Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Page 10
10 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 ]D"\F Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVlK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centaim.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr.Tn. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu.formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Gagnslausar loftárásir íraks-kökkurinn festist í hálsi Vesturlanda, er George Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, ákvað skyndi- lega í miðjum Flóabardaga að lýsa yfir sigri og senda hermennina heim, áður en þeim tókst að ná Bagdað á sitt vald og hrekja Saddam Hussein frá völdum. Að baki mistaka Bush leyndist það ranga stöðumat, að hóflega sterkur leiðtogi í hóflega sterku Íraksríki væri nauðsynlegt mótvægi við íran, sem þá var talið ekki síð- ur hættulegt hagsmunum Bandaríkjanna. Þess vegna var Saddam Hussein ekki brotinn á bak aftur. Síðar kom raunar í ljós, að Flóabardagi hafði ekki gengið eins vel og fullyrt hafði verið. Upplýsingar banda- ríska hermálaráðuneytisins voru sumpart uppspuni frá rótum, svo sem fréttir af árangri Patriot-eldflauga, sem raunar hittu ekki eitt einasta skotmark. Enda kom á daginn, að Saddam Hussein var fljótur að rétta úr kútnum. Þrátt fyrir vopnasölubann gat hann á undraverðum tíma komið hemaðarmætti sínum í svip- aða stöðu og fyrir Flóabardaga. Það heföi hann ekki get- að gert, nema af því að tjónið hafði verið ýkt. Við höfum lært af Flóabardaga að taka ekki mark á fréttum bandaríska hermálaráðuneytisins. Loftárásir undanfarinna daga hafa geigað að venju og sumpart hitt fyrir vitlaus lönd, en tæpast komið í veg fyrir, að Saddam Hussein verði áfram til vandræða. Hann mun strax að loftárásum loknum taka upp fyrri iðju við að framleiða sýklavopn og efnavopn, sem miða að því að flytja stríðið fyrr eða síðar til Bandaríkjanna sjálfra. Þetta verður ekki hindrað með loftárásum, held- ur aðeins með hefðbundnum landhernaði. Auðvelt er að sjá fyrir framhaldið á þessum menúett. Þegar búið er að sprengja nógu mikið í loftárásum, fellst Saddam Hussein á endurnýjað eftirlit. Síðan mun hann koma í veg fyrir, að eftirlitið skili árangri. Það mun svo leiða til vítahrings nýrra loftárása, ad absurdum. Eina leiðin til að leysa vandann er að hertaka írak, handtaka Saddam Hussein og helztu menn hans, koma á fót leppstjórn í Bagdað og ausa fjármunum í uppbygg- ingu til að snúa almenningsálitinu á sveif með sigurveg- urunum. En þetta er of stór biti fyrir Bill Clinton. Þegar Bandaríkin gátu safnað saman mörgum banda- mönnum í stríð við írak, misnotaði þáverandi forseti þeirra tækifærið. Sá liðsafnaður verður ekki endurtek- inn, enda eru margir þáverandi bandamenn orðnir frá- hverfir frekara stríði við Saddam Hussein. Það hefur nefnilega komið í ljós, að ákvörðunin um að nota Saddam Hussein sem mótvægi við klerkana í íran hefur gert það að verkum, að þolendur refsiaðgerða eru saklausir írakar, en ekki forseti landsins. Víða á Vestur- löndum sætta menn sig ekki við þetta. Viðskiptabannið á írak brestur fyrr eða síðar. Núver- andi loftárásir flýta fyrir endalokum þess. Stríðsaðgerð- ir, sem ekki hrekja núverandi valdhafa íraks frá völd- um, eru til þess eins fallnar að auka vestræna samúð með hörmungum almennings í írak. Sigurvegari Flóabardaga var ekki George Bush, held- ur Saddam Hussein. Sigurvegari bardagans, sem nú stendur yfir, verður ekki Bill Clinton, heldur Saddam Hussein. írakskur almenningur verður fyrir hremming- um og samstaða Vesturlanda bíður hnekki. Af þessu má ráða, sem dæmin voru raunar áður búin að sanna, að Bill Clinton er engu hæfari en George Bush til að stýra ferð Vesturlanda inn í nýja öld. Jónas Kristjánsson Ofriður og pólitík Ástandið í alþjóðamálum hefur ekki verið jafnalvar- legt frá því í Persaflóastríðinu. Enn er of snemmt að spá um afleiðingar árása Bandaríkjamanna og Breta á írak, vopnhlésbrota í Kosovo og tregöu ísraela til að standa við gerða samninga við Palestínumenn. En þessir at- burðir tengjast innbyrðis, ef þeir eru settir í alþjóðasamhengi. Þeir vekja spurningar um samspil utanríkis- mála og innanríkismála, trúverðug- leika Bandaríkjanna sem heimsveld- is, hlutverk alþjóðasamtaka eins og Sameinuðu þjóðanna, samstöðu vest- rænna ríkja og stöðu Rússa á alþjóða- vettvangi. Árásir á írak Hernaðaraðgerðir Bandaríkja- manna og Breta gegn írak komu ekki á óvart. Clinton Bandaríkjaforseti og Blair, forsætisráðherra Bretlands, höfðu hótað því að láta til skarar skríða, ef Saddam Hussein íraksfor- seti héldi áfram að storka vopnaeftir- litsmönnum Sameinuðu þjóðanna. í febrúar tókst framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, að afstýra loftárásum á síðustu stundu með því að fá íraka til að ganga að skilyrðum Bandaríkjamanna. í sept- ember og nóvember var einnig talin mikil hætta á hernaðaríhlutun eftir að Irakar höfðu meinað vopnaeftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna um að- gang að stjórnarstofnunum og hemaðarmannvirkjum. Hins vegar vekur tímasetningin grunsemdir. Var Clint- on að bjarga eigin skinni með því að beina athyglinni frá veikri stöðu sinni heima fyrir vegna Lewinsky-máls- ins? Forystumenn repúblikana á Bandaríkjaþingi eru ekki í nokkrum vafa um að Clinton hafi vÚjað forðast málshöfðun fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en til stóð að greiða atkvæði um hana á fimmtudag. Samkvæmt skoðanakönnunum styður mikill meiri- hluti Bandaríkjamanna hernaðaraðgerðirnar gegn írak. Staða forsetans hefur því styrkst þegar til skemmri tíma er litið, enda þótt repúblikanar ætli að greiða atkvæði um málshöfðun fyrr en síðar. Á þessu stigi er engin leið að segja til um hvort innanríkismál hafi ráðið úrslitum. Það sem mælir á móti því er tvennt: Annars vegar heföu Bretar vart sýnt Bandaríkjamönnum eins mikinn stuðn- ing og raun ber vitni, ef þeir hefðu verið í vafa um hem- aðartilgang árásarinnar. Hins vegar er vitað að Bretar og Bandaríkjamenn vildu ekki gera árásir á írak um helgina, þegar Ramadan, helgasti mánaður múslíma, gengur í garð. Hvað sem því líður er ljóst að Bandaríkjamenn taka mikla áhættu með árásunum á írak, enda skortir stefnu þeirra trúverðugleika í ákveðnum atriðum. Þeir segjast vera að koma í veg fyrir að írakar geti framleitt gereyð- ingarvopn. Viðskiptabanninu af írak verði aflétt þegar írakar standa við gerða samninga um vopnaeftirlit. En það er öllum ljóst að Bandaríkjastjórn mun ekki sam- þykkja neina tilslökun í þeim efnum fyrr en Saddam Hussein hefur verið komið frá völdum. Fall óbreyttra borgara í írak getur vakið upp andúð gegn Bandaríkjun- um í arabaríkjum. Draga má í efa að loftárásir þjóni þeim tilgangi að grafa undan stjómvöldum í Bagdad, þótt þær hamli vopnaframleiðslugetu íraka. Þvert á móti gætu þær styrkt Saddam Hussein í sessi með því að fylkja írökum saman um leiðtoga sinn á neyöartímum. Enn fremur gætu þær veikt stöðu stjórnvalda í þeim arabaríkjum, sem eru vinveitt Bandaríkjunum. Það sem rennir stoðum undir þessa kenningu er að Clinton mistókst að neyða ísraela til að standa við Wye-samkom lagið um brottflutning herja sinna frá 13% af Vestur bakkanum. Árásirnar geta einnig grafið undan sam stöðu vestrænna ríkja. Eins og við var að búast brugð ust þýsk stjórnvöld varfærnislega við hernaðaraðgerð unum og skelltu skuldinni á Saddam Hussein íraksfor seta. Þau vilja sýna að þau styðji við bakið á Bandaríkja mönnum þegar mikið liggur við. En Frakkar hafa ekki Erlend tíðindi Valur Ingimundarson dregið dul á andstöðu sína við hernaðaraðgerðirnar. Rússar hafa sakað Bandaríkjamenn um heimsvalda- stefnu og lýst yfir því að þær hafi gert að engu vonir um að rússneska þingið staðfesti Start II-samninginn um eyðingu kjarnavopna. Heimsforræði Bandaríkja- manna Bandaríkjamenn og Bretar standa frammi fyrir öðru vandamáli: Þeir geta ekki haldið úti miklu herliði í Persaflóa til lengri tíma vegna hemaðarskuld- bindinga annars staðar, einkum á Balkanskaga. í ljósi þess er mikilvægt að skoða íraksmálið í stærra samhengi. Balkanskagi er sem púðurtunna sem getur sprungið hvenær sem er. Vopn- hléið í Kosovo er í bráðri hættu. Átök- in milli Kosovo-Albana og serbneskra hermanna í vikunni benda til þess að stríðið geti hafist fyrirvaralaust. Og Bandaríkjamenn og Bretar geta ekki haft bein hernaðarafskipti af Kosovo- deilunni meðan þeir eru með hugann við Saddam Hussein. Það sem gerir mál- ið enn alvarlegra er sú misráðna ákvörðun að senda um 2000 manna frið- argæslulið á vegum Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) til að standa vörð um vopnahléið í Kosovo. Það segir sig sjálft að ÖSE er engan veginn í stakk búið til að sinna því hlutverki. Nú er óttast um öryggi liðsins, enda er það óvopnað. Um 1800 manna herliði NATO, sem verið er að flytja til Makedóníu, hefur verið falið það hlutverk að vemda gæsluliðið, ef til átaka kemur. Bandaríkjamenn ákváðu að blanda ÖSE í málið til að friða Rússa, sem styðja málstað Serba í Kosovo-deflunni. En hættan er sú að ÖSE-liðið dragist inn í átök í Kosovo. Eins og dæmin frá Sómalíu, Bosníu og Rúanda sýna er fráleitt að ætlast til þess að alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar eða ÖSE, sem ekki hafa herlið á sínum snæram, standi undir hernaðarskuldbinding- um af slíku tagi. Mikil óvissa er í alþjóðamálum. Rúss- ar era ekki færir um að hnekkja heimsforræði Banda- ríkjamanna vegna efnahagsveikleika síns. Það skiptir heldur ekki svo miklu máli hvort Rússar staðfesti Start II-samninginn vegna þess að þeir hafa ekki efni á því að halda við kjamorkuvopnabúri sínu. Hins vegar geta hugmyndir þeirra um fjölræði í alþjóðamálum fengið byr undir báða vængi, ef hernaðaraðgerðirnar í írak leiða til mikils mannfalls, ef upp úr sýður milli ísraela og Palestínumanna og ef stríð brýst út í Kosovo. Arásir Bandaríkjamanna og Breta á Irak, væringar í Kosovo og sú ákvörðun ísraela að neita að standa við samkomulagið við Palestínumenn um Vestur- bakkann hafa leitt til mikillar spennu í alþjóðamálum. Þessir atburðir hafa beint sjónum að alþjóðakerfinu, stöðu helstu ríkja innan þess og hlutverki alþjóða- stofnana. annarra Vegiö að stjórnarskránni „Ef ákæra af hálfu fulltrúadeildarinnar og brott- vikning úr embætti af hálfu öldungadeildarinnar skaðaöi aöeins hann (Bill Clinton Bandaríkjafor- seta) og ekki stjómarskrána styddum við það heils hugar. En eins og málum er háttað nú þegar at- kvæöi verða greidd eftir flokkslínum, væri vegið að stjórnarskránni, svo og trausti almennings á þeirri dýrmætustu eign Bandaríkjanna sem er lögbundið valdaafsal einnar stjómar til annamar á fjögurra ára fresti.“ Úr forystugrein New York Times 17. desember. Skammarleg viðskipti „Breska blaðiö Observer hefur skýrt frá því hvernig Nóbelsstofnunin rekur hlutabréfaviðskipti sín. Niöurstaðan er ákaflega pínleg og alls ekki í samræmi viö skreytta sali, kóngaræður og hug- myndaheim mikilla snillinga. Stofnunin fjárfestir fyrir rúman hálfan milljarð (sænskra króna) í fyrir- tækjum sem framleiða vopn. British Aerospace hef- ur selt indónesíska hernum, sem hertók Austur- Tímor, stríðsflugvélar. GK hefur selt hemum vatns- þrýstibyssur. Vopnin hafa verið notuð gegn mót- mælendum og friðarsinnum. Hundruð þúsunda hafa verið drepin. Samtímis verðlaunar Nóbels- stofnunin þá sem berjast fyrir frelsi á A-Tímor.“ Úr forystugrein Aftonbladet 17. desember. Vandi Bandarikjanna „Nú hefur þingið í Washington frestað atkvæða- greiðslu um mögulega ákæm til embættismissis. Verði forsetinn ákærður er margra mánaða pólitísk barátta fram undan í Bar.daríkjunum. Það þurfa Bandaríkjamenn að reyna að forðast, óháð því hvemig málið er til komið, og jafnvel þó það krefð- ist afsagnar forsetans. Heimurinn má ekki ramha á barmi stríðs sem forseti, sem rambar á barmi pólítísks falls, hefur hafið.“ Úr forystugrein Aftenposten 18. desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.