Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Page 6
6 átlönd LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 • stuttar fréttir Frakkar svartsýnir Frakkar telja að horfurnar í | efnahagsmálum þjóöarinnar fari ! versnandi og óttast að ekki muni i draga úr atvinnuleysi, segir í i nýrri skoðanakönnun. I Faðernismáli vísað frá Franskur dómstóll hefur vísað frá máli ungrar konu sem í níu ár hefur reynt að fá það viður- kennt að leik- arinn og söngv- arinn sálugi Yves Montand sé faðir henn- ar. Erfðaefnis- rannsóknir sem gerðar voru á líki Montands sýna að hann er ekki faðir kon- unnar. Samið um afiakvóta Sjávarútvegsráðherrar Evr- ópusambandsins hafa komið sér saman um fiskveiðikvóta næsta árs. Kvótarnir eru mun minni en áður vegna minnkandi fisk- stofna. Blendnar tilfinningar Dönsku dagblöðin taka nýju kvikmyndinni um hallærisbóf- ana í Ólsengenginu meö blendn- um tilfmningum. Sum hrósa en önnur gagnrýna hart. Skrautbombur finnast Lögreglan í Valby í Danmörku hefur lagt hald á 44 skrautbomb- ur. Þrír menn hafa verið hand- teknir í tengslum við málið. Páfi með flensu Jóhannes Páll páfi var með flensu í gær og þurfti að aflýsa opinberum embættisverkum. ilmur í metróinn Forráöamenn í samgöngumál- um í Frakklandi ætia að gera far- þegum jarðlestakerfisins í París lífið bærilegra með því að dreifa sérhönnuðu nýju ilmefni um stöðvamar. Alla jafna er fnykur mikill á stöðvunum. Drottningin hannar Margrét Þórhildur Danadrottn- ing hefur hannað nýja kápu sem a biskupinn í Ár- ósum, Kjeld Holm, mun klæðast á að- ventunni á -næsta ári. Bisk- up lýsir ánægju sinni með nýju kápuna í við- tali við Jótlandspóstinn, segir hana mjög fallega. Drottning tek- ur þátt i guðsþjónustunni í dóm- kirkju Árósa á jóladag í ár. Hugað að umhverfinu Umhverfisráöherrar Evrópu- 1 sambandsins hittast i Brussel um helgina til að ræða nýjar leiöir til i að draga úr loftmengim, hvernig i losna eigi viö gömul bílhræ og | erðabreytt matvæli. Gengi dollars ekki verið lægra í 6 vikur í Evrópu Gengi Bandaríkjadoflars var orð- ið stöðugt á evrópskum fjármála- mörkuðum síðdegis í gær. Áður hafði gengi þess falliö svo gagnvart þýsku marki og japönsku jeni að það hafði ekki veriö lægra í 6 vikur. Dollarinn styrkist allajafna þegar ólga er I heimsmálunum. Aö þessu sinni vógu áhyggjur manna af fram- tíð Bills Clintons Bandaríkjaforseta þó þyngra en ástandið í írak. Þá hafði það neikvæö áhrif á gengi dollarsins aö suður-kóreski herinn sökkti kafbáti M Norður- Kóreu i skotbardaga, Loftárása Bandaríkjamanna og Breta á írak sá þó ekki stað á hluta- bréfamörkuðunum, jafnvel þótt bandariskir embættismenn hefðu gefið til kynna að þær myndu halda áfram næstu daga. Og verö á oliu hélt áfram að lækka. Saddam Hussein vígreifur viö upphaf 3. árásahrinu: Gefst ekki upp fyrir útsendurum satans Loftvarnaflautur gullu þegar skyggja tók i Bagdad, höfuðborg íraks, í gær eftir að Bandaríkja- menn höfðu gefið viðvörun um að þriðja árásahrina þeirra væri yfir- vofandi. Saddam Hussein íraksforseti hafði skömmu áður flutt sjónvarps- ávarp þar sem hann var vígreifur og sagði að írakar myndu ekkert gefa eftir, þrátt fyrir loftárásirnar. Þá hvatti hann arabaþjóðir til að snúast til vamar gegn þeim sem hann kallaði útsendara satans. „Við gerum ekki neinar mála- miðlanir," sagði Saddam í ávarpi sem sjónvarpsstöð i Persaflóaríkinu Qatar sendi út. Þá sagði Saddam íraka ekki óttast neitt nema guð og þeir myndu ekki knékrjúpa frammi fyrir neinum nema guði. William Cohen, landvarnaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að ráðist hefði verið á olíuhreinsistöð íraka nærri borginni Basra til að stöðva ólöglegt smygl á olíu. Sjónarvottar í Bagdad sögðu að í árásunum 1 fyrrinótt hefði flug- skeyti lent á höfuðstöðvum her- gagnanefndar íraks. Gífurlegar skemmdir urðu á byggingunni sem er tíu hæðir. Leiðtogar Breta og Bandaríkj- anna segja að árásimar á írak hafi valdið miklum skemmdum á loft- varnabúnaði íraka, stjómstöðvum og fjarskiptastöðvum, svo og á að- stöðu lýðveldisvarðanna, sér- þjálfaðrar sveitar sem sér um að halda Saddam á valdastóli. Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra íraks, sakaði Richard Butler, yfirmann vopnaeftirlitssveita SÞ, um að hafa átt samvinnu við banda- rísk stjórnvöld um skýrslu sem varð til þess að loftárásirnar vom gerðar. Breski auökýfingurinn Richard Branson kveöur dóttur sína og eiginkonu áöur en hann leggur upp f loftbelg frá Marokkó meö Bandaríkjamanninum Steve Fossett. Þeir ætla aö reyna aö fljúga viöstööulaust umhverfis jöröina. Fulltrúadeildin ákærir Clinton í dag: Hillary hvetur til sátta Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að fulltrúadeild Bandarikja- þings ákæri Bill Clinton forseta i dag fyrir embættisglöp og sendi mál hans til öldungadefldarinnar þar sem réttað verður yfir honum. Á sama tíma og þingmenn hófu umræður um ákæruatriðin fjögur sem dómsmálanefnd fulltrúadeild- arinnar samþykkti á dögunum, hvatti Hillary Clinton forsetafrú til sátta og að bundinn yrði endi á klofninginn meðal þjóöarinnar. „Við ættum aö binda enda á klofninginn af því að við getum gert svo miklu meira saman,“ sagði for- setafrúin við fréttamenn sem báðu hana að tjá sig um yfirvofandi ákæru á hendur forsetanum. Andstæðingar forsetans í full- trúadeildinni sögðu við upphaf um- ræðnanna i gær að það væri stjórn- lagaleg skylda þeirra að fjalla um ákæruatriðin en samherjar Clintons líktu málatilbúnaðinum öflum við stjórnlausa lest sem æðir í átt að hengifluginu. „Við munum aldrei greiða jafn- mikilvægt atkvæði á ævi okkar,“ sagði demókratinn John Lewis. Leiðtogar repúblikana vísuðu á bug andmælum demókrata við þvi aö þingið fjallaði um ákæru á hend- ur forsetanum á meðan bandarískar hersveitir tækju þátt í flugskeyta- árásunum á írak. Ahern fagnar samkomulagi á NorðuHrlandi Bertie Ahern, forsætisráð- herra írlands, kallaði sam- komulag stjórnmálaflokkanna á ; Norður-Ir- landi um nýj- ar stjórn- málastofnan- ir í gær mjög ; mikilvægt I skref. | „Ég fagna mjög sam- komulaginu sem gert var í morgun. Það er mikilvægt skref í átt til þess að hrinda samkomulaginu frá fóstudeginum langa í fram- kværnd," sagði Ahem í yfirlýs- ingu sem hann sendi frá sér. Stjórnmálamenn kaþólikka og mótmælenda í Belfast náðu samkomulagi eftir átján klukkustunda fund um aö setja á laggirnar tíu ráðherra stjórn- arnefnd fyrir Norður-írland, svo og sex nefndir til að vinna að samvinnu allra flokka á ír- landi. Friðarferlið fékk svo aukinn byr í gær þegar kaldrifjuð skæruliöahreyfing mótmæl- enda skilaði inn vopnum sín- um. Slegist um arf- inn strax eftir jarðarförina Kista gamallar konu á mið- hluta Skáns í Svíþjóð var ekki fyrr komin í jörðina en upp- hófúst slagsmál um arfinn. Jarðarfarargestir voru á leiö út úr kirkjunni þegar 65 ára gamall karl réðst á annan 31 árs og gaf honum á ‘ann. Þrek- vaxinn karl kom þá aðvífandi og skildi slagsmálahundana að. Ástæðu handalögmálanna má rekja til deilna um arfinn og „horfna" peninga. í minning- arræðu i kirkjunni hafði 65 ára karlinn fullyrt að aðrir erfingj- ar hefðu svikið hann um arf sem honum bar. IHóta að segja l samningnum um EES upp Spánverjar koma í veg fyrir | alla samvinnu Evrópusam- | bandsins við Noreg. Þá hóta þeir að segja samningnum um Evrópska efnahagssvæðið | (EES) upp frá 1. janúar, ef ekki tekst samkomulag milli ESB og EFTA-landanna um fjárhags- 1 stuðning við fátæk svæði í 1 Evrópu sunnanveröri fyrir | áramót. | Spánverjar hafa þvi enn | einu sinni stillt Noregi, íslandi 3 og Liechtenstein upp við vegg. | Einar Bull, sendiherra Noregs | hjá ESB, segir þó enga ástæðu | til að gera of mikiö úr málinu. | Honum koma þó viðbrögð f spænskra stjórnvalda á óvart. • „Við höfum sagt að við vilj- I um borga áfram en við verðum | að fá viðurkenningu á þvi að 1 Það tekur tíma aö gera nýjan 1 samning," segir Bull í viötali í við norsku fréttastofuna NTB. Bókaforlög græða á sölu á , Netinu Tæpur þriðjungur breskra bókaforlaga, eða 27 prósent, hagnast á bóksölu sinni á Net- inu, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem breska iðn- aöarráðuneytið hefur látiö gera. Fjörutiu og niu prósent forlaganna hagnast ekki enn en gera ráð fýrlr aö það muni ger- ast á næstu tveimur árum. Fyrir tveimur árum seldu 39 prósent forlaganna á Netinu en nú eru það 65 prósent, mmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.