Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 Fréttir__________________________________________ Eiturefni furöulega hátt - miklu meira af PCB-efnum en í nyrstu héruðum Kanada - hrollvekjandi niðurstöður Dr. Kristín Ólafsdóttir hjá rannsóknastofu Háskól- ans í lyfjafræði. „Magnið sem mældist af eiturefn- um einsog PCB og skordýraeitrinu DDT var furðulega hátt og niður- stöðumar, ásamt samanburði á rannsóknum sem við höfum gert á fálkum, benda eindregið til að upp- sprettu hennar sé ekki að leita við ísland heldur berist eiturefnin hing- að til lands með loftstraumum," sagði dr. Kristín Ólafs- dóttir hjá rannsókna- stofu Háskól- ans í lyfja- fræði þegar DV spurði hana út í niðurstöður rannsókna hennar og þriggja annarra íslenskra vísindamanna á mengun í æðarfugli við ísland. Þær birtast innan skamms í víðlesnu alþjóðlegu vís- indariti. Vísindamennirnir tóku sýni úr æðarfúgli í Skerjafirði og niöurstöð- umar eru hrollvekjandi. Magn PCB reyndist vera margfalt meira en fannst við svipaða rannsókn sem birt var 1995 á æðarfugli i heim- skautahémðum Kanada og einnig hærra en fannst við mælingar sem birtust sama ár á æðarfugli við Spitsbergen og Frans Jósefs-landi sem tilheyrir Rússlandi. Leifar skordýraeitursins DDT eru einnig miklar en þó svipað og fundust í æð- arfuglum á áðurnefndum svæðum. Utanaðkomandi mengun Hið mikla magn PCB sem mælist í fugli frá Skerjafirði gæti í fljótu bragði bent til að uppmna þess mætti leita i staðbundinni mengun. Há fylgni var þó milli magns PCB- efna og ann- arra lífrænna þrávirkra efna á borð við DDT og vísindamenn- irnir segja í greininni að það bendi eindregið til aö eitrið sé ekki komið frá staðbundinni upp- sprettu heldur hafi þau öll borist hingað saman með loftstraumum úr fjarlægum stöðum. Lífrænu þrávirku eiturefnin safh- ast saman í fituvef fuglanna. í að- draganda varpsins safnar kollan mikilli fitu en í maí sveltir hún sig meðan hún situr á hreiðri og eggin klekjast út. Við sveltið gengur hún á fituforðann og um leið losna eitur- efnin út í blóðið. í júní, þegar klak- inu er lokið, mælist því mikil hækk- un eiturefnanna í blóði kollunnar. í grein vísindamannanna segir: „Á þessu skeiði hljóta fuglarnir að vera berskjaldaðir fyrir eituráhrifum þessara efna þegar þau ná skamma hríð háum styrk í blóðinu." Þeir leiða jafnframt getum að því að hækkun eiturmagnsins geti mögu- lega dregið úr vörnum fuglanna gegn smitsjúkdómum og sníkjudýrum. Hér á landi hefur einmitt orðið vart dauða af völdum sníkjudýra í æðar- stofnum sem álitnir voru heilbrigðir. Vantar rannsóknir Æðarfúglinn lifir að- ailega á botnlægum lin- dýrum, svo sem kræk- lingi. Eiturmagnið sem finnst í fuglinum bend- ir til að þessi dýr hafi í sér meira af þrávirk- um, lífrænum efnum á borð við PCB og DDT en menn töldu áður. Lægri stig fæðukeðj- unnar í hafinu við ís- land kunna því að vera mun mengaðri af slík- um efnum en menn hafa talið. Til þessa hafa vísindamenn eink- um einbeitt sér að mæl- ingum á dýrum ofar- lega í fæðukeðjunni en dr. Kristín kvað nauð- synlegt að hega mæling- ar á dýrum neðarlega í keðjunni til að fá gleggri mynd af ástandinu. Vísindamennimir sem stóðu að rannsókninni voru auk Kristínar þau Karl Skímisson, Guðrún Gylfa- dóttir og prófessor Þorkell Jóhann- esson. Karl starfar á Keldum en hin á rannsóknastofu Háskólans i lyfja- fræði. Niðurstöðumar munu birtast í ritinu Environmental pollution. -ÖS Kærð fyrir landspjöll Útlendingar á stómm ferðabíl skemmdu hverasvæði í Kerlingar- fjöllum um helgina. Eftirmál munu veröa af hálfu Náttúruverndar ríkis- ins vegna verknaðarins. Fólkið verð- ur kært. „Akstur utan vega er ótvírætt bann- aður og brot varða sektum eða varð- haldi. Ég er búinn að óska eftir því við sýslumanninn á Selfossi að hann fylgi málinu eftir. Þetta fólk mun ekki komast upp með að aka í burtu," segir Árni Bragason, for- stjóri Náttúruvemdar rikisins. „Skýrsla var tekin af fólkinu á staðn- um. Við munum senda bréf til lög- reglunnar á Selfossi til að tryggja að einhver kæri. Ekki hefur verið al- gengt að sektað sé samkvæmt lögum um náttúmvernd. Þó voru Belgar sektaöir fyrir nokkriun árum. Þeir hötðu ekið utan vega og tjaldað. Þá liggur fyrir mál manns sem ók utan vega í Landmannalaugum síðasta vetur. Að sögn Áma getur lögreglan að eigin frumkvæði gert ráðstafanir þegar fólk veldur landspjöllum meö svipuðum hætti og um helgina. Þó vanti reglugerð sem kveöur skýrt á um hæð sekta. Dómstólar hljóti að taka ákvörðun um það. „Lögregla og tollayfirvöld hafa ekki verið tUbúin tU að taka dnUlu- grindur af ferðalöngmn þrátt fyrir beiðni okkar. Grindamar era notað- ar tU að leggja í druUu þegar bUar era fastir. Það er algjör óþarfi að taka svona lagað með tU íslands," segir Ámi. -sf I— Útlendingar sem skemmdu við- kvæmt hverasvæði í Kerlingarfjöll- um um helgina verða kærðir fyrir verknaðinn. Forstjóri Náttúruvernd- ar vill banna drullubretti eins og þau sem sjást á myndinni. Betur fór en á horfðist er ferjuflugvél lenti með bilaðan hjólabúnað i Keflavík í fyrrinótt. Vængur og skrúfublöð löskuðust þó er þau rákust í flugbrautina. DV-mynd ÆMK Flugvél í vandræðum: Lentu með brotið hjól Ferjuflugvél hlekktist á í lendingu á Keflavíkurfiugvelli í fyrrinótt. Tveir flugmenn vóru í vélinni og sakaði hvoragan. „Lendingarbúnaður vélarinnar bil- aði. Flugmennimir vora vel á verði og gerðu sér strax grein fyrir vanda- málinu,“ sagði Haraldur Stefánsson, slökkviliðssijóri á Keflavíkurflugvelli. „Þeir heyrðu smell er þeir settu lendingarhjólin niður. Við voram látnir vita. Þegar þeir fóra aftur í vél- ina til að athuga málið dinglaði hluti af gímum laus. Þeir flugu vélinni einn hring og reyndu að láta flugtum- inn líta á þetta.“ Flugvélin er af gerðinni Fokker Fairchild 227. Haraldur segir flug- mennina hafa lent henni mjög snyrti- lega „Flugmennimir hölluðu vélinni og lentu á heila hjólinu. Þegar lendingar- búnaðurinn hægra megin snerti brautina brást hann. Við þetta fóra skrúfan og vængurinn niður og vélin út af brautinni." -sf Hátt á annaö hundraö geitungar drepnir i Eikjuvogi: Stungurnar geta ver- ið lífshættulegar - segir meindýraeyðir sem eyðir 7-8 geitungabúum á dag „Það voru hátt á annað hundrað geitunga sem ég drap hér í Eikju- voginum. Þetta var vel stór hópur en ég hef fengið stærri verkefni að undanfornu. Mörg búin eru á stærð við handbolta og jafnvel fót- bolta. Það er mjög mikið um geit- ungabú núna. Þetta er að aukast ár frá ári vegna góðs veðurfars. Þessi ófögnuður er kominn til að vera. Það eru geitungabú úti um alla borg. Ég er að eyða 7-8 búum á dag og maður hefur varla undan,“ seg- ir Benedikt Ólafsson meindýraeyð- ir, sem eyddi geitungabúi í Eikju- vogi þar sem hundruð geitunga réðust á 2ja ára bam í fyrradag eins og greint er frá í DV í dag. „Þessir geitungar sem ég drap hér era svokallaðir húsgeitungar. Holugeitungar eru hættulegastir og árásargjamastir. Þessar geitunga- tegundir eru allar hættulegar ef þær stinga. I langflestum tilfellum ráð- ast geitungar á fólk ef það kemur nálægt búum þeirra. Það þarf ekki annað en að vera að vökva garðinn og maður kemur óvart of nálægt búi. Það er auðvitað verst þegar böm era stungin en fullorðnir era líka í hættu. Stungumar geta verið mjög slæmar og jafnvel lífshættuleg- ar. Það er því full ástæða til að vara fólk við þessum ófógnuði og láta umfram allt meindýraeyði vita um leið og það rekst á geitungabú. Það er ekki sniðugt að fólk sé að reyna að útrýma þeim. Það getur reynst hættiflegt. Það þarf að eitra fyrir þeim. Það er ekki nóg að fara með kúst og bijóta búið. Geitungamir era áfram til staðar og eru mjög fljótir að byggja upp búið aftur. Ég úða fyrst á geitungana með eter sem deyfir þá. Þá er síöur möguleiki á að þeir ráðist á mann því þeir verjast af öllum krafti. Síðan eitra ég með permasektefni sem drepur þá. Það er sterk blanda sem tryggir að þeir drepist," segir Benedikt. -RR Stuttar fréttir dv Raungreinamiðstöð Ný kennslustöö verður tekin í notkun i Reykjavík í haust. Henni er ætlað að örva áhuga grunnskóla- bama á raungreinum, ekki síst raf- fræðum. Stöðin er samstarfsverk- efhi Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Fræðslumiðstöðvar borgarinnar. Gísli Halldórsson látinn Gísli Hall- dórsson leikari er látinn. Hann hóf leikferil sinn hjá Leikfé- lagi Reykjavík- ur árið 1951 og á að baki eftir- minnilegan leik- og leik- stjóraferil á sviði, í útvarpi og kvik- myndum. Harma uppsagnir Stjóm Fangavarðafélags Islands hefúr sent frá sér tilkynningu þar sem harmaðar era uppsagnir reyndra og velmenntaðra fanga- varða um þessar mundir. Varað er við því að ólga innan raða fanga- varða sé ekki öll komin fram. Minna ónæmi Ónæmi fyrir sýklalyfjum hefúr minnkað um þriðjung hér á landi undanfarin misseri. Samkvæmt fréttum Bylgjunnar hefúr þessi ár- angur náðst þar sem gefið er minna af lyfjum og greiningar á sjúkdómum era betri. Nú telst tæpur fimmtungur baktería ónæm- ur fyrir sýklalyfjum sem er svipað og gerist annars staðar á Norður- löndum. Ný kjördæmaskipan í fréttum Ríkissjónvarpsins var sagt frá því að nefnd sem fjallað hefúr um breytingar á kosningalög- um og starfað hefur undir stjóm Friðriks Sophussonar alþingis- manns skili tillögum í september. Ólíklegt er að ný kosningalög taki gildi fyrr en árið 2003. Vantar fjárfesta Finnur Ing- ólfsson við- skiptaráðherra segir við Dag að brýnt sé að fá erlenda fiárfesta inn í íslenska bankakerfið. Til tíðinda muni draga í sölu rík- isbankanna í haust. Blankt leikfélag Leikfélag Akureyrar hefur sótt um aukafjárveitingu til bæjar- stjómar Akureyrar vegna fjárhags- erfiðleika. Dagur sagði frá. Nýr lífeyrissjóður I dag verður tilkynnt um form- lega stofliun Iífeyrissjóðs sveitarfé- laga en samkvæmt fréttum Ríkis- sjónvarpsins mun hann taka til starfa um næstu áramót. Óvíst er hvort stærstu sveitarfélög landsins verði aðilar að sjóðnum en þau reka flest sina eigin sjóði. Skaðabætur Tölvulistinn hf. þarf að greiða al- þjóðlegum samtökum rétthafa skaðabætur fyrir að hafa notað ólöglegan hugbúnað. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki þarf að greiða slíkar skaöabætur. Samkvæmt fréttum Sjónvarpsins var ekki um ásetningsbrot að ræða. Nýr formaður S.Þ. Nýkjörinn formaður Félags Sam- einuðu þjóðanna á íslandi er Ingvi S. Ingvarsson, fyrrverandi ráðu- neytisstjóri og sendiherra hjá S.Þ. Fráfarandi formaður félagsins er Knútur Hallsson. Skiptir um starf Siguijón Sig- hvatsson, fram- kvæmdastjóri Lakeshore Entertainment í Hollywood, hefúr ákveðið að hætta störfúm hjá fyrir- tækinu eftir um fjögurra ára starf. Sigurjón sagðist í samtali við Stöð 2 ekki hafa ákveðið hvað hann tæki sér fyrir hendur. -JHÞ/SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.