Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 33
X>"V" ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 37 Óskar Guöjónsson er einn Norna- seiösmanna. Tónleikaröð Iðnó: Nornaseiður Fyrir réttum 30 árum hljóðrit- aði Miles Davis „In a silent way“ sem markaði upphaf hins raf- magnaða „jazz-rokk“ tímabils hans. Ári síðar var síðan hin sögufræga plata „Bitches Brew“ hljóðrituð. Af því tilefni leiða saman hesta sína nokkrir íslensk- ir tónlistarmenn sem allajafna vinna í aðskildum geirum, annars vegar í djassi og hins vegar í rokki, og flytja efni frá þessu tímabili meistara Davis. Dagskrá- in er að megninu til efni af plötun- um „Live-Evil“ og „Bitches Brew“ en með fljóta lög af fáeinum minna þekktum plötum þessa tímabils. Tónleikamir eru i Iðnó í kvöld kl. 20.30. Tónleikar Flytjendur eru Hilmar Jensson (gítar), Óskar Guðjónsson (saxó- fónar), Eyþór Gunnarsson (hljóm- borð), Snorri Sigurðarson (trompet), Guðni Finnsson (bassi) og Ólafur Björn Ólafsson (tromm- ur). Hilmar, Óskar og Eyþór eru allir þekktir úr heimi djassins og teljast til framvarðarsveitar ís- lensks djasslífs. Snorri er ungur og upprennandi trompetleikari sem hefur nýlokið burtfararprófi frá tónlistarskóla FÍH og starfar með gleðisveitinni Casino. Guðni Finnsson hefur leikiö meö mörg- um hljómsveitum, þar á meðal Funkstrasse, Möggu Stínu og Lhooq. Óli Bjöm (Óbó) hefur bar- ið húðirnar með Unun og Canada. Fyrirlestur og söngvaka Á Sumardögum á Akureyri er boðið upp á tvennt í dag. Kl. 13 í Deiglunni heldur Eygló Jónsdóttir jarðfræðingur fyrirlestur sem ætl- aður er erlendum ferðamönnum. í Minj asafnskirkj unni verður söng- vaka kl. 21. Hjörleifur Hjartarson og Rósa Kristín Baldursdóttir ferðast um íslenska sönghefðarsögu. Gengið í Skaftafelli Sem og flesta daga í Skaftafelli í sumar er boðið upp á gönguferð í fyrramáliö og nú er ætlunin að skoða Svartafoss og Selið. Farið verður í fylgd landvarðar frá þjón- ustumiðstöðinni upp Gömlu tún, með giljunum að Svartafossi og það- an í Selið og til baka í þjónustumið- stöðina. Ferðin hefst við landlíkan- ið og tekur 2-3 klst. Gangan er ekki erfið og farið verður hægt yfir. Samkomur Brúðubíllinn Brúðubillinn verður á ferð með brúðuleikritið, Brúður, tröll og trúðar, í dag, Áð verður við Árbæj- arsafn kl. 14 þar sem leikritið verð- ur sýnt. Frægasti minimalistinn í galleríinu Fiskurinn við Skóla- vörðustíg hefur staðið yfir sýning á verkum Helgu Þórsdóttur og Daníels Magnússonar, þar hefur nokkur kvöld einnig verið sýndar heimilda- myndir sem tengjast listum og lista- mönnum. í kvöld verður sýnd fjöru- tíu mínútna mynd um list frægasta minimalista allra tíma, Donald Judd. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Spönsk gítartónlist Fimmtu tónleikar í sumar- tónleikaröðinni i Sigurjóns- safni verða í kvöld kl. 20.30. Fram kemur spænski gítar- kvartettinn Mosaic en hann skipa Halldór Már Stefánsson, María José Boira, Francesc Ballart og David Murgadas. Á efnisskránni eru verk eftir Miquel Llobet, Federico Mompou, Maurice Ravel, Leo Brouwer, Federico Moreno- Torroba og E. Granados. Skemmtanir Gítarkvartettinn Mosaic leikur í Sigurjónssafni í kvöid. Mosaic-gítarkvartettinn var stoftiaður árið 1992 og voru fyrstu tónleikamir haldnir í kapellu hinnar frægu kirkju La Sagrada Familia í Barcelona. Síðan hafa fiór- menningarnir komið víða fram, meðal annars á mörgum tónlistarhátíðum. Meðlimir kvartettsins stunda að auki tónleikahald sem einleikarar og/eða í samspili víðs vegar um Evrópu. í lok ársins 1997 gaf kvartettinn út geislaplötu sem fékk mjög góða dóma hjá tónlistargagnrýnendum. Þess má geta að íslendingurinn í kvartettinum, Halldór Már, lauk námi í gítarleik frá Tónlistarskólan- um á Akureyri árið 1993. í Barcelona lærði hann hjá Arnaldi Arnarsyni og Alex Garrobé í Luthi- er tónlistarskólanum. Veðrið í dag Rigning eða súld Um 400 km suðsuðaustur af Vest- mannaeyjum er 1000 mb lægð sem þokast austur en allvíðáttumikið hæðarsvæði er fyrir norðan land. í dag verður hæg austlæg eða breytileg átt og víða þokuloft eða súld. Austangola eða kaldi og rign- ing eða súld, einkum sunnanlands síðdegis, en léttir heldur til í inn- sveitum norðanlands og vestan. Hiti 5 til 15 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg austlæg átt og súld með köflum en léttir heldur til með noröaustan- golu í kvöld og nótt. Sólarlag í Reykjavík: 22.45 Sólarupprás á morgun: 04.24 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.41 Árdegisflóð á morgun: 10.06 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflugvöllur Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfói Bergen Helsinki Kaupmannahöfn Osló Stokkhólmur Algarve Amsterdam Barcelona Dublin Halifax Frankfurt Hamborg Jan Mayen London Luxembourg Mallorca Montreal New York Nuuk Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg þoka í grennd 8 þoka 7 rign. á síö.kls. 7 alskýjaö 9 6 alskýjað 9 rigning 10 þoka 5 rigning 11 rigning 9 skýjaö 13 skúr 14 skýjaö 15 18 heiöskírt 23 þokumóöa 16 hálfskýjaö 21 skýjaö 14 heiöskírt 15 skýjaö 18 þokumóöa 15 þoka í grennd 6 súld á síö.kls. 14 skýjaö 15 heiöskírt 23 20 skýjaö 23 alskýjaó 7 skýjaö 27 skýjaö 14 hálfskýjaö 25 skúr 19 þokumóöa 22 17 Víða lagfæringar á vegum Þjóðvegir landsins eru greiðfærir en víða eru vegavinnuflokkar að lagfæra vegi. Á leiðinni frá Reykjavík til Hafnar er verið að lagfæra leiðina Hvolsvöllur-Vík og steinkast er á leiðinni milli Klausturs og Núpsstaðar. Steinkast er einnig á Færð á vegum leiðinni Hlíðarvegur-Egilsstaður á Norðaustur- landi og vegavinnuflokkur er við störf sín á leið- inni Aratunga-Gullfoss á Suðurlandi. Á Snæfefls- nesi er verið að lagfæra á milli Stykkishólms og Grundarfiarðar. Ástand vega ^►Skafrenningur m Steinkast E3 Hálka C^) Ófært 0 Vegavinna-aðgát EQ Þungfært 0 Öxulþungatakmarkanir <E> Fært fjallabílum Sæþór Aron og litli bróðir Á myndinni er Sæþór Aron, fiögurra ára, með litla bróður sinn sem fæddist á fæðingardeild Bam dagsins Landspítalans 3. febrúar kl. 6.55. Hann var við fæðingu 4.040 grömm að þyngd og 53,5 sentí- metra langur. Foreldrar bræðr- anna eru Rósa Hrönn Ólafsóttir og Gylfi Birgisson. Treat Williams fer fyrir nokkrum mönnum sem ráöast til atlögu gegn skrímslunum. Djúpsjávar- hrylliiigur Ógnir undirdjúpanna (Deep Ris- ing) sem Laugarásbíó sýnir gerist í Suður-Kínahafi þar sem sjórinn er dýpstur. Nýtt skemmtiferðaskip er á jómfrúrsiglingu á þessum slóðum. Tvær hættur steðja að farþegum og áhöfn sem enginn um borð veit um með einni undantekningu. Neöan úr undirdjúpum sjávar stefnir stóö af skrímslum sem hefur þannig matarvenjur að verri dauðdagi er varla til. Þessi skrímsli gleypa manninn í heilu lagi, sjúga allt af beinunum og losa sig svo viö beinagrindina út um afturendann. Hin Kvikmyndir r hættan er ofansjávar þar sem flokkur manna stefnir að skipinu með allt annaö í huga en kurteisisheimsókn. Undir stýri á þeim hraðbát er hefian okk- ar sem ekki frekar en aðra grunar hvað koma skal. I aðalhlutverkum eru Treat Willi- ams, Famke Janssen og Kevin J.O’Connor. Leiksfióri og handrits- höfúndur er Stephen Sommers. Nýjar kvikmyndir: Bíóhöllin: Six Days, Seven Nights Bíóborgin: City of Angels Háskólabíó: Blúsbræður 2000 Kringlubíó: Armageddon Laugarásbíó: Mercury Rising Regnboginn: Mimic Stjörnubíó: Skotmarkið S~ Krossgátan Lárétt: 1 blásturinn, 8 flík, 9 oddi, 10 blað, 12 ferill, 14 eldaði, 17 sopa, 19 sting, 20 hryðja, 21 sefar, 22 um- rót, 23 bakki. Lóðrétt: 1 vitur, 2 drykkur, 3 kipp- ur, 4 okkur, 5 óvild, 6 umstang, 7 miskunn, 11 kind, 13 strax, 15 öngul, 16 slæmt, 17 greinir, 18 reykjar- svæla. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 spangól 8 mið, 9 orka, 10 ásar, 11 agg, 13 at, 14 æður, 15 rif, 16 utan, 18 slark, 20 má, 21 ál, 22 ragir. Lóðrétt: 1 smárar, 2 pistill, 3 aða, 4 norður, 5 graut, 6 ók, 7 laga, 12 grami, 14 æfar, 17 nár, 18 sá, 19 kg. Gengið Almennt gengi LÍ 28. 07. 1998 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgenai Dollar 71,120 71,480 72,170 Pund 117,750 118,350 120,320 Kan. dollar 47,260 47,560 49,120 Dönsk kr. 10,4450 10,5010 10,4610 Norsk kr 9,4210 9,4730 9,3900 Sænsk kr. 9,0160 9,0660 9,0420 Fi. mark 13,0910 13,1690 13,1120 Fra. franki 11,8700 11,9380 11,8860 Belg. franki 1,9298 1,9414 1,9325 Sviss. franki 47,3700 47,6300 47,3300 Holl. gyllini 35,3100 35,5100 35,3600 Þýskt mark 39,8100 40,0100 39,8500 ít. lira 0,040280 0,04053 0,040460 Aust. sch. 5,6550 5,6910 5,6660 Port. escudo 0,3889 0,3913 0,3894 Spá. peseti 0,4688 0,4718 0,4694 Jap. yen 0,499900 0,50290 0,508000 írsktpund 100,040 100,660 100,310 SDR 94,720000 95,29000 95,910000 ECU 78,6400 79,1200 78,9700 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.