Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1998, Side 12
12 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1998 Spurningin Ef þú ættir þér eina ósk, hver væri hún? Arnar Jónsson verkamaður: Að Coventry yrði bikarmeistari í ensku knattspyrnunni. Una Sæunn Jónsdóttir nemi: Fara í heimsreisu. Hannah McVeety, 9 ára: Fara aft- ur til Bandaríkjanna. Steinþór Friðriksson verkamað- ur: Ég veit það ekki. Einar Valur Einarsson tækja- maður: Að taka slátur. Drengur Óla Þorsteinsson nemi: Að KR-ingar verði aldrei íslands- meistarar í knattspymu. Lesendur Folduævintýri lok- ið að þarflausu „Ég tel að ástæðu gjaldþrots Foldu megi rekja til hugmyndafátæktar og stöðn- unar sem einmitt byggðust á gömlum klisjum um værðarvoðir og trefla. - Úr saumastofu Foldu á Akureyri. Jónas Sigurðsson skrifar: Nú hefur enn eitt ullariðnaðar- fyrirtækið lagt upp laupana. Lílk- lega það síðasta á íslandi. Fyrir- tæki þetta sem var stofnað upp úr rústum Álafoss, hefur kannski bara þess vegna ekki átt langa líf- daga fyrir höndum, þótt að öðru leyti kynni það að eiga framtíðina fyrir sér. Saga Álafoss var orðin dapurleg undir það síðasta. Þar voru við stjómvölinn menn, sem komu úr hinum og þessum hom- um samfélagsins, og ekki allir með ýkja stórbrotna fortíð að baki í stjómun fyrirtækja. Nú er sem sé búið að loka Foldu og 30 manns standa uppi atvinnulausir. í sjónvarpsfréttum sl. mið- vikudag kom fram að reksturinn hefði orðið illa úti m.a. vegna samkeppni í framleiðslu værðar- voða í Eystrasaltsríkjunum. í sömu frétt sagði að byrjað hefði verið á framleiðslu kuldagalla sem hefðu verið „prufukeyrðir" í Everestleiðangri nokkurra ís- lendinga. Svona flík hefði t.d. verið upplögð til framleiðslu áfram og auglýst og seld undir einhverju merki sem tengdist Everest-leið- angrinum. Hvers vegna það var ekki reynt kom ekki fram í frétt- inni. Mér sýndist á fréttinni um Foldu sl. miðvikudag, og oftar áður, að konur þar fengjust mest við að sníða trefla eða einhverjar tuskur, sem ekki virðast til stórræðanna á heimsmarkaði. Auðvitað byggist svona fram- leiðsla á stöðugri þróun framleiðsl- unnar, að flnna upp nýjar og nýjar tegundir til sölu sem ganga á mark- aðinum. Fatnaður sem hefur verið notaður t.d. í frægum leiðöngrum er vís til að seljast. Það kostar að vísu fé að koma slíkri framleiðslu á framfæri, en það hefði kannski ver- ið þess virði að reyna það. Ég tel að ástæðu gjaldþrots Foldu megi rekja til hugmyndafátæktar og stöðnimar sem einmitt byggðust á gömlum klisjum um værðarvoðir og trefla. Það er eftirsjá að svona ffam- leiðslueiningu, sem myndi, ef vel hefði verið að staðið, getað gengið með fullum afköstum og skilað arði. Forréttindi í sköttum og fríðindum Finnbogi skrifar: Ég las prýðilegan pistil eftir Ásgeir Sverrisson í Morgunblaðinu snemma í nóvember þar sem hann tekur fyrir Skatta og forréttindi. Hann ályktar sem svo, að margir stjómmálamenn taki pólitíska hags- muni sína ffam yfir þá skyldu sína að tryggja að landsmenn allir skuli njóta sama réttar. - Já, það er und- arlegt, og reyndar með ólíkindum, að enn skuli það vefjast fyrir kjörn- um fulltrúum okkar á Alþingi að af- nema þá mismunun sem felst í sér- stökum skattfriðindum eins og t.d. sjómannastéttarinnar - og reyndar líka æðsta embættismannsins, for- seta íslands. Þingmenn sem þó hafa hreyft við þessu máli hafa ekki átt upp á pall- borð félaga sinna á Alþingi. Maður eins og t.d. Pétur H. Blöndal hefur lýst sig eindreginn andstæðing sjómanaafsláttarins. Félagar hans á þingi verða þá langleitir og ská- skjóta augunum niður á gólf eða reyna að komast hjá því að hlusta á málflutning Péturs. Þeir þurfa þá skyndilega á salemið eða að taka eina skák. Það fellur heldur ekki í frjóan jarðveg að ræða dagpeninga opin- berra embættismanna, þ. á m. þing- manna. Sami þingmaður hefur lýst því yfir í heyranda hljóði, að hann hafi það fyrir sið að gefa þá dagpen- inga sem hann kemur með í vasan- um úr ferðum til útlanda til góð- gerðarstarfsemi einhvers konar. Hvaða afstöðu þingmenn hafa gagn- vart þessum málum væri fróðlegt að vita. Enginn fjölmiðill virðist þora að leggja í þá orrustu. En þarf einhverja orrustu til? Framkvæmd kvótans Konráð Friðfinnsson skrifar: Vitað er að íslenskt samfélag lifir að mestu á fiskveiðum og skipin, stór og smá, sækja björg í bú. Þegar ég, á sautjánda ári, byrjaði til sjós, veiddu karlamir á þeim tíma sólar- hringsins sem best hentaði útgerð og skipi. Því má með sanni segja að „farvegur" bátanna hafi verið i nokkuð fostum skorðum. Einu stoppin er 'menn fengu í þann tfð vom á milli úthalda, vegna þess að þá þurfti að „skvera" skipin og gera klár fyrir næsta úthald. Þannig gekk þetta lengi vel. Síðan fara menn að drepa fingri á málin til að stjóma sjósókninni, og kvótinn varð til. I byrjun þó í tals- þjónusta allan sólarhringii ■ sima 5000 Willi kl. 14 og 16 stj órnarskrárbrot? Samkvæmt áliti æðsta dómsvalds lýðveldisins virð- ist sem rikisvaldið hafi gengið á svig við stjórnar- skrá lýðveldins, segir Konráð í bréfinu. vert öðmvísi útfærslu en viðgengst í dag. En smám saman þróuðust þessi mál í þann farveg sem nú gild- ir. í hálfgert ófremdarástand, þar sem búið er aö loka vissum „hring- um“ með þeim afleiðingum að ill- mögulegt er fyrir nýja aðila að kom- ast inn. Mér era minnisstæð ummæli skipstjóra og útgerðarmanns sem hljóma á þann veg, aö ekki þýddi neitt fyrir hann, þ.e. skipstjórann, að sækja um loðnuleyfi. Búið væri að loka hringnum. Á marg- an hátt er hægt að líkja þessu kerfi við styrkjakerfið sem bændur búa við og tryggir þeim vissa afkomu. Þótt vita- skuld sé þar ekki um sömu hluti að ræða, þá er þar vissan samhljóm að finna. Síðan gerist það að einhver fer með mál- ið alla leið fyrir Hæstarétt. Og sam- kvæmt úrskurði rétt- arins er um stjómar- skrárbrot að ræða. Samkvæmt stjómarskránni er ekki hægt að meina landsmönnum aðgang að fiskimiðunum umhverfis landið, svo fferni einstaklingarnir hafi yfir bátum að ráða. Maður trúir því vart að ríkisvaldið hafi gengið á skjön við stjómarskrá lýðveldisins í jafn stóm máli og hér um ræðir. - En samkvæmt áliti æðsta dómsvalds lýðveldisins er þó sú raunin. Ýtt út úr Alþýðu- bandalaginu? Ólafur Jóhannsson hringdi: Ég horfði á viðtalsþátt í umsjá fféttadeildar Sjónvarps sl. þriðjudags- kvöld, þar sem þeir Þorvaldur Gylfa- son, Gisli Pálsson og Kristinn H. Gunnarsson ræddu við fréttamann um dóm Hæstaréttar í kvótamálinu og skylt efni. Þama þóttist ég sjá í einni svipan að þingmaðurinn Kristinn hef- ur verið ofjarl þeirra þingmanna i Al- þýðubandalaginu. Þar hefur hann ekki getað haldist við fyrir ofríki heit- trúarmanna þess flokks. Kristinn H. Gunnarsson kom vel fyrir og mæltist vel í þessum þætti. Ég sé ekki betur en Framsóknarflokkurinn hafi fengið þarna góðan málsvara, glöggan og háttprúðan í senn. En það er sjaldgæft um þingmenn okkar, því miður. Vigdísi aftur í stjórn ÍE Fríða hringdi: Mér finnst ótækt að ffú Vigdís, fyrrverandi forseti okkar, víki úr stjóm íslenskrar erfðagreiningar, sem einmitt byggist upp á siðfræði og tækni í vísindum, þótt hún hafi tekið við formennsku í nýju ráði á vegum UNESCO, og lýtur að sömu efnislegu þáttunum. Þama er ekki um neina hagsmunaárekstra að ræða, að því ég fæ séð. Mér finnst einmitt að frú Vig- dís eigi að halda sinu sæti í stjóm ÍE, og við ættum þar með sterkan full- trúa sem við getum verið stolt af. Og ekki mun af veita á næstunni hjá þessu unga fyrirtæki. Ég segi: Inn með Vigdísi á ný í stjórn ÍE. Launaskrið um allt þjóöfélagið Loftur skrifar: Það er sýnilegt að launaskrið er rikjandi í flestum stéttum í þjóðfélag- inu um þessar mundir. Hjá iðnaðar- mönnum er það staðfest og koma þar til vinnustaðasamningar, sem hafa rutt hinum umsömdu launatöxtum úr vegi. Viðmiðanir við önnur stéttarfé- lög og kannanir sem sýna mismun launa milli hinna ýmsu stétta hafa líka mikil áhrif. Það er helst að starfs- stéttir á borð við verslunar- og skrif- stofufólk og einnig nokkrar fámenn- ari stéttir sitji eftir og séu nauöbeygð- ar til að bíða eftir næstu samningum. Enda bera forsvarsmenn þessara stétta ekki við að gera kröfur um end- urskoðun samninganna. „Þetta helst...“ saknað mikið Lovísa hringdi: Það eru margir fleiri en ég sem sakna þáttarins „Þetta helst...“ úr Sjón- varpinu. Þátturinn var einn hinn besti í dagskránni. Kannski sá besti sem af- þreyingarþáttur, léttur og óþvingaður og líktist helst því sem hann væri send- ur beint út. Veit ég þó ekki hvort svo var. Hildur Helga Sigurðardóttir og þáttur hennar var orðinn vinsæll þeg- ar honum var skyndilega kippt út. Vora það auglýsingamar sem ýttu hon- um út eða var þama um ákvörðun dag- skrárstjóra eins aö ræða? Fróðlegt væri að heyra um málið og hvort þátt- urinn kemur aftur á skjáinn. Blokkir í Reykja- vík fyrir Vest- firðinga Hjálmar skrifar: Ég horfði nýlega á viðtal við Vest- firðing einn sem hafði veriö á fundi með þingmönnum kjördæmisins varðandi kvótamálið og dóm Hæsta- réttar. Þessum fundarmanni var heitt í hamsi og spurði hvað íbúar þessara plássa, t.d. fyrir vestan ættu að gera ef þeim væru allar bjargir bannaðar í atvinnustarfsemi sinni. Átti hann sennilega við þá smábátasjómenn. Hann spurði sem svo: Á að byggja blokkir í Reykjavík fyrir okkur sem yfirgefum allt hér í kaldakoli? Mitt svar er já. Þetta fólk allt væri miklu betur komið hér í þéttbýlinu og við það spöruðust milljarðar króna við að leggja af byggö í mesta strjálbýlinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.