Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Qupperneq 66

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Qupperneq 66
70 *<■ afmæli_ Til hamingju með afmælið 19. desember 90 ára Bára Jónsdóttir, Raftholti I, Holta- og Landsveit. 80 ára Ragnheiður Valdórsdóttir, Áshamri 59, Vestmeyjum. 75 ára Sigurður Jóhann Helgason, Birkihæð 6, Garðabæ. Gunnlaug Olsen, Kirkjuvegi 14, Keflavik. 70 ára Hreinn Þorvaldsson múrarameistari, Kleppsvegi 82, Reykjavík. Eiginkona hans er Sigurborg Jónasdóttir. Þau taka á móti gestum á Grand hótel við Sigtún í kvöld milli kl. 20.00 og 23.00. Lilja Jónsdóttir, Ofanleiti 23, Reykjavík. Sigþrúður Pálsdóttir, Mávahlíð 37, Reykjavík. Aðalheiður Árnadóttir, Grensásvegi 60, Reykjavík. Ingimar Sigurtryggvason, Skólagerði 24, Kópavogi. Hann er að heiman. Kristín Björg Jóhannesdóttir, Hraunbæ, Hveragerði. 60 ára Yngvi Örn Guðmundsson, Jófríðarstaðavegi 7, Hafnarfirði. 50 ára Sigurður Ásgeirsson, Háaleitisbraut 15, Reykjavlk. Ásmundur Karlsson, Grasarima 9, Reykjavík. Öm F. Kjartansson, Skagfirðingabraut 37, Sauðárkróki. Hjörleifur Gíslason, Löngumýri 18, Akureyri. Ellen Margrét Þorvaldsdóttir, Núpasíðu 5, Akureyri. Smári Júlíusson, Skólavegi 88a, Fáskrúðsfirði. Guðmundur Stefánsson, Hraungerði, Hraungerðishr. 40 ára Erna Björg Baldursdóttir, Kambsvegi 1, Reykjavík. Helga Hrönn Elíasdóttir, Eskihlíð 6, Reykjavík. Hermundur J. Guðmundsson, Álftamýri 23, Reykjavík. Rósa Hallgeirsdóttir, Safamýri 52, Reykjavík. Deslijati Sjarif, Heiðarbraut 5h, Keflavík. Sigurgeir S. Jóhannsson, Heiðarholti 28h, Keflavík. Hrefna Yngvadóttir, Holtsgötu 23, Sandgerði. Stefán Pétur E. Árnason, Brekkutanga 28, Mosfellsbæ. Jóna Margrét Kristinsdóttir, Reykjavegi 65, Mosfellsbæ. Þórunn Úrsúla Steinarsdóttir, Faxabraut 15, Akranesi. Anna Eygló Rafnsdóttir, Hrafnakletti 6, Borgarnesi. Jórunn Guðsteinsdóttir, Höföaholti 1, Borgarnesi. Ólafur Þorri Gunnarsson, Bollakoti, Fljótshlíðarhreppi. LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 T>V Guðmundur Birkir Þorkelsson Guðmundur Birkir Þorkelsson, skólameistari við Framhaldsskól- ann á Húsavík, Höfðavegi 26, Húsa- vík, verður fimmtugur á mánudag- inn. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík en ólst upp á Laugarvatni. Hann lauk stúdentsprófi frá ML 1968. Nám í líffræði við HÍ 1968-69, stund- aði nám í þjóðfélagsfræðum við HÍ 1970-74 og lauk BA-prófi haustið 1975, lauk prófi í uppeldis- og kennslufræði frá KHÍ 1981 og hefur auk þess sótt ýmis námskeið um stjómun, nýsköpun, skólaþróun og mat á skólastarfi. Guðmundur stundaði landbúnað- arstörf á Laugarvatni öll sumur á unglingsárunum, kenndi við Hér- aðsskólann á Laugarvatni veturinn 1969-70, var stundakennari við MR á námsárum í Reykjavík og kenndi við Héraðsskólann á Laugarvatni og ML 1974-87. Guðmundur var bóndi, með sauð- fé og hross, í Miðdal í Laugardal 1978-94, stofnaði og rak fyrirtækið íshesta 1982-92, með Einari Bolla- syni, var ritstjóri Eiðfaxa, tímarits hestamanna, 1986-87, var einn af stofnendum og ritstjóri tímaritsins Iceland horse, (Islandpferd) Intemational 1986-88, og hefur verið skólameistari við Framhaldsskól- ann á Húsavík frá 1988. Þá stundar Guðmundur hrossa- rækt í smáum stil í Saltvík í Reykja- hreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Guðmundur sat í stjóm Skólafé- lags Héraðsskólans á Laugarvatni 1963-64, í stjóm Skólafé- lags ML 1967-68, var for- maður UMF Laugdæla 1968-72, sat í stjórn KKÍ 1970-72, var formaður nemendasambands ML 1972- 74, formaður Sam- félagsins, félags nem- enda í þjóðfélagsfræði, 1973- 74, forseti hesta- mannafélagsins Gránu frá stofnun 1976, sat í sóknarnefnd Miðdals- kirkju 1978-86 og meö- hjálpari þar um skeið, sat í framkvæmdanefnd Landsmóts hestamanna trúnaðarmaður kennara Guðmundur Birkir Þorkelsson. frá Efri-Brú Grímsnesi, búsett í Hvammi. Dætur Guðmundar og Bryndísar era Elfa, f. 22.5. 1981, framhalds- skólanemi; Brynja Elín, f. 17.10. 1984, grunn- skólanemi. Systkini Guðmundar eru Hulda Björk, f. 21.12. 1948, bæjarbóka- vörður í Reykjanesbæ; Bjarni f. 31.7. 1954, bóndi og kennari á Þór- oddsstöðum í Grims- nesi; Þorbjörg, f. 26.11. 1978, var í Héraðs- skólanum á Laugarvatni 1978-86, sat í stjórn Kennarasambands Suður- lands 1980-83 og kennarafulltrúi í fræðsluráði Suðurlands, í stjórn Ferðaþjónustu bænda 1987-89. í fyrstu stjóm Ferðamála- og fram- farafélags Laugdæla 1988-89, í stjóm Ferðamálafélags Húsavíkur 1989-92, situr í stjórn Hrossaræktarsam- bands Eyfirðinga og Þingeyinga frá 1992 og er formaður þess frá 1994, situr í stjórn Framsóknarfélags Húsavíkur frá 1996 og er formaður þess frá 1998. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 12.9. 1981 Bryndísi Guðlaugsdóttur, f. 24.10. 1957, hjúkrunarfræðingi, frá Hvammi í Hvítársíðu. Foreldrar hennar: Guðlaugur Torfason, f. 12.4. 1930, d. 13.6.1996, bóndi og kennari í Hvammi, og Steinunn Anna Guð- mundsdóttir, f. 5.9. 1931, húsfreyja, 1955, sjúkraliði á Selfossi; Þorkell, f. 25.1. 1957, tamninga- og tækjamaður á Sóleyjarbakka í Hrunamanna- hreppi; Hreinn, f. 23.7. 1959, skóla- stjóri í Villingaholti; Gylfi, f. 24.5. 1961, framhaldsskólakennari. Foreldrar Guðmundar eru Þorkell Bjarnason, f. 22.5. 1929, fyrrv. hrossaræktarráðunautur á Laugar- vatni, og Ragnheiður Ester Guð- mundsdóttir, f. 9.1.1927, húsmóðir. Ætt Þorkell er sonur Bjama, skóla- stjóra og alþm. á Laugarvatni Bjarnasonar, b. í Búðarhólshjáleigu (Hólavatni) Guðmundssonar. Móðir Bjarna skólastjóra var Vigdís, systir Sigriðar, ljósmóður í Útey, ömmu Ara sálfræðings á Selfossi Berg- steinssonar og langömmu Illuga Jökulssonar. Vigdís var dóttir Berg- steins, hreppstjóra á Torfastöðum í Fljótshlíð Vigfússonar, á Grund í Skorradal, ættfóður Grundarættar. Móðir Þorkels var Þorbjörg, dóttir Þorkels, smiðs í Reykjavík Hreins- sonar frá Ljótarstöðum Austur- Landeyjum. Móðir Þorkels smiðs var Guðný Þormóðsdóttir frá Hjálm- holti. Móðir Þorbjargar var Elín, dóttir Magnúsar Björnssonar, bróð- ur Þorvalds á Þorvaldseyri, langafa Bergs Pálssonar í Hólmahjáleigu, fyrrum formanns Félags hrossa- bænda. Ragnheiður Ester er dóttir Guð- mundar Meldal, síðasta ábúanda á Þröm í Blöndudal, einnig b. á Höllu- stöðum og síðast í Litladal i Svína- vatnshreppi. Hann var sonur Krist- mundar, b. í Melrakkadal Guð- mundssonar. Móðir Guðmundar Meldal var Steinvör, amma Þor- leifs, prófasts á Kolfreyjustað og langamma Þórðar Skúlasonar fram- kvæmdastjóra. Steinvör var dóttir Gísla, bróður Skúla sem var langafl Sveins, b. í Bræðratungu, og Gunn- laugs, dýralæknis í Laugarási. Gísli var sonrn- Ragnheiðar Vigfúsdóttur, sýslumanns á Hlíðarenda Þórarins- sonar, ættfoður Thorarensenættar. Móðir Ragnheiðar var Elínbjörg, dóttir Sigurðar Stefánssonar, b. á Brúará í Bjarnarfirði syðri á Strönd- um. Sigurður var sonur Guðnýjar Gísladóttur Bjamasonar, b. á Sjö- undá. Móðir Elínbjargar var Sigríð- ur Jónsdóttir, og Guðrúnar Pálsdótt- im, b. á Kaldbak ættfoður Pálsættar af Ströndum. Afmælisbamið dvelst erlendis með fjölskyldu sinni á afmælisdag- inn. ~F----------------- Astvaldur Eiríksson Ástvaldur Eiríksson, vara- slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflug- velli, Tunguvegi 3, Ytri-Njarðvík, verður sextugur á morgun. Starfsferill Ástvaldur fæddist á Seyðisfirði en ólst upp í Innri-Njarðvík. Hann er atvinnuflumaður að mennt, lauk prófum í bóklegri loftsiglingafræði, er flugkennari og stundaði sérfræði nám i bmnamálum. Ástvaldur hefur haft slökkviliðs- starf á Keflavíkurflugvelli að aðal- starfi frá 1956. Þá hefur hann jafn- framt verið flugkennari i fimmtán ár, og stundað ýmis iðnaðarstörf, s.s. pípulagnir, smíðar, múrverk og fleira. Ástvaldur er meðlimur í Frímúr- arareglunni á Islandi, hefur starfað í Kiwanishreyfingunni, hefur verið forseti Kiwanisklúbbsins Brú á Keflavíkurflugvelli og svæðisstjóri í Ægissvæði. Ástvaldur var fulltrúi í stjórn Brunavama Suðurnesja tvö kjör- tímabil, þar af formaður annað tímabilið, hefur unnið að ýmsum sérfræðilegum málum fyrir Bruna- málastofnun ríkisins frá 1981 og rit- að nokkur rit því samfara. Fjölskylda Ástvaldur kvæntist 20.12. 1959 Kötlu Ólafsdóttur, f. 7.8. 1936, hús- móður. Hún er dóttir Ólafs Þorkels- sonar vörubílstjóra og Guðrúnar Þorsteinsdóttur húsmóðir sem bæði em látin. Börn Ástvalds og Kötlu eru Ólaf- ur Þorkell Pálsson, 27.7. 1954, skip- stjóri og nú tækjamðaur á þunga- vinnuvélum, búsettur í Kópavogi, kvæntur Láru Björnsdóttur hús- gagnasmið og er dóttir þeirra Katla en börn Ólafs frá fyrra hjónabandi eru Ema Sif, Ásthfldur, og Kristín en sonur Lám er Smári Einarsson; Láras Rúnar Ástvaldsson, f. 27.8. 1959, jarðfræðingur og nú starfmaður umhverf- isdeildar Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, búsettur í Njarðvík en kona hans er Kristín Ósk Bergsdóttir og era synir Lámsar Svanberg Rúnar og Ástvaldur, en börn Kristínar eru Fannar Örn Brynjars- son, Linda Sigurðardótt- ir og Lfllý Guðlaug Sig- urðardóttir; Svanfríður Helga Ástvaldsdóttir, f. 21.3. 1961, tækniteiknari, búsett i Kópavogi en maður hennar er Ágúst Kárason bæklunarlæknir og eru böm þeirra íris Ósk og Magnús Kári; Erla Lóa Ástvaldsdóttir, f. 16.5. 1962, húsmóð- ir, í sálfræðinámi í Udine á Italíu en maður hennar er Mario Raggi fram- kvæmdastjóri og eru börn þeirra Linda Katla, Marco Ástvaldur og Erika. Ástvalds: Gunnars- son, f. 19.1. 1921, d. 10.10. 1988, aðstoðar- framkvæmdar stj óri SVR, búsettur í Reykja- vík; Helga Sigríður, f. 8.7. 1926, sölumaður í Greensburg í Pensyl- vaníu í Bandaríkjun- um; Ólöf Svanfríður (Svana Lamb), f. 27.1. 1928, verslunarmaður í Dodge í Iowa í Banda- ríkjunum; Ingimundur, f. 2.12. , slökkvfliðsmaður á Keflavíkurflug- velli; Sveinn Rafn, f. 30.7. 1934, d. 2.6. 1986, slökkviliðsstjóri á Kefla- víkurflugvelli Foreldrar Ástvalds: Eiríkur Ingi- mundarson, f. 24.7. 1890, d. 27.3. 1978, bátasmiður á Eiríksstöðum í Innri-Njarðvík, og Láretta Magn- hildur Bjömsdóttir, f. 14.5. 1900, d. 15.2. 1975, húsfreyja. Systkini Gunnbjöm Ástvaldur Eiríksson. Elín Elísabet Baldursdóttir Elín Elísabet Bald- ursdóttir, starfsmaður íþróttahúss Vals, Fiskakvísl 28, Reykja- vík, er fertug í dag. Starfsferill Elín fæddist í Breið- ási í Hrunamanna- hreppi og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræða- prófl frá Flúðaskóla. Elín hóf starfsferil sinn í Iðnaðarbankan- Elín E. Baldursdóttir. um þar sem hún starf- aði í nokkur ár. Hún flutti frá Reykjavík tfl Bolungarvíkur 1980 og starfaði þar hjá Einar Guðfinnssyni um skeið og síðan við Heilsu- gæslustöðina í Bolung- arvík. Elín flutti aftur til Reykjavíkiu 1989. Hún hóf þá fljótlega störf við íþróttahús Vals og hef- ur starfað þar síðan. Fjölskylda Elín giftist 29.12. 1979 Jóni Mar- inó Guðbrandssyni, f. 22.8. 1954, skipstjóra og síðar verslunarmanni. Foreldrar hans eru Guðbrandur Gunnar Guðbrandsson, f. 5.7. 1928, bifreiðastjóri í Reykjavík, og k.h., Guðbjörg Jóhannsdóttir, f. 31.5. 1924, húsfreyja. Börn Elínar og Jóns eru Elín, f. 19.10.1979; Guðbjöm Gunnar, f. 2.10. 1980; Guðmundur, f. 9.8. 1985. Systkini Elínar eru Jón, f. 23.10. 1955, vinnuvélastjóri í Þorlákshöfn; Maria, f. 4.4. 1957, starfsmaður hjá JS Helgasyni; Bryndís, f. 22.8. 1960, húsmóðir í Reykjavík; Halla, f. 12.11. 1966, húsmóðir á Selfossi. Foreldrar Elínar eru Baldur Loftsson, bifreiðastjóri frá Sandlæk í Gnúpverjahreppi, og Elín Jóns- dóttir, frá Hrepphólum í Hruna- mannahreppi. Baldur er sonur Lofts, b. á Sand- læk Loftssonar. Elín er dóttir Jóns, b. í Hrepphól- um Sigurðssonar. Afmælisgreinar um jól og áramót Upplýsingar vegna afmælisgreina sem eiga að birtast í jólablaði DV þurfa að berast ættfræðideild DV eigi síðar en mánudaginn 21. desember. Upplýsingar vegna afmælisgreina sem eiga að birtast í áramótablaðinu þurfa að berast eigi síðar en mánudaginn 28. desember.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.