Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 Síðkjólar úr teygjutafti afar vinsælir Tískan að undanförnu hefur verið svolítið drungaleg, enda hefur mest borið á gráum, svörtum og dökkbrúnum litum. Ég vona að það fari aðeins að birta til en mér sýnist að grænir og brúnir litir verði ríkjandi í tiskunni næsta vet- ur. Ég leyfi mér þó alltaf að nota mína liti; til dæmis rautt, kóngablátt og ljósgrátt, hvað sem tískunni lið- ur,“ segir María Lovísa Ragnarsdótt- ir fatahönnuður, sem rekur sauma- stofu og verslun við Skólavörðustíg- inn. María Lovísa byrjaði að hanna kvenfatnað fyrir rúmum sextán árum og hún segir margt hafa breyst á þeim tíma. „Sem betur fer hefur tískan orðið kvenlegri. Skólaböllin í dag eru gott dæmi um þetta en nú mæta stelpurnar nær undantekn- ingalaust í síðum, flottum ballkjól- um. Þetta þekktist ekki fyrir tíu ár- um og líklega bara ekki síðan ég var sjálf í skóla. Mér finnst þetta frábær þróun og kannski má rekja ástæð- una til þess að ungar konur í dag ganga al mennt meira í pils- um og kjólum hversdags." Að sögn Maríu Lovísu hafa efnin í dag þann kost að vera afar þægi- leg. „Það er mikið um teygjuefni í kjólum og það er auðvitað frábært fyrir okkur hönn- uðina. Sami kjóll- inn getur verið í þremur stærðum auk þess sem konum finnst þægilegt að klæðast þess um efnum. Flauel og siffon eru svo alltaf sígild efni í spari- klæðnað, það breyt- ist ekki. Teygjuefnin hafa einnig fest sig vel í sessi og verða örugglega vinsæl áfram. Níu íslenskir fatahönnuður eru þessa dagana að leggja síðustu hönd á undirbún- ing vegna sýningar í hinni frægu hönnunarmið- stöð Bella Center í Kaupmanna- höfn. María Lovísa er ein þeirra sem senda fatnað út. „Þetta er rosalega spennandi verkefni þótt maður viti ekkert hvernig viðtökurnar verða. Markaðurinn hér er náttúrlega svo lítill að það væri frá bært fyrir okkur ís- lensku hönnuðina að fá jákvæð viðbrögð ytra,“ segir María Lovísa Ragnarsdóttir fatahönnuður. -aþ Glæsileg ullarsparipeysa skreytt íslenskri gæru. Buxurnar eru úr teygjutafti. DV-myndir Teitur Séríslenskur samkvæmisklæðnaður Glæsilegur kvöldkjóll úr svörtu gagn- sæju netefni. María Lovísa segist nota teygjuefni talsvert í kvöldkjólana í vet- ur. Efnið í kjólnum er haft tvöfalt. Herðasláin setur síðan punktlnn yfir i- ið en hún er úr mokkaskinni. Módelið heitir Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. María Lovísa notar mikið hettur f allra handa fatnaði. Hér gefur hettan síðkjólnum skemmtilegan svip. Sparileg lopapeysa í gömlu góðu sauðalitunum. Samkvæmislífið blómstrar um þessar mundir með árshátíðum og þorrablótum um hverja helgi. Síðir kjólar hafa sótt mjög á síðustu árin og eru nú orðnir nær allsráðandi þegar farið er áfínni mannfagnaði. íslenskir hönnuðir láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að samkvæmistískunni. Tilveran heimsótti nokkra fatahönnuði á dögunum ogfékk að sjá sýnishom af samkvæmistísku vetrarins. María Lovísa Ragnarsdóttir fatahönnuður:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.