Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Qupperneq 2
2
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1998
Fréttir
Snorri Zóphóníasson, vatnamælingamaður hjá Orkustofnun:
Hlaup verður áður
en langt um líður
- gosmökkur meö öskufalli berst í norðurátt
Sverrir Elfesen síar sýni úr Skeiðará í bfl Vatnamælinga Orkustofnunar á
Skeiðarárbrú. DV-mynd Einar Sigurðsson
„Ég hef ekki trú á öðru en að
vatninu í Grímsvötnum takist,
þegar varmi kemur í það, að víkka
út göng þannig að úr því verði
hlaup áður en langt um líður. Þetta
er mín skoðun,“ sagði Snorri Zóph-
óníasson, vatnamælingamaður hjá
Orkustofnun. DV spurði hann um
líkur á hlaupi í Skeiðará vegna eld-
gossins i Grímsvötnum.
„Nei, ekkert mjög stórt, en það
gæti orðið nokkuð snöggt að vaxa
ef bráðnun á sér stað,“ sagði
Snorri enn fremur. Um helgina
hafa vísindamenn talið óliklegt að
stórt Skeiðarárhlaup verði alveg á
næstunni.
- Telur þú að mannvirki muni
skemmast?
„Nei, ég efast um það. Skeiðará
kemur eins og hver önnur jökulá
undan Vatnajökli. Þegar vatn úr
Grímsvötnum kemur í Skeiðará þá
greinist það. Mér skilst að um eitt-
hvað slíkt sé að ræða núna. Menn
sjá breyttan aurburð í grugginu. Ef
það kemur einhvers staðar leki í
gegnum jökulinn þá fer vatnið að
víkka göng. Því hraðar sem vatnið
leggur heitara af stað. Ef vatnið fer
að bræða sér leið gerast hlutirnir
mjög hratt. Hitamælir sem hefur
verið staðsettur í Grímsvötnum
sýnir að hiti vatnsins hefur auk-
ist,“ sagði Snorri.
Hann sagði enn fremur að mörg
smáhlaup hefðu orðið frá gosinu
1996 og svo virtist sem einhver leki
væri frá Grímsvötnum. Mælingar
við Skeiðarárbrú bentu til þess.
Um 50 km eru frá Grímsvötnum að
jökulröndinni.
Aska farin að dreifast víða
Gosið í Grímsvötnum var jafnt
og stöðugt í allan gærdag. Páll
Halldórsson jarðeðlisfræðingur
sagði við DV í gærkvöldi að þó svo
að dregið hefði úr gosinu miðað
við í byrjun væri útilokað að spá
neinu um hve langt það verði.
„Slíkt eru bara vangaveltur.
Gosið stendur bara yfir,“ sagði
hann. „Miðað við það sem við sjá-
um á okkar mælum þá hefur verið
mjög svipaður gangur í þessu.“
Vísindamenn skoðuðu gosstöðv-
amar í gærmorgun. Síðan breytt-
ist veðrið þannig að norðlæg átt
varð suðlæg sem þýddi að aska
„fór að nálgast Norðurlandið",
eins og Páll orðaði það. Flugvél til-
kynnti um það þegar líða tók á
daginn i gær að aska væri farin að
setjast vlða fyrir norðan Vatnajök-
ul. Skyggnið versnaði mjög og
vindur jókst. Það hefur í for með
sér að askan dreifist mun hraðar
og víðar en hún gerði í upphafi
gossins, á fostudag og laugardag,
þegar veðrið var mjög stillt og fag-
urt.
Almannavarnir hafa ákveðið að
minnka „bannsvæði" niður í 5
kílómetra radíus frá gosstöðvun-
um.
Páll sagði að gosið hefði í gær
komið meira upp úr sömu rásinni
miðað við 4-5 gosstaði við rætur
Grímsfjalls á fostudag.
Gert er ráð fyrir suðlægri vind-
átt í dag, mánudag, 4-5 vindstig-
um, þannig að öskufallið mun
ganga til norðurs. Á morgun er
gert ráð fyrir suðaustanátt sem
þýðir að öskufallið mun dreifast til
norðvesturs. Reiknað er með svip-
uðu veðri á miðvikudag.
-Ótt/hlh
Þegar menn keyra yfir Skeiðarársand biasir tignarlegur gosstrókurinn frá Grímsvötnum við. í forgrunni eru Skeiðar-
árjökull og Skaftafellsjökull. DV-mynd Einar Sigurðsson
Saumastofa á Hellu:
Skortur á starfsfólki
leiðir til uppsagna
„Við gætum haldið áfram ef við
fengjum fólk i vinnu. En á þessum
Iðjutöxtum fæst enginn í vinnu,“
sagði Guðrún Óskarsdóttir, verk-
stjóri hjá Sjóklæðagerðinni Max og
66 gráðum norður á Hellu.
Útibú fyrirtækisins á Hellu hefur
nú verið starfrækt í tæpt ár og nið-
urstaðan sú að búið er að segja upp
öllu starfsfólki, sex að tölu, og hætt-
ir þaö 31. janúar næstkomandi ef að
líkum lætur.
Fyrirtækið hefur starfrækt
saumastofu á Hellu og sérhæft sig í
sjó- og regnfatnaði alls konar. Áö
sögn forráðamanna eru verkefnin
næg en skortur á starfsfólki hefur
gert þeim erfitt fyrir. Samkvæmt
samningum Iðju getur fyrirtækið
boðið starfsfólki sínu upp á 70 þús-
und króna mánaðarlaun.
„Það lifir enginn á því og enginn
vill vinna fyrir slík laun,“ sagði
einn starfsmannanna sex i samtali
við DV í gær.
Atvinnuþróunarsjóður Suður-
lands og hreppar víðs vegar á Suð-
urlandi hafa verið þátttakendur í
rekstri saumastofunnar. Reynt
verður til þrautar að fjölga starfs-
mönnum svo ekki þurfi að leggja
reksturinn af. -EIR
Sveitir sunnan Vatnajökuls:
Búpeningur settur í hús
Að sögn lögreglunnar á Höfn
hafði öskufall frá eldgosinu aukist
og breiðst sífellt meira út fram yfir
hádegi í gær. Snjór var orðinn
dökkur og askan þakti þök húsa i
nágrenninu.
Almannavamir ríkisins beindu
þeim tilmælum til bænda i nágrenn-
inu að þeir settu búpening sinn í
hús svo hann skaðaðist ekki af flú-
ormagninu í öskunni.
-GLM
Jóladansleikur skautafélagsins Bjarnarins fór fram á skautasvellinu í
Laugardal í gær. Jólasveinnin var að sjálfsögðu mættur og skemmti börnum
og fullorðnum á ísnum. DV-mynd HH
Stuttar fréttir dv
Astþór mótmælir
Ástþór Magnússon hefur mót-
mælt því fyrir hönd samtakanna
Friður 2000 að
utanríkisráðu-
neytið hafi neit-
að að senda
áfram til Sam-
einuðu þjóð-
anna formlega
beiðni um flug-
leyfi til Bagdad.
Safnast hafa fimm tonn af jólagjöf-
um til barna í írak á vegum Friðar
2000. RÚV greindi frá.
BSRB áréttar
í tilefni af samningum um yfir-
töku ríkisins á rekstri Sjúkra-
húss Reykjavíkur árétta stéttar-
félög starfsmanna sem hlut eiga
að máli og heildarsamtök þeirra,
BSRB, að staðið verði í hvívetna
við þá kjarasamninga sem í gildi
eru.
Þrefaó um flutning
Starfsfólk Landmælinga hittir
lögmann sinn í dag vegna dóms
Hæstaréttar um að flutningur
stofnunarinnar hafi verið ólög-
mætur. Talsverð óvissa er um
hvemig þessum málum lyktar en
Alþingi samþykkti um helgina
lög sem heimila flutning stofnun-
arinnar. Þau taka hins vegar ekki
gildi fyrr en um áramót.
Margrét skammast
Margrét Frímannsdóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins,
sagði í umræðum um frumvarp
til breytinga á lögum um stjóm
fiskveiða á Alþingi á fostudag að
ekki væri sæmandi ráðamönnum
þjóðarinnar að saka Hæstarétt
um að rugla saman hugtökum í
nýuppkveðnum dómi sínum.
Ríkið borgar gjöf
Stjómarandstæðingar vöktu
við afgreiðslu fjárlaga athygli á
að ríkið hyggst
veita 38 milljón-
um króna við
undirbúning og
frágang bygg-
ingar norskrar
stafkirkju í
Vestmannaeyj-
um. Kirkjan er
þjóðargjöf Norðmanna í tilefhi af
1000 ára afmæli kristnitöku hér á
landi. Ámi Johnsen segir að ekk-
ert sé athugavert við fjárveiting-
una. RÚV greindi frá.
Ríkið selur hlutabréf
Sexhundruð milljóna króna
hlutur ríkisins og Landsbankans í
íslenskum aðalverktökum verður
boðinn út i dag. Hlutabréfin verða
ekki seld í áskriftasölu eins og í
sölu hlutabréfa ríkisins í öðram
stofnunum undanfarið, heldur
verða þau seld í tilboðssölu. Stöð
2 greindi frá.
Þjóðbúningar
Davíð Gíslason framleiðir ís-
lenska þjóðbúninga og upphluti í
Taílandi fyrir mun minni kostnað
en þekkist við framleiðlu búning-
anna hér á landi. Formaður sam-
starfsnefndar um íslenska þjóð-
búninginn segir að framleiðslan
sé ekki samkvæmt þeirra hug-
myndum og að fylgjast verði vel
með slíkri framleiðslu. Stöð 2
greindi frá.
Gæludýr í jólagjöf
Sjónvarpið greindi frá því að
gæludýr væru vinsæl jólagjöf fyr-
ir þessi jól. Skiptar skoðanir em
um hvort það sé heppilegt. For-
maður Sambands dýraverndunar-
félaga segir það ábyrgðarlaust en
gæludýrakaupmenn eru því
ósammála.
Friðrik kvaddur
Friðriki Sophussyni voru þökk-
uð störf sin á Alþingi á síðasta
fundi fyrir jóla-
frí. Þetta var
síðasti þing-
fundur Friðriks
en hann tekur
við störfum
sem forstjóri
Landsvirkjunar
um áramót.
Friðrik hefur átt sæti á Alþingi
síðan 1978. Stöð 2 sagði frá þessu.
-KJA