Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Page 12
12 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 JLlV / / Elva Osk Olafsdóttir leikkona tekst á við eitt frægasta ¥ Astog hvít lygi „Hlutverk Nóru er það stærsta sem ég hef fengist við. Erfiðast við það er líklega mikill undirtexti; hún segir eitt og meinar annað. Hin innri barátta Nóru er mikil. DV-myndir Teitur Eitt af þekktari verkum leikbók- menntanna er Brúðuheimilið eftir Henrik Ibsen. Verkið var frumsýnt á síðari hluta 19. aldar. Aðalpersónurn- ar eru hjónin Nóra og Helmer. Hlut- verk Nóru er eitt þeirra hlutverka sem allar leikkonur dreymir um að fá, enda er það talið eitt stærsta kven- hlutverk klassískra leikverka. Sú sem hlýtur þann heiður að gæða Nóru lífi á fjölum Þjóðleikhússins annan dag jóla er Elva Ósk Ólafsdótt- ir. Það er skammt stórra högga á milli hjá Elvu en síðasta stóra hlutverk hennar var í Óskastjörnunni eftir Birgi Sigurðsson sem Þjóðleikhúsið er nýlega hætt að sýna. Ég hitti Elvu uppi á „sminki“ í Þjóðleikhúsinu þar sem fórðunardam- an var í óðaönn að búa hana undir æf- ingu; fyrsta rennsli verksins. Þegar ég spyr hana hvort hún sé ekki dálítið stressuð, brosir hún: „Það er ekki laust við það.“ Þetta reddast Elva segir að Ibsen hafi verið mik- ill mannréttindasinni og skrifi yflr- leitt út frá mannlegum örlögum. Brúðuheimilið fjallar um hjónaband Nóru og Helmers en megináhersla er lögð á Nóru sem situr og stendur eins og eiginmaður hennar vill. Hún hefur slitið öllu sambandi við gamla vini sína vegna þess að Helmer mislíkaði það. Þau eru í raun fóst í ákveðnum hlutverkum. „Hann vill hafa hana sæta, fina og dúkkulega og hún er það. Þegar líða fer á verkið fer hún að viðurkenna fyrir sjálfri sér hvaða hlutverki hún er fóst í.“ Hann er aftur á móti fastur í hlut- verki karlmennskunnar og banka- stjórans. Brúðuheimiiið fjallar ekki um skuldsett heimili heldur um mannleg- ar tilfinningar og bresti sem vakna þegar erfiðleikar steðja að. Nóra fals- ar skuldabréf þegar maðurinn hennar veikist til að hann geti farið suður í lönd en það er eina ráðið sem læknar gefa til að hann nái aftur heilsu. Hún veit ekki hvernig hún á að ná í pen- inga og gerir vitleysu. „Hún gerir það af ást. Hún þekkir ekki lögin en tekur áhættuna og von- ar að enginn komist að þessu. Hún er viss um að ef maðurinn hennar kæm- ist að þessu, sem hún vili alls ekki að gerist, þá myndi hann virða það við hana. í byrjun verksins trúir hún að hann elski hana heitt en síðan kemst hún að því að ástin er öðruvísi en hún hélt. Hún fórnar sér algjörlega fyrir hann og vonast i hræðslu sinni til að hann geri hið sama fyrir hana. í verkum Ibsens er engin mann- eskja algóð eða alslæm. Þótt Nóra vilji ósköp vel þá fremur hún glæp. En hún gerir það af ást og vegna þess að hún er illa upplýst. Þetta er í raun hvít iygi. Hún heldur að þetta redd- ist.“ Aldrei dauður punktur Hvernig kanntu við Nóru? „Nóra er alveg yndisleg. Hún er of- boðslega einlæg, hún er hlý og góð en getur líka verið grimm þótt sjálfsagt sé dálítið djúpt á því. Hún er í hlut- verki glöðu og sætu eiginkonunnar og var ofvemduð af fóður sínum áður. Hún er ekki víðsýn og hefur lítinn skilning á fátækt eða mikilli vinnu. Hún getur í raun ekki spilað úr öðru en hún hefur og þekkir. Verkið gerist á þremur dögum og á þeim stutta tíma tekur hún mikið stökk í þroska. Samt veit hún að leyndarmálið á eftir að koma í bakið á henni." Hefurðu áður leikið i verki eftir Ib- sen? „Nei, þvi miður. Þegar ég lék fyrst Shakespeare opnaðist ný bók fyrir mér og nú er það að gerast aftur. Þótt ég hafi lesið þessi verk þá kynnist maður ekki höfundinum nema að leika í verkum hans. Ibsen er mjög klár. Það er allt útpælt og aldrei dauð- ur punktur í verkum hans. Um leið er hann að segja mikið á einstakan hátt.“ Rátt að byrja Hvernig varð þér við þegar þjóð- leikhússtjóri kom tO þín og sagði þér að þú fengir hlutverk Nóru? „Ég varð ægilega glöð. Þetta er mjög þekkt persóna úr leikbókmennt- unum og ein stærsta rulla í klassík- inni. Auövitað er ofsalega gaman að fá að fást við þetta. Ég var óskaplega glöð að hann skyldi treysta mér fyrir hlutverkinu því að við eigum svo mik- ið af góðum leikkonum." Geturðu þá hætt að leika núna þeg- ar þú ert búin að innbyrða Nóru? „Ég er rétt að byrja. Ég er rétt að komast á þann aldur sem stóru kven- hlutverkin eru ríkjandi. Þá er maður líka kominn með reynslu og þroska til að takast á við slík stórhlutverk, það er að segja ef maður hefur fengið að rækta sig í leikhúsinu sem listamað- ur. Það hef ég fengið að gera.“ Þekkir margar Nórur Ertu ekki alveg búin þegar þú kem- ur heim á kvöldin eftir að hafa sinnt Nóru allan daginn? „Jú, alia vega þessa dagana. Þetta tekur á. Núna eru æfingar tvisvar á dag og þess á milli er verið að prófa búninga og fórðun. Ég er sjálf að átta mig á því að þetta er að bresta á. Ég er tilbúin og ég hlakka mjög til að sýna verkið.“ Hvað er erfiðast við Nóru? „Hlutverk Nóru er það stærsta sem ég hef fengist við. Erfiðast við það er líklega mikill undirtexti; hún segir eitt og meinar annað. Hin innri bar- átta Nóru er mikil.“ Eruð þið líkar? „Nei, ég held að við séum mjög ólík- ar. En það er sjálfsagt einhver Nóra í mér. Hún er til dæmis brjáluð í makkarónukökur og ég í súkkulaði." Á hún eitthvert erindi til nútíma- konunnar? „Já, já. Ég þekki margar Nórur. Ég hugsa til margra vinkvenna minna og tíni örsmá brot héðan og þaðan. Ég fyrirgef Nóru allt af því að hún er svo barnslega einlæg. Ég var reið þegar við vorum að byrja að lesa verkið og karlarnir voru að segja að Nóra væri algjör kjáni. Það er hún alls ekki.“ Heldurðu að konur skynji hana öðruvísi en karlar? „Já. I leikritinu kemur skýrt fram að konan hugsar í hring en maðurinn beint. Hann ræðst beint í sin verkefni. Hún er hins vegar að reyna að breiða yfir eitthvað sem var; hún hugsar dæmið til enda. Það sama er uppi á teningnum með menn og konur í dag.“ Verkið er fært til í tíma og látið gerast um 1920. Elva segir að verkið myndi í raun ganga upp á hvaða tíma sem væri. „Þetta verk hefur mikið að segja og hjónabandið er í brennidepli. Ég þori að fullyrða að mörg hjón eiga eftir að ræða málin eftir sýninguna. Það ganga allir í gegnum það annað slagið að spyrja spurninga um hvort full- kominn skilningur sé milli hjóna og hvort fólk hafi ólíkar væntingar." Litlu jólin Frumsýningin er annan dag jóla. Verða þetta ekki afslöppuð og góð jól? „Jú, alveg áreiðanlega," segir Elva Ósk hlæjandi. „Nei, ég hugsa að jóla- gæsin fari ekki rétta leið í ár. Ég hef aldrei áður verið í jólasýningu. Það er gaman að prófa þetta. En undirbúningur jólanna fer al- gjörlega fyrir ofan garð og neðan. Ég veit ekki hvað jólakort er. Sem betur fer er ég ekki einstæð." Þannig að það verða jól á þínu heimili? „Já, það verða jól. Litlu jólin alla vega.“ -sm „Nóra er alveg yndisleg. Hún er ofboðslega einlæg, hún er hlý og góð en „í byrjun verksins trúir hún að hann elski hana heitt en síðan kemst hún að getur líka verið grimm þótt sjálfsagt sé dálítið djúpt á því. Hún er í hlutverki því að ástin er öðruvísi en hún hélt. Hún fórnar sér algjörlega fyrir hann og glöðu og sætu eiginkonunnar og var ofvernduð af föður sínum áður.“ vonast í hræðslu sinni til að hann geri hið sama fyrir hana.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.