Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 5 DV Fréttir Afleiðingar óveðursins undir Eyjafjöllum á dögunum. Steinar Óskarsson, bóndi á Miðbælisbökkum: Neitað um foktryggingu - misskilningur, segir í svari frá Sjóvá-Almennum' „Ég leitaði eftir tilboði i allar tryggingarnar hérna haustið 1997. Þegar ég fékk svar við því sá ég að þar var tekið fram að útihús undir Eyjafjöllum væru ekki foktryggð. Engin skýring kom fram hvers vegna það væri ekki gert - þegar ég lét gera tilboðið kom enginn hingað frá tryggingafélaginu til að líta á húsin hjá mér - þannig að ég sé eng- in rök fyrir því að þeir hafi getað synjað mér um foktryggingu," sagði Steinar Óskarsson, bóndi á Miðbæl- isbökkum, við DV. Steinar fékk tilboðið frá Sjóvá-Al- mennum 6. nóvember 1997. Ég varð hálfhissa á þessu svari frá þeim og það var nokkuð skondið að á svip- uðum tima voru Sjóvá-Almennar að nota útihús héma undir Eyjafjöll- um i auglýsingar hjá sér,“ sagði Steinar. DV leitaði skýringa á þessu hjá Sjóvá-Almennum. Bruno Hjaltesteð sendi skriflegt svar þar sem stendur meðal annars: „Félagið neitar ekki að foktryggja útihús undir Eyjafjöllum að óathuguðu máli. Sé fasteign sú, sem foktryggja á, í vátryggingarhæfu ástandi er ekkert til fyrirstöðu að ganga frá vátryggingu." Þá segir í svarinu að brunatrygging fasteigna sé skyldutrygging en jafnframt henni sé hægt að kaupa sérstaka foktryggingu. Áður en gengið sé frá foktryggingunni áskilji félagið sér rétt til að skoða og meta ástand þess sem vátryggja eigi. Ef fasteignir standist ekki eðlilegar kröfiu- við þess háttar úttekt bendi fé- lagið á það sem lagfæra þurfi til að koma eigninni í tryggingarhæft ástand. Sé því ekki sinnt neyðist félag- ið til að synja um vátryggingu. Vegna þess sem fram kom að menn undir Eyjafjöllum yrðu að greiða hærri ið- gjöld, segir í svari Sjóvár-Almennra: „Félagið áskilur sér rétt til að hafa ið- gjöld hærri þar sem áhætta eða tjóna- tíðni er óvenju mikil.“ í niðurlagi bréfsins segir að það sé miður ef sú skoðun að félagið vilji ekki foktryggja hús undir Eyjafiöll- um hafi komist á kreik vegna mis- skilnings. Varðandi það sem kom fram í tilboðinu til Steinars Óskars- sonar sagði Bruno að það hefði kom- ið til vegna misskilnings á miili starfsmanna hjá Sjóvá-Almennum. Þetta svar hefði ekki átt að vera í því að óathuguðu máli. -NH Leiötogaslagur framundan hjá Framsókn á VestQöröum: Ég hef ákveðiö að gefa kost á mér - segir Magnús Reynir Guömundsson Magnús Reynir Guðmundsson, stjómarformaður íshúsfélags ísfirð- inga hf., mun takast á við Kristin H. Gunnarsson alþingismann um fyrsta sætið á lista framsóknar- manna á Vestfiörðum vegna Alþing- iskosninganna í vor. “Ég hef ákveðið að gefa kost á mér,“ sagði Magnús Reynir í sam- tali við blaðið í gærmorgun er hann var inntur eftir því hvort hann stefndi á fyrsta sætið á listanum í kjölfar þess að Gunnlaugur M. Sig- Magnús Reynir Guðmundsson. mundsson hefur ákveðið að hætta þingmennsku. Gunnlaugur sendi yf- irlýsingu frá sér um helgina um að hann hygðist hætta þingmennsku og myndi því ekki sækjast eftir 1. sæti á listanum vegna kosninganna í vor. Það stefnir því í harðan slag stuðningsmanna Magnúsar Reynis og Kristins H. Gunnarssonar um fyrsta sætið á lista framsóknar- manna. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur nafn Magnúsar Reyn- is æ oftar borið á góma meðal fram- sóknarmanna á Vestfiörðum eftir að Ijóst þótti að Gunnlaugur M. myndi gefa eftir 1. sætið á listanum. Þar hefur mörgum hreinræktuðum framsóknarmönnum þótt full snemmt að treysta nýlega afmunstr- uðum Alþýðubandalagsmanni til að leiða listann og var Magnús Reynir af þeim hópi talinn góður kostur. Því mun samkvæmt heimildum blaðsins hafa verið nokkuð hart lagt að Magnúsi að gefa kost á sér. Magnús þykir kunna vel að koma fyrir sig orði og hefur víðtæka reyiislu sem bæjarritari á ísafirði og síðan sem framkvæmdastjóri í tog- araútgerð og stjómarfor- maður í einu stærsta frystihúsi á Vestfiörð- rnn. Þá hefur hann líka setið á þingi sem vara- þingmaður. Kristinn H. Gunnars- son alþingismaður sagðist ekki bú- ast við neinum slag um fyrsta sætið. Hann sagði að það sem skipti mestu máli væri að ná saman sterkum lista og það yrði trúlega gefið út innan tíðar hvemig hann kæmi til með að líta út. Að öðm leyti vildi hann ekkert segja um afstöðu sína til ákvörðunar Magnúsar Reynis, annað en það að hverjum manni væri frjálst að bjóða sig fram.-HKr. Kristinn H. Gunnarsson. Hyundai Accent LSi '96, ek. 36 þús. km. Ásett verð: 870.000. Tilboðsverð: 690.000. Peugeot 306 5 d., 1,6 '97, ek. 28 þús. km. Asett verð: 1.090.000. Tilboðsverð: 990.000 Cherokee Laredo '88, ek. 180 þús. km. Ásett verð: 690.000. Tiiboðsverð: 590.000. Chrysler Stratus '95, ek. 80 þús. km. Ásett verð: 1.590.000. Tilboðsverð: 1.300.000. NÝBÝLAVEGUR 2 • SÍMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18 Chrysler Neon '95, ek. 90 þús. km. Ásett verð: 1.290.000. Tilboðsverð: 990.000. Peugeot205 '89, ek. 130 þús. km. Ásett verð: 250.000. Tilboðsverð: 170.000. Peugeot 309 '89, ek. 126 þús. km. Ásett verð: 270.000. Tilboðsverð: 190.000. Peugeot 405 1,9, ssk., '92, ek. 62 þús. km. Asett verð: 890.000. Tilboðsverð: 750.000. Grand Cherokee.Limited m/öllu '93, ek. 160 þús. km. Ásett verð: 2.200.000 Tilboðsverð: 1.950.000 Dodge Caravan '92, 7 manna, ek. 140 þús. km. Ásett verð: 990.000. Tilboðsverð: 850.000. Grand Cherokee Limited '94, ek. 52 þús. km. Ásett verð: 2.720.000. Tilboðsverð: 2.490.000. Suzuki Baleno '96, ek. 50 þús. km. Ásett verð: 980.000. Tilboðsverð: 890.000. Peugeot 306 4 d., '98, ek. 22 þús. km. Asett verð: 1.250.000. Tilboðsverð: 1.120.000. Hyundai Elantra Wagon '95, ssk., ek. 66 þús. km. Ásett verð: 1.280.000. Tilboðsverð: 890.000. Toyota Carina 2,0 liftback '93 ek. 126 þús. km. Ásett verð: 990.000. Tilboðsverð: 850.000. Bjóðum hagstæð lán til allt að 60 mán. VEXTIR FRÁ 5% Þu getur líka fengið Visa- eða Euro- raðgreiðslur. Opið virka daga frá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 13-17. Peugeot 405 '91, ek. 157 þús. km Ásett verð: 590.000. Tilboðsverð: 490.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.