Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 Útlönd Stuttar fréttir dv Ekkert lát á átökunum í Kosovo: Frelsisherinn tapar veginum til Pristinu Serbnesku öryggisveitimar brutu vamir Frelsishers Kosovo á bak aft- ur i gær þegar þær náðu valdi á Lapusnik við veginn á milli borgar- innar Pristinu og Pec, sem er í vest- urhluta landsins. Ein aðalbækistöð Frelsishersins hefur verið starfrækt í Lapusnik. Þá hefur vegurinn á milli höfuð- borgarinnar Pristinu og Pec veriö af- ar mikilvægur í hernaðarlegu tilliti fyrir Frelsisherinn enda ein af meg- influtningaleiðum hans. Þetta er í annað skiptið á fjórum dögum sem Frelsisherinn þarf að lúta í lægra haldi en honum mistókst að ná bænum Orahovac á sitt vald um helgina. Það er ljóst að Frelsisherinn, sem hefur um helming lands í Kosovo á valdi sínu, á nokkuð í vök að verjast eftir atburði síöustu daga en að sögn sérfræðinga ber ekki að vanmeta herinn að svo stöddu. Bardagasvæðið í gær var illa leik- Hysni Duraka, bóndi frá bænum Morini í Albaníu, óttast um fjölskyldu sína vegna nálægðar serbneskra öryggisveita. Duraka býr rétt við landamæri Kosovo en íbúar á þeim slóðum hafa óskað liðsinnis yfirvalda svo þeir geti varið fjölskyldur sínar. Símamynd Reuter ið og voru nánast öll hús á svæðinu brunnin til ösku. Allir íbúar, sem flestir em Albanir, voru löngu flúnir af vettvangi. Þá er óttast að átök kunni að brjótast út við landamæri Albaníu en þar skarst í odda milli serbneskra og albanskra landamæra- varða um síðustu helgi. Samkvæmt heimildum Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna hafa átökin undanfama daga haft í for með sér að fjöldi manns hef- ur flúið heimili sín og nú er talið að fjöldi heimilislausra í Kosvo sé kom- in yflr 100 þúsund. Þriggja manna sendinefnd á veg- um Evrópusambandsins er væntan- leg til Kosovo í dag til þess að freista þess að flnna lausn á hvemig binda megi enda á átökin í í landinu. Ólík- legt þykir að Slobodan Milosevic for- seti muni hitta nefndina en leiðtogi Kosovo-Albana, Ibrahim Rogova, hef- ur hins vegar fallist á fund með nefndinni á morgun. Reuter Efnahagsbatinn í Asíu ekki al- veg á næstunni Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að stjómvöld í Washington væru þess fullviss að Asíuríki mundu vinna sig út úr efna- hagskreppunni sem hefur plag- að þau að und- anfömu. Það yrði þó ekki al- veg á næstunni. í ræðu sem Albright flutti á fundi ríkja í Suð- austur-Asíu hvatti hún leiðtoga ríkjanna til að beita sér fyrir um- bótum sem hefðu örvandi áhrif á efnahagslifið og vektu traust fjár- festa. Þá hvatti hún leiðtogana til að láta ekki af baráttu sinni við vágesti sem virða engin landa- mæri, eins og gróðurhúsaáhrifin, flkniefnasmygl og eyðingu skóga. Myrtra lögreglu- þjóna minnst Þingmenn á Bandaríkjaþingi minntust í gær lögregluþjónanna tveggja sem féllu þegar geðbilaður maður hóf skothríð á þá í þing- húsinu í Washington á fóstudag. Lögregluþjónanna var minnst með einnar mínútu þögn. Bill Clinton forseti, sem er á ferðalagi í Mexíkó, vottaði hinum fóllnu einnig virðingu sína með einnar mínútu þögn. Ódæöismaöurinn, Russell Weston, er nú á batavegi á sjúkra- húsi í Washington. Hann var formlega ákærður fyrir morð í gær. Lögmaður Westons sagðist hafa rætt við hann í gær en vildi ekki tjá sig utn skjólstæðing sinn að öðruleyti. Búin að sitja 5 daga í bílnum Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Burma, hefur setiö fimm daga í bílnum sínum vegna deilna viö her lands- ins. Suu Kyi fær ekki að heim- sækja stuöningsmenn sína i bæ einum skammt frá höfuðborginni. Samningamenn frá stjórnar- flokknum hafa beðiö Suu Kyi og samferðamenn hennar aö snúa aftur til síns heima en hún hefur neitað því. Bandarísk stjórnvöld hafa lýst þungum áhyggjum sín- um vegna málsins. Frískur hópur Mongóla kemur ríðandi tl Ulan Bator þar sem nú stendur yfir svokölluð Naadam-hátíð. Á hátíðinni eru ævinlega haldnar kappreiðar þar sem þúsundir hestamanna etja kappi. Keppni í bardagalistum og vopnfimi telst einnig til stórviöburöa en Naadem-hátíöin er ein vinsælasta hátíö landsins. Símamynd Reuter Mannaskipti í bresku ríkisstjórninni: Blair styrkir stöðu sína Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun ganga endanlega frá mannskiptum í ríkisstjóm sinni í dag. Blair rak fjóra ráðherra úr stjóm sinni i gær og setti þrjá af dyggustu'stuðningsmönnum í ráð- herraembætti. Þar með er stjómin mönnuð að skapi Blairs, í fyrsta skipti frá því Verkamannaflokkur- inn vann yfirburðasigur í kosning- unum 1. maí í fyrra. Búist er við að Blair skipi í emb- ætti aöstoðarráöherra í dag og að hann muni verðlauna umbótamenn innan flokksins sem hafa staðið með honum. Jack Cunningham, sem átti sæti í stjóm Verkamannaflokksins á átt- unda áratugnum þegar Blair var enn námsmaður, tekur við nýju embætti. Hlutverk hans verður að samræma vinnu allra ráðherranna og leysa deilur þeirra í milli. „Forsætisráðherrann hefur nú þá Tony Blair, forsætisráöherra Bret- lands, hefur komiö nokkrum dygg- um stuöningsmönnum sínum inn í ríkisstjórnina. ríkisstjóm sem hann vill,“ sagði Cunningham í gær. Einn helsti aðstoðarmaður Blairs, Peter Mandelson, sem talinn er hafa lagt gmnninn að kosningasigrinum í fyrra, tekur við embætti verslun- ar- og iðnaðarráðherra. Margaret Beckett, sem var iðnað- arráðherra, verður eins konar fram- kvæmdastjóri stjómarinnar í neðri deild þingsins. Fréttaskýrendur líta svo á að með mannabreytingunum hafi Blair ver- ið að vængstýfa Gordon Brown fjár- málaráðherra sem ýmsir telja keppinaut hans um völd innan Verkamannaflokksins. „Blair herðir tökin og þrengt að Brown,“ segir í fyrirsögn breska blaðsins Independent. Fyrirsagnir ýmissa annarra blaða eru á svipaða lund. The Times segir að stjómin sé núna miklu meira að skapi Blairs en áður. Leitað í snjó Leiðangurinn sem leitar loft- steinsins sem féll á Grænlandi fyrr á árinu er nú í eins metra djúpum snjó, aö því er segir í raf- rænni dagbók leiðangursmanna. Bibi stóðst prófið Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, og ríkisstjóm hans stóöust vantrauststil- lögu sem and- stæðingar hans á þingi lögðu fram. Því var haldið ffarn við það tilefni að forsætisráðherrann hefði siglt ffiðarviðræðunum við Palestínu- menn i strand. Neyðarástand í Kína Yfirvöld í Kína hafa lýst yfir neyðarástandi í tveimur héruöum vegna flóðanna þar að undan- fornu. Búist er við ffekari flóðum á næstunni. Hálft þriðja þúsund manna hefur farist af völdum vatnavaxtanna. Burt frá Austur-Tímor Indónesísk stjómvöld hafa haf- ið brottflutning hermanna sinna frá Austur-Tímor. Með þessu vilja stjórnvöld leggja sitt af mörkum til að sátt náist um framtíð land- svæðisins. Dauðaslys á þjóðvegi Sjö manns, þar af tvö böm, týndu lífi þegar þrfr langferðabíl- ar lentu saman í margra bíla árekstri á hraðbraut í suðaustur- hluta Frakklands í nótt. Tæplega fjörutíu slösuðust í árekstrinum. Harkan hjá Schröder Gerhard Schröder og félagar hans í þýska jafnaðarmanna- flokknum fetuðu í fótspor Helmuts Kohls kanslara og hans manna í gær þeg- ar þeir kynntu tillögur sxnar um að erlendum glæpamönnum skyldi engin mis- kimn sýnd. Jafnaðarmenn hafa forskot á kristilega demókrata Kohls í skoðanakönmmum. Kosn- ingar verða í Þýskalandi í haust. Gamlingi líklegastur Kiichi Miyazawa, fyrrnrn for- sætisráðherra Japans, þykir nú líklegastur til að verða næsti íjár- málaráðherra Japans. Hann ku vera til í að reyna að bjarga þjóð- inni úr efhahagsógöngunum. Réttindi barna Mannréttindasamtökin Am- nesty Intemational sögðu að leið- togafúndurinn í Suður-Asíu ættí að setja réttindamál bama á odd- inn. Samtökin segja yfirvöld í S- Asíu horfa fram hjá illri meðferð á bömum. Vopnahlé ekki virt Vopnahléð sem stjórnvöld og skæruliðar í Gíneu-Bissau sam- þykktu á sunndaginn er ekki lengur við lýði. Aö sögn heimilda hafa skæruliðar gert þrjár árásir en friðarviðræður eiga að hefjast eftir viku. Bremsurnar biiaðar Breskir fjölmiðlai- greindu frá því í gær að bx-emsumar í bílnum sem Díönu og Dodi var ekið í hefðu verið bil- aðar. Bílstjórinn Lafaye, sem þekkti til bíls- ins, sagðist bein- líns hafa varaö við honum, enda hefði fleira ver- ið bilað en bremsumar einar. Vara við íhlutun Mexíkósk yftrvöld vara banda- ríska þingið við of miklum af- skiptum vegna átakaxma um Chi- apashéraö. Bandaríkjamenn hyggjast leggja til lausn á vandan- um og hafa óskað liðsinnis SÞ vegna málsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.