Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 25 Fréttir Bæjarráö Akureyrar: Niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála hafnað DV, Akureyri: Bæjarráð Akureyrar hefur hafn- að þeirri niðurstöðu sem kæru- nefnd jafnréttismála komst að í máli sem Ragnhildur Vigfúsdóttir höfðaði gegn Akureyrarbæ. Ragn- hildur, sem er fyrrverandi jafnrétt- is- og fræðslufulltrúi Akureyrarbæj- ar, taldi að sér hefði verið mismun- að vegna kynferðis og hún hefði af þeim sökum fengið lægri laun en karlar sem gegndu sambærilegum stjómunarstörfum. Kæmnefnd jafn- réttismála komst að sömu niður- stöðu. I kjölfar þeirrar niðurstöðu barst Akureyrarbæ einnig erindi fjögurra annarra kvenna sem höfðu starfað í stjórnunarstörfum um að mál þeirra fengju sömu meðferð og mál Ragnhildar. 1 niðurstöðu bæjarráðs, sem hef- ur fjallað itarlega um málið, segir m.a. að í áliti,kærunefndarinnar sé í svo veigamiklum atriðum vegið að gmndveUi frjálsra kjarasamninga að ekki verði við unað. Að mati bæj- arráðs liggi fyrir að ákvörðun um launakjör jafnréttis- og fræðslufull- trúa, atvinnumálafulltrúa og þeirra deildarstjóra sem teknir voru inn í samanburð starfsmatsnefndar hefur ekkert með kynferði að gera, frem- ur en gerð kjarasamninga yfirleitt. Þá segir bæjarráð að ef viður- kenna eigi niðurstöðu þá sem kem- ur fram í áliti kæmnefndar jafhrétt- ismála væri í raun verið að lýsa því • yfir að gerð kjarasamninga við ein- stök stéttarfélög væri marklaus og með hliðsjón af því og fram komn- um kröfum, sem byggjast á áliti kærunefndarinnar, sé áliti nefndar- innar hafhað. -gk Safnahúsið á Egilssföðum hefur í boði kerruferöir einu sinni í viku og er þaö vinsælt hjá yngri kynslóðinni. Það er Helgi Valmundsson sem teymir hestinn sinn hring eftir hring í Lómatjarnargaröinum. DV-mynd SB Egilsstööum Egilsstaðir: Vinnuskólinn ber nafn með rentu Unglingarnir á Egilsstöðum em ekki bara að reyta arfa, slá og raka í unglingavinnunni. Garöyrkju- stjóri bæjarins, Sigrún Theódórs- dóttir, hefur fengiö þeim fjölmörg spennandi viðfangsefni. Fyrr í sum- ar foru þau í umhverfisfræðslu und- ir leiðsögn sérfróðra manna. í júlí voru sett upp tvö verkefni. Annars vegar ævintýraferðir í Selskóg, úti- vistarsvæði bæjarins. Þetta er hugsað fyrir bömin svo að foreldramir geti sofið úr sér vikuþreytuna. Hins vegar stendur vinnuskólinn fyrir skemmtilegu verkefni i skrúðgarði bæjarins, Lómatjarnargarði. Þar er hin marg- breytilegasta starfsemi. Þar er hægt að smíða báta og fleyta á tjöminni, læra að fara með leir og gera kransa úr birki undir leiðsögn Guðrúnar Sigurðardóttur. Þar er sögustund og leikræn tjáning en vinsælast er að koma í skammarkrókinn hjá Emil í Kattholti og fá að tálga með honum spýtukalla. Krakkarnir í vinnuskól- anum leiða hópana undir öruggri leiðsögn Unnars Geirs Unnarssonar sem skipulagði þennan þátt i starfi vinnuskólans. Sigrún Theódórsdótt- ' ir sagði að það væri gaman að sjá hvað unglingarnir blómstruðu i þessu starfi. Og það væri skemmti- legt fyrir þau að fylla skrúðgarðinn lífi enda hafa þau sjálf skapaö hann á undanfornum áram. -SB Betur fór en á horföist þegar fólksbfll ók í veg fyrir stóran jeppa meö hestakerru í eftirdragi á hinum nýju gatna- mótum Hvalfjaröar- ganga og vegarins inn í Hvalfjörö. Hestamaö- urinn náöi aö sveigja til hiiöar og lenti því framan á hinum bíln- um en ekki í hliö hans. Engin slys uröu á mönnum eöa hestum og voru hestarnir svo sprækir að þeir unnu tii verölauna á (slands- mótinu í hestaíþrótt- um á Akranesi á laug- ardaginn. DV-mynd S. Fljótin: Verslað í Ketilási í 20 ár sé nefnt. Ferðamanna- tíminn hér nyrðra hefur eins og víða annars staðar þó lengst nokkuð síð- ustu ár, ekki síst vegna þess að sumarhúsa- eigendur koma nú orðið mun meira í bústaði sína yfir vetrartím- ann en fyrir nokkrum DV-mynd Orn árum Verslunin á Ketilási stendur við Siglufjarðar- veg, nánast miðja vegu milli Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Hofs- óss. Áður rak KS verslun i Haga- DV, Fljótum: Verslunarhús KS á Ketilási í Fljótum. Hinn 16. júli sl. voru 20 ár síðan verslun Kaupfé- lags Skagfirðinga á Ketilási í Fljót- um var opnuð. í tilefni þess var öll- um viöskiptavin- um boðið kaffi og meðlæti dagana 18. og 19. júlí. Þáðu fjölmargir veitingar við þetta tækifæri enda margt fólk statt í sveitinni um þessa helgi. Útibúið á Ket- Oási þjónar einkum byggðinni í Fljótum árið um kring og ferða- mönnum meðan sú vertíð stendur yfir ár hvert. Þar fæst öll hefð- bundin heimilisvara, nauðsynleg- ustu varahlutir í heyvinnuvélar, olía, bensín og margvíslegur bún- aður fyrir ferðafólk svo eitthvað Bílvelta á Árskógssandi DV, Akureyri: Ungm’ ökumaöur velti bifreið sinni á Árskógssandsvegi í Eyja- firði í gærkvöld en hann ók of greitt í beygju og fór bifreið hans 2-3 veltur út fyrir veginn. ( bifreiðinni voru auk öku- mannsins tveir farþegar og var annar þeirra fluttur á heilsu- gæslustöð til aðhlynningar en meiðsli hans voru ekki talin al- varleg. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstiu- og er bifreið hans talin ónýt. -gk nesvík í nokkur ár en þegar veg- urinn um Fljótin var fluttur til varð Haganesvík úrleiðis auk þess sem húsakostur þar var orð- inn gamall. Því var tekin ákvörð- un um að byggja verslun á nýjum stað. Þrír aðilar hafa veitt útibú- inu á Ketilási forstöðu frá byrjun. Þeir eru Sigmundur Ámundason, Símon Gestsson og síðustu ár Heiðrún Alfreðsdóttir. ÖÞ Ragnar Ingi Stefánsson vann ís- landsmótiö í motorcrossi meö ár- angri sínum í síöasta móti sumars- ins á laugardaginn. Hann sést hér fagna eftir keppni meö stökki fyrir áhorfendur. Fjöldi fólks var í Blá- fjöllum aö fylgjast meö og þátttakan var góö. DV-mynd Sveinn Friörik ðóður búnaður skiptir öllu máli! ^INTERSPORT ÞfN FRlSTUND - OKKAR FAG BlmSHÖFÐA - Bíldshöfða 20 - Stmi: 510 8020 r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.