Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 7 Fréttir Hörð viðbrögð Norðmanna við makrílveiðum: Makríllinn er í okkar lögsögu - segir Kristján Loftsson - góð veiði hjá Venusi Eins og fram hefur komið í DV hafa norskir útgerðarmenn brugðist ókvæða við makrílveiðum islendinga í Síldarsmugunni við Jan Mayen. Út- gerðarmenn ætla að krefjast þess að norsk stjómvöld mótmæli þessum veiðum við íslensk síjórnvöld. Frysti- togarinn Venus er nú við veiðar í Síldarsmugunni ásamt rússneskum togurum og hefur aflað þokkalega. Skipið fékk 30 tonna hal af makril í gærmorgun sem telst mjög gott. „Makríllihn er í okkar lögsögu. Við byrjuðum veiðar þar og fylgdum hon- um siðan inn í Síldarsmuguna. Það er því fráleitt hjá Norðmönnum að halda þvi fram að þetta sé þeirra fisk- ur,“ segir Kristján Loftsson, útgerðar- maður frystitogarans Venusar, sem nú er við makrílveiðar í Síldarsmug- unni. Veiðarnar em í óþökk Norð- manna sem halda þvi fram að enn eina ferðina séu íslendingar að stela frá þeim veiði. „Lögsaga okkar liggur að Síld- arsmugunni. Það er því allt annað mál með veiðar á þessum fiski en þorskin- um í Smugunni þar sem við eigum hvergi lögsögu að,“ segir Kristján. „Maður rennir blint í sjóinn með þetta. Út í hött DV fékk viðbrögð hjá Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra. „Það liggur í augum uppi að þetta er alþjóðlegt hafsvæði. Við teljum mikinn feng í þvi að íslensk skip skuli reyna fyrir sér á makrílveið- rnn á þessu svæði. Norðmenn hafa ekki borið fram nein formleg mót- mæli við okkur enda fengi það ekki staðist. Það er NEAFC, Norð- austur-Atlantshafs-fiskveiðinefnd- in, sem stjórnar veiðum á þessu svæði. Það hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir þar um kvóta- skiptingu á makríl. Umræður um það eru að byrja. Hörð viðbrögð Norðmanna eru því út I hött og við eigum ekki von á neinum aðgerð- um þeirra," segir Þor- steinn. Ráðuneyt- ið hvatti tii veiðanna Aðspurður um það af hverju mak- rílveiðar séu loks að heíj- ast nú segir hann að ráðu- neytið hafi hvatt islenska útgerðamenn til þess að reyna fyrir sér með makríl- og Þorsteinn Pálsson. Kristján Loftsson. kolmunna- veiðar, bæði innan og utan lögsög- unnar, á und- anfórnum árum. „En allt tekur þetta tíma og við erum fyrst og fremst ánægðir með að útgerðar- menn eru komnir af stað núna,“ segir Þor- steinn. -JP Egilsstaðir: Pappír end urunninn Erlingur Rögnvaldsson með fyrsta skammtinn í pappírshúsið. Húsfreyjan, Endurgerður Fernan, og aðstoðarfólk hennar horfir á. DV-mynd Sigrún Verkefni um heimajarðgerð á vegum Miðhéraðs hefur nú staðið í eitt ár. Þátttakendur voru 22 heimili á Egilsstöðum og í Fellabæ. Verkefn- ið gekk vel og ætla allir að halda áfram. í ljós kom að þessi 22 heim- ili minnkuðu lífrænan úrgang til urðunar um 2 tonn á þessu eina ári. Tekið hefur verið á móti pappír til endurvinnslu á Egilsstöðum en nú hefúr aðstaða til þess verið bætt og settur upp gámur á lóð kaupfé- lagsins fyrir pappírinn. Hann er síðan unninn í brettakubba á Ak- ureyri. Það var einmitt húsmóðir- in í pappírshúsinu, frú Endurgerð- ur Feman, sem opnaði húsið og skýrði hvaða pappír mætti setja í það til endurvinnslunnar. -SB NOTAÐIR BILAR tleau veröii 'erO 2.230 þús. AÐRIR BILAR Á STAÐNUM Hyundai Accent GLSi 1500 '97, 5 g„ 5 d., grænn, ek. 51 þús. km. Verð 970 þús. Bílaleigubíll, tilboð 760 þús. stgr. Opel Astra GL 1400 '97, 5 g„ 5 d„ rauður, ek. 21 þús. km. Verð 1.090 þús. Bflaleigubíll, tilboð 960 þús. stgr. Hyundai Accent GSi 1500 '97, 5 g„ 3 d„ rauður, ek. 31 þús. km. Verð 920 þús. Bflaleigubíll, tilboð 760 þús. stgr. Renault Clio RN 1200 '97,1200 5 g„ 5 d„ rauður, ek. 33 þús. km. Verð 990 þús. Bflaleigubíll, tilboð 870 þús. Subaru Legacy 2,2 2200 '91, ssk., 5 d„ silfurgrár, ek. 171 þús. km. Verð 850 þús. VW Jetta CL1600 '92,5 g.,-4 d„ rauður, ek. 83 þús. km. Verð 690 þús. Mazda 626 2,0 LX 2000 '88, 5 g„ 5 d„ hvítur, ek. 182 þús. km. Verð 290 þús. Toyota Carina II2000 '91, ssk„ 4 d„ Ijósblár, ek. 80 þús. km. Verð 890 þús. MMC L-300 4x4 2000 '90, 5 g„ 5 d„ hvítur, ek. 203 þús. km. Verð 620 þús. Mazda B-2600 4x4 2500 '89, 5 g„ 2 d„ rauður, ek. 126 þús. km. Verð 590 þús. Eigum einnig nokkra bíla á uppítökuverði til sýnis á planinu við Fjölbrauta- skólann Ármúla. Bílalán til allt að 60 mánaða Visa-/Euro-raðgreiðslur til allt að 36 mánaða. )&L notaðir bílar, Suðurlandsbraut 12. Sími 575 1200, beinn sími 575 1230. d)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.