Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. JULI 1998 Neytendur sandkorn Verslunarmannahelgin: Margt er i boði víða um landið Mesta ferðahelgi ársins, verslun- armannahelgin, nálgast óðfluga með tilheyrandi uppákomum og skemmtunum. Flestir landsmenn sem ætla að gera sér glaðan dag um næstu helgi ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi því mikið er um skipulagðar hátíðir og skemmtanir víðs vegar um land. í Galtalæk halda bindindismenn árlegt mót sitt nú í þrítugasta og fyrsta sinn. Galtalækjarmótið er fjölskyldumót þar sem allir ættu aö geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar verða m.a. dansleikir fyrir börn og fullorðna, fjölbreytt skemmtidag- skrá, kvöldvökur, varðeldur og fjöldasöngur. Á svæðinu verða m.a. veitinga- hús, verslun, leiktæki og tívólí. Miðaverð fyrir fullorðna er 5000 krónur (4300 kr. í forsölu), fyrir unglinga 13-15 ára, kostar miðinn 4000 krónur (3300 kr. í forsölu), og frítt er fyrir börn yngri en 12 ára. Halló Akureyri Á Akureyri verður hátíðin Halló Akureyri haldin víða um bæinn. Fjöldi hljómsveita mun leika fyrir dansi í Sjallanum, í KA-heimilinu og á Ráðhústorginu. Þar má m.a. nefna Pál Óskar og Casino, Skíta- móral, Greifana og Sálina hans Jóns míns. Auk þessa verður boðið upp á ýmiss konar skemmtun fyrir börn- in, s.s. töfrabrögð, danssýningu og brúðuleikhús. Enginn aðgangseyrir er að hátíðinni sjálfri en greiða þarf inn í tjaldsvæði bæjarins. Gisting á tjaldsvæðunum við KA-heimilið og Þórsheimilið kostar 3000 krónur frá fimmtudegi til mánudags og í Kjarnaskógi kostar sama tími 2400 krónur. Þjóöhátíö í Eyjum Venju samkvæmt verður haldin þjóðhátíð í Herjólfsdal í Vestmanna- eyjum um verslunarmannahelgina. Fjölbreytt barnadagskrá verður alla helgina og má m.a. nefna Brúðubílinn, Hálft í hvoru og Leik- húsið 10 fmgur. Einnig má nefna söngvakeppni, barnaböll og leik- tæki. Fyrir hina eldri verða tónleik- ar, kvöldvökur og dansleikir öll kvöldin. Þar koma m.a. fram Stuð- menn, 8-villt, Geirmundur Valtýs- son, Land og synir og Páll Óskar og Casino. Miðavérð fyrir fullorðna er 7000 krónur, 14-15 ára unglingar greiða 3500 krónur og frítt er fyrir böm til fjórtán ára aldurs. Síld á Sigló Siglfirðingar halda sitt árlega síldarævintýri í áttunda sinn um helgina. Meöal skemmtiatriða má nefna bryggjuknall, varðeld, fjölda- ÁSkagaströnd AVopnatjörður A Ákureyri A Mývatnssveit NeskaupsstaðurA Avatnaskögur 2700 kr. Vestmanfvaeyjar Skipulagðar hátíðir um verslunarmannahelgina ÁH'eijnár 3000 kr. A Staöarteil 3000 kr. AGaltalækur FljótshltðA ÁMúlakot A Klrkjubæjarklaustur Það verður væntanlega handagangur í öskjunni á umferðarmiðstöðvum og fiugvöllum landsins á föstudaginn. Verslunarmannahelginni fylgja tjaldútilegur og langar nætur. söng, útidansleik, kantrídans og dansleiki með Miðaldamönnum á Hótel Læk og með hljómsveitinni Tvölföldum áhrifum í Bíó Sal. Ekki þarf að greiða aðgangseyri að svæð- inu en greitt er sérstaklega inn á tjaldsvæði og dansleiki. Neistaflug og Vopnaskak í Neskaupstað verður haldin fjöl- skylduhátíðin Neistaflug ‘98. Frítt er inn á svæðið og á tjaldsvæði en borga þarf inn á dansleiki innan- húss. Hljómsveitirnar Skítamórall, Karma, Reggae on Ice og Buttercup eru meðal þeirra sem halda uppi fjörinu á Neistafluginu. Einnig verður boðið upp á útsýnisferðir, íþróttaálfurinn kætir bömin og menn reyna krafta sína á Hálanda- leikunum. Dansleikir verða í Egils- búð öll kvöldin. Á Vopnafirði verður Vopnaskak um helgina. Fjölskyldudagskrá með breytilegri dagskrá verður alla helg- ina, s,s, andlitsmálun, leikir og leik- tæki. Einnig verða dansleikir í Mikla- garði þar sem m.a. koma fram Skíta- mórall, Reggae on Ice og Greifarnir. Enginn aðgangseyrir er að svæðinu en greitt er inn á dansleikina. Andleg íhugun og guöfræði Af öörum hátíðum má nefna mann- ræktarmót Snæfellsáss um helgina við Brekkubæ á Hellnum. Aðgangs- eyrir þar er 3000 krónur fyrir full- orðna en frítt er fyrir böm yngri en fjórtán ára. Hvítasunnumenn halda árlegt landsmót sitt í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Enginn aðgangseyrir er að svæðinu. Vímulaus útihátíð verður síðan haldin á vegum SÁÁ og Mjólkursam- lagsins í Búðardal að Staðarfelli i Döl- um undir heitinu Mjólkurgleði SÁÁ og Dalamanna. Aðgangseyrir er 3000 krónur fyrir fullorðna en frítt er fyrir böm yngri en 14 ára. Á Kirkjubæjarklaustri verður fjöl- skylduhátíð með skemmtiatriðum og dansleikjum um helgina. Enginn að- gangseyrir er að svæðinu. Sama er að segja um Mývatnssveit þar sem hald- in verður ferða- og fjölskylduhelgi með fjölbreyttri dagskrá, s.s. dans- leikjum, tónleikum og bátsferðum. Kántrí og koddaslagur Sæludagar verða haldnir í Vatna- skógi um helgina, Þar verður m.a. boðið upp á bryggjupartí, guðsþjón- ustu, koddaslag og gönguferðir. Að- gangseyrir að svæðinu er 2700 krón- ur en frítt er fyrir yngri en 13 ára og eldri en 67 ára. Fjölskylduhátíð Flugmálafélags- ins verður haldin að Múlakoti um helgina. Gestum gefst færi á að fara í útsýnisflug, taka þátt í kvöldvök- um og læra á svifflugu. Sérstök dag- skrá verður fyrir börnin. Aðgangs- eyrir að svæðinu er enginn. Á Skagaströnd verður kantríiö í algleymingi. Þar verður m.a. hægt að fara í kassabílarallí, spreyta sig í kraftakeppni eða læra kantrí- og grease-dansa. Dansleikir verða bæði í Kántrýbæ og Félagsheimilinu Fellsborg. Ekki þarf að greiða að- gangseyri að svæðinu. -GLM Pasta með í þennan matarmikla pastarétt má nota afganga af lambi, nauti, skinku, beikoni eða öðru kjötmeti sem finnst í ísskápnum. Uppskrift: 1 msk. ólífuolía 550 g lambakjöt í litlum bitum 1 saxaður laukur 2 gulrætur, skomar í teninga salt og svartur pipar 600 ml pilsner 600 ml vatn 225 g grænar baunir 450 g pastaskrúfur 150 ml sýrður rjómi paprikuduft. lambakjöti Aöferö: Hitið olíuna á djúpri pönnu. Brúniö lambakjötsbitana á pönn- unni og bætið síðan við lauknum og gulrótunum og kryddið með salti og pipar. Hrærið vel í öllu og bætið síð- an við pilsnernum og vatninu. Látið sjóða og minnkið síðan hitann þeg- ar suðan kemur upp og látið lok á pönnuna. Leyfið blöndunni að malla á lágum hita 111/2 tíma. Bætið síð- an baununum og pastanu út í, hrær- ið vel í og látið suðuna koma upp aftur. Setjið smáslettu af sýrðum rjóma ofan á hvem skammt sem borinn er fram og kryddið hann með paprikudufti. j þennan pastarétt er upplagt ab nota afganga af lambalærinu. Ný aðstoðarkona Eitt valdamesta hlutverkið bak við skuggatjöld Reykjavíkurlistans hefur verið staða aðstoðarkonu borgarstjóra. Á síðasta kjörtímabili gegndi Kristín Árnadóttir því hlut- verki og varð nánasti samstarfsmaður Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur. Nú er Kristín farin til útlanda og borg- arstjórinn er að leita að eftirmanni hennar. Mörgum kemur á óvart að sá sem helst er nefndur til starfans er Árni Þór Sigurðsson úr Alþýðu- bandalaginu. Hann er einn nánasti samstarfsmaður Svavars Gestssonar og það myndi því efalítið skipta miklu i átökum Svavars við hjörð Helga Hjörvar ef Ámi Þór yrði hin nýja að- stoðarkona borgarstjóra... Nunnurá bar Þeim sem varð gengið inn á Kaffi Reykjavík síðla fóstudags hefur efalítið bmgðið i brún að sjá þar sitja við borð tvær kaþólskar nunnur í hvitum skrúða ásamt einum presta kaþólsku kirkjunnar auk Rósu Ingólfsdótt- ur. Sveitin var þó hvorki mætt til að bjarga Rósu úr klóm freistarans né leiöa afvega- leiddar barflugur undirheimanna á götu meöalhófsins. Þær vom komnar með hinum virta presti kaþólikka, Jakobi Rollant, tO að syngja fyrir hlustendur Bylgunnar sem sendi Þjóðbraut sina þennan dag frá Kaffi Reykjavík. Það gerðu þær svo undurfallega að stjórnandi þáttarins, Hrafn Jökulsson, sem er nýkominn af vigvöUum Balkansskaga, trúði hlustendum fyrir því að hann íhugaði alvarlega að ganga til liðs við kaþólska söfnuðinn á íslandi... Ingó til Englands Rithöfundurinn og sjónvarpsstjarn- an Ingólfur Margeirsson, sem skrif- aði bókina um Esra Pétursson, sem hneykslaöi góðborgarana eins og frægt er orðið, er nú að flytja til Englands ásamt konu sinni, Jóhönnu Jónas- dóttur lækni. Hún hverfur þar til starfa við sjúkra- hús í Lundúnum. Af því tilefni ætla hjónin að kveðja vini og vanda- menn í vikulokin með léttu teiti sem vita- skuld verður haldið á Sóloni Islandusi en þau vom einmitt á meðal þeirra sem störtuðu hinum vel metna kaffi- stað. Það var einmitt á Sóloni sem Ingólfur kynnti þjóðinni bókina marg- frægu... Stóri draumurinn Hagkaupsfjölskyldan með Sigurð Gfsla Pálmason í broddi fylkingar fékk um 6 milljarða þegar hún seldi veldið. Aðalkaupandinn var drengja- bankinn, eins og Fjátfestingarbank- inn er kallaður. í kjölfarið var Hag- kaup steypt í stærra fyrirtæki með Bónusi, sem drengjabankinn ræður fyrir. í þjóö ræður Wallenberg-fjölskyldan fjölda fyrirtækja með aðeins 15-20% hlut. Gámngarnir segja að Sigurður Gísli gæti margt lært af henni. í haust á nefnilega að selja 49% Fjárfestingar- bankans. Þá getur Sigurður Gísli auð- veldlega keypt þann hluta fyrir part af andvirði Hagkaups. Um leið hefur hann öðlast hlut sem í framtíðinni ræður bankanum. Þar meö væri hann ekki aðeins búinn að ná aftur tökum á Hagkaupi heldur líka Bónusi eins og hann dreymdi jafnan um og ætti þar að auki bankann og feitan sjóð að auki. Allt fyrir spottprís... Umsjón Kjartan Björgvinsson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.