Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1999, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 2. JANÚAR 1999 Jólaatið á Alþingi: ♦(fréffiu ^ «L. Það hefur verið nokkum veginn hálfsárslegur við- burður á Alþingi fyrir jól annars vegar og að vori hins vegar að þingfundir gerast langir. Þá eru alþing- ismenn á leið í jóla- og sum- arfrí og allt sett á fullt við að ljúka þingstörfum. Mál eru keyrð í gegn á maraþon- fundum fram á nótt eða morgun og lög afgreidd í tugavís. Pétur Blöndal al- þingismaður gagnrýndi þetta háttalag skömmu fyrir jólin og hafði orð á að mik- ilvæg mál sem krefjast tíma þingmanna til að þeir setji sig inn í þau hafi fengið óhóflega skjóta afgreiðslu. Á tímabilinu frá flmtu- deginum 17. desember til sunnudagsmorguns þann 20. desember afgreiddi Al- þingi alls um 30 lög. Þau viðamestu eru fjárlögin 1999 og fjáraukalög fyrir árin 1997 og 1998. Þá var hið um- deilda frumvarp um gagna- grunn á heilbrigðissviði af- greitt sem lög á flmmtu- dagskvöldinu. Eftir að sunnudagurinn 20. des. var genginn í garð voru af- greidd fjárlög ársins 1999 og fjáraukalög ársins 1998 sem fyrr segir, breytingar á lög- um um bifreiðagjald, um fjáröflun til vegagerðar, vörugjald af ökutækjum og eldsneyti, breyting á lögum um Náttúrufræðistofinm íslands, breyt- ingar á skattalögum, m.a. um fram- lengingu Þjóðarbókhlöðuskattsins, lög um ráðstafanir í ríkisfjármál- um, lög um flutning málefna fatl- aðra til sveitarfélaga, lög um með- ferð vinnslu og dreiflngu sjávaraf- urða, ráðstafanir til jöfiiunar náms- kostnaðar, lög um Útflutningsráð ís- lands, breyting á lögum um al- mannatryggingar og svo örstutt en afdrifarík breyting á lögum um Landmælingar ríkisins. Síðastneftidu lögin eru í tveimur greinum og eru alls 11 eftirfarandi orð: 1. gr. Heimili Landmælinga ís- lands er á Akranesi. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Þessi snaggaralega afgreiðsla var sem sagt gerð á sunnudagsmorgni eftir að Hæstiréttur hafði felit þann úrskurð á fimmtudegi að hinn ráð- herraskipaði flutningur á stofmm- inni upp á Akranes, sem hófst fyrir um tveimur árum síðan, væri í blóra við lög um Landmælingar ís- lands. Þar með hafði verið sett und- ir þann leka. Nú er flutningurinn, sem nær er afstaðinn, orðinn lögleg- m-. 17. og 19. desember lögfesti Al- þingi mál eins og breytingar á al- mennum hegningarlögum sem varða mútuþægni og refsiábyrgð lögaðila. Sjálfræðisaldur var hækk- aður úr 16 árum í 18 ár, ný leiklist- arlög voru sett, ný lög um niðurfell- ingu stimpilgjalda á húsbréf, lög inn Söfhunarsjóð lífeyrisréttinda, lög um lögheimili og aðseftnsskipti, tryggingargjald og lífeyrisspamað, tekjuskatt og eignarskatt, lög um til lífeyrisþega og skerðingannörk hennar. Ætlunin var að afgreiða llka breytingu á lögum um örorku en afgreiðslu málsins var frestað. Péhn segir það hafa verið skynsam- legt því að alls ekki hefði verið, né sé ljóst hvaða áhrif sú breyting hefði haft. Um hefði verið að ræða nýja skilgreiningu á því hvað væri örorka og að svo komnu máli útilok- að að sjá hversu margir sem í dag teljast vera öryrkjar, verða það sam- kvæmt nýrri skilgreiningu eða með öðrum orðum, hversu margir sem nú eru öryrkjar hefðu hætt aö vera það og hversu margir sem í dag telj- ast ekki vera öryrkjar yrðu það áfram samkvæmt frumvarpinu. Hefði þetta frumvarp verið af- greitt sem lög hefði bæði löggjafinn og framkvæmdavaldið hugsanlega setið uppi með verulegan vanda síð- ar meir, i stað þess að nú gefst and- rúm til að kanna málið betur að mati Péturs. Spurður um það að af- greiða yfir þrjá tugi nýrra laga á þremur dögum segir Pétur að geti út af fyrir sig verið eðlilegt því að mörg málanna hafl verið búið að fjalla eðlilega um í þinginu og í nefhdum þess og komið að loka- punkti í afgreiðslu þeirra. Hitt sé annað mál og verra þegar verið sé að demba inn frumvörpum þremur dögum fyrir þinglok með þeirri ætl- an að afgreiða þau sem lög. Slíkt gæti einhvers staðar annars staðar þótt bera vitni um gerræðislegt stjómarfar en ekki lýðræðislegt. Vegabréf á 9.200 kall Á sunnudagsmorguninn þann 20. desember afgreiddi Alþingi sem lög breytingar á ýmsum ákvæðum skattalaga. M.a. var þar Þjóðarbók- hlöðuskatturinn, sem renna átti út á næsta ári, framlengdur til ársins 2004. Þá voru gerðar nokkrar breyt- ingar á lögum um aukatekjur ríkis- sjóðs. Meðal þeirra eru þær að inn er komin eins konar gjaldskrá fyrir leyfi til reksfurs fjarskiptaþjónustu, almenns fjarskiptanets, póstþjón- ustu, sjónvarps og útvarps. Sam- kvæmt henni kostar leyfi til að reka póstþjónustu 80 þúsund krónur, leyfi til sjónvarpsrekstrar til þriggja ára kostar 96 þúsund krónur og leyfi til útvarpsrekstrar í eitt ár kostar 22 þúsund krónur. Þá er komin inn í lögin gjaldskrá fyrir útgáfu vegabréfa. Almennt gjald samkvæmt henni er 4.600 krónur fyrir vegabréfið. Heldur versnar svo í því ef fólk þarf á nýju vegabréfi að halda í skyndingu. Þá kostar passinn hvorki meira né minna en 9.200 krónur. 8 þúsund íslendingar gerðir að börnum Pétur Blöndal situr í félagsmála- nefnd Alþingis. Á almannatrygg- ingalögum og félagsmálalöggjöf vora sem fyrr segir gerðar nokkrar breytingar á síðustu klukkustund- um þingsins. Meðal þeirra var ein talsvert viðamikil og afdrifarík, sú að hækka sjáifræðisaldur úr 16 ára aldri í 18 ára. Pétur lagði til í félags- málanefnd að i tengslum við þessa breytingu yrði einstaklingum innan sömu fjölskyldu heimilað að eiga lögheimili sínrnn á hverjum staðn- um. Þetta gæti verið skynsamlegt og sem flestum væri nokkum veginn ljóst hvar vandkvæðin væru og á hverju þarf að taka. Þannig væri, svo dæmi sé tekið, ekkert nýtt að tekjur maka hafi áhrif á lífeyri fólks. Ahnannatryggingalögin hafi verið í gildi 1 ein 60 ár þannig að nægur tími hefði átt að gefast til að hugsa málið og áætla afleiðingar af breytingum sem gera þyrfti á þeim. Hér á Pétur við þá breytingartil- lögu sem kom fram á síðustu þing- dögum við almannatryggingarlögin og varðar greiðslu tekjutryggingar jafnvel nauðsynlegt þegar fólk þarf að sækja vinnu eða nám annað og þarf aö dvelja langdvölum fjarri ijölskyld- mmi. Þessi tillaga náði ekki fram að ganga. „Ég taldi rétt að nota tækifærið þegar átta þúsund íslendingar voru gerðir að bömum og gera það heimilt að fólk í sömu fjölskyldum gæti átt lögheim- ili sitt á hverjum staðnum. Það vildu menn ekki,“ sagði Pétur. Hlutverkaskipti? Pétur er gagnrýninn á það þegar mikilvæg og afdrifarik lög eru keyrð í gegn. Það skapi hættu á því að ágallar sem menn náðu ekki að sjá fyrir vegna tímaskorts verði að lögum. Þá gagnrýnir hann einnig það að þingmenn semji nánast engin lög sjálfir önnur en um þingfararkaup og þess háttar sem litlu skipt- ir þjóðina í heild. Þetta þýði f raun að Alþingi sé smám saman að afsala sér löggjaf- arvaldinu í hendur ffarn- kvæmdavaldsins og hvers konar hagsmunaaðila í þjóð- félaginu, svo sem atvinnu- veganna. Það megi segja að svo sé komið að öll meginlög verði til í ráðuneytum og hagsmunaaðilum í landbún- aði, sjávarútvegi og iðnaði. Loks fái verkalýðshreyfingin að ráða nánast öllu sem máli skiptir í sambandi við lífeyris- og skattamál. Þá beri jafnvel á því að alþingis- menn séu að taka að sér hlutverk framkvæmdavaldsins og blanda sér i það hvort og hvar eigi að stofna ný störf, byggja hús, eins og stundum beri við, ekki síst í umræðum um fjárlög og fjáraukalög. Á hinn bóg- inn sé framkvæmdavaldið að seilast inn á verksvið löggjafans með því að semja lög sem löggjafinn tekru: svo að sér að afgreiða. Þetta feli í sér hættu á því að skilin milli ffarn- kvæmdavaldsins og löggjafarvalds- ins dofni og ábyrgðin verði óljós. Loks þegar í óefni er komið, komi málin aftur inn á borð Alþingis og nýleg dæmi um það séu t.d. málefni heilbrigðiskerfisins og sjúkrahús- anna. Pétur Blöndal telur að alþingis- menn verði að taka sig á í þessum efnum og gera sér skýra grein fyrir löggjafarhlutverki sínu og fara vel ofan í mál. Hann kveðst hafa lagt það til í þeim fastanefhdum þings- ins sem hann hefur starfað í að þær fari vel ofan í saumana á málaflokk- um sínum og starfi jafnvel að sumr- inu við að semja lagaffumvörp. Af nógu sé að taka og sem dæmi um mál sem þurfi að grandskoða séu líf- eyrismál, bamavemdarmál og bóta- mál. Það sé ekki farsælt verklag að láta mikilvæg mál ganga árum og jafnvel áratugum saman án þess að laga þau að breyttum aðstæðum, en rjúka síðan skyndilega til og breyta aðgreindum þáttum þeirra á örfáum dögum án þess að hafa haft heildar- myndina á tæru. byggingarsamvinnufélög og hús- næðissamvinnufélög og fjöleignar- hús. Ekkert neyðarástand - En er þessi mikla fljótaskrift á lagasetningum fyrir þinghlé og þinglok nauðsynleg? DV spurði Pét- ur Blöndal alþingismann þeirrar spumingar og hann taldi það ekki vera. Enga sérstaka nauðsyn til að flýta sér svona. Hvorki væri stríð né neins konar neyðarástand í þjóðfé- laginu sem kallaði á slíkt. Það væri vissulega hægt að komast hjá þessu með þvi einfaldlega að leggja ffum- vörp fram á Alþingi nægilega tím- anlega. Það ætti að vera hægt þar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.