Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 11 Fréttir Mönnum hyglað út og suð- ur og aðrir lagðir í einelti - segir Matthías Eiðsson hrossabóndi og gagnrýnir dómara kynbótahrossa og hrossaræktarráðunauta harðlega Matthías Eiðsson með eitt af hrossum sínum: „Ekki hægt að búa við þetta ástand lengur." W, Akuieyri: „Ég sé ekki hvernig í ósköpunum það á að vera hægt að starfa við hrossarækt hér á landi í dag við þau vinnubrögð sem viðhöfð eru meðal hrossciræktarráðunauta og þeirra sem sjá um að dæma kynbótahross. Það er auðvitað ansi hart að þurfa að gagnrýna þessa menn á þann hátt sem ég sé mig nauðbeygðan til að gera, en ég hef því miður ekki um neitt að velja. Nú sé ég ekki önn- ur ráð en höfða um leið til þeirra sem stunda hrossarækt og hvetja þá til að sýna samstöðu. Menn verða að setjast niður og tala saman og freista þess að breyta þessu ófremd- arástandi sem við búum við,“ segir Matthías Eiðsson, hrossabóndi á Möðrufelli í Eyjafjarðarsveit, en hann er vægast sagt óánægður með störf dómara kynbótahrossa, og sér í lagi störf Kristins Hugasonar sem hann segir ráða ferðinni nánast einn. „Ég vil beina því alveg sérstak- lega til þeirra sem fást við hrossa- rækt, og sér í lagi þeirra sem hafa af henni lífsafkomu, að þeir opni sig í umræðu um þessi mál. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá tengjast dómarnir yfir hrossun- um markaðsmálunum. Það sér það hver heilvita maður að hross sem er dæmt niður fyrir 7,50 og allt niður undir 6,0 fyrir byggingu og svipað fyrir hæfileika er engin söluvara. Það væri í sjálfu sér ekkert við því að segja ef hross væru dæmd þannig vegna þess að þau ættu ekki meira skilið en því miður þá eru það í mörgum tilfellum geðþóttaákvarð- anir þeirra sem dæma sem ráða ferðinni, og ég leyfí mér að fullyrða að mönnum er hreinlega mismun- að. Eiga ekki að rífa niður Ráðunautamir eiga að hjálpa okkur við að rækta hrossin en ekki rífa niður kerfisbuqdið það sem ein- staka menn hafa verið að gera. Þeg- ar Kristinn Hugason tók við starfi hrossaræktarráðunautar af Þorkel Bjarnasyni kom hann með inn það sem kallað er „teygn“ sem þýðir að hann teygir einkunnir upp og nið- ur. En því miður virðist sem Krist- inn hafi aðallega teygt skalann nið- ur en ekki upp. Fyrir um 20 árum, þegar ég byrj- aði að fást við hestamennsku af al- vöru, var viðburður ef maður sá hross með einkunn undir 7,5 fyrir byggingu en í dag er það mjög al- gengt að hross séu undir þeirri ein- kunn. Á sama tíma segja ráðunaut- arnir hvar sem er og hvenær sem er að hrossaræktinni hafi fleygt fram og hrossin séu miklu fallegri nú en þau voru áður. Ég get tekið undir það en einhverra hluta vegna njóta hrossin þess ekki öll fyrir dómi. Það er alltaf verið að tala um ættir eða eitthvað annað sérstakt og öllu slíku hrósað upp í hástert en hitt er miskunnarlaust dregið niður. Ég er margoft búinn að horfa upp á þetta. Ég hef t.d. horft á hross sem hefur fengið 6,5 fyrir tölt og ekki séð nokkurn mun á því og hrossi sem hefur fengið upp í 8,5. Töltið hefur jafnvel verið betra hjá hrossinu með lágu einkunnina," segir Matthías. Matthías hefúr langa reynslu af hrossarækt og meðhöndlun hrossa, og hefur „riðið í ættbók", eins og það er kallað, eitthvað á annað hundrað hrossum. Sjálfur segist hann ekki eiga mörg hross í ættbók enda hafi oftast staðið styr um hross hans og hann hafi jafnvel veigrað sér við að halda þeim fram. „Það hefur orðið mikið rifrildi um einstaka hross frá mér sem hafa komist í 1. verðlaun, rifrildið hefur þá ekki alltaf komið frá mér heldur frá mönnum sem hafa tekið upp hanskann fyrir mig.“ „Krummanef" og “holdugt höfuð“ Það er ekki annað að skilja á Matthíasi en að hann telji að kyn- bótadómar hrossa ráðist að miklu leyti af geðþóttaákvörðunum þeirra sem dæma og misræmið sé yfir- þyrmandi. Hann nefnir eitt dæmi í þvi sambandi en það er af graðhesti sínum, Óm frá Brún. Hann var sýndur 19. maí sl. á Akureyri og fékk þá aðaleinkunnina 7,39, og var þá Kristinn Hugason einn af dómur- unum. Ómur var svo sýndur á Mel- gerðismelum 24 dögum síðar og hækkaði þá i yfirlitssýningu í 7,83. Sem dæmi um einstaka rökstuðning í þessum dómum nefnir Matthías að í fyrri sýningunni hafi hesturinn fengið þá umsögn að hann væri með „krummanef* en þegar hann hafi hreyft andmælum við því í síðari sýningunni hafi umsögn um höfuð hestsins verið breytt þannig að hann væri með „holdugt höfuð". Einkunnin fyrir höfuð var sú sama í bæði skiptin, eða 7,0, en Matthías segir það skoðun fiölmargra að Ómur eigi skilið 7,5 eða 8,0 fyrir höf- uð. Matthías dregur nú fram bréf frá Bergi Pálssyni, formanni fagráðs fé- lags hrossabænda, frá í vor, um notkun eldri dóma þegar nýr dómur er upp kveðinn. í þeim reglum (regla 9) segir m.a. að rétt sé að eldri dómar séu ætíð hafðir við höndina er nýir dómar séu upp kveðnir. Þetta sé fyrst og fremst til þess að koma í veg fyrir óþarfa einkunna- sveiflur á stuttum tíma sem geti haft mikla efnahagslega þýðingu. í bréfinu segir Bergur það skoðun fagráðs að eldri dómum eigi ekki að breyta nema veigamikil rök liggi að baki. Tapaði 4-5 milljónum Matthías segist geta nefnt ótal dæmi um það að hross hafi fengið mjög mismunandi dóma fyrir ein- stök atriði með mjög skömmu milli- bili og hann segir að því miður spili ýmsir hlutir inn í einkunnagjöfina sem eigi ekki að koma henni neitt við. Hann segir það ekki sama hver ríði hrossi fyrir dóm og það sé ekki sama hver eigi þau. Þetta séu ekki ásakanir, heldur blákaldar stað- reyndir sem hægt sé að sanna með fiölda dæma. En er ekki stóra málið að hverjum finnist sinn „fugl fagur" og peningasjónarmið spili inn í þessar og viðlíka athugasemdir? „Að sjálfsögðu vilja menn halda stnum hrossum fram, annað væri óeðlilegt. Hvað varðar peningahlið- ina get ég auðvitað einnig svarað játandi og ég skal taka eitt dæmi. Hesturinn minn, Dósent, var í fyrra með 1. verðlaun 8,01, þá 4 vetra gamall. í dag er hann með 7,86 og þar af leiðandi ekki lengur með 1. verðlaun því 8 er viðmiðun fyrir 1. verðlaun. Ég tel að þarna hafi þeir sem dæmdu haft af mér 4-5 milljón- ir króna þvi ég gæti varla fengið meira fyrir hestinn í dag en 1—1,5 milljónir króna nema ég hitti á ein- hvern sem þorir að hlusta ekki á þetta dómakerfi. Ég tel að ég hefði getað fengið fyrir Dósent 6-7 millj- ónir króna ef hann hefði haldið sinni einkunn og ég tala nú ekki um ef hann hefði bætt við sig eins og tel að hann hafi átt inni.“ Hvers vegna lækkaði einkunn Dósents? „Já, hvers vegna lækkaði hann fyrir byggingu og af hverju lækkaði hann t.d. fyrir fegurð í reið? Stað- reyndin er sú að það dást allir að þessum hesti, hann er alltaf jafnfal- legur. Og hvers vegna fær hann ekki 9 fyrir vilja, jafnviljugur og hann er? Það er reyndar sama hvar á Dósent er litið, hann á að vera í mjög góðum 1. verðlaunum en ekki með einkunnina 7,86.“ Matthíasi er greinilega mikið niðri fyrir og hann fer ekki leynt með andúð sina á þeim vinnubrögð- um sem viðhöfð eru við dóma kyn- bótahrossa. Og hann skorar á alla þá sem fást við hrossarækt i dag að taka nú höndum saman. Hrossaræktendur sameinist „Ég legg til að hrossaræktendur sameinist og láti til sín taka. Menn eiga ekki að þola það að hross þeirra séu rifin niður að ástæðu- lausu og hvert það hross sem ekki fær mjög góðan byggingardóm fái um leið sjáffkrafa lélegan dóm fyrir hæfileika. Menn eiga einnig að sam- einast um að það verði tekið upp „kommukerfi" í dómum þannig að hross sem nær ekki 8 fyrir einhvern þátt fái ekki 7,5 heldur 7,8 eða þá einkunn sem það á skilið. Þá eiga ræktendur skilyrðislaust að hafa samband við fagráð sitt og ræða þessi mál. Umræðunni þarf að koma af stað og síðan taki við fundur allra aðila sem koma þessi mál við. Þetta ástand sem við búum við núna, þar sem geðþóttaákvarðanir eru allsráð- andi og mönnum er hyglað út og suður á meðan aðrir eru lagðir í einelti, það hreinlega gengur ekki,“ segir Matthías. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.