Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1998, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 13 Endalok krókaveiða frá Vestfjörðum Hin alvitra stjórnun sjávarútvegsráðuneytis- ins á þorskveiðum er nú sjáanlega að ganga endanlega af öllum byggðum á Vestfjörðum dauðum. Þetta gerist strax á næsta ári og þvi er núverandi fiskveiði- ár hið síðasta sam- kvæmt lögum, settum að ósk þessa ráðuneyt- is. Þeir mega ekki vera að sinna svona smámál- um því að þeir eru að kynna víða um heim ágæti kvótakerfisins fyrir stórútgerðirnar, með vinnslu um borð, en gleyma vísvitandi ranglætinu sem þessu fylgir. Samfellt moðsuöutímabil í næstum 30 ár, eða síðan bræð- urnir Bjarni og Pétur Benedikts- synir hurfu af sviðinu um 1970, hef- ir verið samfellt moðsuðutímabil hér, bæði í stjórnmálum og banka- og lánamálum, og hefir Framsókn notað sér þetta ástand til að stunda stórfiskaleik sinn, sem frægastur hefir orðið í Landsbankanum. Þetta ástand verður að hætta. Það er ekki hægt að viðurkenna „miðjuflokk" sem heflr enga stefnu aðra en að maka krókinn fyrir fylg- ismenn sína og beitir til þess öllum ráðum en er engum trúr. Hámarksþorskveiði krókabáta á þessu fiskveiðiári er nú 13,9% af leyfðum heildarafla, eða 30.302 lestir (reglug. 417/1997). Leyfðir eru 26 sóknardagar krókabáta á hand- færum en 20 sókn- ardagar á handfær- um og línu (reglug. '536/1997). Vegna mikils afla á þessu ári ber lögum sam- kvæmt að skera þessa sóknardaga niður í um 7-10 sóknardaga á næsta fiskveiðiári og geta allir séð að ekki er unnt að gera út krókabáta fyrir svo litla sókn. Þannig verður hinn mikli afli nú, sem þakka má banni Hafró undanfarin ár við togveiðum á uppeldisstöðvum þorsksins, til að skera verður niður aflann á næsta ári. Þetta mun nú flestum sýnast öfugmæli en þannig er stjómsýsl- an á íslandi í dag. Hversu stór skattur? Á Vestflörðum eru nú um 210 krókabátar á þessu fiskveiðiári. Þar af eru um 50-60 aðkomubátar en aukning á heimabátum á ár- inu er um 50 bát- ar. Flestir eru þeir á Patreks- firði, um 60, Suð- ureyri, um 50, og í Bolungarvík, um 45. Kvótakerfi sjávarútvegs- ráðuneytisins hefir nú hirt mest af kvótum Vest- flrðinga og framselt það til spek- úlanta utan svæðisins og verða Vestfirðingar með báta á aflamarki að kaupa sér kvóta á kvótamörkuð- um. Þetta er auðvitað beinn skatt- ur á þessa útgerð og þannig enn einn bjarnargreiði sjávarútvegs- ráðuneytisins við Vestflrðinga. Enginn veit hversu stór þessi skatt- ur er samtals. Sveitarstjórnirnar í Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstj. Olís „Stjórnun þorskveiða á land- grunninu ætti að vera í höndum Hafró en LÍÚ gæti stjórnað tog- veiðum á þorski utan 50 mílna markanna. “ „Aldrei í manna minnum hefir verið jafnmikill þorskur í sjónum um allt land og nú á þessu ári,“ segir Önundur í grein sinni. ísaflarðarbæ og Vesturbyggð láta eins og þeim komi þessi mál ekkert við. Þær hefðu fyrir löngu átt að lýsa yflr friðlýstu sameiginlegu svæði fyrir krókaveiðar landróðr- arbáta út að 50 mílum úti fyrir öll- um Vestflörðum. Aldrei í manna minnum hefir verið jafnmikill þorskur í sjónum um allt land og nú á þessu ári. Vegna verðlags á þorski koma bát- ar ekki að landi með smærri fisk en 9-10 kíló. Menn eru ekki að eyða dýrkeyptum kvótum á rusl- fisk sem skilar allt of litlu verði. Þetta er í lagi hjá krókabátum sem geta sleppt smáflskinum lifandi en verra hjá þeim sem nota veiðar- færi sem drepa allan flsk og fleygja smáfiskinum siðan dauð- um fyrir borð. Núverandi kvótakerfi er full- reynt. Það heflr drepið niður flöld- ann af sjávarþorpum landsins og heldur áfram. Þorskveiðar á land- grunninu, út að 50 mílum, eiga að ganga til vinnslu í landi og við- halda eðlilegri þróun þessara byggða. Reynslan frá Vestflörðum vísar veginn, þar sem vinnslu- stöðvar í landi hafa varla haft und- an veiðum krókabátanna á þessu ári. Það þarf enga kvóta á króka- veiðar og þannig geta menn losnað undan hinni fáránlegu umræðu um veiðigjald sem enginn skilur eða veit hvernig á að framkvæma. Stjórnun þorskveiða á landgrunn- inu ætti að vera í höndum Hafró en LÍÚ gæti stjórnað togveiðum á þorski utan 50 mílna markanna. Önundur Ásgeirsson Foreldrar og verslunarmannahelgin Þegar verslunarmannahelgin nálgast fyllast margir foreldrar kvíða og ótta - kvíða fyrir tog- streitunni sem myndast á milli foreldra og barns um það hvort barnið megi fara eða ekki og ótta um það sem getur hent bamið á útisamkomum sem þessum. Þetta vekur mann til umhugs- unar um það eftir hverju börnin okkar eru að sækjast þegar þau byrja að flkta við að neyta áfengis eða vímuefna og af hverju þau gera það. Að falla í hópinn Þeir fullorðnu, hvort sem það eru foreldrar eða aðrir sem fóru á útihátíðir um verslunarmanna- helgi þegar þeir vora unglingar og „duttu í það“, eins og kallað er, vita vel að aðalorsökin fyrir því var hópþrýstingurinn og forvitn- in. Menn vildu vera eins og hinir og falla vel inn í hópinn, þrátt fyr- ir að mörgum, ef ekki öllum, hafi þótt þetta vont og verið hræddir og ekki viljað þetta innst inni, vit- andi það að þeir voru að gera rangt. Flestallir, ef ekki allir, höfðu annaðhvort kynnst alkóhól- isma af eigin raun eða orðið vitni að honum og þess vegna séð hvemig þessi neysla gat dregið menn til geðveiki eða dauða. Margir höfðu ef til vill orðið vitni að eða tekið þátt í að leggja börn alkóhólista i einelti eða stríða þeim á foreldrum þeirra eða öðrum ættingum. Eftir þessar hugleiðingar fer maður svo aftur að spyrja sig: Er ekki áfengis- og vímuefnalausa víman besta víman? Með öðrum orðum: Er ekki best að vera hreinn, vera án allra þessara eit- urefna í líkamanum, í ljósi þess hve vel við erum farin að hugsa um líkama okkar og spá í hvað við látum ofan í hann. Hvernig fyrirmyndir? Hvernig fyrirmyndir eram við? Hvaða skilaboð erum við að gefa? Eftir hverju erum við að sækjast þegar við eram að fá okkur rauðvínsglas eða bjór með matn- um um helgar og af hverju gerum við það? Eru ef til vill sumir hinna fullorðnu enn í þeim sporum að vilja falla í hópinn gegn eigin vilja? Hvers vegna þorum við ekki að segja nei við barnið okkar sem er undh- lögaldri? Og það þegar við vitum að smáfikt getur end- að með varanlegum skaða, geðveiki eða dauða. Þar eru engin landamæri. - Börn- unum okkar þykir það oftar en ekki vera himnasending þegar við segjum nei þótt þau sýni annað, þau vilja mörk, svo og skýr og einföld skilaboð. Lítil dæmisaga varðandi það. - Það var árið 1973, um vet- ur, ég var 15 ára. Ég og vinkona mín bjuggum með fóður mínum í borginni. Það var í miðri viku að sameiginleg vin- kona okkar utan af landi kom í bæinn og langaði til að skemmta sér. Þær vora báðar ári eldri en ég og vildu ólmar fara í Þórskaffi sem var vínveitingastaður. Ég var fremur barnaleg útlits en þær fremur fullorðinslegar svo að þær útveguðu skilríki handa mér. Ég var treg til, vildi þetta alls ekki en lét tilleiðast. Pabbi var ekki heima og ég vissi að hann yrði æfur kæmist hann að þessu. Samviska mín lét mig ekki í friði. Og eftir á að hyggja held ég að ég hafl hrein- lega verið að kalla á hjálp því ég skildi eftir skilaboð til gamla mannsins og sagði honum hvert við hefðum farið. Síð- an fórum við stöllur, málaðar og uppábún- ar. Mér leið illa allan tímann, enda engin á okkar aldri þarna inni. En skyndilega, og án nokkurs fyrir- vara, stóð pahbi allt i einu í öllu sínu veldi úti á miðju gólfinu og dró okkur tvær út af skemmtistaðnum. Hann fór með okkur til dyravarðanna og sagði: Þetta eru þær og þær era undir lög- aldri. Fleiri voru þau orð ekki en mikið var ég fegin og honum þakklát þótt ég sýndi honum ekkert nema reiði og fúllyndi nokkra daga á eft- ir. Skiljanlega var vinkona mín reið út í hann og gat ekki fyrirgef- ið honum í mörg ár, en ég held að hún sé búin að gera það nú og hafi í rauninni líka verið fegin eins og ég. Kæru foreldrar. Hjálpum börn- unum okkar að skilja að nei-ið okkar þýðir að við elskum þau af öllu hjarta og viljum vernda þau. - Tölum saman og skemmtum okk- ur með börnunum okkar um versl- unarmannahelgina. Þórunn Bergsdóttir „Börnunum okkar þykir það oftar en ekki vera himnasending þegar við segjum nei þótt þau sýni ann- að, þau vilja mörk, svo og skýr og einföld skilaboð. Kjallarinn Þórunn Bergsdóttir sjúkraliöi, starfar meö foreldrahópi Vímulausr- ar æsku Með og á móti Er eölilegt að sparisjóöirnir eignist Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins (FBA)? Hafa alla burði „Já, það er auðvitað til skoðtmar að sparisjóðirnir kaupi bankann. Sparisjóðirnir hafa sýnt það og sannað und- anfarin 10-12 ár að þrátt fyrir þrengingar í efnahagslifinu þar til sl. tvö ár hafl þeir vaxið og dafnað. Eigin- flárstaða sparisjóðanna er sterk og þeir hafa því alla tilburði til þess að kaupa FBA h/f. Með kaup spari- sjóðanna á bankanum yrði tryggt að sparisjóðirnir verði áfram öfl- ugir á flármagnsmarkaðnum. Einstaka keppinautar hafa verið að hnýta í eignarform sparisjóð- anna. Það var þó ekki ómerkari maður en Jón Sigurðsson íorseti sem fyrstur manna kom fram raeð hugmyndina um sparisjóði í Nýj- um félagsrihim árið 1850. Árið 1873 var elsti núverandi sparisjóðurinn stofnaður. Eignarform sparisjóð- anna hefur verið þannig háttað frá upphafl að þeir eru sjálfseignar- stofnanir. Þetta fyrirkomulag og skipulag sparisjóðanna hefur reynst vel í áranna rás, staða þeirra i dag staðfestir það. Á bak við sparisjóðina á hverjum stað hafa verið dugmiklir einstakling- ar. Með starfsemi sparisjóðanna víðs vegar um land hafa sparisjóð- irnir stutt og eflt sínar heima- byggðir. Sparisjóðirnir hafa til þessa aðlagað sig að aðstæðum hverju sinni og svo mun áfram verða í framtíðinni. Hugmyndir sparisjóðanna í umræðum um upp- stokkun á flármagnsmarkað eru meðal annars þær að sparisjóðirn- ir kaupi FBA h/f.“ Þór Gunnarsson, formaöur Sam- bands íslenskra sparisjóöa. Eignarhald ómarkvisst „Ég er á móti því að spari- sjóðimir kaupi Fjárfestingar- banka atvinnu- lífsins, aðallega af þeirri ástæðu að þeir eru mjög margir og _____________ dreifðir. Stjórn- pétur Bióndai ai- unin á bankan- Þingismaður. um verður þá væntanlega nokkuð ómarkviss þar sem sparisjóðirnir eru ekki ein heild. Annað atriði sem gerir það að verkum að ég er á móti kaupum sparisjóðanna á FBA er aö eignar- haldiö á sparisjóðunum er ákaflega óljóst. Þetta eru sjálfseignarstofn- anir sem enginn á. Ég tel almennt séð að það sé betra að einstakling- ar og fyrirtæki þeirra eigi frekar eignir heldur en að enginn eigi eignirnar. Það hefur sýnt sig að krafa um arðsemi er strangari og það er meira aðhalds gætt hjá einkaaðilum. Það á við það sama um sjálfseignarstofnanir eins og opinber fyrirtæki að það er alltaf töluverð hætta á misnotkun á fé og að ekki séu gerðar sömu arðsemis- kröfur og hjá einkafyrirtækjum. Þá skal geta þess að sparisjóð- irnir eiga ekki kost á því að auka eigið fé sitt. Þeir geta ekki selt hlutafé. Þeir geta einungis aukið eigið fé með hagnaði. Ef þeir skyldu ekki skila hagnaði eða ekki geta aukið hann nægilega mikið, þá er þeir ekki í stöðu í að útvega flármagn sem þarf hugsanlega að renna til Fjárfestingarbankans í framtíðinni. Þeir eru þar af leið- andi ekki sá sterki bakhjarl sem þessi banki þarf.“ -JP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.