Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1998, Blaðsíða 56
iFRÉTTASKOTIÐ ' SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 FB-ball á Hótel Islandi: Piparúða spraut- að yfir gesti Alvarlegur atburður átti sér stað á dansleik sem Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hélt á Hótel íslandi í fyrra- kvöld. Einhver eða einhverjir lítt hugs- andi tóku sig til og sprautuðu svoköll- uðum „mase-úða“ eða piparúða yfir sviðið og dansgólfið. Verkanir þessa úða eru ekki ósvipaðar og áhrif táragass. Flytja varð einn gesta á slysadeild en hann hafði feng- ið úðann upp í sig. Aðrir kenndu sviða í augum, nefi og hálsi. Páil Óskar Hjálmtýsson og Casino voru uppi á sviði að spila þegar úðan- um var sprautað yfir þá. „Þeir sem lentu verst í þessu vor- um við í hljómsveitinni og krakkar sem voru fremst á gólfrnu," sagði Páll Óskar við DV í gær.“ Húsinu var lok- að og leitað að sökudólgnum. Ekki tókst að hafa upp á þeim. -JSS Líkamsárás í miðborginni: I lífshættu 25 ára maður liggur lífshættulega slasaður á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri líkamsárás í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt. Eins og DV greindi frá í gær var ráðist á manninn þar sem hann var á gangi við Ingólfstorg um tvöleytið um nóttina. Árásarmennimir voru tveir. Þeir börðu manninn og spörk- uðu í höfuð honum þar sem hann lá í götunni. Svo virðist sem árásin hafi verið að tilefnislausu. Maðurinn hlaut mikla og alvarlega áverka á höfði. Lögregla handtók í gær tvo unga menn sem grunaðir eru um árásina. Þeir gistu fangageymslur í nótt og er reiknað með að þeir verði úrskurðað- ir í gæsluvarðhald í dag. -RR mmerkIleg^erkIveuT brother PT-220 ný véi fslenskir stafir Taska fylgir 8 leturgeröir, 6 stæröir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 jHÍ Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport 'ffátindur ánægjunnar SLEPPUR PA STEINEP ÚR STEININUM? Lögreglustjóri kemur aftur: Ekki neinir samningar Böðvar Bragason tekur aftur við sem lögreglustjóri í Reykjavík 15. nóv- ember nk. eins og DV greindi frá í gær. DV spurði Þorstein Geirsson, ráðuneyt- isstjóra í dómsmála- ráðuneytinu, hvort Böðvar væri ráðinn tímabundið sam- kvæmt samningi eða Eskimó módels hafa gert þaö gott að undanförnu og hyggja meðal annars á landvinninga í Síberíu þar sem þær opna útibú. í gær héldu þær mikið hóf í tilefni af opnun heimasíðu á Netinu. Sigrún Arnardóttir fyrirsæta klæddist þar fatnaöi sem er í samræmi við nafn fyrirtækisins. DV-mynd Hilmar Pór væri kominn til að B°ðvar vera. „Mér vitanlega Bra9ason- er málið einfaldlega það að Böðvar Bragason kemur aftur þegar veikinda- leyfi hans lýkur 15. nóvember. Það hafa ekki verið ræddir neinir samn- ingar í þessu sambandi," segir Þor- steinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, aðspurður um málið. Böðvar fékk áminningu frá ráðherra í vor eftir að opinberum rannsóknum á hendur embættinu lauk fyrr á árinu. Annars vegar var um að ræða samskipti lögreglumanna við Franklín Steiner, dæmdan flkni- efnasala, og hins vegar hvarf á um íjórum kílóum af fíkniefnum úr vörslu lögreglunnar. -RR Kona slasaðist alvarlega þegar hún féll af hestbaki í Hrunamannahreppi: Gekk hálsbrotin ofan af fjalli - með brotinn hryggjarlið og leið óbærilegar kvalir „Ég var að smala hrossum þarna og brattinn var mikill, Ég datt klaufa- lega af hestinum og niður brekkuna þannig að fallið var ansi hátt. Ég fann lítinn sársauka fyrst í stað en gat varla staðið hann af mér því mér fannst ég vera Öll úr sambandi. Loks komst ég þó á fætur. Ég ætlaði fyrst að bíða eftir fólki sem var með mér að smala. Eftir nokkra stund leiddist mér þófið og ég ákvað að koma mér sjálf til skila. Ég gekk hálftíma niður af fjallinu og þá mætti ég bóndanum sem var með mér að smala. Hann hjálpaöi mér heim á bæinn. Þá var ég farin að finna fyrir verkjum í likam- anum,“ segir kona á þrítugsaldri sem sýndi fádæma þrek þegar hún gekk hálsbrotin í um hálftíma ofan af fjalli eftir slys í Hrunamannahreppi. Hún hálsbrotnaði við að falla af hestbaki, auk þess sem hryggjarliður brotnaði. Henni tókst þó að komast niður af fjallinu og láta vita af sér. Stutt er síðan þetta gerðist. Hálfótrúlegt „Kvalimar jukust og loks voru þær orðnar óbærilegar. Þá ákvað ég að fara til læknis. Hann skoðaði mig en fann ekkert að mér. Hann vildi samt að ég færi í frekari rannsókn. Ég fór í röntgerunyndatöku á Land- spítalanum og þá kom loks í ljós að ég var hálsbrotin og auk þess var hryggjarliður neðarlega brotinn. Ég er á góðum batavegi núna. Læknam- ir segja að það taki þrjá mánuði að jafna sig á þessu. Eftir á er hálfótrú- legt að hafa gengið alla þessa leið svona á sig komin. Ef ég hefði vitað að ég var hálsbrotin hefði ég auðvit- að aldrei verið svo vitlaus að gera það. Þá hefði ég auðvitað beðið eftir aöstoð," segir konan. -RR Síld við Noreg: Góð veiði ís- lenskra skipa DV Eskifirðí: „Við vorum að dæla 650 tonn- um,“ sagði ísak Valdimarsson, skipstjóri á Guðrúnu Þorkels- dóttur, í samtali við DV þar sem skipið var statt ásamt hinum ís- lensku síldarskipunum norðan við 70° n.br. undan vesturströnd Noregs. Örn KE var búinn að fá 1000 tonn og enn fremur hafði Odd- eyrin fengið eitthvað. 8 íslensk skip fengu leyfi til veiðanna í norsku efnahagslögsögunni og vom þau dregin út í potti. ís- lensku skipin eru þarna á mið- unum ásamt 2 færeyskum skip- um. Að sögn ísaks er sOdin stór og feit og hið ágætasta hráefhi. Veður er gott og spáin sömu- leiðis en um 800 sjómílna sigling, eða um 3 sólarhringar, heim til Eskifjarðar. -Regína Veðrið á morgun: Þurrt norðanlands Veðrið á mánudag: Næturfrost Á morgun verður austlæg átt á landinu, gola eða kaldi. Norðanlands verður að mestu þurrt en víða dálítil rigning í öðrum landshlutum. Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig. Á mánudaginn er útlit fyrir norðaustangolu eða kalda. Rigning verð- ur við suðausturströndina en bjart veður vestan til. Hiti verður á bOinu 3 tO 9 stig að deginum, mildast suðvestanlands. Líklega verður nætur- frost inn tO landsins. Veðrið í dag er á bls. 57. i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.