Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 23 íþróttir íþróttir Theodór Karlsson keppti á Meistaramótinu í frjálsum: hlaupum Theodór keppti í fimm greinum og hafði í nógu að snúast Theodór Karlsson var ekki eins og aörir keppendur á Meistaramóti íslands I frjálsum íþróttum um helg- ina. Hann keppti nefnilega í flmm greinum, þar af þremur á sama tíma fyrri dag keppninnar þannig að hann þurfti hreinlega að hlaupa á milli til þess að ná að taka þátt. Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára og hlaupa á milli greina stóð hann sig vel í öllum greinunum. Fjórar stökkgreinar Hann hafnaði í þriðja sæti í há- stökki með því að stökkva yfir 1,90 metra, varð annar í langstökki þeg- ar hann stökk 6,89 metra, fjórði í keppni í stangarstökki með því að stökkva yflr 4,20 metra, fjórði I þrístökki og í þriðja sæti í 4x100 metra boðhlaupi með sveit sinni, UMSS. „Ég eiginlega veit ekki hvað er mín uppáhaldsgrein, þess vegna keppi ég í svo mörgu. Hástökkið er rosalega skemmtilegt og stöngin, já og líka langstökkið. Ég hef bara svo *i< ENGLAND Colin Hendry gœti verið á leiðinni til sins heimslands eftir 11 ára veru á Englandi. Glasgow Rangers er á eftir hinum 32 ára varnarmanni Blackburn Rovers en Hendry hefur lýst því yfir að hann vilji ekki leika lengur hjá Blackburn. Colin Hendry hóf ferillinn með Dundee 1983 og lék þar til 1987 er hann var keyptur til Blackburn. Hann var þáttakandi í uppkomu liðsins i ensku knattspyrnunni allt frá því að liðið var í 2. deild þar til það varð meistari 1995. Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er mjög hriflnn af hinum tvi- tuga Pilip Mulryne sem skoraði þrennu í æfmgaleik gegn Birming- ham á dögunum. „Mulryne lék stórkostlega og hann á alla möguleika á að komast i allra fremstu röð þegar hann verður lík- amlega sterkari. Hann á framtíðina fyrir sér,“ sagði Ferguson um Mul- ryne. United tapaöi leiknum, 3-4. „Ég man ekki hvenær það gerðist síðast aö einn okkar manna skoraði 3 mörk en við töpum samt,“ sagði Ferguson. Liö Birmingham er til alls liklegt næsta vetur og liðinu hefur gengiö mjög vel undanfarið. Birmingham skoraði einnig fjögur mörk gegn Tottenham í æfingaleik. Enn hefur ekkert verið staöfest um kaup á nýjum leikmönnum til Manchester United. Talað er um að Ferguson sé að velta fyrir sér að láta Andy Cole í skiptum fyrir Dwight Yorke og væna fúlgu að auki. David Beckham leikur sinn fyrsta leik með Manchester United frá því síðasta tímabili lauk í kvöld er liöið mætir norska liðinu Valerenga í Nor- egi í æfingaleik. Ian Rush, sem gerði garðinn frægastan hjá Liverpool, mun ákveða í vikunni hvort hann gerist spilandi þjáifari hjá 2. deildar liði Wrexham í enska boltanum. Tveir þekktir leikmenn leika fyrsta leik sinn á undirbúningstímanum með Middlesborough i kvöld gegn liði utan deilda. Þetta eru þeir Paul Gascoigne og Gary Pallister sem lék sem kunnugt er áður með Manchest- er United. -SK/-ÓÓJ gctman af þessu," sagði þess jákvæði íþróttamaður. Æfir mikið Theodór stundar nám við Þroska- þjálfaskóla íslands í Reykjavík en tekst samt að fmna tíma til að æfa. Ég æfi sex sinnum í viku. Það hefur reyndar verið lítið núna því ég hef verið að ná mér upp úr meiðslum en er að komast á skrið aftur. Ég er svona við það að ná mínu besta. Ég átti að vísu meira inni í hástökkinu. Líkar greinar Grundvallaratriði eru mjög mörg lík, eins og í stöng og langstökki. Það er ýmislegt sem er líkt í því. Maður þarf að hlaupa atrennuna rétt og vera með hraðaaukningu í atrennunni og réttan takt. Ég þarf að fara að velja á milli, Gísli Sig- urðsson þjálfari hefur sagt það við mig að ég þurfi að fara að velja mér grein. Fyrst valdi ég mér hástökk en þá fannst mér svo leiðinlegt að stökkva ekki langstökk og stöng, en ég gat ekki gert upp á milli og hef ekki getað gert upp á milli enn þá. Ég ætla bara að láta þetta ráðast. Ég er eiginlega í vandræðum," sagði hann brosandi. Bikarkeppnin fram undan Næsta takmark Theodórs er að taka þátt í bikarkeppninni sem fer fram í ágúst. „Ætli ég stökkvi ekki hástökk og þrístökk í bikarkeppn- inni. Ég ætla helst að fara yfir 2 metra í hástökki utanhúss og yfir 14 metra í þrístökki," sagði hann ákveðinn í að bæta sig. Nýtt keppnisfyrirkomulag var tekið í notkun þannig að úrslita- keppni var báða dagana. Það leiðir tO þess að fleiri greinar voru í gangi í einu á mótinu og þar af leiðandi gekk mótið hraðar fyrir sig. „Mér finnst mótið hafa tekist alveg virki- lega vel. Það er óhagstætt fyrir mig þetta nýja keppnisfyrirkomulag af því að ég er í svo mörgum greinum. Sérstaklega núna i þessu móti að vera í þremur greinum á sama tima, það var mjög erfitt. í stöng- inni fann ég að ég færi ekkert hærra en 4,30 af því ég var ekki með stöngina sem mig langaði að vera með og þá svona nennti maður ekki hálfþartinn að stökkva meira. Mað- ur var orðinn latur í stönginni," sagði Theodór sem er annars allt annað en latur. Margir áhorfendur Theodór var alveg gríðarlega áægður með mótið enda skemmti hann sér mjög vel. Þetta er mikil skemmtun fyrir alla enda gaman að sjá hvað eru margir áhorfendur og þetta hefur gengið ótrúlega vel mið- að við hvað það eru margar greinar. Ég er mjög jákvæður á þetta mót, þetta er virkilega gott,“ sagði þessi hörkuduglegi frjálsiþróttakappiað lokum. -ÍBE Irska meistaramótið í sundi: Sundfólkiö nálægt sínu besta Eydís Konráösdóttir geröi þaö gott í Belfast Landslið íslands í sundi tók þátt í opna írska meistaramótinu um helgina með mjög góðum árangri. íslenska kvennasveitin setti nýtt glæsileg íslandsmet í boðsundi. Lára Hrund Bjargardóttir hafnaði í þriðja sæti í 100 metra skriðsundi, Hjalti Guðmundsson varð annar í 50 metra bringusundi, Elín Sigurðardóttir varð önnur í flugsundi þar sem Eydís Konráðsdóttir sigraði. Magús Tryggvason, annar tveggja þjálfara sundfólksins, var virkileg ánægður með ferðina, en sagði jafnframt að möguleiki hefði verið á enn betri árangri. „Ég er ánægður með hvað við fengum af verðlaunum. Það var mikið af ljósum punktum í þessu. Hluti af sundfólkinu var að keppa á flmm daga sundmóti í fyrsta skiptið og það er svo sannarlega meira en að segja það,“ sagði Magnús og viðurkenndi jafnframt að hann og hinn þjálfarinn, Eðvarð Þór Eðvarðsson, væru mjög kröfuharðir þjálfarar. „Þessi ferð var notuð sem liður í undirbúningi fyrir Smáþjóðaleikana og einnig sem verkefni í lok tímabilsins héma heima. Það var sett mikil pressa á sundfólkið að standa sig vel á þessu móti þar sem það var liður í að velja landsliðið fyrir Smáþjóöarleikana," sagði Magnús. Þrátt fyrir það verður endanlegt lið ekki valið fyrr en i mars á næsta ári. „í flestöllum greinum fengum við góða keppni. írarnir vora rosalega ánægðir með að fá okkur. Þeir voru alveg ofboðslega vingjarnlegir og vildu allt fyrir okkur gera. Krakkarnir lærðu margt á þessu móti og þá til dæmis þessi yngstu hvernig ætti að hegða sér á svona stórmóti," sagði Magnús og bætti við að þrátt fyrir að mótið væri haldið í Belfast hefði sundfólkið ekki verið í neinni hættu vegna óeirðanna sem hafa verið þar að undanfórnu. -ÍBE Tryggvi á marka- skónum í Noregi - hefur gert 5 mörk í síðustu 6 leikjum Tryggvi Guðmundsson, sem leikur hjá norska úrvalsdeildarliðinu Tromso, hefur leikið vel að undanfórnu í Noregi og farið mikinn í markaskorun liðsins. Hann hefur skorað samtals 7 mörk í 15 leikjum í sumar og átt að auki 3 stoðsendingar á félaga sína. Það sem meira er, Tryggvi hefur gert 5 af þessum 7 mörkum í síðustu 6 leikjum en hann skoraði einmitt 2 mörk um helgina. Sem stendur er Tryggvi i 9. sæti yfir markahæstu menn en Ríkharður Daðason hjá Viking er markahæstur íslendinga en hann hefur gert 9 mörk. Tromso er í 5. sæti í deildinni en íslendingaliöin Stabæk, Viking, Tromso og Lilleström raða sér upp í einni röð frá 3. til 6. sæti. í næstu umferð mætast íslensku markakóngarnir í norsku úrvalsdeildinni er Tromso fær Viking í heimsókn. -ÓÓJ (ZÍj ÚRVAISD. KV. Valur 8 8 0 0 36-6 24 KR 8 7 0 1 34-3 21 Breiðablik 9 5 2 2 19-9 17 ÍBV 9 3 2 4 17-20 11 Stjarnan 8 3 1 4 14-17 10 Fjölnir 8 2 0 6 3-29 6 ÍA 8 1 2 5 7-16 5 Haukar 8 0 1 7 2-32 1 Markahœstar: Olga Færseth, KR..................14 Ásgerður Ingibergsdóttir, Val . . 11 Lauíey Ólafsdóttir, Val...........11 Ásthildur Helgadóttir, KR........8 Helena Ólafsdóttir, KR ............7 Bergþóra Laxdal, Val ..............6 Kristrún Daðadóttir, Breiðabliki . 6 Erla Hendriksdóttir, Breiðabliki . . 5 Blcmd í Theodór Karlsson mundar hér stöngina i stangarstökkinu. Hann gaf ekkert eftir á mótinu mn helgina og keppti í fimm greinum. DV-mynd Pjetur Tveir frjálslþrótta- menn keppa á Heims- meistaramóti ung- linga sem fer fram í vikunni. Þeir Einar Karl Hjartarson, há- stökkvari úr ÍR, og Sveinn Þórarinsson, 400 m grindahlaupari úr FH, eru fulltrúar íslands á mótinu. Steinar Þorbjörnsson varð um helgina ís- landsmeistari í víða- vangi á fjallahjólum. Hann lauk 19,2 km á 56 mínútum, 15 sek- úndum og 26 hundr- aðshlutum úr sek- úndum til að tryggja sér efsta sætið. Hildur Dröfn Guð- mundsdóttir varð ís- landsmeistari í kvennaflokki en hún hjólaði 4,8 km á 19 mínútum, 36 sekúnd- um og 94 hundraðs- hlutum úr sekúndu. íslandsmeistara- mótið í ljallahjólreið- um á víðavangi fór fram í Öskjuhlíð þar sem hringurinn var 2,4 km en keppendur fóru mismarga hringi eftir í hvaða ílokki þeir kepptu. Köttarar skemmta sér og öðrum hvert sem þeir fara og á miðvikudaginn ætla þeir að halda út- gáfuparti til að fagna nýrri- geislaplötu sinni. Hátið þessi fer fram klukkan sex á mið- vikudaginn í Þrótt- heimum en Köttarar byija þá að hita upp fyrir leik Þróttar og Vals sem fram fer á Laugardalsvelli klukkan 20. Þess má geta að ef einhvern langar að ganga í þennan skemmtilega stuön- ingsmannaklúbb Þróttar þá getur hann skráö sig við þetta tækifæri en hann fær afhent skírteini með númeri i þessu vina- lega samfélagi. Aresene Wenger, stjóri Arsenal, hefur sagt að Dennis Bergkamp sé ekki til sölu, sama hvaða upphæð sé i boði. Bœði Real Madrid og Barcelona hafa boðið 20 milljónir punda í Bergkamp. Paul Ince, fyrirliði Liverpool, er efins yfir þeim mikla fjölda útlendinga sem streyma nú í ensku knattspyrnuna. Ince hefur sagt að það sé mjög alvarlegt fyrir gengi enska landsliðsins ef enskir leikmenn verði ekki áfram í fremstu röð í ensku félögunum. -ÓÓJ/-SK Finnur Jóhannsson, er hér fagnar meö Valsmönnum, er nýjasti liösmaður ÍR í handboltanum, en hann samdi við ÍR í gær og mun styrkja liðið mikið næsta vetur. Finnur í IR Handknattleiksmaðurinn Finnur Jóhannsson gerði í gær samning við 1. deildar lið ÍR-inga. Finnur hefur ver- ið í keppnisbanni í 2 ár en hann lék áöur með Valsmönnum og Selfyssingum hér heima. Finnur reyndi fyrir sér í Þýskalandi í vetur en varð aö snúa aftur til íslans þar sem hann var einnig talinn vera í banni þar. Það þýddi að Hameln, lið Alfreðs Gíslasonar, tapaöi mikilvægum stigum en Finnur var þó mjög vinsæll meðal stuðningsmanna liðsins á meðan á stuttri dvöl hans stóð í Þýskalandi. Hann mun styrkja lið ÍR mikið enda hefur staða línumanns verið einn veikasti hlekkurinn hjá liðinu eftir að þeir misstu Magnús Má Þórðarson yfir í Aftureldingu. Finnur er gríðarlega öflugur vamarmaður og einnig lipur í sóknarleiknum. -ÓÓJ 38. heimasigur bandaríska liösins í röð - tryggöi því sigur á Friðarleikunum Bandaríska kvennalandsliðið vann 2-0 sigur á Kína í úrslitum knattspyrnukeppni Friðarleikanna í Bandaríkjunum í gær. Bandaríkin unnu Danmörku, 5-0, í undanúrslitaleiknum og hefur þetta sigursæla landslið nú unnið 38 landsleiki í röð á heimavelli sem er ótrúlega góður árangur. Mia Hamm skoraði bæði mörk Bandaríkjanna en alls hefur hún skorað 97 landsliðsmörk. Hún skoraði þrennu í undanúrslitaleiknum við Danmörku en með 97. og seinna markinu í gær jafnaði hún bandaríska markametið. Noregur vann Danmörku, 4-2, í vítakeppni og tryggði sér þriðja sætið. Alls hefur bandaríska liðið unnið 126 af 166 landsleikjum þjóðarinnar og aðeins tapað 11 leikjum. Það stefnir á sigur á heimsmeistaramótinu sem fram fer á næsta ári en liðið er gífurlega sterkt. Það er því vert á minnast á 0-1 tap íslenska kvennalandsliðins í vor sem var frábær árangur íslenska liðsins. -ÓÓJ Færeysku meistararnir úr leik Færeysku meistararnir í B36 töpuðu í gær, 0-1, á heimavelli fyrir ísraelska liðinu Betar Jerusalem. Færeyska liðið eru þar með úr leik en Betar Jerusalem vann fyrri leikinn í ísrael 4-1 og því samtals 5-1. -ÓÓJ landsliö Ira öflug Fjorugt en markalaust ÍBV og Breiðablik skildu jöfn, 0-0, í gær í Eyjum í Meistara- deild kvenna. Þrátt fyrir markalaust jafn- tefli var leikurinn fjörugur og vel spilaður af hálfu beggja liða. Það var lygilegt að liðunum tókst ekki að skila knettinum í markið en bæði sitja þau áfram um miðja deild eftir þessi úrslit. Eyjastúlkur höföu áætlað að mæta Blikum í undanúrslitum bikarsins á næstunni en af því verður ekki þar sem Stjarnan kærði leikinn sem liðið tapaði fyrir ÍBV í 8 liða úrslitum. Þá var ólöglegum sænskum leikmanni skipt í klaufaskap inn á völlinn í lok leiksins og hún náði aðeins að senda eina mis- heppnaða sendingu á þeim tíma sem hún var með í leiknum. ÍBV hefur verið á stööugri uppleið í síðustu leikjum eftir slaka byrjun en þetta var þriðji góði leikur þeirra í röð. Hjá Breiðabliki stóðu þær sig best Sigrún Óttarsdóttir í vörn- inni og Margrét Ólafsdóttir. Hjá ÍBV léku markvörðurinn Petra Fanný Bragadóttir, sér- staklega í seinni hálfleik, og íris Sæmundsdóttir best. -RS/ÓÓJ knattspyrnulandsliðinu nistókst að komast í úr- á þriðju heimsmeistara- ppninni í röð í ár en imtíðinni þurfa írar ekki kvíða ef marka má ár- angur yngri landsliða iarinnar. Nú síðast varð :lið þeirra undir 18 ára meistari um síðustu neigi. Aeppnin fór fram á Kýpur og réðust úrslitin í vítakeppni við Þjóðverja. Þýska- land var ásamt Englandi talið sigurstranglegast í keppninni en írar skutu þeim báðum ref fyrh- rass og tryggðu sér sigurinn. Þetta er þriðji glæsilegi árangur írskra ung- mennalandsliða í röð á undanfomu ári. I fyrra varð írland i 3. sæti á heimsmeistaramóti undir 20 ára og í vor vann írska landsliðið undir 16 ára Evrópumeistaratitilinn. Sá sem stendur á bak við öll þessi lið er þjálf- arinn Brian Kerr en hann hefur haft umsjón með öllum þessum liðum. Hann tók við fyrir 2 árum. 18 ára liðið varð strax í 4. sæti á fyrsta móti og síðan hafa írsku liðin ekki orðið neðar en í 3. sæti. -ÓÓJ I kvöld Knattspyrna: 1. deild karla KA-Stjarnan . 20:00 Fylkir-Breiðablik . 20:00 FH-Þór A . 20:00 HK-Skallagrimur . 20:00 KVA-Víkingur . 20:00 Úrvalsdeild kvenna Fjölnir-Haukar . 20:00 KR-ÍA . 20:00 Stjaman-Valur . 20:00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.