Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 15
Lífsstíll í kringum íslenska hestinn: Milliónamærinqar á gúmmískóm í góöri svitu á Hótel Sögu. Hún fær bara eins og aðrir fjölskyldu- meðlimir hafragraut á morgnana, fisk og kartöflur á kvöldin, ríður út á daginn og gengur með mér til verka í hesthúsinu. Með þessu móti finnst henni hún komast í nánari snertingu við land og þjóð. íslenskir hesta- búgarðar Fyrir nokkrum árum keypti Viola eldgamlan kastala á óðalsjörð í Hollandi og þar býr hún og Íslenski hesturinn nýtur vinsœlda víöa um heim. Útlendingar sem kynnast íslenska hestinum taka ástfóstri viö land og þjóö og vilja verða hluti af íslenskri menningu og lífsstíl. Víöa í Evrópu hafa eigendur ís- lenska hestsins keypt sér hestabú- garöa og þar búa þeir eöa dvelja öðru hverju og rækta íslenska hesta. Þeir kaupa sér íslenskan hund, íslenska lopapeysu og ganga í gamal- dags íslenskum gúmmískóm. Allt hluti af sérstökum lífsstíl. DV hitti Sigur- björn Bárðarson tamningameist- ara. (lær)hné langleggur „stálkonan" en hún er forstjóri fyr- irtækis sem selur stál víðs vegar um heim og hefúr oftar en einu sinni verið kosin viðskiptamaður ársins í Time. Hún er ekki það sem við köll- uð efnuð, hún er milljónamæringur og á heilu göturnar bæði í Þýska- landi og Bandaríkjunum. íslenski hesturinn stal hjarta þessarar „stálkonu" og hefur hún komið í nokkur skipti til íslands og keypt af mér hesta. Þeir sem kynnast íslenska hestinum fá yf- irleitt mikinn áhuga á íslandi, sögu okkar og menningu. Þegar Viola hefur dvalist hér á landi hefur hún frekar kosið að búa inni á fjölskyldu minni, á dæmi- gerðu íslensku heimili, heldur en Maður, hestur og hundur eru eitt. Þeir kaupa íslenska hunda, ís- lenskar loparpeysur og síðast en ekki síst gamaldags íslenska gúmmískó. Útlendingunum þykir þægilegt að ganga í íslenskum gúmmískóm og svo er þetta hluti af mynstrinu. Þeir vilja komast sem dýpst inn í þjóðfélagsmenn- inguna eins og hún var í sveitum í gamla daga. íslenski hesturinn er kveikjan að þessum mikla áhuga á öllu því sem íslenskt er. Það er hann sem tengir fólkið við íslenskt þjóðlíf og íslenska menn- ingu.“ -me Islenski hundurinn: Gæfur og blíðlyndur í slenski hundurinn er úr hópi spísshunda. Hann er talinn skyldastur norska búhundin- um og barst líklega til íslands með landnámsmönnum. Hann var frá upphafi notaður sem smala- hundur en er einnig vinsæll fjöl- skylduhundur og þykir afar gæfur og blíðlyndur. íslenski hundurinn er hvítflekk- óttur, gul-, rauð- eða gráleitur en stundum hvífur og /eða svartur. Hann er með fremur stutt, frammjótt trýni, sperrt eyru og hring- aða rófu. Um 1960 þótti íslenski hundur- inn vera orðinn mjög blandaður og hófst þá Viola Halman ásamt fjöl- skyldu fyrir utan kastala sinn f Hollandi. skipuleg r æ k t u n hans, m.a. á Ólafs- völlum á Skeiðum. -me „Það er karakter íslenska hestsins, geðslagið og per- sónuleikinn sem fólk heillast af,“ seg- ir Sigurbjörn Bárð- arson tamninga- meistari. Á hverju ári eru um 2800 ís- lensk hross flutt til útlanda og fer mest til Þýskalands, Sví- þjóðar og Bandaríkj- anna. „Ég seldi Violu Halman fyrsta ís- lenska hestinn á heimsmeistaramót- inu í Hollandi 1979. Viola er oft kölluð ennisloppur makkl herðakambur spjald- hryggur Mri snoppa kjálkabarð kverk ---- siða kvlöur konungsnel ----hœkiil hOlhvarl háls bðgur bringa olnbogi sperrileggur Iramhné Iramfótarleggur kjukuliður kjúka hótur ahurfðtarieggur hðlskegg kjúkubót hölbrún Sigurbjörn Bárðarson á íslenskum hesti, í íslenskri lopapeysu og gam- aldags íslenskum gúmmískóm og ullarsokkum. Sams konar „búning- ur“ og eigendur íslenska hestsins víða í Evrópu klæðast. ræktar íslenska hesta. Kastalinn er alveg eins og maður sér í bíó- myndunum, með járnbrynjum og viktoríurúmum. í kringum kast- alann er síki og til að komast inn er gömul brú látin síga niður. Ég hef komið þangað nokkrum sinn- um og er þetta eins og að vera staddur í draumaheimi. Viola er ekkert einsdæmi og hafa millj- ónamæringar viðs vegar í Evr- ópu keypt gamla búgarða og breytt þeim í íslenska hestabú- garða. Hestalíf Hestar Tamdi hesturinn, E. caballus, i er talinn kominn af Mongólíu- hestinum í Mið-Asíu og var Itaminn þar um 2000 f. Kr. og m.a. beitt fýrir stríðsvagna. Af tamda hestinum eru til fjöl- mörg kyn. Hreinlegir grasbítar IHesturinn bítur gras en hef- ur litinn áhuga á laufjurtum. Hann svitnar mikið og þarf því að drekka mikið vatn. Honum er annt um að snyrta sig og þrífa og oft má sjá tvo hesta kljást, þ.e. þrífa hvor annan. Hestar eru stóðdýr og safhast i hóp undir stjórn eins stóöhests i eða valdamestu hryssunnar. Afkvæmi Meðgöngutími er nálægt 11 mánuðum og fæðir hryssan eitt folald í einu. Fyrir kemur að hryssan kastar tveimur en þá deyja þau oftast bæði eftir nokkra daga. Folaldið er hið sprækasta við i fæðingu og reynir sem fljótast í að rísa upp á langa, renglulega j fætuma til að sjúga. Folaldið er ; á spena í u.þ.b. eitt ár. Folarnir I veröa kynþroska um tveggja í ára aldur. j Ekki er óalgengt að hestar nái 25 ára aldri og sumir ná þrí- tugsaldri. íslenskir hestar verða öðmm hestum eldri. Gamlar venjur Litaheiti á hestum fara eftir aldagömlum venjum. Þannig kallast ljósbrúnn hestur ekki i brúnn á íslensku heldm' jarpur. j Svartur hestur kallast venjuleg- ! ast brúnn og hvítur hestur grár. Dökkii' hestar eru oft kall- ; aðir blakkir. Af öðrum litum í má nefna rauða hesta, bleika og | mósótta sem eru eiginlega blá- ! gráir. Apalgráir hestar eru með s ljósan grunnlit en með dökkum ! yrjum. j Mislitir hestar em skjóttir, i rauðir hestar með gult eða hvítt fax kallast glófextir og hestar j með dökka rák eftir endilöng- um hryggnum kallast álóttir. Þarfir þjónar Tamdir hestar tóku líklega | ekki miklum breytingum fyrr s en á seinni öldum að farið var 1 að vairækta þá og komu þá út ? hin margvíslegu ræktunarkyn. I í dag eru talin um 220 hestakyn í heiminum og er áætlaður fjöldi hrossa um 70 milljónir. Það er mikil fækkun því að í j byrjun aldarinnar vora þeir um 3 300 milljónir. íslenski hesturinn Landnámsmenn fluttu ís- lenska hestinn með sér frá Nor- I egi. Forfeður okkar, víkingai'n- : ir, virðast hafa verið mikiir hestamenn og ekki dró úr því við komuna til íslands þar sem j landhættir voru með þeim hætti að þeir gátu með engu j móti komist af án hans. Síðan !]) þá hefur landið mótað hestinn með vegleysum sínum, grjóti, skriðum, mýrarfenjum, straum- hörðum fljótum og vetrarklaka. fslenski hesturinn er smá- vaxinn, viljugur og lipur. Hann er eina kynið í heiminum sem ræður yfír öllum gangtegund- unum fimm, brokki, feti, tölti, stökki og skeiði. Talið er að hrossaeign lands- manna sé meiri nú en nokkru sinni fyrr. Forðum var fjöldi þeirra oftast í kringum 30 þús- und en nú er taliö að um 80.000-100.000 hestar séu í land- | inu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.