Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 14
1» VAO*
14
)
1
t
i
>
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998
Fyrir fólk sem verður fyrir
þungbærri sorg er nauðsyn-
legt að geta talað við ein-
hvem og létt á hjarta sínu.
„Fjölskylda og vinir eru þeir
sem fyrst er leitað til en þeg-
ar frá líður hefur mörgum reynst vel
að hitta fólk sem hefur lent í sam-
bærilegri reynslu," segir Jóna Dóra
Karlsdóttir, einn af stofnendum
Nýrrar dögunar. „Einu og hálfu ári
eftir að ég missti drengina mína fóru
ég og nokkrir aðrir sem höfðu misst
ástvini að hittast reglulega. Þessir
fundir hjálpuðu okkm- mikið og við
ákváðum því að stofna samtök þar
sem við gætum miðlað af reynslu
okkar og hjálpað öðrum. Ný dögun,
samtök um sorg og sorgarviðbrögð,
voru formlega stofnuð í Templara-
höllinni í byrjun desember 1987, aö
viðstöddum um 400 manns.“
Þarfur vettvangur
Starfsemi Nýrrar dögunar fer
fyrst og fremst fram í fyrir-
lestraformi og opnum húsum. „Einu
sinni i mánuði fáum við til okkar
fyrirlesara og hefur Sigurður Ragn-
arsson sálfræðingur verið tíður
gestur. Við tökum almennt fyrir
sorg og sorgarviðbrögð, bama- og
makamissi, auk margs annars sem
við kemur ástvinamissi. Fyrstu árin
héldum við opið hús vikulega en
vegna skorts á sjálfboðaliðum er
opið hús nú aðeins einu sinni í
mánuði. Á opnum húsum hittist
fólk, drekkur saman kaffisopa og
spjallar."
Það má með sanni segja að sam-
tökin séu þarfur vettvangur fyrir þá
sem syrgja. „Eitt árið skráðum við
þá sem komu á opin hús og voru
það yfír 2000 manns. Þetta sýndi
okkur aö virkileg þörf var fyrir það
sem við vorum að gera og gaf það
okkur aukinn styrk.
Það á ekki við alla að vera í svona
samtökum en ég veit að þetta hefur
hjálpað mörgum. Sumir hafa komið
hingað of fljótt eftir missinn og
haldið að hér fengju þeir hjálp i eitt
skipti fyrir öll. Auðvitað er það ekki
þannig og það er skynsamlegra að
koma þegar aðeins líður frá og fólk
er búið að komast yfír mesta áfallið.
Ég beini því til allra sem eiga um
sárt að binda vegna ástvinamissis
að koma til okkar á fund. Við erum
bæði gefendur og þiggjendur í þessu
starfi og getum hjálpað hvert öðru.
u. mikið.“ -me
Jóna Dóra Karlsdóttir, einn af stofnendum Nýrrar dögunar, ásamt börnum sínum, Margréti Hildi, Brynjari Ásgeiri,
Fannari Frey og Heimi Snæ. DV-mynd Teitur
' ■ ,
r
Astvinamissir:
Að vinna úr
sorginni
Við erum aldrei undir það
búin að missa ástvin okkar,
jafnvel þó að dauðsfallið
hafi átt sér langan aðdrag-
anda,“ segir Bragi Skúla-
son, prestur Landspítalans. „Ef hinn
látni hefur átt við langvarandi sjúkdóm
að stríða eru aðstandendur oft famir að
sakna viðkomandi og finna til einsemd-
ar, vonleysis og sektarkenndar áður en
hann yfirgefur þennan heim og dregur
Séra Bragi Skúlason segir að breyta
verði þeirri hugsun að eftir jarðarförina
sé málið bara afgreitt og búið. Það tek-
ur tíma að vinna úr sorginni og fólk
verður að gefa sér þann tíma.
Ekkert er eins erfitt og að missa náinn ástvin. Fólk verður langt niðri, jafnvel þunglynt, og kvíðir fyrir nýjum degi.
Víð hiálpum hvort öðru
það úr mesta sjokkinu við andlátið.
Margir sjúkdómar skerða sjúklinginn
hægt og sígandi og aðstandendur upp-
lifa að þeir eru smám saman að missa
ástvin sinn.
Ef um skyndidauða er að ræða sjá-
um við aftur á móti þessi ofboðslega
sterku viðbrögð. Áfallið kemur eins og
þungt högg á fólk, það dofnar og raun-
veruleikinn í kringum það verður mjög
sérkennilegur, jafnvel óraunverulegur.
Það skynjar alla tilvemna á öðrum
hraða og í ákveðinni fjarlægð. Fólk
fyllist reiði og getur hver sem er, nán-
ustu ættingjar, vinir, presturinn, lækn-
irinn eða lögreglumaðurinn, orðið fyrir
reiðinni. Fólk telur sig verða að finna
einhvern til að kenna um
hvemig komið er.
Þegar frá líður situr sökn-
uðurinn eftir. Fólk er langt
niðri, jafnvel þunglynt, og
kvíðir fyrir nýjum degi. Það
er þreytt og þarf að fá útrás
fyrir tilfmningar sínar í tár-
um. Það fær mikil grátköst
og oft koma þau fyrirvara-
laust í langan tíma eftir
dauðsfallið. Einbeitingar-
leysi í kjölfar mikils missir
er einnig algengt. Hugurinn
dvelur ekki við neitt og fólk
á erfitt með að einbeita sér í
námi og starfi."
En það er ekki aðeins sálin
sem finnur fyrir sorginni,
allur líkaminn verður und-
irlagður. „1 sorginni getur
fullfrískt fólk farið að finna
fyrir alls kyns einkennum
sem það hefur aldrei fundið
fyrir áður. Það fær hjart-
sláttarköst, herping í brjóst-
inu, þung andvörp, sjón-
truflanir, svitaaukningu,
andarteppu eða köfhunartil-
finningu."
Lengi að ná sár
Fyrstu vikurnar eftir andlát
heldur stórfiölskyldan yfir-
leitt vel saman. Þegar frá
líður vilja þeir sem næst
stóðu hinum látna gleymast
og oft fylgja særindi og vin-
slit í kjölfarið.
„Smnar fjölskyldur ná mjög
Ekkert er eins sárt
og aö missa náinn
ástvin. Tómleikinn,
söknuðurinn og von-
leysiö er yfirþyrm-
andi og aöstandend-
um finnst sem þeir
muni aldrei líta glaö-
an dag á ný. Á stund-
um sem þessum er
nauösynlegt aö fá
góöan stuöning frá
fjölskyldu og vinum
en einnig eru starf-
ræktir ýmsir hópar
sem fólk getur leitaö
til í sorgum sínum.
DV hitti séra Braga
Skúlason og Jónu
Dóru Karlsdóttur,
einn af stofnendum
Nýrrar dögunar.
vel saman eftir missinn og einstakling-
amir styðja vel við bakið hver á öðr-
um. Aðrar fjölskyldur era „brotnar"
fyrir andlátið og ráða því mjög illa við
þetta erfiða verkefni. Þá þarf að koma
til aðstoð frá stórfjölskyldunni, vinum
eða fagfólki. Stórfjölskyldan og vinir
geta þjappað sér saman í tengslum við
kistulagningu og útför en svo kemur oft
þetta tómarúm á eftir þar sem reynir
geysilega mikið á vináttusambönd og
fjölskyldubönd. Eftir jarðarförina
finnst þeim sem fiær standa oft og tíð-
um að nú sé málið búið og kominn tími
til að halda áfram að lifa. Staðreyndin
er bara sú að fólk er lengi að ná sér eft-
ir að hafa misst náinn ástvin. Það þarf
að breyta þessari „íslensku hugsun" að
nú sé málið frá, afgreitt og búið. Til-
finningamar virka ekki svona. Það
þarf tíma til að vinna úr sorginni og
fólk verður að gefa sér þann tíma.“
Leita eftir aðstoð
í dag eru starfrækt ýmis samtök sem
hægt er að leita til með sorgir sínar.
„Ný dögun, samtök um sorg og sorgar-
viðbrögð, hefur verið starfrækt í 10 ár
og sams konar samtök er að finna víða
um land. Krabbameinsfélagið hefur
verið með opin kvöld fyrir fólk og
einnig hefur það staðið fyrir námskeið-
um fyrir t.d. þá sem misst hafa maka
sinn. Innan deilda Landspítalans hefur
einnig verið boðið upp á að fólk sem
orðið hefur fyrir sorg komi og njóti
fræðslu og samveru.
Fólk getur lokað á tilfinningar sínar
mánuðum og jafnvel árum saman en
það kemur hins vegar alltaf að þvi að
við leitum til baka. Allt í einu stöndum
við frammi fyrir því að það er eitthvað
sem viö áttum eftir að gera upp, eitt-
hvað sem við verðum að gera upp.“
-me