Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLI 1998 nn Ummæli Framsókn og vinstra samstarf i „Mér sýnist ljóst að með vinnubrögðum sín- um hafi áhrifa- menn á vinstri vængnum skipu- lega og meðvitað spillt fyrir sam- starfemöguleik- * * um við Fram- sóknarflokkinn.” Finnur Ingólfsson viðskipta- ráðherra, (Degi. Framsókn á ekki hrós skiliö f „Framsóknarmenn hafa tek- ið þannig á málum að þeir hafa ekki átt neitt hrós skilið frá \ verkalýðshreyfingunni eða al- menningi í landinu.” Jóhann Geirdal, varaformað- ur Alþýðubandalagsins. Sjórinn ekki erfiður „Það er ekkert að berjast á móti sjónum, ég þekki hann. En að berjast á móti ein- hverju í landi, verkalýðsfélagi eða yfirvöldum, það er svo lúm- skt að það gerir maður ekki.“ Hafsteinn Jóhannesson sæ- garpur, í DV. íslendingar og fiskurinn „Ósvífnin er alger og svo virðist sem íslendingar geti umgengist flskistofnana eins og þeir væru skítur." Audun Marak, form. Lands- sambands norskra útvegs- manna, í DV. íþrótt fyrir kappsama íslendinga „Vilji Islendingar skara fram úr á einhverju íþróttasviöi ættu þeir að koma sér upp öflugu landsliði í íþrótt- inni þar sem menn hamast við \ að sópa kringum einhvem kubb - ( heitir það ekki curling?" Guðmundur Andri Thorsson rit- höfundur, í DV. Nútímalegur heila- þvottur „Af hverju eru gerðar skoð- anakannanir sem sýna viöhorf almennings til stofnana og ein-1 staklinga? Ekki er vitað hversu þarft þetta er, en niðurstöður leiðbeina áreiðanlega einhverj- um hvaða skoðanir ber að hafa og eru þær að því leyti nútíma- ? legur heilaþvottur." Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur, í Morgunblaðinu. '#'1 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar: Var í góðu starfi þegar mér var boðið starf bæjarstjóra DV, Snæfellsbæ: „Mér list vel á nýja starfíð, það eru mörg verkefni fram undan. Það stærsta er bygging nýs íþróttahúss sem mun verða byrjað á á næstu vikum. Auk þess eru miklar um- hverfis- og fegrunarframkvæmdir í gangi hér í byggðarlaginu og mikil bjartsýni ríkjandi í útgerð enda _ er stöðugt að bætast við báta- flotann okkar, meðal annars bættust við tveir nýir bátar í réðst hann til Fáfnis og Kaupfélags Dýrfirðinga sem fjármálastjóri. Árið 1995 tók hann við stöðu fjár- málastjóra hjá Hraðfrystihúsi Hell- issands og gegndi því starfi þar til í byrjun júlí að hann var ráðinn bæj- arstjóri Snæfellsbæjar Námið á Bifröst hefur nýst honum mjög vel við þessi störf Maður dagsins flotann í síðustu viku,“ segir Krist- inn Jónasson, rekstrarfræðingur frá Samvinnuháskólanum á Bifröst, nýráðinn bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Hann tók við starfinu í byrjun júlí af Guðjóni Petersen sem gegnt hafði því starfi í rúm tvö ár. Sennilega er Kristinn með yngri bæjarstjórum á landinu, aðeins 32 ára gamall. Kristinn segist hafa verið í mjög góðu starfi hjá traustu fyrirtæki og því verið hikandi þegar honum var boðið starf bæjarstjóra. Starf bæjar- stjóra er viðamikið og erfitt starf en hann lét til leiðast og þegar hann var búinn að taka ákvörðun þá var henni ekki hnikað. „Það er mikil ögrun að takast á við þetta starf, sérstaklega fyrir mann á mínum aldri, auk þess er það mikil ábyrgð um leið sem fylgir þessu.“ Kristinn útskrifaðist sem rekstar- fræðingur frá Samvinnu- háskólanum á Bifröst Kristinn Jónasson. árið 1992. Að því búnu Mynd: Jón Eggertsson vegna þess að þar lærir fólk að hugsa hratt og vinna undir álagi. Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar er frekar erfið eins og hjá mörgum öðrum sveitarfélögum en mikil bjartsýni er ríkjandi í Snæ- fellsbæ þar sem afla- heimildir byggðar lagsins eru að aukast og ferða- mannaþjónustan á svæðinu er að eflast og við það aukast tekjur sveitarfélagsins Verkefni sveit- arfélaga eru mikið til í ákveðnum farvegi en nýjum mönnum fylgja breyttar áherslur. Kristinn er mikil áhugamaður um golf og allar íþróttir, auk þess hefur hann áhuga á umhverfismál- um og stjómmálum. Maki Kristins er Helga Guðjóns- dóttir, skrifetofu- stjóri í Spari- sjóðnum í Ólafs- vík, hún er einnig rekstrar- fræðingur frá Bifröst. Þau eiga eina dóttur, Thelmu, sem er 2 ara. DVÓ Dead Sea Apple leikur á Gauknum í kvöld. Hitað upp fyrir Ameríkuför Hin ágæta hljómsveit Dead Sea Apple er að fara í sína aðra Ameríkuför og ætlar að halda þar nokkra tónleika. í kvöld ætlar hún að halda sína síðustu tón- leika fyrir ferðina á Gauki á Stöng. Dead Sea Apple hef- m- verið í fararbroddi ís- lenskra rokksveita á undan- fömum missemm og hefur gefið út eina plötu sem fékk góðar viðtökur. Nú er hljómsveitin með nýtt efni í farteskinu og munu gestir á Gauknum fá smjörþefinn af því hvað Amerjkanarnir fá að heyra frá hljómsveitinni. Skemmtanir Auk Dead Sea Apple leik- ur á Gauknum i kvöld hin efnilega hljómsveit Ensími og mun hún meðal annars gefa sýnishom af væntan- legri geislaplötu sem kemur út á haustmánuðum. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2163: © Z/C3 Mál fer fyrir rétt -evÞÓK- Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Fjölnir og Valur áttust við í síðustu umferð. Þeim ieik lauk með stór- sigri Vals. Meistaradeild kvenna og 1. deild karla Það vei’ður mikið um að vera í fótboltanum í kvöld en á dagskrá em fjórir leikir í meistaradeild kvenna og fimm leikir í 1. deild karla. Hjá kvenfólkinu leika Fjölnir-Haukar á Fjölnisvelli, ÍBV-Breiöablik í Vestmannaeyj- um, KR-ÍA leika á KR-velli og Stjarnan-Valur á Stjörnuvelli í Garðabæ. Um þessar mundir er Valur með forystu í deildinni. íþróttir í 1. deild karla hefur Breiðablik nokkuð öragga forustu og mundu halda henni þótt þeir færu að tapa í kvöld en þefr eiga fyrir höndum erfiðan leik gegn Fylki á heima- velli Fylkis í Árbænum. Víkingur, sem er í öðru sæti, á einnig erfið- an leik fyrir höndum en þeir fara austur á Reyðarfjörö og leika við KVA sem hafa verið að fikra sig upp stigatöfluna. Aðrir leikir era KA-Stjaman á Akureyri, FH-Þór á Kaplakrikavelli og HK-Skalla- grímur í Kópvogi. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 20. Bridge Góðir spilarar era yfirleitt með lengdarmerkingar, köll og frávísan- ir á hreinu og því er það mikilvægt fyrir sagnhafa að reyna að blekkja andstöðuna áður en hún nær að koma skilaboðum áleiðis. Skoðum hér eitt spil þar sem Bretinn Dave Kendrick var við stjómvölinn sem sagnhafi í þremur gröndum. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og allir á hættu: * K3 44 754 * ÁD42 * D875 4 D106 44 KDG962 •f G8 * 96 4 Á542 4» Á108 4 63 4 ÁK104 Vestur Norður Austur Suður 2» pass pass 2 grönd pass 3 grönd p/h Opnun vesturs lýsti veikri hendi með hjartalit og þrátt fyrir að NS hafi nægjanlegan punktastyrk í game er útlitið ekki bjart í þessari legu. Kendrick var hins vegar fljót- ur að hugsa. Hann hafði lítinn áhuga á því að treysta á tígulsvín- ingu í þessu spili og lagði þvi snotra gildra strax í öðrum slag. Hann drap útspil vest- urs, hjartakóng- inn á ásinn og spilaði strax lág- um spaða. Vest- ur var grunlaus um hættuna, setti sexuna, og Kendrick lét þrist- inn duga í blindum. Austur varð að yfirdrepa á sjöuna og hann ákvað að spila spaða áfram. Sagnhafi fékk slaginn á kónginn, tók alla laufslag- ina, spilaði síðan spaðaás og meiri spaða. Austur átti ekkert eftir nema tigul og varð að spila upp í AD í blindum. Ef sagnhafi heföi reynt þessa leið síðar í spilinu hefði vest- ur hugsanlega verið betur á verðin- um og látið spaðatíuna. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.