Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 17 DV Fréttir Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Emil Björnsson, aöstoðarskólameistari Menntaskólans á Egilsstööum og formaöur háskólanefndar SSA, undirrita samning um fjarnám. DV-mynd Sigrún Háskólamenntun á Austurlandi í haust DV, Egilsstöðum: „Á undanfórnum árum hefur-sáö- horf til náms breyst mjög. Mennfim er fjárfesting og vinnumarkaðurinn gerir sér grein fyrir að arðsemi fyr- irtækja eykst með aukinni menntun starfsmanna og búseta manna ræðst verulega af nálægð við menntastofn- anir og möguleikum til náms í heimabyggð," sagði Emil Bjömsson, formaður háskólanefndar SSA, Sambands sveitarfélaga á Austur- landi, við undirritun samnings við Há- skólann á Akureyri um fjamám. Þetta nám hefst á hausti komanda með 3. árs BS-námi í rekstrarfræði. Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, undirritaði samninginn fyrir hönd háskólans. í máli hans kom fram að þessi kennsla á haustmisseri væri tilraunaverkefni „en frá og með haustinu 1999 er stefnt að því að bjóöa upp á byrjunamám í hjúkrun- arfræði, kennaranámi og rekstrar- eða sjávarútvegsfræði. Allt fram til ársins 2002 verður stefnt markvisst að því að auka námsframboð Há- skólans á Akureyri á Austurlandi," sagði Þorsteinn. í máli hans kom einnig fram að HA hefði mikla sérstöðu. Hann væri atvinnulífstengdur og hefði komið fram með nýjar áherslur á háskóla- stigi. Það kæmi m.a. vel fram í könnun sem náði til 295 kandidata sem brautskráðst hafa frá HA en þar kom í Ijós að 84% þeirra starfa á landsbyggðinni. í ávarpi Emils kom fram að mik- il undirbúningsvinna hefur farið fram. Sett verður á stofn sjáifseign- arstofnun undir heitinu Fræðslunet Austurlands. Gerður hefur verið samningur við Landssimann um leigu á gagn- virkum sjónvarpsbúnaði í þrem framhaldsskólum á Austurlandi. Á vegum skólaskrifstofu Austurlands hefur verið unnið að samtengingu bókasafna og skráningu bóka í einn gagnagrunn. Undirritunin fór fram í Hús- stjórnarskólanum á Hallormsstað að viðstöddum mörgum gestum. SB Þarna veröur nýja íþróttahúsiö, á miðri myndinni viö íþróttavöllinn. DV-mynd Jón Eggertsson Ólafsvík: Framkvæmdir við íþróttahús að hefjast DV, Vesturlandi: Áætlaö er að nýtt íþróttahús verði tekið í notkun í Ólafsvik um mitt ár 1999. „Útboð í jarðvinnu við íþrótta- húsið voru opnuð nýlega og í þess- ari viku verður ákveðiö hvaða til- boði verður tekið. Þegar búið verð- ur að skrifa undir samning við verktakana verður hafist handa og líklega verður það öðru hvorum megin við verslunarmannahelgina. Kostnaður við íþróttahúsið er áætlaður um 200 milljónir króna,“ sagði Kristinn Jónasson, bæjar- stjóri í Snæfellsbæ, í samtali við ÐV. „íþróttahúsið verður 2345 fer- metrar að stærð með löglegum handbolta- og körfuboltavöllum. Gert er ráð fyrir því að öll upp- steypa á húsinu verði boðin út í byrjun nóvembermánaðar og að húsið verði tilbúið og frágengið að utan sem innan um mitt ár 1999,“ sagði Öm I. Johnsen, bæjarverk- fræðingur i Snæfellsbæ, við DV. -DVÓ Listaskálinn Hverageröi: September- málarar með sýningu DV, Hveragerði: í Listaskálanum í Hveragerði stendur yfir einstök sýning á verk- um þriggja málara úr svokölluðum „Septemberhópi" en þeir Kjartan Guðjónsson, Jóhannes Jóhannesson og Kristján Davíðsson eru þeir einu eftirlifandi úr þeim hópi. í hópnum voru auk þeirra upphaflega lista- mennirnir Gunnlaugur Scheving, Nína Tryggvadóttir, Sigurjón Ólafs- son, Snorri Arinbjamar, Tove Ólafs- son, Þorvaldur Skúlason og Valtýr Pétursson. Auk málverka eftir Kjartan, Jó- hannes og Kristján eru til sýnis myndir úr einkasafni Gísla Skúla Jakobssonar. Gísli, sem lést árið 1966, var Vest- mannaeyingur og mikill listunn- andi. Hann sparaði af launum sín- um til þess að kaupa málverk eftir Septembermennog fleiri góða mál- ara, eftir því sem sagt er í sýningar- skrá. Septemberhópurinn varð til á fimmta áratugnum, að frumkvæði Kjartans Guöjónssonar en hann er einn af listamönnunum sem sýna verk sín í Listaskálanum. Fyrsta sýning hópsins olli á sínum tíma miklu umróti í Reykjavík, m.a. vegna myndar eftir Kristján Davíðs- son sem heitir „Smáljón í prófíl" með tilvísan til skáldsins Halldórs sem ekki naut hylli allra þá. Verkið er meðal þeirra sem sýnd Kristján Davíösson vakti mikla at- hygli á fyrstu september-sýning- unni. DV-mynd HJ eru nú. Sýningunni lýkur 9. ágúst. í tilefni opnunarinnar héldu franskir listamenn djasstónleika fyrir utan Listaskálann. Þetta er fimm manna hópur sem kallar sig „Cadvre exquis" og vísar ncifnið til þess leiks, sem flestir þekkja, að skrifa eina og hálfa línu á blað, brjóta það síðan og láta næsta mann halda áfram. Hljómlistarmennirnir segja aö tónlist þeirra sé þannig til komin og voru öll lög frumsamin. Mikil stemning ríkti meðal gesta í blíð- viðrinu. -eh Akranes: Nýtt veitinga- og gistiheimili DV, Akranesi: 28. ágúst næstkomandi ætla hjón- in Halldór Karl Hermannsson og María Þ. Friöriksdóttir að stefna að því að opna nýtt veitinga- og gisti- heimili á Akranesi sem mun bera nafnið Báran-Hótelið. Þar var í áratugi rekið Hótel Akranes. Fyrirtæki þeirra Halldórs og Mar- íu keypti húsnæðið af JOJ hf. og hyggjast þau vera með gistingu, veitingar og þjónustu fyrir mann- fagnaði. Halldór er ekki ókunnugur veitingarekstri því hann kom ná- lægt rekstri veitingastaðar í Reykja- vík um tíma, auk þess sem hann hefur átt þátt í rekstri félagsheimil- is úti á landi. -DVÓ Halldór Karl Hermannsson önnum kafinn viö breytingar á nýja veitinga- og gistiheimilinu. DV-mynd Daníel

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.