Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 Sviðsljós Búin að fá sig fullsadda Danska ofurfyrirsætan, Helena Christiensen, er hætt fyrirsætu- störfum. Helena, sem er 29 ára, hefur verið ein af best launuðu fyrirsætum heims síðustu tíu ár- in og var ein þeirra fyrstu til þess að hljóta nafngiftina ofurfyrir- sæta í upphafi 9. áratugarins. „Þetta getur verið skemmtilegt starf en ég er orðin þreytt á að vera ekkert annað en söluvara," segir Helena en hún hyggst finna sér starfa þar sem reynir á and- lega hæfileika hennar. Stuttur og fjöðrum skreyttur kvöldkjóll frá spænska tískuhönnuöinum Paco Rabanne. Fjaðrir og annað slíkt skraut verður áberandi í hausttískunni. Símamynd Reuter Olivia Newton-John aldrei hamingjusamari: Kann vel við móðurhlutverkið Kyntáknið og stórleikkonan Uma Thurman kann víst vel við nýja hlutverkið sitt en hún eign- aðist frumburð sinn, litla dóttur, í liðinni viku. Uma giftist leikaranum Ethan Hawke i maí en athöfnin fór afar leynt en parið hefur forðast kast- ljós fjölmiðlanna undanfama mánuði. Að sögn heilsast mægð- unum vel og hefur litla stúlkan hlotið nafnið Maya Ray. Dóttirin bjcirgaði henni frá þunglyndi Stjarna Oliviu Newton-John skín skært þessa dagana en kvikmyndin Grease, sem tryggði henni heims- frægð, er tuttugu ára um þessar mundir. Olivia hefur notið aukinn- ar athygli fjölmiöla að undanfórnu enda hafa víða verið haldnar sér- stakar hátíöarsýningar á myndinni. Olivia hefur ákveðið að koma aft- ur í sviðsljósið og er nú með nýja geislaplötu í farteskinu. Titiil geisla- plötunnar er „Back with a Heart,“ og þykir renna stoðum undir þær sögusagnir að söngkonan ætli sér mikla hluti í tónlistarheiminum á næstunni. Síðustu ár hafa verið Oliviu erfiö og fyrst nú er hún fús að tala um veikindi sín en hún greindist með brjóstakrabbamein árið 1992 sem góðu heilli tókst að komast fyrir. Áfollin vom þó fleiri því um svipað leyti horfði Olivia upp á leikfanga- fyrirtæki sitt fara í gjaldþrot. Olivia hefur að mestu alið dóttur sína, Chloe, upp. Þær eru afar samrýmdar og segir Olivia að hún hefði komist í gegnum erfið veikindi án aðstoðar hennar. „Eftir á að hyggja höfðu veikindin góð áhrif á líf mitt. Það hljómar kannski undarlega en það að horfast í augu við dauðann kennir manni að meta lifið á nýjan hátt. Það hef ég gert og nú lifi ég fyrir augnablikið og læt ekki ómerkilega hluti hafa áhrif á mig,“ segir Olivia og bætir við að sú sem hafi hjálpað henni hvað mest að finna lífi sínu nýjan farveg sé dóttir hennar, Chloe. „Chloe var mín stoð og stytta í veikindunum og hún bjargaði mér frá þunglyndi. Hennar vegna gat ég ekki annað en haldið áfram og ég hef aldrei verið hamingjusamari," segir Olivia. Olivia ætlar að fylgja nýrri plötu sinni eftir og segir ekki ólíkiegt að annarrar sé að vænta í bráð. Þrátt fyrir að tuttugu ár séu síðan hún stóð á hátindi frægðar sinnar segist hún ætla sér stóra hluti í framtíðinni. Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er 50% afsláttur Missti stjóm á sér Það hefur lengi loðað við leik- ara í Hollywood að missa alger- lega þolinmæðina þegar ágengir ljósmyndarar eiga í hlut. Það henti að minnsta kosti Woody Harrelson fyrir þremur árum. Þá var Woody á leið í brúð- kaupsveislu vin- ar síns, Teds Dansons, og Mary Steen- burgen ásamt frægu fólki á borð við sjálfan Bill Clinton, Tom Hanks og Spike Lee. Þegar ljósmyndari gerði sig liklegan til að festa Woody á filmu þá missti kappinn algjörlega stjóm á sér, sló tU ljósmyndarans og eyðUagði myndavél mannsins. Málið fór fyrir dómstóla og hefur Woody verið fundinn sekur um líkamsárás og mun þurfa að greiða ljósmyndaranum drjúgar málsbætur. af annarri auglýsingunni. a\\t mil/í hiiDir,, Smðauglýsingar ÍT¥X^ 550 5000 Amold Schwarzenegger hyggnr á nýja landvinninga: Orðaður við forsetaframboð Amold Schwarzenegger hyggur á nýja landvinninga og það ekkert minna en forsetaembætti í heima- landinu Austurríki. Frá þessu var greint í New York Post á dögunum. Þrátt fyrir að Schwarzenegger hafi búið um árabU í Bandaríkjun- um, þar sem hann er giftur Maríu Shriver, systurdóttur Johns F. Kennedys heitins. „MögiUeikar Schwarzeneggers á að ná kjöri em miklir og mun meiri en að verða rikisstjóri í Kaliforníu," sagði austurriski stjómmálamaður- inn Hans Janitschek í viðtali við New York Post. Ríkisstjóraembætti í Bandaríkjunum stendur þó Schwarzenegger tæpast til boða þar sem hann er ekki fæddur í Banda- ríkjunum. Það þykir benda tU áhuga Schwarzeneggers á embætti í heimalandinu að hann hefúr heim- sótt Austurríki oft á undanfómum misserum og verið viðstaddur stórviðburði. Hann sat við hlið góðvinar sins, Kurts Waldheim, þegar Thomas KlestU tók við embætti forseta í annað sinn. Sjálfur hefur Schwarzenegger ekki vUjað tjá sig um málið við fjöl- miðla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.