Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Page 6
MANUDAGUR 21. DESEMBER 1998 Fréttir kraftmikill orkudrykkur TiLBOÐ icil.- % .. ÖPBMLGJUPOPP iffl 139,- i*D.- APPOLOI BLðlUDaDUr LaKKPISPOKi TiLBOÐ 95/ áDLT ijúr 'Æ3M . Ga/axví * § TilBOÐ 55." 7ú.- />\arud SKPÚPUP Ilffl 109.- 3"»r ióá.- BÓNUSUIDEO Leignn i þSnu hverfi Fjárlög afgreidd rétt fyrir jólafrí Alþingis: Algjörlega óásætt anleg vinnubrögð - segir Gísli S. Einarsson um útgjaldaaukningu Alþingismenn fóru í jólafrí þeg- ar langt var liðið á aðfaranótt síð- astliðins sunnudags eftir annir síð- ustu daga. „Ég er ánægður með að okkur tókst að ljúka málum sam- kvæmt starfsáætlun þingsins. Auð- vitað var tekist á um málin en það var góður sam- starfsvilji meðal þingmanna um að ljúka þessum mörgu málum sem fyrir lágu,“ sagði Ólafur G. Einars- son, forseti Alþing- is, við lok þings- ins. Þing kemur saman þann 6. janú- ar að loknu jólaleyfl sem er óvenju stutt þetta árið. Óánægju gætir meðal sumra þingmanna vegna þessa stutta jólaleyfis en ástæðan er vilji ríkisstjómarinnar til að ræða sem fyrst um breytingar á lögum um fiskveiðistjómun vegna kvótadóms Hæstaréttar. Ólafur G. Einarsson. Áætlað er að þingi ljúki þann 10. mars vegna alþingiskosning- anna þann 8. maí á næsta ári. Mikil útgjaldaaukning Um 30 mál vom samþykkt í þing- inu. Þar á meðal má nefna breyting- ar á lögum um flutning Landmæl- inga sem heimila flutning stofnun- arinnar til Akraness eftir dóm Hæstaréttar um að flutningurinn væri ólöglegur. Einnig var sam- þykkt fjárframlag við 400 m2 við- byggingu við Alþingi sem mun rísa vestan við alþingishúsið og tengjast því með glergöngum. f húsinu verð- ur m.a. matstofa þingmanna, örygg- isbúnaður þingsins og aðstaða fyrir fréttamenn. Fjárlög næsta árs vora hins vegar stærsta málið sem fór í gegnum þingið nú. Stjórnarandstaðan er ósátt við vinnubrögð stjómarflokk- anna við afgreiðslu frumvarpsins. „Það var sagt að forsendur fram- varpsins yrðu ekki endurskoðaðar en á einni viku urðu allt í einu til tekjur upp á 3 milljarða og 708 millj- ónir. Skýringin var einfaldlega sú að það vantaði tekjur af því út- gjaldagleði ríkisstjómarinnar er svo mikil. Við eram ósátt við hvem- ig þessar tekjur koma fram. Ef þær eru til mátti alveg sjá það fyrir 1. október í haust því ekkert nýtt hefur komið fram sem skýrir þennan tekjuauka. Þetta er mesta tekjuaukn- ing sem sett hefur verið frá fyrstu umræðu til lokaumræðu frá upphafi vega og þetta er mesta út- gjaldaaukning sem átt hefur sér stað í meðforum þingsins hingað til. Þetta era því algjörlega óásættanleg vinnubrögð hjá ríkisstjóminni, „ segir Gísli S. Einarsson, þingflokki jafnaðarmanna, sem á sæti í fjár- laganefnd. -GLM Gfsli S. Einarsson. Lögreglunni tókst að þröngva ölvuðum ökumanni út í kant eftir mikinn eltingarleik á höfuðborgarsvæðinu. DV-mynd HH • • Eftirför lögreglunnar: Olvaður og rettinda laus á ofsahraða Lögreglan i Reykjavík og lögregl- an í Kópavogi veittu ölvuðum og réttindalausum ungum ökumanni eftirfor langa leið um Kópavog og Breiðholt aðfaranótt sunnudags. Lögreglan í Kópavogi hugðist stöðva ökumanninn er hann virti ekki stöðvunarskyldu. Ökumaður- inn gaf hins vegar í í átt til Reykja- víkur í stað þess að stöðva og var lögreglan í Reykjavík þá kölluð til. Ökumaðurinn ók síöan á ofsahraða í áttina út úr bænum og var lögregl- an á Selfossi og sjúkrabíll þá kölluð út til að aka á móti ökumanninum. Að lokum tókst lögreglunni að þröngva bílnum út af veginum, þeg- ar ökumaðurinn hægði á sér, og munu báðir bílamir hafa skemmst nokkuð við það. -GLM Vatnsflóð í heilsugæslunni á Hvammstanga Vatnssía í kaldavatnsleiöslu í Heilsugæslunni á Hvammstanga bilaði aðfaranótt 18. desember með þeim afleiöingum að vatn fossaði um allt og var u.þ.b. 5 sm djúpt vatn á öllum gólfum í hús- inu þegar starfsfólkið mætti til vinnu í morgun. Aö sögn Helgu Stefánsdóttur hjá Heilsugæslunni eru það aðallega gólflistar og veggfóður og svo tréhúsgögn sem hafa látið á sjá. Skemmdir á tækj- um stofnunarinnar era litlar sem engar. Slökkviliðið á Hvammstan- gat var ræst út til að dæla burt vatninu og giskuöu slökkviliðs- menn á að þaö hefðu verið um 4000 1 sem þeir dældu upp. Tók það slökkviliöið u.þ.b. 2 klst. að dæla vatninu burt. -GJ Hið nýja húsnæði SBK hf. í Grófinni 2-4 í Keflavík. DV-mynd Arnheiður SBK flytur starfsemi sína DV, Suðnrnesjum: SBK hf. hefur nú flutt starfsemi sína frá Hafnargötu 12 í Keflavík í stærra og betra húsnæði í Grófinni 2-4. Nú er öll starfsemin undir einu þaki, það er skrifstofur, verkstæði, þvottaaðstaða og pakkaafgreiðsla. SBK hf. hefur séð um áætlunarferð- ir milli Suðurnesja og Reykjavlkur um áratugaskeið. Auk þess hefur fyrirtækið séð um strætisvagnaakst- ur í Reykjanesbæ, í Keflavík, Njarð- vík og Höfnum síðastliðin tvö ár. Yfir sumartímann er verulegur hluti starfseminnar akstur með er- lenda og innlenda ferðamenn um landiö. Fyrirtækið er með 16 bfla í hópferðum og strætisvagnaakstri. Starfsmenn eru rúmlega tuttugu og nýráðinn framkvæmdastjóri er Ein- ar Steinþórsson. -AG md l«Ér Vilja prófkjör Ekki era allir sjálfstæðismenn í Reykjavík sáttir við þá hugmynd að stilla upp á framboðslista fyrir alþingiskosningarnar í vor. Á fundi í stjóm fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavik á dögun- um fór fram óform- leg atkvæða- greiðsla vegna málsins. Þegar niðurstaða lá fyr- ir kom mörgum á óvart hve margir studdu hugmynd um prófkjör. Meöal þeirra sem banka fast á prófkjörsdyrnar era Ari Edwald, aðstoðarmaður ráðherra, Hanna Birna Krist- jánsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi. Nú er spurt hvað kapteinn og hans menn gera. Sandkomi er tjáð að niður- staða fáist eftir áramót... Ég, um mig... Þegar kveikt var á jólatrénu í Hafnarfirði var ýmislegt til skemmtunar eins og siður er við slíkar athafnir. Hins vegar fór að þyngjast brúnin á viðstöddum þegar Þorsteinn Njálsson læknir, bæjarfulltrúi og umsækjandi um landlæknisstöðu, flutti ávarp. Ekki vegna þess að ávarpið væri leið- inlegra en önnur ávörp flutt við slík tækifæri heldur vegna þess að Þorsteinn læknir virðist þjást af málfars- sjúkdómi sem nefndur er þolfalls- sýki. Samkvæmt viðstöddum sagði hann „bömin hlakkar" til jólanna en eins og margir vita á að segja börnin hlakka til jólanna. Þeim sem annt er um tunguna flúðu af vettvangi... Inn og út Nafnaraglingur kemur af og til fyrir í fjölmiðlum og er alltaf jafn vandræðalegur. Á dögunum kom Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra fram í Sjónvarpinu. í myndatexta stóð „Halldór Ásgríms- son (D)“ sem þýðfr að þar tali Halldór Ásgrímsson frá Sjáifstæðisflokki. Það ætti ekki að hafa farið fram- hjá neinum að nefhdur Hafldór er formaöur Fram- sóknar en þeim á Sjónvarpinu finnst hann kannski vera orðinn svo hægrisinnaður að hann geti alveg eins verið D-maður. Enn öðrum datt í hug að þar sem Framsókn væri opin í báða enda heföi Halldór dottið út hægra megin þegar Kristinn H. Gunn- arsson kom inn vinstra megin ... Kinnhestar íshestar, fyrirtæki Einars Bolla- sonar, hefur nú sameinast Kynnis- ferðum. Verður sameiningin vænt- anlega til þess að efla hesta- og rútuferðir um landið þvert og endi- langt. Reyndar sjá margir ofsjónum yfir því veldi sem Flugleiðfr eru orðn- ar beint og óbeint í ferðabransanum og fannst það nógu stórt fyrir. En það er nú önnur saga. Hitt er skemmtilegra að gárungar, sem ekkert sjá í friði frekar en fyrri daginn, voru ekki lengi að gera sér mat úr þessari sameiningu fyrir- tækjanna. Án þess að depla auga kalla þeir hið nýja sameinaða fyrir- tæki Kinnhesta... Umsjón: Haukur L .Hauksson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.