Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 4
/ Fréttir Uppsagnir ljósmæðra: Ofremdarástand blasir við 40 af 102 ljósmæðrum fæðingardeild- ar Landspítalans hætta störfum 31. júlí nk. ef ekki verður búið að koma til móts við launakröfur þeirra. Ófremdarástand mun skapast á fæðingardeildinni þegar þær hætta og er búist við að konur af höfuðborgarsvæðinu þurfi að ala böm sín á sjúkrahúsum úti á landi. Þegar hefur verið gengið frá kjara- samningi fyrir hönd Ljósmæðrafélags- ins en ljósmæðumar, sem em búnar að segja upp, em óánægðar með niðurstöð- una. „Sumar em í a-ramma en aðrar í b- ramma en við röðumst lágt í þá báða,“ segir Sólveig Friðbjamardóttb’ ljósmóð- ir. „Nýútskrifaðar ljósmæður em jafn- ramt með hjúkrunarmenntun sem þýðir 6 ára háskólanám, auk þess sem sumar hafa e.t.v. unnið sem hjúkrunarfræðing- ar í 10-15 ár. Þær raðast í a-ramma en samkvæmt samningi Félags hjúkrunar- fræðinga ættu þær að ráðast i b-ramma. Það þýðir að þær era með lægri laun en ef þær ynnu sem hjúkrunarfræðingar. Byijunarlaun þessara nýútskrifuðu ljós- mæðra em 118.000 kr. samkvæmt nýja samningnum." Ljósmæður, sem hafa margra ára starfsreynslu, raðast hins vegar i b- ramma en þær em óánægðar með hve lágt þær raðast í hann. -S.J. Hrossasóttin um allt land DV, Akureyri: „Það má segja aö hrossasóttin sé nú komin um allt land. Hún hefúr farið um Þingeyjarsýslur og er komin til Austur- lands. Fyrir landsmótið var hún komin austur að Kirkjubæjarklaustri þannig að hringurinn er að lokast og útbreiðsl- an varð hröð í kjölfar mótahalds og ferðalaga í sumar,“ segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir á Hólum í Hjaltadal og sétftæðingur í hrossasjúk- dómum. Sigríður segir að í Skagafirði hafi 20-30 hross drepist vegna sóttar- innar og hafl í öllum tilfellum verið um merar að ræða. Þær hafi verið há- mjólka og því með mikla kalkþörf og orðið klumsa. Þetta dánarhlutM segir Sigriður að sé nánast það sama og þeg- ar sóttin geisaði á suðvesturhomi landsins i vetur, eða um eitt prómiil. „Ég er aö vona að sóttin verði aö mestu gengin yfir áður en vetur gengur í garð og þar með séum við laus viö þetta endanlega," sagði Sigríður þegar hún var spurð hvenær hún teldi að sótt- in yrði um gárð gengin. -gk Sólveig Friðbjarnardóttir Ijósmóöir. BorgarQörður: Þórunn Gestsdóttir sveit- arstjóri í Borgarfiröi DV Borgarnesi: Sameinað sveitarfélag Reykholts- dalshrepps, Hálsahrepps, Andakíls- hrepps og Lundarreykjardalshrepps hefur ráðið sér nýjan sveitarstjóra, Þórunni Gestsdóttur, og var hún valin úr hópi 21 umsækjanda. Þór- unn var síðast aðstoðarmaður bæj- arstjórans á fsafirði. Sagt er að heimamenn séu afar ánægðir með að einhver utan sveitarfélagsins skyldi ráðinn í starfið. Breiðfylking í Borgarfirði fékk hreinEm meirihluta í sveitarstjóm hins nýja sveitarfélags í kosningun- um 28. maí, eða fjóra menn, en Borgarfjarðar- listinn fékk einn mann kjörinn. Ríkharð Brynjólfsson af Breiðfylkingu er oddviti hins nýja sveitarfélags sem enn sem komið er hef- ur ekki fengið nafn en við kosningamar í maí fékk nafnið Borgarfjörður flest atkvæði. Stefnir í að nýja sveitarfélagið fái það nafn. „Þaö er ekki komið nafn á sveit- arfélagið en við höfum notað nafnið Borgarflörður hingað til og við höf- um sótt um það að sveitar- félagið fái það nafn. Það er hins vegar félagsmálaráðu- neytið sem ræður því hvort við fáum að nota þetta nafn. Fram undan er að gera þetta að einu sveitar- félagi. Formlega er þetta orðið eitt sveitarfélag en það tekur svolítinn tíma að færa saman bókhald og átta sig á því hvemig rekst- ur þessara flögurra sveitar- félaga gengur. I Borgarfirði búa í dag 670 rnanns," sagði Ríkharð Brynjólfsson. -DVÓ Þórunni Gestsdóttur. Hvað með þennan Finn? Dagfari var á ferða- lagi í bifreið sinni á sunnudaginn, ók um í veðurblíðunni, sem ekki telst til tíðinda, nema það að maður veit ekki hvað er að gerast i fréttum, nema kveikja á útvarpinu, sem var auðveldast og nærtækast í bílnum. Og þar sem ýmsar af þessum nýju og glað- beittu útvarpsstöðvum em ýmist ekki í flar- skiptasambandi við hvaða landssvæði sem er og sumar þeirra hafa ekki fréttir nema endrum og eins og það á ólíklegustu tímum og svo er fréttamat þeirra ekki alltaf í samræmi við mikilvægi atburð- anna, þá var eðlilegast að skrúfa frá gömlu Gufunni og treysta á fréttamatið hjá þeirri fomfrægu stofnun. í hádeginu bar það hæst í fréttum Ríkisút- varpsins að Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra taldi sameiginlegt framboð vinstriflokkanna sýndarmennsku. Var í því sambandi rætt fram og til baka við Finn þennan um framboðsmál þriggja annarra flokka, sem hann mun ekki til- heyra, eftir því sem Dagfari veit best. Þó var að heyra að hann teldi sig vita manna best, hvað væri að gerast í sameiningar- málum vinstriflokk- anna. í framhaldi af þessu viðtali við Finn komu síðan fféttir af heimsmál- unum, nýjum forsæt- isráðhema í Japan, árásum Serba á Kosova og svo fram- vegis. Fór ekki á miili mála að Ríkisútvarp- ið taldi skoðanir Finns Ingólfssonar mestu tíðindin úr veröldinni þessa stundina. Dagfari opnaði aftur fyrir fréttirnar klukkan þrjú og enn bar það hæst í heimsfréttunum að Finnur taldi sameiningu vinstriflokkanna sýnd- armennsku hina mestu. Sagan endurtók sig í fimm fréttum og þegar kom að kvöldfréttum var þess getið fyrst og síð- ast í ágripi fféttanna að Finnur Ingólfsson teldi sameiningu vinstri flokkanna sýndarmennsku og svo var aftur spilað viðtalið við Finn þennan frá því í hádeginu og ekki fór á milli mála að aðrir atburðir jarðarbúa féllu algjörlega i skuggann fyrir þessu mikflvæga innleggi i stjómmálasög- una ffá Finni ffamsóknarmanni Ingólfssyni. Nú skal það að vísu viðurkennt að Finnur Ing- ólfsson er með atkvæðamestu stjómmálamönn- um samtímans og Finni tókst að bera ranga frá- sögn úr Landsbankanum af Landsbankamálum og Finnur tók það að sér að bera rangar upplýs- ingar úr Búnaðarbankanum af Búnaðarbanka- málum og Finnur þessi gegnir sömuleiðis lykil- hlutverki í óuppgerðu og meintu sakamáli vegna gjaldþrots Lindar hf. og hefur fengið endurteknar traustsyfirlýsingar frá forsætisráðherra og for- maður Framsóknarflokksins hefur séð ástæðu tfl að biðja tvo lögfræðinga að gefa út flekklaust sakavottorð um Finn þennan. Þannig að Finnur Ingólfsson er miðpunktur og þungamiðja þeirrar stjómmálaumræðu sem átt hefur sér stað að und- anfórnu. En að þessi sami Finnur sé orðinn sérfræðing- ur um málefni annarra flokka er auðvitað stór- merkur atburður sem fféttastofan missir ekki af. Þeir em alltaf að skúbba hjá Gufunni. Dagfari ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 Stuttar fréttir 3% seld Tilkynnt hefur verið um utanþings viðskipti með hlutabréf í Hraðfrysti- húsi Eskiflarðar, alls að naffiverði 12,5 milljónir króna að nafnverði. Það er liðlega 3% hlutur í fyrirtækinu. Við- skiptavefur Vísis sagði ffá. Lítil makrílveiöi Lítil makríl- veiði hefur verið í Siidarsmugunni, að sögn Krisfláns Loftssonar, for- sflóra Hvals hf., i samtali við frétta- vef Morgunblaðs- ins. Skip hans, Venus, stundar þessar veiðar. SKÝRR fékk Kvótaþing Stjóm Kvótaþings hefur gengið tfl samninga við SKÝRR hf. um rekstur Kvótaþings. Reksturinn var boðinn út og reyndist tilboð SKÝRR hagstæðast af sjö tilboðum sem bárust frá fimm fyrirtækjum. Viðskiptavefur Vísis sagði frá. Ríkisvíxlar hagstæðir Nafnávöxtun hefur verið hæst á ríkisvíxlum sl. mánuð, að því er viðskiptavefur Vísis hefur eftir Fjárfestingarbanka atvinnulífsins Þriggja mánaða ávöxtun hefur síð- ustu 30 dagana verið 5,88% miðaö við heilt ár. Milliuppgjör Níu hlutafélög hafa tilkynnt til Verðbréfaþings Islands dagsetn- ingu milliuppgjöra á tímabilinu 26. júlí til 15. ágúst. Þau eru Eimskip, ÚA, Hampiðjan, Héðinn, smiðja, Hraðfrystihús Eskiflarðar, Lyfla- verslun íslands, Olíufélagið hf., Op- in kerfi hf. og Pharmaco. Sýndarmennska Finnur Ing- ólfsson segir samfylkingu vinstriílokka sýndarmennsku og að Alþýðu- flokkurinn sé að reyna að leysa Alþýöubandalag- ið upp í frumeindir sínar. Texta- varp RÚV sagði frá. Akureyrarveiki Samkvæmt nýrri rannsókn á þeim sem fengu svonefhda Akur- eyrarveiki fyrir 50 árum era um 12% enn þjáöir. Veikin, sem gekk sem faraldur, lýsti sér í máttleysi, í sumum tilfellum lömun og sí- þreytu. Orsök veikinnar fannst aldrei. í erlendum læknabókum kallast veikin Iceland Disease, eða íslandsveiki. Vindorka I Vestmannaeyjum hefur verið settur upp vindmælir. Verið er að kanna möguíeika á að ffamleiða rafmagn með vindmyllum. Texta- varp RÚV sagði frá. íslenskt elliheimili Nýtt elliheimili hefur verið tekið í notkun á Mæri í Tékklandi. Lækn- ingatæki og innanstokksmunir vora keyptir fyrir fé sem safnaðist á ís- landi undir heitinu Neyðarhjálp úr norðri. Textavarp RÚV sagði frá. Ámælisvert Úrslit kosninga á Patreksfirði skulu standa þrátt fyrir að vinnu- brögð sýslumanns, Þórólfs Halldórs- sonar, við utan- ____________kjörstaðaatkvæða- greiðslu hafi verið ámælisverð samkvæmt nýlegum úrskuröi fé- lagsmálaráðuneytisins. Textavarp RÚV sagði frá. Tvöfalda hiutaféö Hlutafé í íslenska peroxíðfélag- inu verður tvöfaldað. Félagið hefur kannað hagkvæmni þess að fram- leiða vetnisperoxíð en það þykir ekki vænlegt. Þess í stað era nú at- hugaðir ýmsir aðrir kosti í efna- vinnslu. Nafni félagsins hefur verið breytt. Það heitir nú íslensk ný- sköpun. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.