Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Page 31
J J"V LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 31 Madonna heldur um budduna Ef tekið er mið af velgengni söngkon- unnar Madonnu síðustu árin mætti ef til vill ætla að hún þyrfti ekki sérstak- lega mikið að horfa í eyrinn. Hún virð- ist þó eitthvað vera farin að grípa fast- ar um budduna eftir því sem árin líða og til dæmis lagt á hilluna þá hugmynd að senda dóttur sína í rándýran einka- skóla. Atvik í ljósmyndavöruverslun í New York á dögunum sýnir að Madonna er einnig farin að spara við sig í innkaupum. Þá var erindi hennar að láta fjöl- falda mynd af dóttur sinni í fimmtíu eintök sem átti síðan að líma á jólakort. Þeg- ar afgreiðslumaðurinn sagði henni að kostnaður við að líma myndina á kortið í versluninni yrði einn dollari á stykkið sagði söngkonan með nokkrum þjósti að þá ætlaði hún að líma myndimar á kortið sjálf og spara sér þannig fimmtíu doll- ara. Hvað varð eiginlega af lífsnautnakonunni Madonnu? Ólyginn sagði... ... að ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefði verið kærð fyr- ir að ráðast á aðstoðarkonu sína þeg- ar hún var við tökur á kvik- myndinni Prisoner of Love í Kanada. Aðstoðar- konan, sem að sögðu er orðin fyrrverandi að- stoðarkona, segir að þá níu mánuði sem hún vann hjá Na- omi hafi ofurfyrirsætan kýlt sig, lamið sig með síma í haus- inn og hótað að henda sér út úr bO á fjölfarinni umferðargötu svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Na- omi á aö mæta fyrir rétt í næstu viku og ef hún verður sakfelld gæti beðið hennar fangelsisdómur. ... að hinn ofbeldishneigði Tommy Lee, fyrrum eiginmað- ur Pamelu Anderson, væri kominn með nýja kærustu. Hún mun heita Jenna Jameson, 23 ára kvikmynda- stjarna sem er einkum þekkt fyrir að leika í svokölluðum fullorðinsmyndum. Sem kunn- ugt er afplánaði Tommi nýlega ellefu vikna fangelsisdóm fyrir að ráðast á Pamelu og veita henni áverka. Skyldi Jenna vita af þessu? ... að Woody Harrelson hefði i samþykkt að taka að sér gesta- leik í sjón- varps- Eþáttunum um sál- fræðing- inn Frasi- : er. Eins ' og allir vita léku . Harrel- ? son og Kelsey : Grammer Ísaman i þáttunum um búll- una Staupastein þar sem Woody varð frægur í hlutverki treggáfaðs barþjóns. Barþjónn- inn mun heimsækja Frasier til I Seattle og tfikynna með dular- fuUum hætti að hann sé reiðu- Íbúinn að grafa stríðsöxina eftir tíu ár. FQR5ALA HEFST SS.IS.ISS8 A EFTIRTOLDUM 5T0ÐUM PIZZA PASTA KU Þrumunni SER UTBUID QG 5ET UPP RI5A HLJDDKERFI - LYSINGAR - GQD LDFTRÆ5T1NG - "CHILL" SV/EDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.