Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Qupperneq 20
r mwí *Ti M Æ * MM Friðrik Friðriksson leikur Pétur Pan í Borgarleikhúsinu: LAUGARDAGUR 2. JANUAR 1999 Árið 1998 var annasamt hjá leikar- anum Friðriki Friðrikssym. Hann út- skrifaðist úr Leiklistarskðíánum um vorið, fékk strax hlutverk lúðans Eu- gene í Greáse og vakti stormandi lukku. Lék i verkinu Ofanljós í haust og tekst nú á við stærsta hlut- verk sitt til þessa; sem er ei- lífðardrengurinn Pétur Pan, einnig í Borgarleik- húsinu. Pétur Pan býr í , Hvergilandi, getur flog- ið, vill alls ekki full- orðnast og lendir í mörgum skemmtilegum ævintýrum með vinum sínum. En hafði þessi fræga sögupersóna verið í uppáhaldi hjá Friðriki áður en hann tók hlut- verkið að sér? „Nei, ég held að Pétur Pan hafi fyr- ir mér, eins og flestum á mínum aldri, verið Disneyfígúran Pétur. Ein- hver strákur i grænum fotum sem ég þekkti ekki neitt. Ég hafði séö fram- haldshollywoodútgáfu af Hook með Robin Williams og ég mundi óljóst eftir þeirri kvikmynd þegar Þórhild- ur hringdi upp í Nemendaleikhús og bauð mér hlutverkið. Ég var svo hrærður að ég þurfti að hringja aftur og spyija hvort þetta væri ekki ör- ugglega hlutverk Péturs Pan. Ég hélt að kannski ætti ég bara að vera með og gera eitthvað. Vera tré eða hvísl- ari. En svo reyndist þetta rétt og þá fór ég að kynna mér ævintýrið og lifa mig inn í það. Verkið er líka þeirrar náttúru að fullorðnir hrífast yflrleitt meira af þvi en böm.“ Friðrik er þá spurður hvort full- orðnir ftnni ekki bara að þá langar að vera Pétur Pan sem aldrei þarf að gera neitt nema leika sér og rætt er um það sem kailað hefur verið The Peter Pan syndrome og Michael Ég hafði séð framhalds- hollywoodútgáfu af Hook með Robin Williams og ég mundi óljóst eftir þeirri kvikmynd Jackson er sagður vera með á háu stigi. Skyldi Friðrik ekki hafa verið með eindæmum óábyrgur á heimili síðan hann fór að leika Pétur? „Ég hef svona nokkum veginn get- að kúplað mig út úr hlutverkinu þeg- ar ég hef komið heim en auð- vitað langar engan að þurfa að axla alla þessa áhyrgð sem er lögð á fullorðið fólk,“ segir Friðrik. Svo dæmi séu nefnd þá kýs sér enginn að þurfa að hafa fjár- hagsáhyggjur. Flest- ir vildu geta sleppt öllu baslinu, gert það sem þá langar til og leikið sér. Það gerir Pétur Pan.“ Hvemig lýsirðu persón- unni Pétri? „Þetta er erfið spuming. Ég sagði einhvem tíma að Pétur Pan væri ofhlaðinn bamslegum eiginleikum. Það er eiginlega eins og hann sé með rakettu í rassinum. Hann er gleyminn, eins og böm era, þ.e. gleyma hlutun- um sem þau voru að Pétur Pan gera í gær vegna þess að amt íé,ö9um þau hafa svo margt spennandi um að hugsa í dag. Hann er líka sjálfumglaður og svolítið montinn. María Sig. sagði að það væri þess vegna sem ég hefði verið valinn í hlutverkið en ég get ekki tek- ið undir það.“ Friðrik segir að spumingar af þessu tagi séu alltaf erfiðar vegna þess að það séu ekkert mörg lýsingar- orð sem passa við vinnuferlið þegar leikari er að setja sig inn í persónu sína. Frekar er eins og hlutimir bara gerist. Leikarinn vinnur heimavinn- una sína, reynir að kljúfa einstaka eiginleika persónunnar og velta þeim fyrir sér en hendir þeim síðan þegar líður á æfingatímabilið og leyfir per- sónunni að flæða. En hvemig var framsýningin? Virkaði flugbúnaður- s,num,VonduogF|-ar. mn sem þurfti að fá sérstakan mann frá útlöndum til þess að setja upp? „Frumsýningin tókst mjög vel. Það var örlítill fiðringur í maganum sem ég þurfti að stríða við, en ekkert al- varlegt. Að læra á flugbúnaðinn var samvinnuverkefni mín og sviðs- mannanna og gekk eins og í sögu. Al- veg stórslysalaust og þetta var svo furðulega fljótt að koma að okkur var sérlega hrósað fyrir það af þeim sem kom til að setja upp búnaðinn." Hvað með framtíðina? Verður Friðrik Friðriksson leikari einnig önnum kafinn árið 1999? „Ég hef verið mjög heppinn og ekki þurft að hafa áhyggjur af verk- efnum síðan ég útskrifaðist. Allt er þó á huldu um framtíðina því enn hefur ekki verið tilkynnt um verkefna- eða leikaraval fyr- ir næsta leikár í Borgarleik- 1 húsinu þar sem ég er lausráð- inn. Svo hefur mér verið boðið eitt og annað sem ég vil ekki segja mikið frá. Svo dæmi séu tekin hefur mér verið boðið að vinna með sænsk- um leikstjóra sem kom hingað með námskeið í leik- hússporti en það er mjög óábyrgt að tala nokkuð um það. í versta falli, ef allt bregst, þá fer ég _____ í leikritasafnið og DV-mynd Hari dúndra einhverju upp á svið sjálfur. Leikhús spretta upp eins og gorkúlur út um allt og það er vonandi að áhorfendum hafi fjölgað í samræmi við það, að ekki sé bara að þynnast áhorfendahópurinn hjá stóm leikhúsunum. Það era allir að setja á svið leikrit og hvers vegna ekki ég?“ segir Friðrik að lokum. -þhs í prófil Arngrímur Fannar í Skítamóral Fullt nafh: Amgrímur Fannar Haraldsson. Fæðingardagur og ár: 23. apríl 1976. Maki: Ég er piparsveinn. Böm: Ekki enn. Starf: Tónlistarmaður. Skemmtilegast: Að fara i ræktina og ferðast. Leiðinlegast: Að bora i nefið. Uppáhaldsmatur: Austur- lenskur. Uppáhaldsdrykkur: Vatn og rauðvin. Fallegasta manneskjan: Mamma min. Fallegasta röddin:Einar Ágúst Víöisson. Uppáhaldslík- amshluti: Maginn. Hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni: Hlynnt- ur. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt: Batgirl. Uppáhaldsleikari: Jenna Jameson. Uppáhaldstónlistarmað- ur: Bob Marley. Sætasti stjórnmálamað- urinn: Ámi Johnsen. Uppáhaldssj ónvarpsþátt- ur: Seinfeld. Leiðinlegasta auglýsing- in: Skattaafsláttarauglýs- ingar. Leiðinlegasta kvikmynd- in: Sem betur fer búinn að gleyma hver hún er. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Jenny McCarthy. Upp- áhaldsskemmtistaður: Astró. Besta „pikköpp“-línan: Áttu brenni? Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Stefhi á að verða arkitekt. Eitthvað að lokum? Gleðilegt nýtt ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.