Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Blaðsíða 18
is heygarðshornið
LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 1999 JLj"V
Barbara var betri
í jóladagskrá RÚV bar vitaskuld
hæst stórkostlega sigurgöngu okk-
ar Hallgrims Helgasonar í spurn-
ingakeppni Rásar tvö. Helst að
maður hefði vænst þess að fá utan-
landsferð fyrir getspekina - annað
eins er fólk að fá fyrir að hringja i
spumingaleiki útvarpsstöðvanna:
sumir hreppa þar Lundúnaferð
fyrir það eitt að muna kennitöluna
sina.
Annars var þetta venjulega:
Biblíusápan þar sem allir eru mjög
ábúðarmiklir, baða út höndunum
ofsalega sminkaðir og tala ensku á
einhvern þann hátt að hún hljóm-
ar eins og esperantó; handa börn-
unum var Litla stúlkan með eld-
spýtumar, eitt af þessum ömur-
legu ævintýram eftir H. C. Ander-
sen með móral, og mórallinn í
þetta sinn: Nú era jólin, veram
hrygg. Og síðast og eflaust síst:
heilar tvær myndir úr hugarheimi
Hrafns Gunnlaugssonar: á jóladag
sjáifan var fáránlegur heilaspuni
um Sólborgarmál og Einar Ben. -
leikstjórinn Egill Eðvarðsson hef-
ur upplýst að hugmyndin að þess-
ari meðferð sakamálsins hafi
kviknað í kokkteilboði í Höfða þeg-
ar glöðu dagamir ríktu þar. Verk-
ið bar þess nokkur merki þrátt fyr-
ir afar góða leikara í öllum helstu
hlutverkum, og má vera að stund-
um sé gott að athuga svolítið betur
málin sé ætlunin að búa til mynd-
ir úr glaðværam samkvæmisleikj-
um sem snúast um að búa til
morðingja úr látnu raunverulegu
fólki - bara að ganni. Um seinni
mynd Hrafns fengust sjónarvottar
ekki til að ræða lengi vel en þegar
gengið var á þá með nokkurri
hörku var helst af vitnisburði
þeirra að ráða að myndin hefði
einkum að geyma dráp á dýrum og
aðra karlmennsku.
Loks var Barbara. Ég fór að
hugsa um íslenskar bíómyndir og
útlenskar.
Barbara kom mér á óvart. Ég
hafði lesið heldur neikvæða dóma
um þá biómynd - hafði þar að auki
lesið bókina fyrir langalöngu og
var alltaf hálf-
partinn á leið-
inni að fara að
slökkva á tæk-
inu. En það var
bara svo gaman
að horfa á Fær-
eyjar og þessi
fallegu hús, og
húfurnar á köll-
unum og hvem-
ig þeir kjöguðu
um - og sjálfa
Barböru sem var
einhver hrífandi
blanda af Meryl
Streep og Eddu
Backman. Og
loks náði mynd-
in mér. Það var
eitthvað í and-
rúmsloftinu sem
skapað var i
myndinni með
veðri og andlit-
um og söng og
innilokun - og
dansi, þessum
stórkostlega
dansi. Sagan
varð sannfær-
andi í allri innilokuninni sem
nostrað var við að byggja upp til-
flnningu fyrir, áhorfandinn fann
fyrir andlegri kúgun þess kristin-
dóms sem beinist gegn manneskj-
unum sem eiga að tileinka sér
hann og þurfa að auki að berjast
við að halda lífi i náttúrunni: fólk
á ofurlitlum bátskænum á ógnar-
hafl er sú mynd sem situr eftir í
huga manns. En hið myndræna og
ósagða var samt ekki ofmetið,
myndin var full af texta, höfundar
óhræddir við orð. Heimspekilegar
hugmyndir Jörgens-Frantz Jakob-
sens fengu að njóta sin í gáfuleg-
um samræðum en furðu tilgerðar-
lausum og blátt áfram.
Þessi mynd var á allt öðru stigi
en íslenskar kvikmyndir: hvar
sem borið er niður stóð hún þeim
framar. Tvennt mætti nefna: hand-
rit og leik. Langvinn og alltumlykj-
andi bókmenntahefð hefur hér á
landi leitt af sér
öfgar í hina átt-
ina ef svo
mætti segja.
Hið bók-
menntalega er
forsmáð. Það
virðist lengi
hafa verið trú-
arsetning með-
al íslenskra
kvikmynda-
gerðarmanna
að helst megi
ekki vera neinn
texti sem heitið
geti í bíómynd-
um; allt á að
sýna, er sagt,
nota miðilinn.
Þetta andóf við
bókmennta-
hefðinni hefur
leitt til þess að
sá litli texti sem í íslenskum bíó-
myndum er hefur eingöngu nytja-
gildi, er eingöngu ætlað að styðja
við söguna, hjálpa framvindunni,
koma að bráðnauðsynlegustu upp-
lýsingum svo að sagan geti gengið
snurðulaust. Ekki virðist hvarfla
að íslenskum kvikmyndastjórum
að skáldlegur texti og vel fluttur
geti haft áhrif í sjálfu sér. Þessi
rótgróna vantrú á orðinu - eða
minnimáttarkennd gagnvart bók-
menntahefðinni - gerir íslenskar
bíómyndir óþarflega flatneskjuleg-
ar og jafnvel vandræðalegar. Eigi
að lýsa sálarangist í íslenskri bíó-
mynd fer persónan óðara að skríða
gólandi um gólf. Það getur vissu-
lega gengið nærri manni að horfa
á vel útfært grát&gól en fyrst og
fremst lokar maður á slíkt, maður
bíður það af sér.
Þessum ofleik i kjölfar skorts á
bitastæðum texta tengist annað
vandamál sem
sýnist vera í ís-
lenskum bíó-
myndum: skort-
ur á leikstjórn.
Hver leikari
virðist fara
nokkuð sínu
fram. Eina ís-
lenska bíómynd-
in þar sem mað-
ur var verulega
hrifinn af leikn-
um var myndin
Stikkfrí, þar sem
sérstakur leik-
stjóri, María Sig-
urðardóttir, var
fengin til að
stýra krökkun-
um með þeim ár-
angri að veru-
lega ánægjulegt
var að horfa á þá
mynd. Hér era leikarar nær ein-
vörðungu ráðnir eftir því hvernig
þeir líta út, hvemig þeir koma út í
mynd; geta ekki allir leikið? virð-
ist vera viðkvæðið hjá íslenskum
leikstjóram. Og sama fólkið dúkk-
ar upp í mynd eftir mynd vegna
þess að það er „svo sterkar týpur“.
Þetta er svolítið neikvætt, það
skal játað. En nú stendur til að
stórauka framlög til kvikmynda-
gerðar í landinu sem vissulega var
löngu tímabært, en fyrir vikið geta
kvikmyndamenn ekki lengur bent
á ríkisstjómina og sagt að það sé
við hana að sakast þegar eitthvað
fer aflaga í listrænum efnum. Nú
er komið að þeim að sýna hvað í
þeim býr.
dagur í lífi
Dagur í lífi Víðis Reynissonar flugeldasölumanns:
Draumar um veð
Ég veit ekki alveg hvenær dagurinn
byrjaði og sá á undan endaði.
Væntanlega endaði sá á undan um
fjögurleytið og dagurinn á eftir byrjaði
um sjöleytið þegar ég vaknaði aftur.
Það er ekki sofið mikið hjá okkur í
flugeldabransanum á þessum árstíma.
Gufan losar um strengi
Dagurinn byrjaði á pappírsfrágangi
á vöraafgreiðslu sem við sendum út
um nóttina. Ég hafði ætlað að skjótast
í gufu strax um morguninn en komst
ekki í það fyrr en um tíuleytið. Ég var
eins og nýr maður eftir gufuna;
strengimir og stirðleikinn hurfu eins
og dögg fyrir sólu.
Daglega amstrið tók við eftir gufuna,
það þurfti að fara á alla sölustaðina og
taka raslið. Það þurfti að keyra út
samlokumar sem Bingó-stelpumar
höfðu verið að smyrja um morguninn,
það eru forréttindi að hafa slíkan hóp
innan hjálparsveitar; þær era ailtaf til-
búnar að mæta og sjá til þess að eng-
inn sé svangur.
Glæsileg sýning
Eftir hádegi streymdu inn pantanir
á vöram frá sölustöðunum og Stefán
lagerstjóri mátti hafa sig aflan við til
að allt kæmist hratt og öragglega í bíl-
ana og þaðan á rétta staði.
Þegar leið á daginn fór símhringing-
um að fjölga. Höfuðborgarbúar vildu
vera öraggir um að missa ekki af ár-
legri flugeldasýningu Hjálparsveitar
skáta í Reykjavík. Um hálfsjö talaði ég
við Rúnar, flugeldasýningarfræðing
okkar, og hann fullvissaði mig um að
enginn yrði svikinn af þessari sýn-
ingu.
Um hálfátta hófst sýningin og Rúnar
hafði rétt fyrir sér. Sýningin var glæsi-
leg og ljóst að við erum komnir mjög
framarlega í þessum fræðum. Að lok-
inni sýningunni kveiktum við á 20
neyðarblysum fyrir framan Risamark-
aðinn okkar til að öllum væri ljóst
hverjir höfðu verið þarna að verki.
Talsverður erill var eftir sýninguna og
fólk notaði tækifærið og keypti flug-
elda.
Gagnkvæmt traust
Þegar leið á kvöldið var ljóst að
sumar vörategundir höfðu selst mjög
vel og voru að klárast. Við því var ekki
annað ráð en að reyna að útvega meira
og eftir heimsókn á Landsbjargarlager-
inn var flestu bjargað. Einhverjir
verða þó að sætta sig við að koma of
seint og fá ekki það sem þá langar
mest í.
Eftir uppgjör dagsins lá ljóst fyrir að
Reykvíkingar og nærsveitamenn vita
enn hverjir era þeirra menn í flugeld-
um og að við treystum á þá og þeir
geta treyst á okkur ef eitthvað bjátar á.
Þessum degi lauk óvenjusnemma
eða um eittleytið. Þá eru tveir aðaldag-
amir eftir af þessari törn. Ég get ekki
annað en sofnað út frá þeirri hugsun
hvort góða veðurspáin rætist ekki ör-
ugglega...
Víðir Reynisson er framkvæmdastjóri Hjálparsveitar skáta í Reykjavík og mikill flugeldafíkill.
DV-mynd Pjetur