Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1998 Fréttir Stuttar fréttir i>v Kirkjugaröar Reykjavíkur mismunuðu konu viö forstjóraráðningu: Höfðu ekki áhuga á að tala við mig - Hæstaréttardómur hefur enga þýöingu, segir stjórnarformaöur „Mér finnst að það eigi að auglýsa stöðuna aftur. Stöðuveitingin var ólöglegt," segir Ólína Torfadóttir sem finnst hún hafa fengið uppreisn æru gegn Kirkjugörðum Reykjavíkur eftir nýgenginn dóm Hæstaréttar. DV-mynd ÞÖK Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að þegar stjórn Kirkjugarða Reykjavíkur réð Þór- stein Ragnarsson í stöðu forstjóra stofnunarinnar frá og með 1. janúar 1995 þá heföu jafnréttislög verið brotin. Dómur er genginn þess efnis að málsmeðferð stjórnarinnar hefði brotið gegn lögum um jafha stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Kirkjugarðamir vom á hinn bóginn sýknaðir af 9,9 milljóna króna bóta- kröfu Ólínu Torfadóttur. Ólína, sem nú er hjúkrunarfor- stjóri við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, var einn umsækjendanna um stöðu forstjóra Kirkjugarðanna seint á árinu 1994. 33 umsækjendur vom um starflð. Síðan var „fækk- að“ niður í þrettán umsækjendur og svo fimm sem stjómin átti að kjósa um. Ólína var ekki í þeim hópi og taldi hún að þau vinnubrögð brytu í bága við jafnréttislög. „Ég var einn af þrettán umsækj- endum um starfið og var tekin í við- tal sem reyndist mjög sérstakt. Mín upplifun var sú að greinilegt var að þeir hefðu engan áhuga á að tala við Eldur í kerta- skreytingum Slökkviliðið í Reykjavik var kallað að heimili í Borgartúni i gær þar sem eldur logaði í kerta- skreytingu. Slökkviliðið var einnig kallað vegna elds í kertaskreytingu á heimili í Hraunbæ í fyrradag. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu eru brunar af völdum kertaskreyt- inga algengir um þessar mundir og því rétt aö hvetja fólk til að fara varlega. Slökkviliðið var einnig kallað að húsi viö Skólavörðustíg þar sem eldur logaði á pönnu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en reykræsta þurfti húsið vegna mik- ils reykjarkófs. Ein kona í húsinu var flutt á slysadeild til skoðunar. -GLM mig. Síðan voru fimm aðilar valdir úr, allt karlmenn, og kosið var um þá. Ég spurði hvort búið væri að ráða i starfíð en mér var svarað að svo væri ekki,“ sagði Ólína. Úr varð að Þórsteinn var ráðinn og hefur hann gegnt starfinu í rétt tæp fjögur ár. Þegar málið var sótt í undirrétti komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að Kirkjugarðam- ir hefðu ekki brotið lög um jafnrétti gagnvart Ólínu. Kæmnefnd jafnrétt- ismála áfrýjaði þá málinu fyrir hönd hennar. Niðurstaðan liggur nú fyrir. Hæstiréttur segir að fram- kvæmdastjórn Kirkjugarðanna hefði brotið lögin með því að velja Ólínu ekki í þann hóp umsækjenda sem stjómin kaus síðan um. Þannig hafi henni ekki verið veittur kostur til jafns við karlana að leggja um- sókn sína fyrir dóm allrar stjómar- innar sjálfrar: „í því vom fólgin alvarleg mistök, sem meta verður á þann veg, að henni (Ólínu) hafi verið mismunað við ráðninguna í starfið . . . Hefur stefndi ekki sýnt fram á, svo viðhlít- andi verði talið, aö aðrar ástæður en kynferði hafi legið til þessarar mismununar," segir í dóminum. Að þessu virtu telur Hæstiréttur aö lög um jafnan rétt karla og kvenna hafi verið brotin en telur ekki ástæðu til að dæma Ólínu bætur. „Mér flnnst að það eigi að aug- lýsa stöðuna aftur. Stöðuveitingin var ólögleg," sagði Ólina í samtali við DV. Ráðningin stendur Dómur Hæstaréttar klofnaði, tveir af fimm dómuram töldu að staðfesta bæri héraðsdóminn sem sýknaði Kirkjugarðana. „Við munum ræða þennan dóm í stjóminni. En ég fæ ekki séð að hann hafi neina þýðingu," sagði Jó- hannes Pálmason, formaður stjóm- ar Kirkjugarða Reykjavíkur, viö DV í gærkvöld. „Ráðning Þórsteins stendur þó svo að lög um jafnrétti hafi verið brotin þegar ákveðið veir um hverja skyldi kosið. Hæstiréttur segir að ekki hefði verið hægt að fullyrða hver úrslit kjörsins hefðu orðið ef konan hefði verið með, þess vegna var ekki hægt að dæma henni bætur. Ráðningin var því lögmæt. Þetta er mín túlk- un,“ sagði Jóhannes. -Ott Burt með forsetann Clinton Bandaríkjafor- seti bauð stelpu inn á kontórinn hjá sér í Hvíta húsinu og áður en hann vissi af, var hún farin að totta typpið á honum. Clinton færðist undan því að skýra frá þessum at- buröi og nú hefur Banda- ríkjaþing ákveðið að ákæra hann fyrir mein- særi og svik við stjómar- skrána og foðurlandið og ef allt fer sem horfir, má búast við því að Clinton hrökklist úr embætti áður en kjörtímabilið er úti. Þeir eru vandir að virð- ingu sinni fyrir vestan. Það er sosum allt í lagi að halda fram hjá og þar er kannske í lagi að láta ein- hverjar stelpur totta á sér typpið. Telst enginn höf- uðsynd, en hitt að neita að segja alþjóð frá þvi og víkja sér undan að svara spumingum um þennan atburð, nær náttúrlega ekki nokkurri átt og varð- ar brottvikningu úr forsetastarfi. Stundum geta forsetar i Bandaríkjunum vikið sér undan svöram, þegar öryggi þjóöar og lands er í hættu. Þá má forsetinn neita og ljúga og fremja hvaða glæp sem er. Hann má jafnvel gefa út tilskipanir um að drepa menn og hefja styrj- aldir ef því er að skipta. Jafnvel þótt forsetar taki rangar ákvarðanir í slíkum smámálum og láti drepa vitlausa menn eða saklausa menn, þá bítt- ar það engu. En ef forsetinn neitar að segja frá kynferðislegum athöfnum sínum er voðinn vís. Þá er honum samstundis vikið úr embætti. Nýlega kusu repúblikanar nýjan leiðtoga fyrir sinn flokk í þinginu, Livingstone að nafni. Livingstone er ekki fyrr búinn að taka við því embætti, þegar fjölmiðlar upplýsa að sá hinn sami hafi haldið nokkrum sinnum framhjá, og nú hefur hann sagt af sér og segist þar að auki ætla að hætta þingmennsku á næsta ári. Fyrir þetta harakiri, er Livingstone talinn meðal merkustu núlifandi Bandaríkjamanna. Clinton, sem var kosinn forseti fyrir sex áram, hefur hins vegar þráfaldlega neitað að segja af sér fyrir það að hafa látið stelpu totta á sér typpið án þess að segja strax frá því. Hann er fyrir vikið í miklu minni metum heldur en Livingstone. Ekki kannske beint fyrir að leyfa stelpunni að hafa við sig kynmök. Það þykir í lagi. Heldur að segja ekki strax frá því. Það líkar bandarískum þing- mönnum ekki. Þetta er sem sagt munurinn á góðum stjórn- málamanni og slæmum stjórnmálamanni í Bandaríkjunum. Sá er dáður og virtur sem játar á sig syndina. Hinn er niðurlægður, sem hefur ekki hugrekki til að lýsa bólfóram sínum eins og karlmanni sæmir. Eins og sönnum Bandaríkja- manni sæmir. Eins og bandaríska fulltrúadeildin gerir skilyrðislausa kröfu til. Þess vegna rétta bandarískir þingmenn upp hendurnar og víkja forseta sínum úr starfi, þegar hann neitar að segja þeim frá hvemig honum fannst það að láta stelpuna totta sig. Dagfari Færeyingar læknaðir Að sögn Morgunblaðsins er lík- legt að færeyskir sjúkhngar sem þurfa á sjúkra- húsmeðferð að halda utan Fær- eyja muni sækja hana til íslands í auknum mæli. Til að ræða þessi mál hefur Helena Dam, félags- og heilbrigðismálaráð- herra Færeyja, boðið Ingibjörgu Pálmadóttur tO Færeyja. Útlendingar í fiski í sumum fiskvinnslufyrirtækj- um úti á landi er allt að helmingur starfsmanna útlendingar. Þetta veldur m.a. því að kjarabarátta fiskvinnslufólks verður mun erfið- ari. Ástæðan fyrir þessu háa hlut- falli útlendinga er sögð vera mikill fólksflótti íslendinga af lands- byggðinni. Dagiu- greindi frá. Jafnréttiskæra Ingibjörg Eyfells, fyrrverandi deildarstjóri leikskóladeildar Ak- ureyrarbæjar, hefur beðið kæru- nefnd jafnréttismála að athuga hvort kjör hennar hjá leikskóla- deildinni hafi brotið gegn jafnrétt- islögum. Ef svo er myndi það kosta Akureyrarbæ milljónir í skaðabæt- ur. Dagur greindi frá þessu. Áfengisbannið í gildi Dómsmálaráðuneytið og heil- brigðisráðuneytið hafa bent fjöl- miðlum á að bann við auglýsing- um á áfengi sé enn í fullu gildi. Jafhframt tOkynnti ráðuneytið að ríkissaksóknari hafi beðið aOa lög- reglustjóra að rannsaka öO meint brot á því banni. Fyrsti slagurinn Á fundi ungra jafnaðarmanna í Reykjaneskjördæmi í gær tókust þeir Árni M. Mathiesen og Ágúst Einarsson á um stöðu sjávarútvegs og fiskveiðistjóm- unar. VOdu ungir jafnaðarmenn meina að þama hafi verið á ferðinni fyrsti kosninga- slagurinn utan veggja Alþingis. Álögur á sjuklinga í fréttatilkynningu frá Lyfjahópi Samtaka verslunarinnar segir að fyrirhugaðar breytingar á reglu- gerð um greiðslur almannatrygg- inga í lyfjakostnaði muni hafa í fór með sér 200 miOjóna króna auka- álögur á sjúklinga. Það finnst hópnum ekki vera góð jólagjöf frá heObrigðisráðherra. Ekki dregin af launum Fyrir skömmu var sagt frá því að vera starfsmanna ÍSAL í veislu þeim tO heiðurs yrði dregin frá launum þeirra. Starfsmönnum hefur hins vegar nú verið tOkynnt að þeim sem af var dregið verði endurgreiddir peningamir við næstu útborgun. Skip frá Chile Fyrir helgi undirritaði Útgerðar- félagið Huginn ehf. í Vestmanna- eyjum samning við skipasmíðastöð í ChOe um smíði og kaup á nýju fiskiskipi. Skipiö verður með stærri skipum íslenska fiskiskipa- flotans og mun þaö stunda veiðar í nót og flottroU. Morgunblaðið greindi frá þessu. Drög aö Schengen Drög að nýjum samningi um að- ild Islands og Noregs að Schengen- vegabréfasamstarfinu voru undir- rituð á fostudag. Fyrirvarar Spán- verja eru nú eina hindrunin fyrir því að samningurinn verði form- lega samþykktur. Morgunblaðið greindi frá þessu. Kvikmyndir studdar Á laugardaginn undimituðu Bjöm Bjarnason menntamálaráð- herra og Geir H. Haarde fjármála- ráðherra sam- komulag við aðOa í kvikmyndagerö um eflingu kvik- myndageröar í gegnum Kvik- myndasjóð íslands á næstu fjórum árum. -kja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.