Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 29
Flækjufótur Mummi Siggi Lísa og Láki Andrés önd Gissur gullrass Hvutti Hrollu:
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998
33
fí
(Ö
N
U
cö
u
Myndasögur
Leikhús
Laxveiðin:
Staðan er
ekki slæm
„Sumarið það sem af er hefur ver-
ið einkennilegt, vatnsleysi og snjó-
leysi til fjalla en laxinn kom og það
í þó nokkrum mæli í margar veiði-
ár.
Og sumarið er alls ekki búið,
besti tíminn er eftir,“ sagði veiði-
maður sem rennir mikið og hefur
veitt marga laxa í sumar og hann
bætti við: „Ég held að þetta sumar í
veiðinni eigi eftir að taka sprett
núna í ágúst og september. Sjáðu
Umsjón
Gunnar Bender
laxveiðiár sem eru háðar vatni, eins
og í Dölunum. Þegar fer að rigna þá
kemur laxinn svo um munar. Hann
hellist inn á hverju flóði.
Þó hann verði þaraleginn, það er
bara betra. Slagurinn um toppsætið
verður á milli Norðurár í Borgar-
firði, Blöndu og Rangánna. Það er
erfitt að sjá hvaða veiðiá hefur
þettá,“ sagði veiðimaður enn frem-
ur.
Á milli 12 og 13 laxar
Núna þegar næstum tveir mánuð-
ir eru liðnir síðan fyrstu veiðiárnar
opnuðu fyrir veiðimönnum er stað-
an alls ekki slæm, þrátt fyrir mikla
þurrka og snjóleysi á fjöllum. Lax-
arnir úr veiðiánum öllum eru orðn-
ir á milli 12 og 13 þúsund á þessari
stundu. Veiðin er eitthvað 20%
meiri núna en á sama tíma í fyrra.
Bestu árnar hafa gefið næstum 1500
laxa og bæta við sig á hverjum degi.
Ef maður kíkir á línuna eru tvær
veiðiár sem hafa heldur betur bætt
sig á milli ára og það eru Elliðaárn-
ar og Miðfjarðará, ár sem hafa ver-
ið í sannkölluðum dvala síðustu
árin og gefið frekar lítið af flski.
Ellliðaárnar, sem hafa reyndar
lent í ýmsu hin seinni ár, eru allar
að koma til. Veiðimenn sem DV
ræddi við sögðu mikið vera af fiski
í ánni en hann tæki frekar illa.
Kílaveikin, sem setti allt á annan
endann í Elliðaánum, virðist vera
farin í bili og kemur vonandi ekki
aftur. Hennar verður ekki sárt
saknað, það er á hreinu.
Miöfjarðará er líka öll að koma til
og það er gott, veiðin er miklu betri
núna. Það munar einhverjum hund-
ruðum á milli ára.
Falllegar bleikjur.
Vænir laxar sveima um árnar
En sumarið er ekki búið og veiði-
menn eiga eftir að renni lengi enn
þá.
Laxveiðimarkaðurinn hefur verið
i hálfgerðu sjokki lengst af sumri en
virðist ailur vera að koma til. Er
það af hinu góðu því hinn almenni
veiðimaður borgar sitt veiðileyfl og
hefúr alltaf gert það. Hann er von-
andi ekki karlinn sem eyöir pening-
um annarra, það þarf að koma skýrt
fram.
Staðan er ekki slæm núna, þaö er
ööru nær, góður tími er eftir í veið-
inni og vænir laxar sveima um árn-
ar. Og þeir eiga eftir að taka þegar
fram líða stundir. Þeirra tími mun
koma.
MiöQaröará:
Hefur gefið 550 laxa
- staðan í nokkrum ám
Við skulum kíkja á stöðuna í
nokkrum veiðiám. Laxá í Kjós hef-
ur gefið 555 laxa, Grímsá í Borgar-
firði um 700 laxa og Þverá er komin
með 1350 laxa.
Laxá í Aðaldal var að rjúfa 1000
laxa múrinn og Laxá á Ásum er
komin með 500 laxa.