Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 Spuriúngin Kaustu um helgina? Rut Sigtryggsdóttir nemi: Nei. Katrín Magnea Jónsdóttir nemi: Nei. Andri Karlsson nemi: Nei. Erna Emudóttir: Nei, ég var ekki heima um helgina. Guðmundin* G. Lúðvíksson vél- stjóri: Nei. Július Stefánsson verslunarmað- ur: Nei, ég bý ekki í Reykjavík. Annars hefði ég sennilega kosiö. Lesendur Kristna menningar- svæðið við aldamót Fólk hrópar „friður" og kastar aur og grjóti í meinta friðar- spilla og meintur sannleikságreiningur er látinn sverfa til stáls. Þorsteinn Hákonarson skrifar: Við fyrirhugaðar hátíð- ir við næstu aldamót, þá er lítið til að halda upp á. Ef bjálkinn er tekinn úr auga, blasir við sérstök mynd. - Sjöfalt yfirdrep hernaðarmáttar, þekking sem er talin eign ríkisins og hersins, til þess að þróa enn hraðari gereyð- ingarmátt, því þekkingu má ekki nota til að bæta framfærslu okkar fyrr en hemaðaryfirvöld hafa lokið sér af. Við búum við mikið umtal um lausn á orku- vandanum, en stjómvöld reyna stíft að koma í veg fyrir lausnir. Vandinn er þó ekki orkuvandi, held- ur aflvélavandi og hann leysist með rafgeymi með mikilli rýmd. En hann má ekki þróa. Sá almenni misskilningur er uppi að kerfi sem við notum til að lýsa eðlisatriðum segi okkur sannleikann. Svo er ekki. Þau kerfi hafa einungis forsendubimdna lýsingar- hæfni. - í því máli emm við ratar. Fólk hrópar „friður" og kastar aur og grjóti í meinta friðarspilla. Meintur sannleikságreiningur er látinn sverfa til stáls. Sá sannleikur er oftast áunninn orðhengilsháttur. Tugir milljóna voru drepnar á þessarri öld lyga og þvættings í heila ráðamanna. Miiljónir í Sovét- ríkjunum til þess að laga efnahags- lega tölfræði, tugir milljóna vegna deilna um háralit, augnlit og frrnn- stætt blóðpróf. Og margar milljónir í Kambódíu til þess að koma fram efhahagslegri sýndarmennsku. Spumingin er þó einfold: Erum við dýr eða andlegar verur? Föllum við vegna vistkerfis- hrests, sem verður vegna eigin heimsku og and- legrar fávísi? Eða getum við skapað okkur vist- kerfi sjáif til þess að lifa af? Dýrin falla fyrir vist- kerfisbresti, þar um vitn- ar saga jarðar. En vist- kerfi hinnar vitibomu vem er að skapa sér sjáif vistkerfi, koma þekkingu milli kynslóða og lifa af sem tegund. Aldamótin nú bera tveggja þúsunda tölu. Tölu tímatals frá fæð- ingu Krists. Þetta era há- tíðartímamót á kristna menningarsvæðinu. Er það ástand sem að ofan greinir í samræmi við boð Krists um að gleyma og fyrirgefa? Nei. Margir túlka málið svo að Krist- ur hafi dáið fyrir okkur og Guð hafi fyrirgefið okkur. Síðan em allir hólpnir og geta hagað sér eins og skepnur, og kirkjan blessaði her- menn til góðra verka beggja vegna víglínunnar. En vill nokkur skoða eðli friðar? Nei, því þá er ekki hægt að njóta hatursins til að kenna öðmm um. Á tímamótum sjálfsmiklunar er al- menningi send sú kveðja að hann sé bæði heimskur og illgjam, öfugt við það sem atkvæðaveiðarar segja. Á slíkur almenningur framtíð? Félagar fá „frítt" í bíó Helgi Kristinsson skrifar: Jólagjöf Háskólabíós og Máls og menningar til klúbbfélaga í Uglu- klúbbnum var bíómiði í Háskólabíó. - Sonur minn mætti kl. 5 með mið- ann (,jólagjöfina“). Frímiðann átti að afhenda honum í staöinn á mynd- ina Antz kl. 3 eða 5, 27. desember sl. í miðasölunni er honum sagt að þama sé prentvilla; myndin sé ekki sýnd kl. 5. Hann megi þó koma á myndina seinna og sýna þá miðann. Það gerði hann, fór aðra ferð. En þá var honum sagt að miðinn væri því miður úfrunninn og var ekkert hlustað á útskýringar hans. Ég hringdi daginn eftir þar sem mér fannst þessi framkoma ekki við hæfi. Starfsmaöur Háskólabíós sagði þá að þeim þætti þetta leitt og mætti drengurinn velja sér mynd sunnud. 10. jan. á 5- eða 7-sýningu. Einu sinni enn mætti drengurinn og átti nafnið hans að vera á lista í miðasölu. Stúlka í miðasölunni las listann án þess að finna nafnið þar. - Og því miður - eins og hún sagði, þá er þetta alltaf að gerast, sá sem lofar frísýningunni gleymir að láta nafn viðkomandi á listann, en ég má alls ekki hleypa þeim inn sem ekki em á listanum. Nú hefúr drengurinn gert þijár tilraunir til að „opna“ jólagjöfina en það virðist alveg ómögulegt, hann hefur þurft að kaupa sér miða í öll skiptin og hugsar sig því tvisvar um áður en hann fær boð frá Máli og menningu og Háskólabíói aftur. Sameining sveitarfélaga - skiptar skoöanir Frá nýlegum fundl í Garðl um sameinlngu Gerðahrepps og Reykjanesbæjar. - Ekkert liggur á í þessum efnum, segir m.a. í bréfinu. Sandgerðingur skrifar: Er sameining sveitarfélaga sú himnasending sem íbúar viðkom- andi staða eiga að gleypa hráa og taka fagnandi? Sums staðar getur sameining átt vel við og verið jafn- vel nauðsynleg, en annars staðar ekki. Nýlega var haldinn fundur í Garðinum hér nyrst á Suðumesjum þar sem rædd var sameining Garðs og Sandgerðis annars vegar og sam- eining Garðs og Reykjanesbæjar hins vegar. - Siðari sameiningin er talin vænlegri kostur, að mati fyrir- tækis eins í höfuðborginni sem sér- hæfir sig í ýmsum álitsgerðum og hugmyndum. Ég er ekki í vafa um að samein- ing Garðs við Reykjanesbæ er ekki sú heppilegasta ráðstöfun sem hreppsnefnd Gerðahrepps leggur upp með til framtíðar. Og þótt túlka megi framtíðarsýn eins sveitarfé- lags eins og Gerðahrepps þymum stráða vegna tímabundinna skulda og framkvæmda sem nauðsynlegt er að ljúka þá era það smámunir mið- að við að sameinast stóm sveitarfé- lagi eins og Reykjanesbæ. í því sam- floti myndi bæjarfélag eins og Garð- urinn stöðugt þurfa að sækja á brattann í öllum málum. - Garðbú- ar eiga að hugsa sinn gang í þessum málum. í þessu máli er biðin þeim til tekna, ekki öfugt. Ekki sjóflugvöll við Reykjavík Finnbogi hringdi: Nokkur orð um Reykjavíkur- flugvöll og Vatnsmýrina. Ég er sammála þeim sem vilja koma innanlandsfluginu frá Reykjavík til Keflavíkur. Önnur lausn er ekki umræðuhæf. Að fá eins kon- ar sjóflugvöll úti í Skerjafirði er fásinna. Bæði óþarfa kostnaður og svo væri hann jafn hættulegur þar, með aðflug og flugtök yfir þéttbýlið rétt eins og í dag. Auð- vitað er ekkert vit í því að lappa upp á Reykjavíkurflugvöll fyrir nokkra milljarða króna og teppa um langa framtíð hið dýrmæta landsvæði við borgarkjamann. - Ég bendi hins vegar áhugasömum íbúum borgarinnar á þessu máli að lesa forystugrein i DV sl. föstu- dag þar sem ég las nokkuð ítar- lega umfjöllun um mál þetta. Vísað frá ísafirði Brottfluttur ísfirðingur skrifar: Þar sem enn upphefst umræða um mál byggðanna á Vestfjörðum norðanverðum vegna slysanna hörmulegu og bætur vegna þeirra, vil ég lýsa undrun minni á því að ekki skuli fleiri flytjast brott frá þessum afskekktu byggð- um sem enga framtíð eiga fyrir sér. ísafjarðarkaupstaður, einn og sér, á heldur enga ffamtíð fyrir sér - landrými ekkert og hvergi má byggja. Fólki er vísað frá um- svifúm á kaupstaðnum og sagt að nóg landrými sé í Önundarfirði. Það er bara ekki staðurinn sem fólk lítur til í dag. Án landrýmis er uppbygging ísafjarðarkaup- staöar úr myndinni. Þetta á líka við um nágrannabyggðimar, Súðavík, Flateyri, Suðureyri og Bolungarvík. Einnig Þingeyri sem er orðin einna afskekktasta byggöarlagið vestra, vegna sam- gönguerfiðleika. Dómgreindar- leysi í utanríkis- ráðuneyti Giurnar Kristjánsson skrifar: Ég er undrandi yfir því dóm- greindarleysi sem íslenskir emb- ættismenn sýna af sér æ ofan í æ í afskiptum sínum af hinum ýmsu málum. Ekki síst í samskiptum við erlenda aðila, fyrirtæki eða einkaaðila. Fréttir um aö sendi- herrann okkar í Washington hafi gengiö erinda utanríkisráðuneyt- isins hér í máli Eimskips hf., vegna málaferla fyrirtækisins gegn bandarískum stjómvöldum og freistað þess að hafa áhrif á dómarann með sendibréfi, er ein- stakt dómgrendarleysi ráöuneyt- isins. Ekki endilega sendiherrans, sem gerir það sem fyrir hann er lagt. Spumingin er svo sú hvort Eimskip hf. getur yfirleitt krafist þess aö fá til sín alla flutninga Bandaríkjamanna fyrir vamarlið- ið hingað til lands. Flutningamir eru í höndum íslensks-bandarísks skipafélags. Nægir okkur íslend- ingum það ekki í bili? Flugleiðaþotur í hættu? HaHdóra hringdi: Hvers vegna að taka Flugleiða- þotur sem dæmi um stórslys fremur en einhverjar aörar þotur eða hara önnur samgöngutæki yf- irleitt? Eða t.d. jarðskjálfta eða náttúrahamfarir almennt, þegar borin er saman dánartíðni hér af völdum reykinga? Ég verð að taka undir lesendabréf í DV sl. fimmtudag og finnst að forseti ís- lands hafi tekið verulega skakkan pól í hæðina þegar hann tekur dæmi af Flugleiðaþotum sem kynnu að farast. Ekki bara ein, heldur margar, hver á eftir annarri. Eru þessar þotur kannski í meiri hættu en aðrar flugvélar? - Er nema von aö mað- ur spyrji, þótt ekki sé nema sjálf- an sig, þeirrar spumingar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.