Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 36
7 V I K I N G A FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Benedikt Ólafsson meindýraeyðir með geitungabú sem hann eyddi í Eikjuvogi á sunnudag. Geitungar réðust þar á 2ja ára barn. DV-mynd Pjetur Líkamsárás Hrottaleg líkamsárás átti sér stað fyrir utan fjölbýlishús í Asparfelli i nótt. Tveir menn réðust á 24 ára mann og veittu honum mikla áverka á and- liti. Þegar lögregla kom á staðinn voru árásarmennimir á bak og burt. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús með tvo skurði á höfði, þrjá skurði á augnlokum auk fleiri áverka. Maður- inn mun gefa skýrslu um árásina i dag. Lögregla hefur ekki sem stendur lýsingar á árásarmönnunum. -RR Hundruö geitunga réöust á 2ja ára dreng: Fékk 30 stungur - faðir drengsins óö inn í geitungahópinn og bjargaði honum Enn leit að hnífamanni Lögregla leitar enn að manni sem ógnaði tveimur sjö ára stúlkum með hnífi í Fossvogi um niuleytið í gær- kvöld. Samkvæmt lýsingum stúiknanna var maðurinn dökkklæddur og með skegg. Lögregla handtók mann skömmu síðar, sem lýsing stúlknanna átti við. Honum var sleppt um miðnætti þar sem ekki voru taldar líkur á að um réttan mann væri að ræða. Leit lögreglu hélt áfram i nótt og í morgun. Stúlkumar segja manninn hafa skipað sér að fara úr bux- unum. Þeim tókst að hlaupa á brott og var ekki veitt eftirfór. Engir líkamlegir áverkar voru á stúlkunum samkvæmt upplýsingum lögreglu. -RR „Ég var inni í stofu þegar ég heyrði neyðaróp litla drengsins. Við konan mín hlupum út í garð og sáum litla drenginn umkringdan mergð geitunga. Þeir hafa verið nokkur hundruð talsins því þeir voru eins og svart ský í kringum hann. Ég hljóp inn í geitungahópinn og hugsaði um það eitt að bjarga baminu, Ég tók drenginn upp og hljóp með hann inn í húsið. Geit- ungarnir eltu, þeir voru hreinlega um allt á drengnum. Ég náði að drepa nokkra þeirra. Drengurinn var illa stunginn - við töldum um þrjátíu stungusár," segir Skúli Björnsson, faðir Hlyns Skúla Skúla- sonar, 2ja ára drengs sem lenti í hræðilegri lífsreynslu á sunnudag. Hlynur Skúli var að leika sér með bolta úti í garði á heimili sínu í Eikjuvogi í fyrradag. Boltinn fór ná- lægt geitungabúi og hundruð geit- unga réðust á drenginn. Hlynur Skúli hlaut um 30 stungusár og var fluttur með hraði á Landspítalann. Hann var á batavegi í gær. „Við hringdum auðvitað strax á sjúkrabíl enda vorum við hrædd um drenginn. Hann var fluttur í skyndi á Landspítalann. Það versta var að hann fékk margar stungur í varimar og í kringum augun og bólgnaði mjög mikið. Það var hættulegast. Hann fékk lyf og skánaði fljótlega eftir það. Hann fékk að fara heim seinna um kvöldið og er allur að braggast. Það er auðvitað hættulegt þegar stungumar em svona margar. Maður veit ekki um ofnæmisviðbrögð bama. Það munaði miklu að þama komu til skjót ( Lögregla handtók mann grunaðan ,/—* um verknaðinn. Honum var sleppt um miðnætti. DV-mynd S Feðgarnir Skúli Björnsson og sonur hans, Hlynur Skúli, 2ja ára, sem varð fyrir geitungaárás í Eikjuvogi á sunnudag. DV-mynd Pjetur viðbrögð. Hann fékk lika mjög góða umönnun á Landspítalanum og ég vil þakka hjúkrunarfólki fyrir það,“ seg- ir Skúli. Hann segist hafa verið að vinna í garðinum alla helgina en ekki tekið eftir einum einasta geitungi. „Það er alveg merkilegt miðað við að þegar árásin var gerð á drenginn siðdegis á sunnudag voru geitungamir svona rosalega marg- ir,“ segir Skúli. Skúli fékk meindýraeyði til að út- rýma geitungabúinu sem var á stærð við handbolta. Vel á annað hundrað geitungar vora drepnir í garðinum og auk þess fjöldi lirfa. -RR Sjá nánar á bls. 2. Veðrið á morgun: Léttir til vestanlands Á morgun verður norðaustan- gola eða-kaldi með rigningu eða súld austanlands en fremur hæg norðlæg átt og léttir heldur til vestanlands. Hiti verður á bilinu 5 til 17 stig, hlýjast sunnan til síð- degis. Veörið í dag er á bls. 37. Eskifjörður: Lyftara ekið á pilt DV, Eskifixði: Mesta mildi þykir að ekki fór verr þegar 17 ára piltur sem ekki er með réttindi ók á lyftara á kassa- þvottavél í rækjuvinnslu Hraðfrysti- húss Eskifjarðar á sunnudag. Þvottavélin færðist upp að vegg en á milli varð 16 ára unglingur. Lyftarinn var með kassa á göffl- unum þegar pilturinn ók á vélina. Kassaþvottavélin er mjög þung og segir faðir piltsins að sonur sinn hefði ýtt vélinni sjálfur frá sér. Til þess þarf töluvert afl en það hefur eflaust haft sitt að segja hvað hann meiddist lítið. Búi Þór Birgisson, verkstjóri í rækjuverksmiðjunni, vUdi ekkert tjá sig um málið. PUturinn var flutt- ur á heUsugæslustöðina á Eskifirði og siðan tU Reykjavikur vegna gmns um innvortis blæðmgu. Svo var ekki en 2 rifbein vom sprungin. MáUð er nú tU rannsóknar hjá lögreglunni á Eskifirði. -ÞH Ekið á dreng Ekið var á dreng á Réttar- holtsvegi um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Drengurinn var að hjóla yflr göt- una og fór í veg fyrir bU. Drengur- inn var fluttur með sjúkrabíl á Fráslysstað. slysadeUd. Hann DV-mynd S hlaut höfuðhögg og skrámur en var ekki talinn hafa slasast alvarlega. Hann var með með- vitund og að öUum líkindum óbrothm og þykir það mikU mUdi. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.