Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 DV 4 fréttir Frétt DV af bílstuldi af bílasölu bar árangur: Hondan fundin - hafði verið týnd í mánuð Þorfinnur Finnlaugsson, framkvæmdastjóri Aðalbílasölunnar / Bílasöiu Matthíasar, afhendir finnanda stolnu Hondunnar, Heiðari Þór Bragasyni, þakklætisvott frá Aðalbílasölunni og frá tryggingafélaginu VÍS fyrir að finna bílinn. DV-mynd Sveinn Hondabíll sem stolið var af Aðal- bílasölunni í Reykjavík 8. janúar fannst eftir að DV birti frétt sl. miö- vikudag af stuldinum og lýsingu á atvikum, auk myndar úr öryggis- myndavél nágrannabílasölunnar. „Hér kom maður í gær og greindi okkur frá því að bíllinn stæði fyrir utan vinnustað hans að Skúlagötu 57, í næsta nágrenni við lögreglu- stöðina, og hefði staðið þar all- lengi,“ sagði Þorfmnur Finnlaugs- son, framkvæmdastjóri Aðalbílasöl- unnar, í samtali viö DV. Bíllinn hvarf frá bílasölunni eftir að maður kom á þangað og fékk lykla að honum til þess að líta inn í hann. Ekki stóð hins vegar til að maðurinn reynsluæki bílnum. Þeg- ar afgreiðslumanninn tók nokkru síðar að lengja eftir manninum og lyklunum voru bæði maður og bíll á bak og burt. Að sögn Þorfinns voru lyklarnir í opnu hólfi í mælaborðinu þegar bíll- inn fannst í fyrradag. Svo virðist sem hann hafi ekki verið mikið not- aður og við fyrstu sýn fundust ekki á honum neinar skemmdir. Bíllinn var kaskótryggður með 90 þúsund króna sjálfsábyrgð og degi áður en hann fannst hafði tryggingafélag eigandans greitt honum bílinn að frádreginni sjálfsábyrgðinni. Bíll- inn er nú í vörslu tryggingafélags- ins. Þorfinnur sagði að frétt DV hefði greinilega virkað því að nán- ast strax og blaðið var komið á göt- una hafi bíllinn fundist. Þorfinnur fór í gær á fund finnandans, Heið- ars Þórs Bragasonar, starfsmanns Ríkisendurskoðunar, og afhenti honum sína blómakörfuna frá hvoru, tryggingafélagi bílsins VÍS og Aðalbílasölunni, í þakklætis- skyni fyrir að hafa fundið bílinn. í annarri körfunni var forláta koníak og í hinni 20 ára gamalt viskí. Þorfmnur sagði að eftir þetta at- vik með Honduna væri búið að herða mjög á kröfum varðandi lán á lyklum að bílum og á bílum til reynsluaksturs og skoðunar hjá Að- albílasölunni. Allir sem fá lánaða bíllykla eru nú skráðir undir nafni, kennitölu og númeri ökuskírteinis i tölvu bílasölunnar. Þessar upplýs- ingar geymast síðan í gagnabanka og tölvan lætur vita ef lyklum er ekki skilað innan tiltekins tíma. -SÁ Samtökin Mannvernd vilja breytingar á gagnagrunnslögunum: Davíð hafnar breytingum Leiö til betra lífs: Spurt og svar- að um heilsuna 1 í tilefni af heilsuátakinu Leið I til betra lífs gefst lesendum DV I og gestum Vísis.is kostur á að senda inn fyrirspurnir um mál- efni er lúta að heilsusamlegum málefnum. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu Igeta farið inn á Fréttavef Vís- is.is og smellt á hnapp merktan Leið til betra lífs. Þá má skrifa og senda inn fyrirspurnir sem óskað er svara við og verða þær sendar áfram til íþróttakenn- ara, þolfimikennara og sjúkra- Iþjálfara sem starfa með DV og Vísi.is í átakinu. Svör við fyrir- spumum er hægt að nálgast á Vísi.is, en þeim verður svarað eins fljótt og unnt er. Við von- um að þessi þjónusta geti nýst I sem flestum og verða svörin | opin öllum þeim sem áhuga ! hafa á heilbrigi og heiisusam- legu lífemi. Jón Gunnarsson: Innantómar hótanir „Þetta verður sami grátkórinn og venjulega sem hefur upp raust sína,“ segir Jón Gunnarsson, formaður Sjáv- amytja, um afleiðingar þess ef íslend- ingar hefja hvalveiðar að nýju, svo sem er til umræðu á Alþingi. Jón segir það hafa sýnt sig að frið- unarsamtök hóti öllu illu en það séu innantóm orð. Skaði eftir að íslend- ingar hófu vfsindaveiðar undir her- lúðram samtaka friðunarsinna hafi enginn orðið. Sömu sögu sé að segja af norskum efnahag i kjölfar þess að veiðar á hrefnu voru leyfðar þar. Norðmönnum hafi verið hótað. „Það hefur verið kannað rækilega í Noregi hvort tjón hafi orðið vegna að- gerða friðunarsamtaka. Tveir prófess- orar í Bergen fóra ofan í málið og nið- urstaðan var sú að tjón væri innan við 100 milljónir íslenskra króna en ekki 2 milljarðar króna eins og friðun- arsamtökin vildu meina. Þá vitum við að Norðmenn hafa verið að slá met í útflutningi sjávarafurða," segir Jón. Hann segir að Alþingi eigi að taka af skarið og leyfa hvalveiðar strax í sumar. „Það er þýðingarlaust að fara í ein- hveijar kynningarferðir út í lönd með það í farteskinu að kannski eigi að hefja hvalveiöar. Það má likja slíku vinnulagi viö verkalýðsfélag sem legg- ur fram kaupkröfur án þess að hafa verkfallsheimild. Það er ekkert annað að gera en leyfa veiðar og taka svo slaginn," segir Jón. -rt Sigmundur Guðbjarnason, for- maður samtakanna Mannvemdar, og fleiri framámenn í samtökunum gengu í gær á fund Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra og lögðu fyrir hann hugmyndir samtakanna um leiðir til sátta í deilunni um miðlæg- an gagnagrunn á heilbrigðissviði. Forsætisráðherra hafnaði tillögun- um. Tillögur Mannverndar eru lagðar fram á grundvelli fyrirheits um að breyta megi lögunum til að sættir megi takast um málið. Samtökin leggja til að lögunum um gagna- grunninn verði breytt á yfirstand- andi þingi til að, eins og segir í greinargerð samtakanna, skráning í Um helgina mun Skíðasamband íslands bjóða almenningi að koma og læra listina að ganga á skíðum. Kennslan fer fram á Valbjarnar- velli í Laugardal í Reykjavík frá kl. 11-16 laugardag og sunnudag. Mæting verður við stúku Laugar- dalsvallar. í vetur hefur Skíðasambandið staðið fyrir útbreiðsluátaki sem ber yfirskriftina „Skiðagöngu- kennsla fyrir almenning". Mark- DV, Ósló: „íslendingar gera það sem um- hverfissinnar um allan heim hafa látið sig dreyma um. Eyjunni verður breytt í tilraunastöð með umhverfis- væna vetnisbrennslu." Svona kynnir norska stórblaðið Aftenposten áformin um aö hætta að nota olíu og bensín á íslandi og brenna þess í stað vetni á vélum landsmanna. „ís- lensk umhverfisforysta" heitir uppá- tækið í fyrirsögn blaðsins. Ekki spillir fyrir að Norsk Hydro miðlægan gagna- grunn á heil- brigðissviði verði ásættanleg. Til að skráning verði ásættanleg telur Mannvemd að fyrir þurfi að liggja upplýst og skriflegt sam- þykki sjúklings, í samræmi við lög um réttindi sjúklinga. Þá skuli liggja fyrir samþykki óháðrar siðanefndar fyrir hverju rannsókn- arverkefni áður en rannsóknir hefj- ast. Loks vill Mannvernd að Tölvu- mið átaksins er að bjóða almen- ingi upp á kennslu í grunnatriðum skíðagöngunnar sér að kostnaðar- lausu, í því skyni að fjölga iðkend- um þessarar hollu íþróttar. Við höfum til umráða 60 pör af útbún- aði sem lánaður er út við kennsl- una, án endurgjalds. Styrktaraðil- ar átaksins í ár eru DV, Ingvar Helgason hf., Skátabúðin, Fálkinn, Olís, Kexsmiðjan og STP-umboðið. Þessa dagana er nægur snjór í er með í spilinu og loksins heyrist eitthvað upplífgandi frá norska iðn- aðarrisanum. „Norsk Hydro á að baki langa sögu við framleiðslu á vetni. Fyrirtækið á líka alla mögu- leika á að auka nýtingu á jarðgasi til framleiðslu á vetni," segir forstjór- inn, Egil Mykleburst, stoltur við fréttastofuna NTB og aðeins dagur liðinn frá því hann upplýsti að olíu- og áburðarframleiðsla fyrirtækisins væri í molum. í Þýskalandi líta orkuspámenn líka björtum augum til íslands. Frá nefnd samþykki sérhvert verk- efhi áður en það hefst. Mannvemd hvetur almenn- ing til að taka al- mennt þátt í læknisfræðileg- um rannsóknum ef þessar kröfúr eru uppfylltar. Meðan þessir eðlilegu starfshættir séu á hinn bóginn ekki virtir, hvet- ur Mannvernd fólk til þess að óska eftir því við landlækni að verða ekki skráð í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. -SÁ borginni og því alveg tilvalið að skella sér í dalinn um helgina. Mikið verður um að vera, styrkt- araðilar þessa átaks verða með kynningu á vörum sínum og bjóða upp á veitingar. Einnig verða óvæntar uppákomur á dagskrá. Síðast þegar efnt var til kennslu í Laugardal fyrir tveimur árum mættu yfir 1000 manns og því ljóst að áhugi Reykvíkinga er mjög mikill. Berlfn berast þær fréttir aö á íslandi standi til að koma fótunum undir fyrsta „vetnishagkerfi" heimsins og þá átt við að vetni taki við sem aðal- eldsneyti á bíla og skip íslendinga. Engar efasemdaraddir heyrast og Aftenposten leggur hernaðaráætlun íslendinga fyrir lesendur sína í þremur liðum, allt frá því fyrsti vetnisstrætóinn birtist á götum Reykjavíkur þar til allur hinn ill- ræmdi togarafloti landsmanna er reiðubúinn að plægja upp heimshöf- in knúinn vetni. -GK Allir á skíði um helgina: Skíðagöngukennsla fyrir almenning Áætlanir um vetnisvæðingu á íslandi vekja athygli i Evrópu: íslensk umhverfisforysta Sigmundur Guð- bjarnason, for- maður Mann- verndar. Davíö Oddsson forsætisráðherra. IflÉðÉH sandkor Lóðakreppa Nokkur uppreisn hefur verið | innan borgarstjómar Reykjavík- ur. Fótgönguliðar Ingu Jónu Þórðardóttur, leiðtoga sjálfstæð- ismanna, hafa gengið í skrokk á bældum borgar- fulltrúum R-list- ans. D-listanum hefur orðið tið- rætt um skort á lóðum og þá staðreynd að ætt- menni borgarstjóra hafa fengið úthlutað úrvalslóðum. Lóða- kreppan í Reykjavík er í algleym- ingi þrátt fyrir að enn séu til blettir sem byggja mætti á. Með- al óbyggðra frímerkja er blettur- inn Norðlingaholt í grennd við Rauðavatn sem sjálfstæðismenn vilja að lokið verði deiliskipulagi á svo hefja megi byggingar þar. Það er skondin tilviljun að stærsti eigandi þar er Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Hann ku hafa nostrað við að gróðursetja þar þónokkrar hríslur sem gera landið mun verðmætara komi til uppkaupa ... í felum Hinn brosmildi fyrrum aðstoð- armaður félagsmálaráðherra, Árni Gunnarsson, hefur látið lít- ið á sér bera að | undanfömu. Þykir mörgum það hið j einkennilegasta I mál þar sem Árni | er formaður Sam- bands „ungra“ 1 framsóknar- j manna og kosn- § ingabarátta í nánd. Skýring- arnar á þessum feluleik Áma era taldar þær að senn líður að kosn- ingabaráttu í Norðurlandskjör- : dæmi vestra þar sem Ámi skipar í annað sæti lista framsóknar- manna og lærifaðir hans, Páll Pétursson, leiðir listann. Ámi ku því vilja láta fólk gleyma látunum j í kringum Samband „ungra" ; framsóknarmanna þegar hann vann kosningar til formanns sam- bandsins á umdeildan hátt með aðeins einu atkvæði... Sexfréttir RÚV Það veltur oft margt skemmti- legt upp úr fréttamönnum útvarps í hita leiksins. Stundum geta líka komið upp skemmti- legar vangaveltur sem fara þó eftir efni fréttatímanna. Það var í lok fréttatíma kl. sex. Síðasta fréttin var um rannsókn á kynlífi í Banda- ríkjunum. Frétt- in endaði á að segja frá að eitt vandamál karla væri of brátt sáðlát. Síðan sagði Broddi Broddason fréttamaður með al- vöruþunga: „Þetta voru sexfréttir Útvarpsins ..." Viagra-Jóhannes Jóhannes Guðnason á fóð- urbílnum góða sló í gegn í vinnu- vélablaði DV þar sem hann lýsti því að hann þyrfti ekki Viagra þegar nýi Scania-bUlinn kæmi. Hann hef- ur fengið mikið viðbrögö viö yf- irlýsingunum og konur hafa hringt í hann unnvörpum til _ að tjá sig um Viagra. Á bens- ínstöðvum vítt og breitt um land- ið gengur hann nú ekki undir öðru nafni en Viagra-Jóhannes ... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.