamelsstígur- inn um 30 kílómetra gönguleið sem Útivistarmenn hyggjast ganga í þremur áföngum. Fyrsti hluti leið- arinnar verður genginn á morgun, frá Rauðamel að Eldborg. Annar áfangi verður farinn fóstu- daginn 1. maí en þá er gengið sem leið liggur frá Eldborg að Sogaseli, þar sem selsrústir eru í geysistórum gíg, yfir Núpshlíðarháls við Sels- vallafjall, komið að Grænavatni og loks endað á Vigdísarvöllum. Á milli Hatts og Hettu Þriðji og síðasti hluti leiðarinnar verður farinn á uppstigningardag sem að þessu sinni ber upp á 21. maí. Þá verður gengið frá Vigdísarvöllum yfir Sveifluháls, um Hettuveg, milli Hatts og Hettu, að Krýsuvík, en þetta er sú leið sem Þorvaldur Thoroddsen fór þegar hann kannaði Trölladyngju við ritun ferðabókar sinnar um síð- ustu aldamót. Hóllinn Hattur á Hettuvegi verður á vegi göngugarpa í þriðja áfanga göngusyrpunnar. Leikið á vasaþjófa Það getur eyðilagt gott ferðalag að vera rændur af óprúttnum vasaþjóf- um, það vita allir. I nýjasta tölu- blaði ferðablaðsins Travel Holiday er fjallað um þessi mál og meðai annars bent á nokkrar vænlegar leiðir fyrir ferðamenn til að forðast vasaþjófnað. Vasaþjófar eru oft meistarar belli- bragða og ef menn heyra til dæmis útundan sér að einhver kallar hás- töfum „þjófur, þjófur" þá er alveg líklegt að brögð séu í tafli því þetta er eitt af elstu brögðum sem vasa- þjófar beita. Með hrópinu fá þeir nefnilega fólk til þess að grípa um þá staði þar sem verðmæti er að finna. Ferðamenn oftast rændir Helmingur allra glæpa sem fram- inn er í neðanjarðarlestum Lund- únaborgar er vasaþjófnaður og oft- ast eru ferðamenn fórnarlömbin. Fólk ætti ekki að geyma seðla- veski í rassvasa og ef menn eru með axlartösku er betra að smeygja henni yfir höfuðið og undir aðra höndina þannig að hún sitji föst. Þess má og geta að vasaþjófar stunda víst aðallega iðju sína á föstudögum og laugardögum og einnig dagana fyrir hátíðir en þeir vita sem er að þá er fólk oft með meiri peninga meðferðis. Annað gamalt bragð vasaþjófa er að leika ferðamenn. Það getur auð- vitað verið erfitt að þekkja þá úr en þeir biðja fólk gjama að smella af sér mynd á meðan þeir búa sig und- ir að ræna viðkomandi. Á Ítalíu eru flestir vasaþjófar á mótorhjólum og aðferðin er sú að aka hratt framhjá fólki og hrifsa af því töskur. Því er ráðlagt að ganga ekki nálægt gangstéttarbrún og hafa töskuna ávallt þeim megin sem snýr frá götunni. Að lokum er brýnt fyrir ferða- mönnum að geyma ávallt ljósrit af vegabréfum, kreditkortum og öðr- um nauðsynlegum pappírum á hót- eli. -Travel Holiday i— Allir í áheyrnarpróf Þeir sem hafa ferðast með neöanjarðarlestunum í París þekkja það að lestarstöðvamar eru oft umsetnar tóniistarfólki sem leikur tónlist af fingum fram en leggur jafnframt traust sitt á að vegfarendur láti smá- Iaura af hendi rakna. Tónlistarmönnunum hefur farið fjölgandi og að sögn stjórnenda lestafyrirtækjanna er of mikið um það sem þeir kalla háværa og í raun óæski- lega tónlist. Þeir hafa því ákveðið að eng- inn megi leika neöanjarðar nema með tilskildu leyfi og að loknu áheymarprófi. Þeir segj- ast ekki vera að leita að snill- ingum í Hverju horni en með þessu móti geti þeir betur stuðl- að að fjölbreytni sem að þeirra mati er nauðsynleg. Liggur undir skemmdum St. Basil dómkirkjan í Moskvu hefur ætíð þótt hiö mesta undur þar sem tignarlega turaskúfana ber við himin í mikilli lita- dýrð. Kirkj- an, sem er 450 ára, vekur jafnan mikla hrifningu þeirra sem • líta hana aug- um og hefur hún í áranna j rás verið einkennistákn borgar- innar. ÍNú horfir hins vegar svo við að kirkjan hefur mikið látið á sjá enda hefur ekkert verið gert fyrir hana um áraraðir. Talið er að nauðsynlegar endurbætur muni kosta rúma tvo milljarða en þeir sem vit hafa á segja að á meöan kirkjan er ekki bók- staflega að hruni komin muni nægir peningar ekki safnast. Aðgangseyrir að eig- in vali Margir þekkja hvað það getur verið hvimleitt að standa lengi í biöröð til þess að skoða lista- safn. Almennt er mælt með því að fara seint á daginn á söfn en þá er jafnan farið að draga verulega úr straumi gesta. Fyrir þá sem hins vegar ætla til New York á næstunni er vert að íhuga eftirfarandi ráð. Gug- genheim- safnið í New York er eitt þeirra safna sem fólk ætti að heimsækja. Vilji menn fá meira út úr þeirri ferð er skyn- samlegt að fara í safniö á milli 5 og 8 á kvöldin en þá er leikinn djass í safninu en það er hins vegar hagkvæmast að fara í safnið á föstudögum því þá ráða gestimir sjálfir hversu mikið þeir greiða í aðgang. Metropolitan-safnið í sömu borg getur verið skemmtilegt að sækja heim á föstudags- og laugardagseftirmiðdögum því þá er gestum boðið að sitja á svölum og hlýða á kammertón- list og þaö kostar ekkert auka- lega. Stjörnuferð á stjörnuafslætti! 5.000 kr. afsláttur á mann í Stjörnuferð Þeir sem fullgreiöa Stjömuferð fyrir 20. apríl fá 5.000 kr. afslátt. Fyrir fimm manna fjölskyldu gerir þetta 25.000 kr.I Tilboöið gildir t stjörnumerktar ferðir til Caia d’Or, Palma Nova og Peguera á Mallorca, Benidorm, Albir, Rimini og Portúgal I júní, júlí og september. Nú er um að gera að bóka sem fyrst. Eftirspurn eftir vor- og sumarferðum Samvinnuferða-Landsýnar hefur aldrei verið meiri! 20. apríl - mánudagur til lukku Þann 20. hvers mánaðar hljóta 20 heppnir viðskiptavinir sem hafa staðfest ferð sína, veglegan vinning í afmælis- happdrætti Samvinnuferða-Landsýnar. Með því að bóka ferð fyrir 20. apríl átt þú möguleika á því að vinna farseðil til hinna ýmsu staöa I Evrópu. Opið til kl. 20 mánudaginn 20. apríl! Mánudaginn 20. apríl verður opið hús í Austurstræti 12 til kl. 20. Ltttu við og rabbaðu við okkur um ferðaúrvalið sem hefur sjaldan eða aldrei verið meira. Við erum við símann... virka daga frá kl. 9-22 laugardaga frá kl. 12 -16 sunnudaga frá kl. 16 -18 Bókunarsíminit er: 569 1010 miimiiijjMii'-uiiijiiyii www.samvmn.is Austurstræti 12: 569 1010 Hótel Saga vió Hagatorg: 562 2277 Hafnarfjörður: 565 1155 Keflavík: 421 3400 Akranes: 431 3386 Akureyri: 462 7200 Vestmannaeyjar: 481 1271 ísafjórður: 456 5390 Einnig umboðsmenn um land a111. í * *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.