Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 íþróttir unglinga / i>v Meira um mótin Meira verður fjallað um hnátu- og pollamótið á síðum DV í næstu viku. Drengjalandslið- ið valið fyrir Norðurlandamót Norðurlandamót drengja- landsliða í knattspymu fer fram á íslandi dagana 4.-8. ágúst. Lið íslands mun leika við Noreg, Ir- land, Danmörku og að lokum um sæti. Allar Norðurlandaþjóðim- ar taka þátt í mótinu ásamt gestaliðum Englands og Irlands. Mótið fer ffam í norðurhluta landsins. Keppt verður á Akur- eyri, Ólafsfirði, Dalvík, Sauðár- króki og Húsavík. Úrslitin munu fara fram Laugardaginn 8. ágúst á Akureyri. Lið Islands fyrir mótið hefur verið valið af Magnúsi Gylfasyni þjálfara. Liðið skipa: Markmenn: Ríkharður Snorrason, Fjölni Kjartan Þórarinsson, KA Aðrir leikmenn: Albert Ásvaldsson, Fram Magnús Edvaldsson, Fram Ólafur Páll Snorrason, Val Erlendur Egilsson, ÍR Guðlaugur Hauksson, ÍR Björn Guðbergsson, FH Egill Atlason, FH Magnús Þorsteinss., Keflavík Grétar Gíslason, Keflavík Gunnar H. Þorvaldsson, ÍBV Hjálmur Dór Hjálmsson, ÍA Jóhannes Gíslason, ÍA Grétar Steinsson, KS Pétur Kristjánsson, Þór. Umsjón íris B. Eysteinsdóttir Hnátumeistarar KSÍ í 6. flokki kvenna 1998 í A- og B-liöum urðu liö Breiðabliks. í ööru sæti A-liöa hafnaöi Þór en í ööru sæti B-liöa hafnaöi Fylkir. Hnátu- og Pollamót KSÍ í 6. flokki fóru fram um helgina: Snilldartaktar - Víkingur sigraði hjá piltunum en Breiðablik hjá stúlkunum Guðmundur og Maze höfnuðu í öðru sæti á Evrópumótinu: Besti árangur íslands frá upphafi Valur á stórmót Reykjavíkurmeistcirar Vals í 2. flokki karla í knattspyrnu taka i lok júlí þátt í óopinberu Norðurlandamóti félagsliða. Mótið er fyrir unglinga 17-19 ára og fer fram í Lyngby rétt utan Kaup- mannahafnar og standa ÍT-ferðir fyrir fór Valsar- anna til Lyngby. Alls 12 af sterkustu liðum Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur taka þátt í mótinu auk Vals. Peningaverðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin og þar af 125 þúsund ís- lenskar krónur fyrir efsta sætið. Valur leikur fimm leiki á sjö dögum gegn þessum sterkustu liðum Norður- landanna. Að sögn Þorláks Ámasonar, þjáifara Vals, ætla Valsmenn sér stóra hluti í mótinu. Ljóst er að þeir ættu að geta veitt félögum sínum á Norð- urlöndum verðuga keppni. Guðmundur E. Stephensen náði um helgina besta árangri sem ís- lendingar hafa náð á stórmóti í borðtennis þegar hann og Michael Maze höfnuðu í öðru sæti í tvíliöa- leik á Evrópumóti unglinga. Piltamir sigruðu ítali, Frakka, Svía, Norömenn og Belga og léku tii úrslita við Þjóðverjana Timo Boll og Nico Stele. Tvímenningamir byrjuðu vel í leiknum og unnu fyrstu lotuna 21-9 en töpuðu síðari tveimur, 15-21 og 18-21. Timo Boll er 18 ára landsliös- maður og einn sá besti í heiminum í dag en hann sló til dæmis út nú- verandi heimsmeistara í borðtenn- is, Jan Ove Waldner, á síðasta Evr- ópumóti fullorðinna. Borðtennissamband íslands ætlar nú aö halda áfram hinu góða sam- starfi við Dani og láta Guðmund og Maze spila saman á stórmótum næstu mánuði. Þeir félagar eiga til dæmis mikla möguleika á Evrópu- Um helgina fóm fram svokölluð Hnátu- og Pollamót KSÍ. Mótin eru hugsuð sem íslandsmót fyrir yngstu krakkana í knattspyrnu þar sem áhersla er lögð á að hafa gaman af og vera með. Pollamótið fór fram á Laugarvatni og kepptu þar piltar í blíðskaparveðri. Stúlkurnar kepptu i Kópavogi og sýndu snilldartakta. Víkingar pollameistarar Á pollamótinu sigraði lið Víkinga í bæði A- og B-liðum. í A-liðum sigr- aði Víkingur Fram í úrslitaleik, 2-0, og í leik um þriðja sætið sigraði KR lið FH, 2-0. I B-liðum sigruðu Vík- ingar lið KR, 3-2, og urðu þar með Hnátumeistarar Breiöabliks í B-lið- um. Efsta röö frá vinstri: Ástfríöur Árnadóttir liösstjóri, Þór Árna- son þjálfari, Jóhanna Indriöadóttir aöstoö- arþjálfari. Miöröö: Brynja Gunnarsdóttir, Sandra Ásgeirsdóttir, Brynja ingólfsdóttir og Helga Kristín Guö- mundsdóttir. Fremri röö: Margrét Eva Ein- arsdóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir, Ólöf Kolbrún Ragnars- dóttir og Sandra Hrönn Traustadóttir. Liggjandi: Tinna Ösp Snorradóttir. Pollamótið á Laugarvatni: Vígalegir Víkingar Við höfum verið mjög duglegir að æfa. Ég hef verið með þessa stráka í tvö ár og það hjálpar. Við eram með tiltölulega fáa stráka miðað við sum ön„nur lið. Hópurinn hjá okkur er um 35 strákar. Það var mjög vel staöið að þessu móti eins og alltaf hjá KSÍ og þama mættu átta bestu liðin. Við unnum þetta mjög sannfærandi í A-liðum og enduðum með markatöluna 17-0,“ sagði Bjöm Bjartmarz, þjáifari sigurliðs Vikings. Athygli vakti hversu góða knattspymu drengirnir spiluðu. Þeir létu boltann ganga sín á milli, út á kantana og gáfu góðar fyrirgjafir. Bjöm þjálfari sagði einnig að dagsformið hefði verið mjög gott enda allt smollið vel saman og drengimir skemmtu sér þvi vel. Víkingar voru áherandi á þessu móti þar sem þeir áttu einnig markahæsta mann mótsins, Kolbein Sigþórsson, en hann skoraði alls 14 mörk í mótinu, þar af 9 í einum leik. Unglingalandsliö íslands í borötennis stóö sig vel á Evrópumótinu. Frá vinstri: Guömundur E. Stephensen, Markús Árnason og Ingimar Jensson. meistaratitilinum í tvíliðaleik á Evrópumóti unglinga á næsta ári. Guðmundur, sem er aðeins 16 ára, á tvö ár eftir í unglingaflokki en Maze, sem er 17 ára, á eftir eitt ár. Þess má geta að á næsta ári verður Þjóðverjinn Timo Boll of gamall til þátttöku og því er möguleiki þeirra félaga mikill. I liðakeppninni hafnaði íslenska liðið í 15. sæti af 40 þjóðum sem verður að teljast frábær ár- angur. ísland var sem dæmi framar en þjóðir eins og Dan- mörk og England. Liðið var skipað þeim Guð- mundi E. Stephensen, Markúsi Ámasyni og Ingimar Jenssyni. ísland sigraöi írland, 4-1, Hvíta Rússland, 4-2, Moldavíu, 4-0, Litháen, 4-2 en tapaði fyrir Spáni, 2-4, og Slóvaníu, 2-4. Þessi árangur íslands er stór- kostlegur og ýtir vonandi undir áhuga á borðtennis hér á landi. pollameistarar. I leik um þriðja sæt- ið skildu lið HK og Fylkis jöfn, 1-1. Breiðablik hnátumeistarar Á hnátumótinu kepptu allir við alla og vann A-lið Breiðabliks alla sína fjóra leiki og endaði með markatöluna 24-2.1 öðra sæti hafn- aði Þór á Akureyri, ÍBV varð í þvi þriðja, FH í fjórða og KR í fimmta sæti. íhópi B-liða sigraði Breiða- blik, vann einnig alla sína leiki. Lið Fylkis varð í öðru sæti, Fjölnir í því þriðja, ÍBV í fjórða og Þór á Akur- eyri í fimmta. Gaman var að fylgjast með krökk- unum þar sem leikgleöin skein úr hverju andliti og fannst krökkunum greinilega mikilvægast að vera með og spila knatt- spymu. Fylkir—Fjölnir fór 2-0 í undanúr- slitum hnátu- mótsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.