Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1998, Page 54
66
LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 TT^XT
mvndbönd
iÉr < ,
Sling Blade:
Þroskaheftur hjálparengill
kærastans ofbeldsfulla er sveitasöngv-
arinn Dwight Yoakam, sem nýlega fór
að láta að sér kveða í leiklist, en það
var hlutverk hans í sjónvarpsmynd-
inni Roswell sem vakti athygh leik-
stjórans á honum. í hlutverki sam-
kynhneigða vinarins er John Ritter,
sem lék með Biily Bob Thomton í
þrjú ár i sjónvarpsseríunni Hearts
Afire. Robert Duvall, sem lék með
Thomton í Stars Fell on Henrietta,
tók sér eins dags frí frá tökum á A
Family Thing tU að leika foður Karls
Childers í mikilvægu atriði. Natalie
Canerday leikur Lindu, en hún lék
með Thomton í One False Move. Jim
Jarmusch og fleiri vinir og starfsfé-
lagar Thomtons leika lítil hlutverk,
en stærsta nafnið meðal aukaleikar-
anna er sjálfsagt J.T. Walsh sem m.a.
hefur leikið í Outbreak, The Last Sed-
uction, The Client, Needful Things,
Hoffa, Red Rock West, A Few Good
Men, Backdraft, The Drifters, Good
Moming Vietnam, Tin Men og
Hannah and Her Sisters. Þá er
ónefndur hinn ungi Lucas Black sem
leikur Frank, eina af fáum persónum
sögunnar sem ekki var skrifuð með
neinn ákveðinn leikara í huga. Lucas
Black hafði áður komið fram í The
War með Kevin Costner.
Þróun sögunnar
Persóna Karls Childers hafði verið
í þróun síðan 1985. Hugmyndin fædd-
ist í kollinum á Billy Bob Thomton
þegar hann var að leika smáhlutverk.
Hann þurfti að klæðast ullarfótum í
steikjandi hita í eyðimörk, leið ömur-
lega og hataði hlutverkið. í tómum
leiðindum fór hann að tala eins og
Karl í húsvagninum sínum og þannig
fæddist sagan. Þótt hún sé ekki
sjálfsævisöguleg miðar Thomton
margt við fólk, staði og atburði úr
æsku sinni í Arkansas. Leikstjórinn
vildi ná mjög sérstöku andrúmslofti
fram í myndinni og gefa henni svart-
hvíta tiifmningu þótt hún sé í lit.
Leikmynda- og búningahönnuðimir
þurftu því að forðast alla bjarta liti,
sérstaklega rautt, og allir litir í mynd-
inni em því daufír, grábláir, grágræn-
ir, brúnir, daufgulir o.s.frv. -PJ
Sling Blade segir frá Karl Childers,
þroskaheftum manni sem gegn vilja
sínum er sleppt lausum af geðsjúkra-
húsi eftir 25 ára vist. Þar hafði hann
lent eftir að hafa drepið móður sína
og elskhuga hennar, en foreldrar hans
vora strangtrúað fólk og Karl taldi sig
hafa verið að refsa þeim fyrir það sem
honum hafði verið kennt að væri
synd. Karl binst vináttuböndum við
ungan dreng, Frank Wheatley, sem
sannfærir móður sína Lindu rnn að
taka Karl inn á heimili þeirra. Linda
á kærasta sem er tillitslaus og ofbeld-
isfúllur og Karl veit að hann mun
eyðileggja æsku Franks rétt eins og
foreldrar Karls eyðilögðu hans eigin
æsku. Samkynhneigður vinur hennar
reynir árangurslaust að hjálpa til, en
samkynhneigð hans gerir hann að
skotspæni kærastans. Hann heimsæk-
ir aldraðan fóður sinn og reynir að
sættast við hann, en faðir hans afneit-
ar honum. Karl sér nú að ekki er
hægt að koma vitinu fyrir vonda
menn og ákveður að hjálpa Frank,
sama hverjar afleiðingamar verða.
Billy Bob Thomton
Myndin er hugarsmíð Biily Bob
Thomton, sem skrifar handritið, leik-
m aðalhlutverkið og leikstýrir, en
Sling Blade er fyrsta myndin sem
hann leikstýrir og handritið er það
fyrsta sem hann semur hjálparlaust.
Hann átti áralangt samstarf með Tom
Epperson sem gaf m.a. af sér handrit-
in að myndunum One False Move og
A Family Thing, en Billy Bob Thomt-
on lék eitt af aðalhlutverkunum í fyrr-
nefndu mynd-
inni. Hann hefur
einnig átt hlut-
verk í myndun-
um Dead Man,
Stars Fell on
Henrietta, Tomb-
stone, On Deadly
Ground,
Indecent Propo-
sal og nú síðast
The Winner.
Billy Bob
Thomton ólst
upp í smábæ í
Arkansas og
hafði áhuga á
tónlist, íþróttum
og leiklist. Eftir
að hafa séð sína
fyrstu Elvis
Presley-mynd
ákvað hann að
verða kvik-
myndastjama
eða rokksöngv-
ari. Hann söng
og spilaði á
trommur í mörg
ár en 1983 ákvað hann að flytja til Los
Angeles og hefja leiklistamám. Eftir
mörg mögur ár fékk hann hlutverk í
sjónvarpsþáttunum The Outsiders og
hefur fengið næga vinnu síðan.
Vmirog kunningjar
Billy Bob Thomton skrifaði flestar
persónur myndarinnar með ákveðna
leikara í huga og margir þeirra vora
búnir að lofa sér í myndina áður en
handritið var fullbúið. í hlutverk
Einn mótleikara Billy Bob Thorntons í Slingblade er J.T.
Walsh sem lést nýlega. Er hann á myndinni ásamt Thornton.
Billy Bob Thornton leikur aðalhlutverkið, leikstýrir myndinni og skrifar hand-
ritið.
UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT
Ólafur Darri Ólafsson leikari:
„Ég hef fyrst og fremst
gaman af myndum sem
fara inn um annað og út um hitt.
Það er mjög þægilegt að koma
heim eftir erfiðan dag og leigja sér
eina slíka mynd. Ég mæli til dæm-
is með myndinni Clifthanger sem
mér flnnst frábær spennumynd og
gott „comeback" frá Sylvester
Stallone á sínum tíma. Þegar mað-
ur horfír á slíkar myndir er alltaf
ljóst að hverju maður er að ganga
en það er samt aldrei leiðinlegt
meðan á myndinni stendur. Það er
séö um allt fyrir mann, hugsun er
algjörlega óþörf í þessu sambandi
og allt er fært upp í hendurnar á
manni. Það finnst mér mjög þægi-
legt.
Svo eru aðrar gæðamyndir eins
og til dæmis The Shining eftir
Stanley Kubrick. Sú mynd fellur
ekki undir þann flokk mynda sem
ég talaði um áðan. Hún er meira
svona mynd sem maður getur horft
á aftur og aftur, hún er einhvern
veginn svo tímalaus.
Síðan kann ég rosalega vel við
myndina Hinrik V eftir Kenneth
Branagh. Það er fyrsta Shakespe-
are-myndin sem hann leikstýrði og
hún varð svona
dúndurgóð, einhvem veginn svo
lifandi. Þó að þetta sé eiginlega
ekki eitt af mest spennandi leikrit-
um Shakespeares, þá var myndin
gerð af svo mikilli færni, hún var
svo vel leikin og skemmtileg að
maður bara dettur inn í söguna.
Síðasta myndin sem ég get nefnt
sem uppáhald hjá mér er svo My
own private
Idaho eftir
Gus Van
Sant.
-KJA
Bttfewwnr UyTmut
Getting Away with
Murder
Getting Away with Murder er svört
kómedía með úrvalsleikurum. í mynd-
inni segir af prófessomum siðavanda
Jack Lambert sem
umtumast þegar
hann kemst að þvi
að nágranni hans,
eldri maður sem
hingað til hefur
ekki sópað að, er í
rauninni hinn al-
ræmdi og eftirlýsti
stríðsglæpamaöur
Karl Luger. Sið-
fræöispekingurinn
getur ekki á sér
heilum tekið
vegna þessa og gerir allt til að láta „rétt-
lætið“ ná fram að ganga. Það gengur á
ýmsu við þá tilraun hans, kærastan fer í
fýlu þegar athygli prófessorsins beinist
ekki nógu mikið að henni og dóttir Lu-
gers, Inga, flækir málin enn frekar þegar
hún verður ástfangin af prófessornum
sem er að reyna að negla fóður hennar.
I hlutverki hins siðavanda prófessors
er Dan Aykroyd, grinleikari til margra
ára, Jack Lemmon, ekki síður frægur
gamanleikari, leikur stríðsglæpamann-
inn, Lily Tomlin, sem þykir með betri
gamanleikkonum í Hollywood, leikur dótt-
ur hans og Bonnie Hunt kærustuna. Leik-
stjóri er Harvey Miller og framleiðandi
Penny Marshall sem meðal annars leik-
stýrði Big og The League of Theír Own.
Sam-myndbönd gefur Getting
Away with Murder út og er hún
leyfð öllum aldurshópum.
Sin and
Redemption
Sin and Redemption er dramatisk fjöl-
skyldumynd sem fjallar um málefni sem
alltaf er ofarlega á baugi, nauðgun og af-
leiðingar sem slík
hrottaleg árás hefur
á fómarlambið.
Billy er ung, fóg-
ur og gáfuð kona
sem á framtiðina
fyrir sér. Dag einn
hrynur líf hennar
þegar hún^ verður
fyrir árás nauðgara,
líf hennar sem var
með eðlilegum
hætti breytist í
martröð. Það sem
verst er fyrir hana er að hún verður
ófrísk eftir nauðgarann. í kjölfarið neyð-
ist hún til að segja strangtrúuðum for-
eldrum sínum frá þvi sem gerðist. For-
eldrar hennar neyða hana til að skrifa
undir ættleiðingu og er barnið tekið frá
henni um leið og það fæðist. Þetta veldur
Billy miklum harmi og þótt hún hitti fyr-
ir mann sem hún verður ástfangin af og
giftist honum þá getur hún ekki gleymt
fortíðinni og gerir sér grein fyrir að hún
verður að takast á við vandamál sín áður
en hún getur farið að lifa eðlilegu lífi.
Með hlutverk Billy fer Cynthia Gibb.
Aðrir leikarar eru Richard Grieco,
Cheryl Pollak, Concetta Tomei og Ralph
Waite. Leikstjóri er Neema Bamette.
ClC-myndbönd gefur Sin and
Redemptíon út og er hún bönnuð
börnum innan 12 ára. Útgáfudagur
er 21. apríl.
Allir sem sáu Matthildu i fyrra hrifust
örugglega af hinni ungu og skemmtilegu
leikkonu Mara Wilson sem fór á kostum
í hlutverki stúlku sem gat ýmislegt sem
aðrir geta ekki. Wilson er nú komin fram
á sjónarsviðið aftur
i A Simple Wish,
skemmtilegri gam-
anmynd þar sem
töfrar skipa máli
eins og í Matthildu.
Mara Wilson
leikur Annabellu
sem tók upp á því
að óska sér að eign-
ast ævintýra-guðs-
móður. Vegna mis-
taka verður hún að
sitja uppi með hinn
óreynda og klaufska Murray. Áður en
hún gat talið upp að tíu lenda þau í
sprenghlægilegum aðstæðum þar sem
þau hafa aðeins nokkrar klukkustundir
til að bjarga föður Annabellu, endur-
heimta stolinn töfravönd og berjast við
iUa norn um heimsfriðinn.
Með hlutverk Murray fer hinn smá-
vaxni grínleikari Martin Short og
Kathleen Tumer leikur nomina. Leik-
stjóri er Michael Ritchie, reyndur
Hollywoodleikstjóri sem hefur gert marg-
ar ágætis myndir.
ClC-myndbönd gefur A Simple
Wish út og er hún leyfð öllum ald-
urshópum. Útgáfudagur er 21. apríl.