Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Side 70

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1998, Side 70
74 iyndbönd LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 m MYNDB/WDA FairyTale: Um átfa og menn * *★ Wright-fjölskyldan býr á býli í sveitum Englands. Látinn sonur hjónanna var heillaður af álfum í lifanda lífi og sá þá hvert sem hann fór. Voru foreldrarnir lítt hrifnir af þeirri áráttu hans, og því fer dóttir þeirra Francis (Elizabeth Earl) lágt með áhuga sinn á álfum. Eftir að frænka hennar Elsie (Florence Hoath) kemur tO dvalar hjá fjölskyld- unni líður ekki á löngu þar til stöllurnar komast í kynni við álfa í ná- grenninu. Hjónin taka þó lítt mark á þeim og bregða stúlkurnar þá á það ráð að ljósmynda álfana. Myndirnar komast á endanum í hendur Sir Arthurs Conans Doyles (Peter 0¥Toole) og Harrys Houdinis (Har- vey Keitel), og er sá fyrrnefndi sannfærður um að þær séu ófalsaðar. Það líður því ekki á löngu þar til stúlkurnar, og álfarnir þeirra, eru á aUra vörum. Eftir að myndin var sýnd í kvikmyndahúsum hérlendis var því haldið fram að sannleiksgUdi sögunnar væri nú lítið þar sem önnur stúlkan hefði viðurkennt að myndimar væru falsaðar. Kvik- myndin tekur aftur á móti ekki afstöðu tU sannleiksgildis frásagnar stúlknanna, þótt töfrandi álfamir séu vissulega sýndir. Reyndar hefði stúlkan/aldraða konan betur farið að ráðum Houdinis og haldið galdr- inum leyndum. Sannleikurinn eyðUeggur óneitanlega sjarma hinnar leyndardómsfuUu ráðgátu. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Charles Sturridge. Aðalhlutverk: Elizabeth Earl, Florence Hoath, Peter OíToole og Harvey Keitel. Bresk, 1997. Lengd: 93 mín. Öllum leyfð. -bæn The Proposition: Gamaldags örlagasaga ruOPÖSlTlON ★★Á Arthur Barrow er forrikur frammámaður i viðskiptalífinu í Bostori á fjórða áratugnum. Hann á í ástríku hjónabandi með eiginkonu sinni, feminíska rithöfundinum Eleanor Bamow. Þau þrá að eignast barn, en hann er óftjór og þau ákveða því að finna staðgengU tU að barna hana. Fyrir valinu verður ungur maður, nýsloppinn úr skóla, en hann verður ástfanginn af Eleanor og neitar að draga sig í hlé þegar verkinu er lokið. í málin blandast siðan prest- ur frá London, sem einnig fellur fyrir Eleanor, en hann tengist Bar- row-hjónunum einnig á annan hátt. Handritshöfundurinn Rick Rama- ge býr tU gamaldags örlagasögu, sem er afar hefðbundin á aUan hátt. Sögumaður (presturinn) lýsir hámelódramatískri og ævintýralega tU- viljanakenndri atburðarásinni á mæðulegan hátt og skýtur heimspeki- legum athugasemdum inn á milli. Persónurnar hljóta flestar fremur tragísk örlög, sem yfirleitt stafa af of mikUli ást á einhverjum, en síð- an er smá plástur í endinn. Þetta er ekki merkUeg saga, en hefur ákveðið nostalgískt gUdi út á hefðina. Frábær leikhópur gerir mynd- ina síðan að vel þolanlegri afþreyingu. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Lesli Linka Glatter. Aðalhlutverk: Kenn- eth Branagh, Madeleine Stowe og William Hurt. Bandarísk, 1997. Lengd: 114 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Polish Wedding: Pólverjar í Detroit ★★ Pzoniak-fjölskyldan telur aUs niu einstaklinga sem dvelja undir sama þaki í borginni Detroit. Hús- móðirin Jodzia (Lena Olin) er stolt af móðurhlut- verkinu en heldur framhjá með kaupsýslumannin- um Roman KroU (Rade Serbedzija). Faðirirm Bolek (Gabriel Byrne) er bakari og vinnur því aUar nætur. Hann sefúr síðan á daginn meðan eiginkonan skúrar. Samvistir þeirra eru því fáar en raf- magnaðar. Strákamir þeirra fjórir eru tU lítilla vandræða en annað verð- ur sagt um dótturina Chala (Claire Danes), sem leiða á kirkjuskrúðgöngu nokkra vegna „hreinleika" síns. Hún er aftur á móti orðin ólétt eftir lög- regluþjóninn Russel Schuster (Adam Trese), sem vUl þó lítið með hana hafa. Tekur Pzoniak-fjölskyldan þá tU sinna ráða. Þetta er um margt áhugaverð kvikmynd en verður því miður aldrei jafn töfrandi og tU var ætiast. Góðir leikarar standa vissulega fyrir sínu en hinn arfaslaki Adam Trese fer langt með að eyðtieggja aUan samleik þeirra á mUli. Þetta er frumraun leikstjórans og handritshöfundarins Theresu ConoUy og gefúr hún fögur fyrirheit, þótt ekki hafi aUt gengið upp að þessu sinni. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Theresa Conolly. Aðalhlutverk: Gabriel Byrne, Lena Olin og Claire Danes. Bandarísk, 1997. Lengd: 98 mín. Öllum leyfð. -bæn The Big Hit Lúðalegur leigumorðingi ★★★■i Mel er besta skinn þrátt fyrir að vera leigu- morðingi. Hann óttast ekkert meifa en að fólki líki ekki vel við hann og reynir þvi hvað hann getur tU að þóknast því. Haún á tvær kærustur sem báðar mergsjúga hann fjárhagslega, og félagar hans í leigu- morðabransanum notfæra sér góðmennsku hans • --- stöðugt og svíkja af honum bónusa sem yfirmaður þeirra greiðir. TU að borga skuldimar samþykkir Mel að taka þátt í mann- ráni með þeim, en þegar í ljós kemur að þeir hafa óvart rænt guðdóttur yf- irmanns þeirra kenna félagar hans honum um aUt. Tengdaforeldrar hans eru í heimsókn, hin kærastan stingur af með peningana hans, og fyrrver- andi félagar hans sitja um líf hans. Brandaramir í myndinni era misfyndn- ir, en hasarinn er alveg hreint yndislegur, bráðfyndinn og feykUega flottur. Hér er sótt í hasarsmiðju Hong Kong, enda leikstjórinn þaðan, og ýktur hasar og litríkar persónur faUa vel að léttúðinni í myndinni, sem tekur sjálfa sig mátulega alvarlega. Myndin er auðvitað út í hött, en þannig á hún líka að vera. Mark Wahlberg smeUpassar í hlutverk lúðans, en er afar líkur sjálfum sér úr Boogie Nights og má sennUega passa sig á aö festast ekki í hlutverkinu. Lou Diamond PhUlips í hlutverki keppinautar Mel er hreint yndislega haUærislegur töffari, og þá er China Chow mjög skemmti- leg í hlutverki guðdótturinnar. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Che-Kirk Wong. Aðalhlutverk: Mark Wahlberg og Lou Diamond Phillips. Bandarísk, 1998. Lengd: 92 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Vandræðabamið David Cronenberg „Þú átt yndislegt barn sem þú sendir í skólann og þegar það kem- ur heim vantar aðra höndina á það. Eftir er aðeins vafinn stúfur. Þú hringir í skólann og þeir segja að þegar aUt komi til aUs hafi þeim fundist að barnið myndi faUa betur í hópinn án handarinnar, sem hafi verið fremur óþekk. AUir væru bet- ur settir með hana aflimaða. Það væri öUum fyrir bestu. Það var ná- kvæmlega þannig sem mér leið.“ Þarna er David Cronenberg að reyna að lýsa líðan sinni í kjölfar baráttu hans við kvikmyndaeftirlit- ið í Toronto vegna myndar hans, The Brood. Hann hafði áður leik- stýrt nokkrum blóðugum hryUings- myndum (t.d Shivers, Rabid), en i The Brood gekk hann lengra en áður í viðleitni sinni tU að koma sínum skuggalegustu fantasíum á framfæri. Myndin innihélt m.a. at- riði þar sem nýbökuð móðir étur eigin fósturfylgju, og David Cronen- berg tókst að koma við kauninn á fleiram en kvikmyndaeftirlitsmönn- um í Toronto. Þá iðju hefur hann stundað grimmt síðan og margsinn- is verið reynt að ritskoða hann. Síð- asta mynd hans, Crash, var um tíma bönnuð í Bretlandi, og flestöll kynlífsatriðin voru klippt út úr myndbandaútgáfunni í Bandarikj- unum. Hann ætti því að vera farinn að sjóast í þessu og tekur það varla eins nærri sér nú orðið og þegar hann lenti í vandræðum með The Brood. Ekki með hneykslunar- áráttu Þrátt fyrir að vera alræmdur sem vandræðabarn i kvikmyndaheimin- um fyrir að gera myndir sem mörg- um finnst hreinlega ógeðfelldar vill hann ekki kannast við að vera vís- vitandi að reyna að hneyksla ein- hvem, og hann lítur ekki á sig sem róttækan kvikmyndagerðarmann. Hann skilgreinir sig sem listamann, og sem slíkur hafi hann það hlut- verk að túlka hugmyndir sínar, hugleiðingar og fantasiur eins og best hann getur, sama hversu óhugnanlegar þær geta verið, án þess að ritskoða sjálfan sig. Allt sem hann geri í kvikmyndum sínum, geri hann til að koma þessu á fram- færi. Á sama hátt vill hann ekki kann- ast við að vera mjög tæknilega sinn- aður, þrátt fyrir að vera þekktur fyrir hugvitsamlega notkun á tæknibrellum. Hann einfaldlega neyðist til að taka tæknina i sína þjónustu til að koma list sinni til skila. Enda eru brellurnar hans yf- irleitt förðunarbrellur af ódýrari sortinni, og tölvuteiknun er eitt- hvað sem hann hefur aldrei komið nálægt. Fágaður leikstjóri Afbökun holdsins, sjúkdómar, geðveiki, hugsanalestur, sjálfsmorð, ofbeldisfullt kynlíf og stökkbreyt- ingar eru meðal umfjöllunarefna Cronenberg, sem aldrei hefur gert Hollywood-mynd, og er einhver sjálfstæðasti sjálfstæði leikstjóri sem til er. Sumar mynda hans hafa þó gengið þolanlega i áhorfendur. The Fly naut nokkurrar hylli, sér- staklega meðal hryllingsþyrstra unglinga. Dead Ringers og Naked Lunch gengu vel i gagnrýnendur, og M. Butterfly var óvanalega „þæg“ mynd af hálfu Cronenberg og inni- hélt engan sjónrænan óhugnað, sem annars er fastur liður hjá honum. Mörgum fannst myndin fágaðri en David Cronenberg við tökur á Crash. Klassísk myndbönd Scanners "421 ★★★★ H ugarorkuhry llingur Scanners er i raun fremur óhefð- bundin Cronenberg-mynd, þ.e.a.s. hún er hefðbundnari en flestar myndir hans. Hún er gerð í skyndi fyrir lítinn pening og sennilega hef- ur hann hreinlega ekki haft tíma til að nostra við söguflækjumar eins og hann hefði kannski viljað. Hann nær engu að síður að gera spenn- andi og skemmtilega hrollvekju, sem í dag stendur upp úr sem einn af hápunktum hryllingsmyndasög- unnar.\ Myndin ftallar um menn sem hafa hæfileika til að beita hugar- orku sinni á ýmsa végu, og kaUast þeir skannar (scanners). Vopna- framleiðslufyrirtækið ConSec hefur verið að reyna að nýta þessa orku, en samkeppnisaðUi myrðir síðasta skannann þeirra. Þeir finna einn skanna, Cameron Vale, og þjálfa hann upp í flýti til að lauma sér í raðir samkeppnisaðilans, sem er öfl- ugur skanni að nafni Darryl Revok. Vale á að finna Revok og koma hon- um og samtökum hans fyrir kattar- nef. Hann er þó ekkert viss um hvort ConSec séu endUega gððu gæjarnir og við rannsókn sína kynnist hann þriðja hópnum, neð- anjarðarhreyfingu sem tengist hvorki ConSec né Revok. Scanners er sennilega ein af auð- skiljanlegustu myndum Cronen- berg, en hún er engu að síöur mynd sem síast hægt inn í meðvitundina, og hún er ein af þessum myndum sem gaman er að sjá aftur. Hug- myndin er sniðug og Cronenberg nær að spinna spennandi og athygl- isverðan vef úr henni, án þess að kafa svo djúpt að hann verði UlskUj- anlegur. Það vantar nokkuð upp á vandvirknina sem einkennir flestar myndir hans, og það má finna stöku gloppur í sögunni, en það spiUir ekki mikið fyrir. Slappur leikhópur og sérstaklega slappur Stephen Lack í aðalhlutverkinu spiUa meira fyrir, en á móti kemur frábær frammistaða Michael Ironside, sem hefur aldrei verið betri en í hlut- verki geðtruflaða Ulvirkjans Revok. Þá er Patrick McGoohan skemmti- lega þumbaralegur í hlutverki Dr. Paul Ruth, sem stýrir skannera- verkefninu hjá ConSec. Lokaatriði myndarinnar, þar sem Vale og Revok berjast hvor við annan með hugarorkunni einni saman, er með magnaðri hryUingsatriðum sem ég hef séð og væri eitt og sér rík ástæða tU að sjá myndina. Fleiri sjónræna konfektmola má finna í myndinni, en lokaatriðið stendur upp úr og heldur uppi heiðri Cronenberg sem meistara ímyndun- araflsins. Fæst í Vídeóhöllinni. Leikstjóri: David Cronenberg. Aðalhlutverk: Stephen Lack og Michael Ironside. Kanadísk, 1980. Lengd: 103 mín. Pétur Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.