Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 Afmæli_________________ Birgir Thorlacius Birgir Thorlacius, fyrrv. ráðu- neytisstjóri, Bólstaðarhlíð 16, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Birgir fæddist að Búlandsnesi í Suður-Múlasýslu. Hann stundaöi nám við Samvinnuskólann í Reykja- vík og lauk þaöan prófum 1932. Birgir víir þingskrifari 1931-35, starfsmaður fjármálaráðuneytisins 1935-38, ritari forsætisráðherra 1939 og fulltrúi í forsætisráðuneytinu 1941, ráðuneytisstjóri í forsætis- og menntamálaráðuneytinu 1947-70 og I menntamálaráðuneytinu til starfs- loka 1983. Birgir var forsetaritari og orðu- ritari 1951-1952, ríkisráðsritari 1951-70, formaður orðunefndar 1953-57, í stjórn Menningarsjóðs Norðurlanda 1966-85 og formaður þar 1974-75, í stjóm Norðurlanda- hússins í Færeyjum 1982-91, ýmist formaður eða varaformaður í stjóm Menntastofnunar Bandaríkjanna á íslandi 1957-64, tók þátt í mennta- málaráðherrafundum Norðurlanda, Evrópuráðs og UNESCO, ýmist með eða fyrir hönd menntamálaráðherra, hefur verið fulltrúi lands- ins á ýmsum erlendum ráðstefnum, sat í nefnd um gerð skjaldarmerkis lýðveldisins 1944 og um íslenska fánann 1987-91. Birgir hefur verið fúll- trúi í, og gjarnan veitt forstöðu, miklum fjölda stjómskipaðra nefhda sem m.a. hafa haft það hlutverk að semja lög um stofnun eða breytingar á ýmsum helstu menntastofnunum landsins. Fjölskylda Birgir kvæntist 13.5. 1939 Sigríði Stefánsdóttur, f. 13.11. 1913, fyrrv. formanni Kvenfélagasambands ís- lands og fyrrv. blaðamanni. Foreldr- ar hennar vom Stefán Kristinsson, f. 9.12. 1870, d. 7.12. 1951, prófastur á Völlum í Svarfaðardal, og k.h., Sol- veig Pétursdóttir Eggerz, f. 1.4. 1876, d. 22.6. 1966, húsfreyja. Systkini Birgis: Kristín, f. 25.7. 1899, d. 20.8. 1899; Sigurður, f. 4.7. 1900, d. 17.8. 1945, skólastjóri Austurbæjarskólans í Reykjavík, var kvæntur Áslaugu Thorlacius; Kristín, f. 21.10. 1901, d. 5.2. 1916; Ragnhildur, f. 3.1. 1905, d. 12.1. 1936; Er- lingur, f. 15.4. 1906, d. 1.2. 1981, bifreiðastjóri hjá BSR, en kona hans var Anna Jónsdóttir, d. 1981; Kristján, f. 17.11. 1917, fyrrv. formaður BSRB, kvæntur Aðalheiði Jónsdóttur. Foreldrar Birgis vom Ólafur Thorlacius, f. 11.3. 1869, d. 28.2.1953, héraðslæknir á Búlandsnesi í Suð- ur-Múlasýslu, og k.h., Ragnhildur Pétursdóttir, f. 31.10. 1879, d. 14.6. 1963, húsfreyja. Ætt Ólafur var sonur Jóns Thorlaci- us, pr. í Saurbæ í Eyjafirði, bróður Þorsteins, afa Vilhjálms Þórs, for- stjóra SÍS. Jón var sonur Einars Thorlacius, pr. í Saurbæ, og k.h., Margrétar, systur Álfheiðar, langömmu Helga Hálfdanarsonar skálds. Margrét var dóttir Jóns lærða, pr. á Möðrufelli, Jónssonar og k.h„ Helgu Tómasdóttur. Móðir Ólafs var Kristín Tómasdóttir, b. á Steinsstöðum í Öxnadal, Ásmunds- sonar og k.h., Rannveigar Hall- grímsdóttur, systur Jónasar skálds. Meðal móðursystkina Birgis var Sigurður Eggerz ráðherra, faðir Pét- urs Eggerz sendiherra, og Amdís, amma Þórðar Þ. Þorbjarnarsonar borgarverkfræðings. Ragnhildur var dóttir Péturs Eggerz, kaupfé- lagsstjóra á Borðeyri, bróður Sig- þrúðar, ömmu Sturlu Friðrikssonar erfðafræðings. Pétur var sonur Frið- riks Eggerz, pr. í Skarðsþingum, og k.h., Amdísar Pétursdóttur. Móðir Ragnhildar var Sigríður Guðmunds- dóttir, b. á Kollsá í Hrútafirði, Ein- arssonar og k.h., Helgu Jakobsdótt- ur. Móðir Helgu var Guðrún Jóns- dóttir, sýslumanns í Bæ í Hrúta- firði, Jónssonar. Birgir er að heiman á afmælis- daginn. Birgir Thorlacius. Guðný Marta Hannesdóttir Guðný Marta Hannes- dóttir húsmóðir, Sól- vallagötu 60, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Guðný Marta fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Auk húsmóður- starfa starfrækti hún um árabil eigin saumastofú í Reykjavík, ásamt fjöl- skyldu sinni og Þóm, systur sinni. Fjölskylda Guðný Marta giftist 30.12. 1933 Jóni Lárussyni, f. 14.9. 1908, vél- stjóra. Hann er sonur Lámsar Jóns- sonar og Guðríðar Pálsdóttur, hús- móður í Reykjavík. Böm Guðnýjar Mörtu og Jóns em Margrét Þóra, f. 28.11. 1934, framkvæmda- stjóri í Reykjavík, gift Árna Ingólfssyni og eiga þau fjögur böm; Hannes Gunnar, f. 27.8. 1936, raf- virki í Reykjavík, kvænt- ur Kristínu Önnu Krist- insdóttur og eiga þau tvö böm; Lárus, f. 15.11. 1943, framkvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Krist- ínu Sonju Egilsdóttur og eiga þau þrjú böm;Ágúst, f. 14.7. 1947, forstjóri og ræðismaður ís- lands í Jönköping í Svíþjóð, kvænt- ur Ingibjörgu Benediktsdóttur og eiga þau tvö böm; Guðrún, f. 7.1. 1952, sjúkraliði í Reykjavík, gift Ara Guðmundssyni og eiga þau fjögur böm. Systkini Guðnýjar Mörtu: Jón Hjaltalín, f. 20.6.1912, rafvirki; Hálf- dán, f. 4.10. 1914, bifvélavirki; Ragn- heiður, f. 12.10.1915, húsmóðir; Elín- borg, f. 24.8. 1917, húsmóðir; Þóra, f. 2.6.1919, húsmóðir; Sigurður, f. 28.4. 1922, d. í maí, 1922. Foreldrar Guðnýjar Mörtu vom Hannes Sigurðsson, f. 16.8. 1881, d. 16.2. 1981, bóndi að Brimhóli í Vest- mannaeyjum, og k.h., Guðrún Jóns- dóttir, f. 24.5. 1884, d. 5.5. 1976, hús- freyja. Ætt Hannes var afi dr. Gísla Hannes- ar Guðjónssonar, yfirréttarsálfræð- ings við Lundúnarháskóla, og Guð- mundar Guðjónssonar, yfirlögreglu- þjóns í Reykjavík. Hannes var son- ur Sigurðar, b. á Seljalandi undir Vestur-Eyjafjöllum, bróður Tómas- ar, afa Grétars Haraldssonar lög- fræðings. Sigurður var sonur Sig- urðar, hreppstjóra á Barkastöðum í Fljótshlíð, ísleifssonar, Gissurarson- ar. Móðir Sigurðar á Seljalandi var Ingibjörg, systir Tómasar Fjölnis- manns, langafa Helga læknis, fóður Ragnhildar, fyrrv. ráðherra. Systir Ingibjargar var Jómnn, amma Áma Þórarinssonar, pr. á Stóra-Hrauni. Ingibjörg var dóttir Sæmundar, b. í Eyvindarholti, Ögmundssonar, pr. á Krossi, bróður Böðvars, langafa Þorvalds, pr. í Sauðlauksdal, afa Vigdísar, fyrrv. forseta. Ögmundur var sonur Presta-Högna Sigurðsson- ar. Móðir Sæmundar var Salvör Sig- urðardóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Guðrún var dóttir Jóns, b. á Selja- landi, Jónssonar, frá Bakka i Land- eyjum, Einarssonar. Móðir Guðrún- ar var Guöný Þorbjömsdóttir. Guðný Marta Hannesdóttir. Kjartan Pálsson, bóndi í Vaðnesi í Grímsnesi, er áttræður í dag. Starfsferill Kjartan fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til tólf ára aldurs en flutti þá í Ásgarð í Grimsnesinu til fósturforeldra, Guðjóns Gíslasonar og k.h., Guðrúnar Grímsdóttur. Kjartan bjó að Ásgarði ásamt móður sinni og stundaði þar búskap frá 1942. Hann flutti með móður sinni að Vaðnesi í Grímsnesi 1946 og hefúr verið þar bóndi síðan. Kjartan sat í hreppsnefnd Grímsneshrepps um árabil frá 1982. Fjölskylda Kjartan kvæntist 31.12. 1971 Antoníu Helgu Helgadóttur, f. 20.8. 1942, bónda. Hún er dóttir Helga Péturssonar og Gyðu Antoníusar- dóttur, bænda að Starmýri í staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur qllt mll/l birni og stighcekkandi Smtms^n9m '/A)c' birtingarafsláttur DV 550 5000 Pálsson Kjartan Pálsson. Þórsdóttir þjónn og á hann tvo syni; Guðjón, f. 23.2. 1975, búsettur að Vaðnesi; Ólafur Ingi, f. 10.8. 1978, sjómaður. Kjartan á einn bróður á lífi. Sá er Bjami Pálsson, sjómaður í Reykjavík. Foreldrar Kjartans vom Páll Steingrímsson, f. 26.9. 1878, d. 1942, bókbindari í Reykjavík, og Ólöf Ingi- björg Jónsdóttir, f. 13.3. 1882, d.. 1964, húsfreyja. Álftafirði austur. Gyða var frá Hvarfi á Djúpavogi en Helgi frá Rannveigarstöðum í Álftafirði. Fósturbörn Kjartans og böm Helgu era Guð- mundur Jóhannesson, f. 27.6. 1959, bóndi í Klausturhólum, kvænt- ur Þórleifu Gunnars- dóttur og eiga þau fjögm- böm; Brúney Kjartans- dóttir, f. 9.8. 1963, búsett að Villingavatni í Grafhingi og á hún tvo syni; Ragnhildur Eiríksdóttir, f. 11.8. 1966, ekkja eftir Einar Valtý Baldursson og á hún tvær dætur; Ingólfur Heimir Kjartansson, f. 9.8. 1968, búsettur í Svíþjóð en kona hans er María Sofi Major og eiga þau einn son; Birna Kjartansdóttir, f. 16.1. 1971, búsett í Vaðnesi og á hún einn son. Synir Kjartans og Antoníu Helgu eru Páll Helgi, f. 7.5. 1972, bóndi að Vaðnesi n en sambýliskona hans er Elín Olsson; Jón Steingrímur, f. 24.7. 1973, húsasmiður en sambýliskona hans er Dóra Ætt Hálfsystir Páls var Guðlaug, móðir Steingríms í Fiskhöllinni. Foreldrar Páls vom Steingrímur Jónsson og Helga Tómasdóttir. Foreldrar Ólafar voru Jón Ólafsson og Þómnn Björnsdóttir, á Rauðhálsi i Mýrdal. Kjartan og fjölskylda hans munu taka á móti gestum í Félagsheimil- inu Borg, Grímsnesi, fóstudaginn 31.7. kl. 20.00 stundvíslega. Tll hamingju með afmælið 28. júlí 85 ára Hue Lam, Hringbraut 50, Reykjavík. Stefán Höskuldsson, Hvannabraut 3, Höfn. 80 ára Eygerður Bjömsdóttir, Lækjargötu 34b, Hafnarfirði, áður Mánastíg 6. í tilefni afmælisins býður hún vinum sínum og vandamönn- um til kaffisamsætis í Odd- fellowhúsinu, Staðarbergi 2-4, Hafnarfirði, í dag kl. 16-19. Kristín Guðjónsdóttir, Kleppsvegi 32, Reykjavik. 75 ára Pétur Kristófer Guðmundsson, bóndi að Hrauni í Fljótum. Kona hans er Rósa Pálmadóttir. Hann er að heiman. Verður á færeyska seglskipinu Kútter Jóhönnu. Haraldur Þórðarson, Hvannabraut 3, Höfn. 70 ára Anna Sæbjörasdóttir, Bakkavör 1, Seltjarnamesi. Lára Jóhannesdóttir, Ferjubakka 3, Borgarnesi. Ragnar Vignir, Breiðuvík 18, Reykjavík. Sigurþór Magnússon, Vesturbergi 89, Reykjavík. 60 ára Anna Elín Hermannsdóttir, Akraseli 10, Reykjavík. Bjöm Björnsson, Grenimel 45, Reykjavík. Edda Lóa Skúladóttir, Hryggjaseli 20, Reykjavík. Gissur Sæmann Axelsson, Holtagerði 55, Kópavogi. Grethe Einarsson, Vallargötu 21, Sandgerði. 50 ára Guðrún Hanna Halldórsdóttir, Helgustöðum, Fljótum. Saga G. Jónsdóttir, Kleppsvegi 50, Reykjavík. 40 ára Aðalbjörg Erlendsdóttir, Nýlendugötu 13, Reykjavík. Ásgeir Sigurðsson, Furugrand 16, Kópavogi. Áslaug Guðmundsdóttir, Bakkahjalla 10, Kópavogi. Guðjón Sölvi Gústafsson, Álftamýri 6, Reykjavík. Guðrún Breiðfjörð Ægisdóttir, Lambastekk 11, Reykjavík. Hafdfs Erla Baldvinsdóttir, Bæjargili 61, Garðabæ. Heiðar Bergur Jónsson, Fögrukinn 1, Hafnarfiröi. Hinrik Gunnar Hilmarsson, Kleppsvegi 76, Reykjavík. Hjördís Guðrún Ólafsdóttir, Bjamastaðavör 5, Bessastaðahreppi. Jónbjörg Þórsdóttir, Lindarbergi 88, Hafnarfirði. Matthildur B. Hólmbergsdóttir, Efstasundi 4, Reykjavík. Nína Einarsdóttir, Hagatúni 7, Höfn. Pétur Úlfar Ormslev, Kringlunni 55, Reykjavík. Ragnar Alexander Þórsson, Hörðuvöllum 6, Selfossi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.