Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 Fréttir_____________________________________________________________________ ísafoldarprentsmiðja kærir Landssímann vegna prentunar símaskrárinnar: Forkastanlegt aö bjóða prentunina ekki út - segir Kristþór Gunnarsson framkvæmdastjóri - Odda afhent verkið íscifoldarprentsmiðja hefur kært Landssímann hf. til Samkeppnis- stofnunar, kærunefndar útboðsmála hjá fjármálaráðuneytinu og ESA - Eftirlitsstofnunar EFTA - vegna þess að Landssíminn hefur samið við Prentmsiðjuna Odda um prent- um símaskrárinnar 1999 án undan- gengins úthoðs. Kristþór Gunnars- son, framkvæmdastjóri ísafoldar- prentsmiðju, segir klárlega brotið gegn útboðsreglum ríkisins með því að rétta Odda prentun símaskrár- innar á silfurfati. „Sem framkvæmdastjóri annarr- ar stærstu prentsmiðju landsins, prentsmiðju sem búin er öllum tækjum til að prenta símaskrána, finnst mér forkastanlegt og i raun óskiljanlegt að svo stórt verk skuli ekki boðið út. Prentun símaskrár- innar er langt yfir þeim mörkum sem ríkið setur sér í reglum um út- boð, þ.e. að öll verk sem eru dýrari en 3 milljónir króna skuli boðin út. Skiptir engu þó Landssíminn sé hlutafélag þar sem fyrirtækið er 100% í eigu ríkisins." Kristþór vill undirstrika að Lands- síminn hafi ýtt undir kænnmar. „Þegar við grennsluðumst fyrir um prentun símaskrárinnar fyrir ári var okkur tjáð að þá yrði siðsata skiptið sem prentun henn- ar yrði ekki boðin út. Það kom okkur því verulega á óvart nú að búið væri að gera saming við Odda um prentun hennar. ísafoldar- prentsmiðja er orðin önnur stærsta prentsmiðja landsins og mun velta 400-500 milljónum á þessu ári. Hún hefur öll tæki og búnað til að annast prentun síma- skrárinnar.“ Kristþór segir Odda hafa prent- að símaskrána í um 30 ár. Þegar svo stór verkefni væru afhent frá ríkinu hlyti það að skekkja alla samkeppnisstöðu á markaðnum. „Ef þú færð afhent svo stórt verk ár eftir ár hlýtur það að verða ákveðin kjölfesta í rekstrinum og gera viðkomandi perntsmiðju sam- keppnishæfari en aðrar. Umrædd perntsmiðja getur þá boðið hag- stæðari verð fyrir önnur verk. Það getur varla verið markmið ríkisins að hygla einu fyrirtæki á kostnað annars.“ -hlh Tölvuvefur opnaður á Vísi.is í gær Tölvuvefur yar opnaður á Vísi.is í gær. Á vefnum er að finna innlendar og erlendar fréttir úr heimi tölva, Intemets og upplýsingatækni. Fylgst verð- ur sérstaklega með gangi mála hjá íslenskum tölvufyrirtækjum en auk þess verður regluleg um- fjöllun um leiki, annan tölvu- hugbúnað og vélbúnað. Lesend- um vefsins gefst einnig færi á aö segja hug sinn um allt milli him- ins og jarðar er varðar tölvur jafnframt því sem viðhorf les- enda til álitamála líðandi stund- ar verða könnuð í atkvæða- greiöslu. Vefurinn er samstarfs- verkefni DV, Dags, Viöskipta- blaðsins og Vísis og er í umsjón Vísis. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra: Ráðuneytið var að gera skyldu sína - og skrifaði dómara samkvæmt ábendingu bandarískra stjórnvalda „Samningurinn sem þetta mál byggir á er milli bandarískra og ís- lenskra stjórnvalda. Ráðuneytinu ber að halda uppi réttum skilningi á þessum samningi af hálfu islenskra stjómvalda. Málið er að öðru leyti útskýrt í fréttatilkynningu ráðu- neytisins frá því á föstudag," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra, þegar DV spurði hann hvers vegna utanríkisráðuneytið og sendi- ráð íslands í Washington komu að samkeppnismálum skipafélaga, Eimskips og Atlantsskips, sem kepptu um flutninga fyrir Varnar- liðið á Keflavíkurflugvelli. Utanríkisráðuneytið segir fyrstu frétt DV síðastliðinn fimmtudag „gefa villandi mynd af staðreyndum máls- ins“. Segir í fréttatilkynningunni að í munnlegum mál- flutningi vegna máls Eimskipafélags ís- lands gegn banda- riskum stjórnvöld- um, 6. janúar síðast- liðinn, hafi lögmað- ur bandariska dómsmálaráðuneyt- Halldór isjns fullyrt að um- Ásgrímsson. fjöllunarefnið í málaferlunum væri til diplómatískrar meðferðar banda- rískra og íslenskra stjómvalda. Af þeim sökum væri einkaaðila óheimilt að höfða dómsmál. „Fullyrðing lögmannsins var röng, enda höföu bandarísk stjóm- völd ítrekað hafnað ósk utanríkis- ráðuneytisins um að eiga samn- ingaviðræður um málið, sem varð- ar meðal annars túlkun samnings og samkomulags milli íslands og Bandaríkjanna um sjóflutninga fyrir Varnarliðið frá 24. september 1986,“ segir í fréttatilkynningu ut- anríkisráðuneytisins. Ráðuneytið segir að á þessu stigi hafi þótt rétt að leiðrétta ranga fullyrðingu og var sendiráð- inu vestra falið að hafa samband við bandarísk stjórnvöld í því skyni og óska eftir að þau leiðréttu ummæli þessi. Það töldu þau sér ekki fært en bentu sendiráðinu á að koma leiðréttingu á framfæri við dómara málsins. Ritaði sendi- herra íslands í Washington dómar- anum bréf samkvæmt fyrirmælum frá ráðuneytinu þar sem þessi full- yrðing lögmanns bandaríska dómsmálaráðuneytisins var leið- rétt. „Dómari málsins, sem hefur samkvæmt reglum dómsins nokk- uð frjálsar hendur varðandi við- töku á bréfum sem þessum, tók við bréfinu, en ákvað síðan að endur- senda það,“ segir í fréttatilkynn- ingu utanríkisráðuneytisins. -JBP Sjá frétt um málið á bls. 4. Fulltrúar Landssímans og Opinna kerfa kynntu hið nýja fyrirtæki í gær. DV-mynd E. Ól. Landssíminn og Opin kerfi: Stofna hátæknifyrirtæki Landssimi íslands hf. og Opin kerfi hf. hafa stofnað nýtt hátækni- fyrirtæki á sviði lausna fyrir tölvur og síma. Nýja fyrirtækið heitir Grunnur - gagnalausnir ehf. og á hvort fyrirtæki fyrir sig helming í hinu nýja fyrirtæki. Hlutafé verður í byrjun 50 milljónir króna. Stjórnar- formarður fyritækisins er Þór Jes Þórisson, framkvæmdastjóri hjá Landssímanum, varaformaður stjómar er Frosti Bergsson, forstjóri Opinna kerfa, og framkvæmdastjóri er Bjöm Jónsson. Á kynningarfundi fyrirtækisins í gær sögðu forsvars- menn að hugmyndin með stofnun Grunns væri að þróa hugbúnaðar- lausnir á sviði tölvu- og símkerfa. Auk þess yrði unniö að því að veita heildarlausnir á sviði síma-, tölvu- og netkerfa fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir. Til að byrja með verða fáir starfsmenn hjá fyrirtækinu en til greina kemur að Landssíminn og Opin kerfi færi starfsmenn sína í tímabundin verkefni hjá nýja fyrir- tækinu. Landssíminn og Opin kerfi hafa áður unnið í sameiningu að heildarlausnum á sviði tölvu- og sím- kerfa en tölvukerfi Neyðarlínunnar er t.a.m. unnið i samvinnu þessara fyrirtækja. -hb Stuttar fréttir r>v Vilja varaformennsku Geir H. Haar- de fjármálaráð- herra og Sól- veig Pétursdótt- ir þingflokks- formaður sækj- ast bæði eftir þvi að verða varaformenn Sjálfstæðisflokksins. Geir er ósammála hugmyndum Bjöms Bjamasonar um að leggja varafor- mannsembættið niður. Morgun- blaöiö sagði frá. Aðgangur að markaði Ernesto Zedillo, forsætisráð- herra Mexikó, sagði þegar hann bauð Davíð Oddsson forsætisráð- herra velkominn til Mexíkó að Mexíkóstjórn væri tilbúin til að greiða leið íslenskrar framleiðslu inn á Ameríkumarkað. Leiðbeinandi fékkst RÚV segir að kennt verði sam- kvæmt stundaskrá í dag í 11 ára bekk í Austurbæjarskóla. Maggý Hrönn Hermannsdóttir hætti um sl. mánaðamót. Tekist hefur að ráða leiðbeinanda fyrir bekkinn. Réttindakennari fékkst ekki. Hávaðarok Snemma í morgun tók að hvessa mjög á höfuðborgarsvæð- inu, Suðvestur- og Suðurlandi. Rafmagn fór af hluta Grafarvogs í hálftíma upp úr kl. 5.30 vegna roks, slyddu og seltu á raflinum. Ófært var um Hellisheiði vegna stórhríðar í morgun og Þrengslin illfær. Segist nú saklaus Annar tvíburanna sem dæmdir voru fyrir morð á manni í Heið- mörk á síðasta ári segist nú vera saklaus. Bróðir hans tekur undir þann framburð. Nýr útibússtjóri Þorsteinn Ólafs hefur ver- ið ráðinn úti- bússtjóri Aust- urbæjarútibús Búnaðarbanka íslands hf. Þorsteinn lauk prófi í við- skiptafræði frá HI árið 1982 og varð löggiltur verðbréfamiðlari áriö 1987. Þorsteinn var ráðgjafi hjá Fjárfestingarfélagi íslands hf. 1984-1987. Hann var forstöðumað- ur Verðbréfaviðskipta Samvinnu- bankans (síðar Samvinnubréfa Landsbankans) 1987-1996. Þor- steinn var framkvæmdastjóri Handsals hf. áður en hann réðst til Búnaðarbankans. Nýherji lækkar Hlutabréf Nýherja lækkuðu verulega í verði í gær eða um 10,4% í þremur viðskiptum, alls að fjárhæð 4,1 milljón. Síðasta gengi í gær var 9,50. Hins vegar hækkuðu hlutabréf Pharmaco um nær 10% í viðskiptum fyrir liðlega 36 milljónir. Alls námu hluta- bréfaviðskipti 120 milljónum króna í gær. Verðhækkun á áfengi Verð á áfengi breyttist í gær. Bjór hækkaði að meðaltali um 0,33% og annað áfengi að meðal- tali um 0,85%. Öskur og eyðilegging Kennari eyðilagði lokaverkefni stúdents og annar öskraöi á nem- anda í miðri kennslustund á nið- urlægjandi hátt. Bæði þessi mál og fleiri hafa komiö til úrlausnar hjá Réttindaskrifstofú stúdenta. Stúdentablaðið sagði frá. Fréttamaður handtekinn Logi Berg- mann Eiðsson fréttamaður var handtekinn og færður í lög- reglubíl þegar hann var að afla frétta á vettvangi brun- ans viö málnir Hörpu sl. sunnudagskvöld. Búið var að opna svæðið fyrir frétta- mönnum. -sÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.