Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 9
ÞRIDJUDAGUR 2. FEBRUAR 1999 I>V Utlönd Afi Ernsts sakaður um aðstoð við Hitler Föðurafi Ernst Augusts von Hannover, eiginmanns Karólínu Mónakóprinsessu, var nasisti og hjálpaði Hitler. Þetta fullyrðir þýska blaðið Bild-Zeitung og birtir skjöl máli sínu til stuðnings. Lög- maður Ernsts Augusts segir skjölin fólsuð. Það hefur lengi verið vitað að föð- uramma og föðurafi Ernsts Augusts, sem fyrir rúmri viku kvæntist Kar- ólínu, voru í sambandi við stjórn Hitlers. En nú birtir Bild-Zeitung skjöl sem sýna að Hannoverfjöl- skyldan átti virkan þátt í ofsóknun- um gegn gyðingum. Samkvæmt skjölunum tók foðurafi Ernsts Augusts þátt í að gera fyrirtæki arísk í seinni heimsstyrjöldinni. Forstjórar af gyðingaættum voru neyddir til að láta af störfum slnum og Þjóðverjar voru ráðnir í staðinn. Karólína prinsessa og Ernst August von Hannover. Lesbfski presturinn Siri Sunde er lengst til hægri á þessari mynd. Rosemarie Köhn biskup, sem skipaöi Sunde í emb- ætti í gær, er fyrir miori mynd. Konan til vinstri er maki hins nýskipaöa prests. Embættisfærsla biskupsins hefur valdiö nokkrum deilum innan norsku kirkjunnar. Skjálfti í norsku þjóðkirkjunni: Lesbía skipuð í prestsembætti Klofningur er nú kominn upp innan norsku þjóðkirkjunnar eftir að Rosemarie Köhn, eina konan sem gegnir biskupsembætti í Nor- egi, setti lesbíska konu í prestsemb- ætti. Biskupinn lét það ekki hafa áhrif á gjörðir sinar að presturinn, Siri Sunde, gekk á bak orða sinna og gekk að eiga ástkonu sina. „Ég hef ákveðið að leyfa Siri Sunde að hverfa aftur til starfs sins sem aðstoðarprestur," sagði bisk- upinn á fjölmennum fréttamanna- fundi í Hamar. Köhn, sem er 59 ára og hefur verið biskup síðan 1993, hvatti kirkjuna til að leyfa samkynhneigðum að gegna öllum embættum innan hennar. Hún sagði að Kristur vildi að öllum væri ausýnd ást og umburðarlyndi. Stjórn Bondeviks, forsætisráð- herra Noregs, harmaði ákvörðun biskupsins en hommar fögnuðu. Eitt fyrirtækjanna var Afháuser Bank. Bankastjóranum var sagt upp og var hann sendur í útrýmingar- búðir. Nasistar skipuðu nýja banka- stjórn og var föðurafi Ernsts Augusts og abiafni hans skipaður formaður bankastjórnarinnar. Hann var einnig stjórnarmaður og eigandi í byggingafyrirtæki sem þjónaði Hitler. Það hafði einnig ver- ið undir stjórn gyðinga. Hannover- fjölskyldan átti hlut í fyrirtækinu til ársins 1991. Ernst August segir afa sinn hafa verið andstæðing nasista. Hann hafi verið rekinn úr hernum og gripinn af Gestapo. Samtímis reynir nú Ernst August að fá aftur listmuni sem Rússar stálu frá fjölskyldu hans í stríðinu. Ýmsir stjórnmálamenn heimta nú að hann láti af kröfu Símamynd Reuter sinni. Rottur gómaðar Meindýraeyðar hafa náð meira en þrjú þúsund rottum á nýja al- þjóðaflugvellinum í Kuala Lump- ur, höfuðborg Malasíu, frá þvi hann var opnaður í júní í fyrra. Yfírvöld segjast nú hafa náð tök- um á ástandinu og ekki séu leng- ur neinar rottur á vellinum, gestum og gangandi til leiðinda og ama. Færeyjar: Djúpstæður ágreiningur um fullveldismálið Allt bendir til að klofningurinn á færeyska landsþinginu um full- veldismálið milli stjórnarflokk- anna annars vegar og stóru stjórnarand- stöðuflokk- anna tveggja, fær- ist sífellt í aukana. Þegar lög- þingið tók fyrir á föstu- dag tillögu landstjórnar- innar um að Anflnn Kallsberg, setja á lagg- lögmaöur Færeyja. irnar nefnd til að gera drög að færeyskri stjórnarskrá, upphófust harðar og tilfínningaþrungnar umræður um stöðu Færeyja í danska ríkjasam- bandinu. Umræðurnar stóðu í fimrn klukkustundir. Stóru stjórnarandstöðuflokk- arnir, jafnaðarmenn og Sam- bandsflokkurinn, viha ekki að umrædd nefhd verði sett á lagg- irnar. Svo fór að lokum að stjórn- arflokkarnir höfðu betur í at- kvæðagreiðslunni. Sigurður Líndal, lagaprófessor við Háskóla íslands, hefur verið í Færeyjum að miðla landstjórn- inni af reynslu íslendinga. í fær- eyska blaðinu Dimmalætting í gær kom fram að Sigurður teldi Færeyinga geta fengið fullt sjálf- stæði eftir 25 ár ef þeir færu sömu leið og íslendingar. Dale Carne FÓLK - ARANCUR - HACr r f r í Hjálpar þér að: Hafa meiri trú á hæf iieikum þínum. Virkja eldmóðinn. Verða betri ímannlegum samskiptum. Losna við áhyggjur og kvíða. Láta í Ijós skoðanir þínar. Einar II. Bridde Sigrún Jóna SigurðardótUr Markvissarí árangur, styrkur og meiri hæfni í leik og starfi hefur námskeið Dale Camegie® skilað mér. Því get ég sagt: „Ðale Camegie® nýtist þér til góðs" Meira sjálfstraust og jákvæðari mannleg samskipti er meðal annars það sem ég fékk út úr mjög svo skemmtilegu Dale Carnegie® námskeiði. Hópurinn í heild sinni var frábær! Ég er afslappaðri og öruggari með sjálfan mig við aðra. Ég hef ekki það lengur á tilfinningunni.að eitthvað misheppnað komi uppúr mér svo að betra sé að þegja. í dag nýt ég þess að tjá mig og njóta dagsins. Lúðvíg Ami Sveínsson Dale Camegie® námskeiðið gaf mér aukinn eldmóð,meira öryggi og sjálfstraust. í dag er ég betri ræðumaður. Benedikta Jónsdóttír Námskeiðið hjálpaði mér að víkka sjóndeildarhringinn og gaf mér betri iiinsýn í mannleg samskipli. Ég öðlaðist meira öryggi og sjálfstraust í daglegu lífi. Oddný Árnadóttir Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 3. febrúar kl. 20.30 að Sogavegi 69,108 Reykjavík FJÁKFESTING ÍMENNTVN SHIARÞÉRARBIÆVILANGT! STJÓRNUNARSKÓLTNN Kanrdð Adolp/isson - Ein/taumboð dfslandi ' Myndlampi Black Matrix 1100stöðvaminni 1 Allar aðgerðir á skjá ' Skart tengi • Fjarstýring 1 Aukatengi f. hátalara 1 (slenskt textavarp A» Myndlampi Black Matrix • 50 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring • íslenskt textavarp BEKO fékk viðurkenningu í hinu virta breska tímariti WHAT VIDEO sem bestu sjónvarpskaupln PIOKMSSON Lágmúla 8 • Sími 533 2800 U m bob s m en n u m allt land Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi. Vostfirðir: Gelrseyrarbúðln, Palreksfirði. Rafverk,Bolungarvík.Straumur,lsafirði. Norðurland: Kaupfóiag V-Hún.,Hvammstanga. Hegri.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA, Lónsbakka. KEA.Dalvík. Kaupfólag Vopnfirðinga, Vopnafirði. Austurland: Vélsmiðja Hornafjarðar, Hornafirði. KHB, EgilsstöÖum. Kaupfólag Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. Kaupfélag Stöðfirðimga, Stöðvartiröi. Suðurinnd: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. GeisIi.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavfk. Rafborg,Grindavfk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.