Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 28. JULI 1998 Fréttir Rísa Eiðar úr öskustó? Eiðastaður má nú muna fífll sinn fegri. Formlegu skólahaldi þar er lokið eftir nær 120 ár. Fyrst var þar bændaskóli en frá 1918 starfaði þar Alþýðuskólinn. Tvo síðustu vetur var þar kennsla á vegum Mennta- skólans á Egilsstöðum sem nú hefur verið hætt. Því eru uppi vangavelt- ur um hvað verði um þetta mennta- setur Austurlands. Staðan er nú þannig að ríkið vill selja og hefur boðið sveitarstjórn Austur-Héraðs að gera tilboð í Eiða- stað. Að sögn Björns Hafþórs Guð- mundssonar bæjarstjóra hefur verið skipuð nefnd til að fjalla um málið. En Austfírðingum er ekki sama hvað verður um Eiða. Fjölmargar tillögur hafa komið fram um starf- semi þar. Má þar nefna hvers konar námskeiðahald, verkmenntaskóla á háskólastigi, alþjóðlegan flugskóla og fleira. í vor voru stofnuð samtök Eiðavina sem hyggjast stuðla að því að á Eiðum verði áfram menningar- leg starfsemi. Formaður Eiðavina er Vilhjálm- ur Einarsson, fyrrverandi skóla- meistari. Hann sagði að mikill hug- ur væri í félagsmönnum að stuðla að því að á Eiðum yrði í framtíðinni almenn námskeiða- og menntunar- miðstöð og m.a. væri nú á þeirra vegum verið að kanna hve mikill áhugi sé á því að nota aðstöðu á Eið- um, ef til væri, til hvers kyns endur- menntunar og dvalar. Vilhjálmur sagði félagsmenn í samtökunum vel á þriðja hundrað og alltaf væri að bætast við. Nýir félagsmenn gætu haft sam- band við Kristján Gissurarson á Eiðum. S.B. Á Eiðum er húsakostur góður enda starfaði þar lengi skóli með yfir 100 nemendum. DV-mynd Sigrún. Akureyrarbær: Deildarstjóri ráðinn án auglýsingar DVi Akureyri: Bæjarráð Akureyrar hefur sam- þykkt ráðningu Þórgnýs Dýrfjörðs í stöðu deildarstjóra búsetu- og öldr- unardeildar frá 1. ágúst en núver- andi deildarstjóri hefur verið ráð- inn í stöðu skólastjóra Brekkuskóla. Bæjarráð komst að þeirri niður- stöðu eftir mat að tilefni hefði verið til tilfærslu á starfsmanni bæjarins í starfíð og því hefði þótt rétt að ráða Þórgný til starfsins en hann hefur verið starfsmaður fram- kvæmdanefndar um reynslusveitar- félagsverkefni. Við þá ákvörðun hefði m.a. verið tekið tillit til þess að stór hluti af þeim verkefnum sem undir deildina heyra hefðu flust frá ríkinu til bæjarins og hefðu því fall- ið undir verksvið starfsmanns nefndarinnar. Bæjarráð heimilaði því bæjarstjóra að ganga frá til- færslu Þórgnýs, að höfðu samráði við formann félagsmálaráðs, enda sé um tímabundna ráðningu að ræða. Oddur Helgi Halldórsson bæjar- ráðsmaður tók ekki þátt í afgreiðslu málsins í bæjarráði og lagði fram eftirfarandi bókun: „Ég er þeirrar skoðunar að auglýsa eigi til um- sóknar þær stjómunarstöður sem lausar eru hjá Akureyrarbæ og sit því hjá við afgreiðslu málsins.“ -gk Bæjarstjóri Snæfellsbæjar ánægður með fjölgun: Úthverfi nálægt Reykjavík - eftir að Hvalfjarðargöngin voru opnuð DV, Vasturlandi: Sveitarstjórinn í Grundarfírði, Björg Ágústsdóttir, og bæjarstjór- inn i Snæféllsbæ, Kristinn Jónas- son, geta glaðst þessa dagana því að íbúum þar hefur fjölgað mest á Vesturlandi, enda þótt fólki hafi fækkað á Vesturlandi um 35 fyrstu sex mánuöi ársins. Eyrsveitungum fjölgaði um 15 fyrstu sex mánuði ársins og fjölgar þar mest á Vestur- landi. Þar á eftir kemur Snæfells- bær með fjölgun um 11 manns. Fækkunin er mest í Dalabyggð, eða 20 manns, þar á eftir kemur Stykk- ishólmur, þar fækkar íbúum um 12, og á Akranesi fækkar um 8 og virðist sem sú fækkun fari öll í Skilmannahrepp því þar fjölgar um sömu tölu. Athyglisvert er að íbú- um fækkar um 8 á Akranesi en þar hefur verið mikið umleikis, meðal annars framkvæmdir við Hval- fjarðargöng og álver Norðuráls hef- ur tekið til starfa. „Ástæður þess að fjölgun verður hér í Snæfellsbæ eru meðal annars þær að bátum hefur fjölgað á svæð- inu og fólk sem hefur farið er að koma til baka þar sem það hefur trú á að gott atvinnuástand muni halda áfram. Auk þess má segja að bæjarfélagið sé i dag orðið úthverfi nálægt Reykjavík eftir að Hval- fjarðargöngin opnuðust. Til fróð- leiks má geta þess að allar félags- legar íbúðir sem Snæfellsbær á í dag eru komnar í leigu og eru þær tæplega 40,“ sagði Kristinn Jónas- son, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, við DV. -DVÓ Nýr varnargarður hlaðinn undir stjórn Hafsteins Hafliðasonar við höfnina i Ólafsvík. DV-mynd Jón Eggertsson Ólafsvík: Nýr varnargarður og höfnln dýpkuð DV, SnæfeUsbæ: Miklar hafnarframkvæmdir standa nú yfir í Ólafsvík. Verið er að dýpka höfhina og hlaða nýjan varnargarð þar sem síðan verður sett niður flotbryggja með viðlegu- plássi fyrir allt að 35 smábáta. Það er ekki vanþörf á þessum framkvæmdum því að stöðugt bæt- ist í bátaflotann í Ólafsvíkurhöfn og mikil bjartsýni er ríkjandi i útgerð- armálum. í síðustu viku komu þrír nýir bát- ar til Ólafsvíkur. Ingibjörg SH174 var áður Egill BA 468. Báturinn er 36 brúttólestir að stærð. Annar bát- ur, sem bættist við, er Egill Hall- dórsson SH 2. Sá er 62 brúttólestir að stærð og hét áður Þorsteinn SH145 og sá þriðji er Bjöm Krist- jánsson sem áður hét Njörður KE 208 og er hann 17 brúttólestir. -DVÓ Ölafsvík séð úr lofti. Snæfellsbær: Hafnir lagfærðar á fjórum stöðum DV, Vesturlandi: Miklar hafnarframkvæmdir standa yfir þessa dagana eða er lokið í höfnum í Snæfellsbæ. Það eru hafnimar á Amarstapa, Hellnum, Rifi og Ólafsvik. Viö Rifs- höfn er verið að vinna við trébryggju og til stendur að styrkja hluta grjót- garðs við höfnina þar. Við Ólafsvíkurhöfn er fyrirhugað að koma fyrir flotbryggju sem verður um 60 metrar á lengd og mun aðstaða smábátaeigenda batna til muna með tilkomu hennar. Þá lauk fyrir skömmu dýpkunarframkvæmdum við Arnarstapahöfn. Framkvæmdirn- ar tóku þijá daga og var um 900 rúmmetrum mokað upp úr höfninni. Mikið berst af sandi inn í höfnina og er nauðsynlegt að dýpka hana á hveiju ári. Þá vora fyrir skömmu hreinsuð gömul steinbrot upp úr lendingunni á Hellnum. Um var að ræða hluta úr gömlu bryggjunni sem brotnaði í óveðri fyrir nokkrum árum. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.