Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 9 Utlönd Rannsókn Kenneths Starrs tekur nýja stefnu: Clinton gert að koma fýrir kviðdóm Rannsókn Kenneths Starrs á meintu misferli Clintons Bandaríkja- forseta tók nýja stefnu í gær. Það er ljóst að Bill Clinton mun þurfa að mæta rannsóknarkviðdómi Starrs, að öllum líkindum ekki seinna en í þessari viku. Þá átti Monica Lewinsky fund með Kenneth Starr saksóknara í gær. Fundurinn, sem fór fram i New York, er sá fyrsti þeirra í millum síðan meint misferli Clintons komst í há- mæli og Kenneth Starr hóf rannsókn sína á ástarsambandi Monicu og Clintons. Lögmenn Monicu hafa lengi kraf- ist þess að hún hljóti friðhelgi og sleppi þannig við dóm komi hún fyr- ir rannsóknarkviðdóminn. Starr hef- ur ekki fallist á það og krafðist þess að hitta hana í eigin persónu áður en hann gæti tekið ákvörðun um slíkt. Samkvæmt heimiidum mun Monica fús að játa ástarsamband sitt við for- setann en hún hafnar því alfarið að forsetinn hafi beðið sig að fremja meinsæri og ljúga fyrir rétti. Hvað vitnaleiöslu forsetans varðar þá vinna lögmenn hans hörðum höndum að því að semja við Starr um með hvaða hætti vitnaleiðslunni verði háttað. Starr hefur krafist þess aö Clinton beri vitni nú í vikunni en lögmennimir reyna að fá því frestað fram á haust og bera við miklu ann- ríki forsetans. Starr hefur einnig gef- ið það í skyn að hann muni ekki fall- ast á að forsetinn geti vikið sér und- an ákveðnum spumingum þegar að vitnaleiðslunni kemur. Þá krefjast lögmennimir þess að Clinton fái að bera vitni í Hvíta hús- Monica Lewinsky átti einkafund meö Kenneth Starr í gær um hugsanlegan vitnisburð sinn. inu í stað dómshússins og er talið lík- legt að Stam fallist á þá málamiðlun en hins vegar ólíklegt að hann veiti umbeðinn frest fram á haust. Þetta verður í fyrsta sinn sem sitj- andi forseti þarf að koma fyrir rann- sóknarkviðdóm í Bandaríkjunum. Stjórnmálaskýrendur em sam- mála um að staða forsetans sé erfið en ýmsir em þó á þeirri skoðun að Clinton eigi góða möguleika á að fá stefnunni hnekkt. Þá urðu lögmenn Clintons fyrir enn einu áfallinu í gær þegar ljóst varð að lögmaður forsetans og einn nánasti samstarfsmaður, Bruce Lindsey, verður einnig að koma fyrir rannsóknarkviðdóminn. Lindsey hafði hafnað vitnaleiðslu á forsend- um trúnaðar sem ríkti á milli sín og forsetans. Reuter Poul Nyrup fékk gullmola á Grænlandi Poul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, fékk málmklump meö gulli i þegar hann heimsótti tilraunagullnámu í landi bæjarfélagsins Nanortalik á Suður-Grænlandi á sunnudag. Verið er að grafa 300 metra löng göng til að kanna hvort fýsilegt sé að vinna þar gull. Við það tækifæri sagði Poul Nyrup að það yrði gott fyrir Græn- land ef tækist hefja gullvinnslu. Rannsóknimar sem fram undan eru munu skera úr um hvort gull- vinnslan getur hafist árið 2000. Nú er þaö svart, maöur. Þaö fer ekkert á milli máia að þessi maður er meö kolakörfu á hausnum. Hann er frá Víetnam og hefur þaö aö atvinnu aö bera kol úr flutningapramma í borginni Haiphong. Stjórnarandstaðan í Kambódíu: Atkvæðin talin aftur Helsti stjómarandstöðuflokkur Kambódíu ætlar að hafna niðurstöð- um þingkosninganna sem fóm fram þar á sunnudag vegna gruns um kosningasvindl. „Við krefjumst þess að atkvæðin verði talin aftur i ákveðnum kjör- deildum," sagði talsmaður FUNCIN- PEC flokksins í viðtali við Reuters fréttastofuna. Talsmaður stjórnarflokksins, Þjóöarflokks Kambódíu, hafnaði ásökun stjómarandstæðinga. Hann sagði, þegar 90 prósent atkvæða höfðu verið talin, að flokkurinn fengi 65 til 67 af 122 þingsætum. Milljarðar í pottinum: Lottóæði vestanhafs Áhugamenn um happdrætti óku um langan veg og stóðu í margar klukkustundir í biðröðum eftir að geta keypt miða í happdrætti vestur í Ameríku. Til mikils er að vinna því búist er við að hátt í tuttugu milljarðar króna verði í pottinum þegar dregið verður á morgun. Eftirspurnin eftir happdrættis- miðunum var einkum mikfl í Conn- ecticut þangað sem íbúar nærliggj- andi ríkja flykktust í stómm stíl. Lögreglan þurfti að koma upp veg- artálmum í nokkmm bæjum ríkis- ins til að stjórna umferð hinna happdrættisóðu. Löggan á hælum morðingja Lögreglan í Holsterbro í Dan- mörku fékk í gærkvöld nýjar upp- lýsingar um morðið á 34 ára gam- alli konu, Birgitte Flyvholm, sem fannst látin á sunnudag. Þrír menn sem lögreglan ræddi viö hafa bent á mann sem hin myrta sást með snemma á sunnudags- morgun. Smelltu þér inn á vísir.is, svaraðu nokkrum laufléttum spurningum og þú gætir unnið miða á sérstaka forsýningu kvikmyndarinnar Slidlng Doors næstkomandi fimmtudag kl. 19.00 í Laugarásbíói. www.visir.is Jeep Cherokee Laredo '91, dökkgrænn, toppeintak, ratdr. rúður, samlæs., altelgur, þjQnustubók, ek. 101 þus. km, Verð 1.550.000. Plymouth Voyager SE V-6 3300 vel, dökkgrænsans., '97, með öllu, ABS, 7 sæta bíll, rafdr. rúður, ssk., ek. 7 þús. km. Verð 3.130.000. Opel Omega GL Caravan 2000 i 16V '95, dökkgrænsans., skfðab., ABS, rafdr. rúður, læst drif, hiti í sætum, rafdr. í sætum, ek. 51 þús. km. Verð 1.990.000. M. Benz 190 dtsil '92, dökkgrænsans., toppl., ABS, rafdr. rúður, álfelgur o.fl. Einn með öllu. Ek 139 þús. km.Verð 1.950.000. Funahófða 1 Sími 587-7777 Fax 587-3433 Erum i sumarskapi - mikil sala og bráðvantar bíla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.