Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 29
28 0ðtal LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 DV 4- JL^"V LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 viðtal 37 „Hér sérðu nafnspjald Borgþórs Kjærnested," segir Pétur. „Hann skreytir það með merki ITF en það eru alþjóðleg samtök sem sjómanna- félögin eiga aðild að. Það er kald- hæðnislegt að forveri Borgþórs í verkalýðsbaráttunni, Jón Bach, missti mannorðið og var kallaður landráðamaður þegar hann reyndi að leita réttar sjómanna og ganga í ITF. Borgþór dreifir hins vegar nafnspjaldi og situr í hægu sæti. ITF eru mikilvæg og kröftug sam- tök en íslenskir sjómenn hafa ekki alltaf veriö meðlimir í þessum fé- lagsskap. Áður sóttu þeir rétt sinn í greipar auðvalds, útgerðar og bankavalds sem einskis sveifst en beitti launráðum og lævísi svo kom- ið yrði í veg fyrir sjálfsögð alþjóðleg tengsl stéttarsamtaka. Þegar sjómannafélagið sendi Jón Bach sem fulltrúa sinn til Bretlands í lok ágúst 1923 voru breskum stjórnvöldum send tilmæli um að meina honum landgöngu í Bret- landi. Athyglisvert er að þingmanni og síðar ráðherra í Verkamanna- flokknum var falið að bera fram fyr- irspurn í parlamentinu um hvers vegna Jóni Bach hefði ekki verið leyft að stíga þar á land. Enn hafa engin svör fengist en það er hugboð mitt að Ólafur Thors, sem vann hjá botnvörpuskipaeigendum, eins og LÍÚ var kallað þá, hafi látið boð út ganga um að handtaka Jón. Sjó- mannasamband íslands ætti að gangast fyrir þvi að rétta hlut frum- herjanna. Kynslóð hins svokallaða velferðarríkis má ekki gleyma skuld sinni við þá,“ segir Pétur og honum er greinilega heitt í hamsi. Blindi drengurinn um- kringdur og slangan skorin Pétur segir að tveir atburðir tengist með mjög ákveðnum hætti og marki djúp spor i þjóðlífið. Það sé Hvíta stríðið í nóvember 1921 og Blöndahlsslagurinn 1923. Eins og Ólafur Thors. Þegar nýsköpunar- stjórnin var við það að springa hringdi hann klukkan fimm að morgni til Brynjólfs Bjarnasonar og sagði með sinni djúpu röddu: „Þú verður tekinn af Iffi við sólarupp- rás!“ Einar Olgeirsson. Vinátta tókst með honum og Ólafi Thors. Blöndahlsslagur árið 1923 sem þú hefur mjög haldið á lofti? „Félag íslenskra botnvörpu- skipaeigenda krafðist lækkunar á launum sjómanna. Sjómenn fóru í verkfall en síðan átti að senda eft- ir verkfallsbrjótum á Hellissand. Mönnum sem vildu vinna þrátt fyrir fyrirhugaðar launalækkanir. Þá var ákveðið að grípa til aðgerða og var til dæmis samþykkt á ein- um fundi meðan deilan stóð yfir að fara í skrúðgöngu, ganga syngj- andi fram hjá húsi Blöndahlsfeðga og segja: „Lifi sjómannafélagið!“ Þegar þau tíðindi spurðust út í Reykjavík að til stæði að flytja vatn í vatnsgeyma togara Blön- dahlsfeðga snerust félagar Sjó- mannafélags Reykjavíkur til and- ófs. Þeir gerðu árás á vatnsbát Reykjavíkurhafnar og komu í veg fyrir vatnsdælingu. Þar kom til handalögmála og barsmiða á milli sjómanna og lögreglu og varð að hætta við vatnstökuna. Þarna gengu margir vasklega fram. Hjörtur Þorkelsson skar á vatns- slönguna og Jón Bjarnason, afi Kjartans Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, sneri kylfu úr hendi lögreglu- manns og tók hana með sér heim sem minjagrip. Hann var látinn gjalda framgöngu sinnar grimmi- lega. Af útgerðarmönnum var hann settur á svartan lista og fékk ekki atvinnu um langa hríð,“ seg- ir Pétur og bætir við að þetta verk- fall hafi skipt sköpum fyrir verka- fólk í landinu. Marx og Móses Hversu mikið tengdust deilurn- ar marxisma þeirra tíma? „Marxisminn var ef til vill á yf- irborðinu en ræturnar held ég að hafi verið fjárhagslegar eins og ævinlega. Hagsmunaárekstrar milli eigenda fjármagnsins og launþeganna sem seldu vinnu sína. Ég skrifaði einhvern tíma grein um þá sálufélaga Marx og Móses og bar þá saman. Það er svo ein- kennilegt hvað þeir eru líkir. Marx segir að hver og einn eigi að leggja af mörkum eftir getu sinni og bera úr býtum eftir þörfúm. Móses leysir málin þannig á eyði- merkurgöngu ísraels að hver og einn fær nákvæmlega það sem hann þarf af korni en það maðkar sem umfram þarfir hans er. Móses þekkti náttúrlega mennina, að þeir tóku meira til sín en þeir þurftu. Davíð hefur aldrei haldið þessu fram.“ Hvað finnst þér um að sett séu lög á verkföll sjómanna eins og gert hefur verið undanfarin ár? „Ég verð að segja að ég hef ekki alveg eins mikla samúð með sjó- mönnum nú eins og áður. Mér finnst eins og sjómenn sýni ekki samtökum sínum tilhlýðilega virð- ingu sem birtist meðal annars í því að þeir kanna ekki til hlítar hvernig stóð á að Jóni Bach var meinað að fara til Bretlands. Hann ruddi brautina en nú þarf ekki annað en að senda telefax til þess að ná fram málum í gegnum sam- tökin. Frumherjarnir lögðu heiður sinn að veði og ég fæ ekki séð að þeim sé sýnt nokkurt þakklæti. Verkamennirnir komu líka frá eyrinni til þess að grafa grunninn að Alþýðuhúsinu og voru það kall- aðar dagsverkagjafir. Síðar tókst svo loks að reisa þetta musteri sem átti að vera menningarhöll al- þýðunnar á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Nú er það hús komið undir knæpur og útvarpað þaðan frá prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.“ Að eiga samstarf við íhaldið „Það undrast margir að Svavar Gestsson skuli vera að fara sem sendiherra á vegum íhaldsstjómar. En það er alls ekkert nýtt að rót- tæklingar eigi samstarf við íhaldið. Ólafur Thors var illa þokkaður af verkalýðshreyfingunni sem per- sónugervingur auðvaldsins og tal- inn hættulegasti andstfeðingurinn. Þrátt fyrir það tókst vinátta með honum og Einari Olgeirssyni. Sig- ríður, kona Einars, sagði mér að þegar Einar var tekinn og fluttur til Bretlands hefði Ólafur strax hringt í hana og sagt að hún þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af fjármálum, Alþingi sæi um þau. Ólafur átti drengskap mikinn til eins og þetta dæmi sýnir. Sigríður svaraði þá að bragði: „Nú, heldurðu ekki að Rússagullið nægi mér?“ „Rússa- gullið er hvergi til nema í Morgun- blaðinu," sagði Ólafur þá. Matthías Johannessen segir frá þessari vináttu Ólafs Thors og kommúnistanna í bókinni um Ólaf. Þegar nýsköpunarstjómin var við það að springa þá hringdi Ólafur klukkan fimm að morgni til Brynj- ólfs Bjamasonar og sagði með sinni djúpu röddu: „Þú verður tekinn af lífi yið sólarupprás!" „Ólafur minn, þakka þér kærlega fyrir að láta mig vita,“ sagði Brynjólfur. „Þekktirðu mig?“ spurði Ólafur. „Já,“ sagði Brynjólfur. „Ég vissi að enginn annar léti sér svona umhugað um mig.“ Lögreglan var lömuð Hvenær fórstu að láta þig þessi mál einhverju varða? „Ég hef frá bemsku verið haldinn þráhyggju í sambandi við sögu verkalýðshreyfingarinnar. Ég var yngstur margra bræðra sem allir tóku virkan þátt í verkalýðsbarátt- unni. Það var ekki talað um annað en verkalýðsmál og pólitík á mínu heimili. 9. nóvember 1932 var ég fjórtán ára sendill í Útvegsbankanum og var að svíkjast um i starfi. Ég stóð með skjalatösku og horfði á þegar lögreglan var rotuð og yfirbuguð í Gúttóslagnum og það er stysta en áhrifamesta félagsmálanámskeið sem ég hef meðtekið. Þetta var mik- il ferming." Hvernig fór þetta fram? „Lögreglan var algerlega lömuð og mátti sín einskis gegn mannfiöld- Jón Bjarnason sneri kylfu úr hendi iögreglumanns í Blöndahlsslagnum. Kjartan Gunnarsson, barnabarn Jóns, og Bjarni, sonur hans, viröa hér kylf- una fyrir sér. Mynd Sigurjón Valdimarsson anum. Það var rimlagirðing í kring- um Austurvöll og mönnum hljóp svo mikið kapp í kinn að þeir tóku einn lögregluþjóninn, hófu hann á loft og ætluðu að skella honum á grindverkið eins og á grillteina. En það varð ekkert úr því. Um þetta hefur lítið verið skrifað utan ein smásaga. Halldór Laxness skrifaði smásöguna Þórður gamli halti. Sag- an fiallar um Þórð gamla halta, gamlan verkamann sem tók þátt í því að berja á lögreglunni. Þórður gamli halti er á móti Sovétríkjunum í sögunni og vill ekki heyra neitt um þau, segist hafa tekið þátt í slagnum vegna bamanna sinna. Jón Axel bróðir minn rak Halldór Kiljan ofan af palli í Iðnó þegar hann var að lesa upp söguna og sagði: „Nú hættið þér en ég tek við!“ Og vann sér þar veglegan sess í sögu ís- lenskra bókmennta, að sögn Krist- ins E. Andréssonar. Kristinn ritaði síðar um þennan atburð og kvað Halldór Laxness hafa með upplestri sínum storkað alþýðuflokksmönn- um.“ Pétur segir að hann og kona hans hafi fyrir nokkrum árum verið stödd í Bretlandi og honum komið til hugar að hafa sambandi við ITF og tala við konu sem var ritari þar. Hún tók honum ákaflega vel og kvaðst ætla að komast fýrir hann í ákveðin skjöl. Henni varð heldur betur ágengt og fann fundargerðir frá þeim tíma sem Jón Bach kom til Leith. Kom í ljós að Jón hélt áfram til Kaupmannahafnar og fékk að- stoð hjá dönskum verkalýðssamtök- um slökkviliðsmanna til þess að komast til Amsterdam þar sem hann gekk fyrir hönd sjómannafé- lagsins í ITF. „Ég skrifaði sjómannafélags- stjóminni fyrir fimm ámm, þegar sjötíu ár voru liðin frá Blöndahls- slagnum, og bauð þeim að kanna málið þar sem ég veit að þjóðskjala- safn Bretlands geymir frekari upp- lýsingar, en þeir hafa ekki svarað bréfi mínu enn,“ segir Pétur. Viltu ekki bara skrifa grein um þetta í Mogg- ann? „Ef maður hefur kynnst ein- hverju máli og fengið á því áhuga Pétur Pétursson, fyrrverandi þulur: Jón Axel bróöir minn rak Halldór Kiljan ofan af palli í Iðnó þegar hann var að lesa upp söguna Þórður gamli halti og sagði: „Nú hættið þér en ég tek við!“ Þar vann hann sér veglegan sess í sögu ís- lenskra bókmennta. DV-myndir Teitur flestir þekkja þá snerist Hvíta stríðið um augnveikan rússneskan dreng sem Ólafur Friðriksson, þá- verandi ritstjóri Alþýðublaðsins, haföi undir sínum vemdarvæng. Landlæknir krafðist þess að drengurinn væri sendur úr landi tafarlaust en Ólafur hélt því fram að um pólitiskar ofsóknir væri að ræða og neitaði. Lögreglunni mistókst að ná drengnum og ráð- herra skipaði sérstakan lögreglu- sfióra og safnaði saman borgara- legri lögreglu eða 400 manna her sem umkringdi húsið, náði drengnum og sendi hann úr landi. Hvíta stríðið bar vitni ótta manna við uppgang kommúnisma og var tilraun atvinnurekenda til þess að slá verkalýðshreyfinguna niður. „Það var ólga mikil og þessi markar dýpst spor, en ætlun út- gerðarmannanna var að berja nið- ur verkalýðshreyfinguna í eitt skipti fyrir öll og fangelsa Ólaf Friðriksson," segir Pétur. „Þegar Ólafur var leiddur milli tveggja lögreglumanna inn í tukthúsið stóð Ólafur Thors í dyrunum og sagði: „Gakktu í bæinn, Ólafur," svo meinandi að nú sé hann loks- ins búinn að koma honum á kné. Halldór Laxness hefur lýst þessu í bók sinni, Fuglinum í fiömnni, á ákaflega athyglisverðan hátt, auk þess sem hann blandaði sér í deil- una og skrifaði fiórar framhalds- greinar í Alþýðublaðið þar sem hann sagði: „Það þýðir ekkert að höggva hausinn af Ólafi Friðriks- syni eða Hendrik Ottóssyni vegna þess að hér er við hugsjón að fást, ekki einstaklinga." Um hvað snýst hinn svokallaði Brynjólfur Bjarnason. Pétur Pétursson, fyrrver- andi þulur, hefur alla tíð haft mikinn áhuga á sögu verkalýðshreyfingarinnar og skrifað greinar um bar- áttumenn sem gengu vask- lega fram í verkföllum áður fyrr. Hann telur að íslenskir sjómenn og for- kólfar verkalýðsmála í dag muni ekki þá menn sem ruddu þeim brautina til réttlœtis. Akademían Gaggó vest einoknr Rikisutvnrpið gersamlega. Hljoðneminn gengur bara frn munni til munns innnn nkveðins fiops og fer nldrei ut fyrir husið. Þettn er hustokulið. er erfitt að gleyma því. Vinna mín var á öðrum vettvangi en söguleg- ur áhugi minn og forvitni héldu mér vakandi,“ segir Pétur þegar hann er spurður að því hvernig standi á því að þulur Ríkisútvarps- ins fer að skipta sér af sögu verka- lýðshreyfingarinnar. „Ég komst að því að æskuhug- sjónir rættust ekki og þeir sem fóru af stað í hugljómun gleymdu því og sneru sér að auðsöfnun. Ég er ekki að kasta steinum i þá. Mig langaði aðeins að afla mér vit- neskju og taldi það vera verk sem þyrfti að vinna. Ég eyddi gjarnan fríum minum í fróðleiksöflun og svo fékk ég styrk úr Menningar- sjóði útvarpsstöðva til þess að gera þátt um Blöndahlsslaginn. Ég bauð Ríkisútvarpinu þennan þátt fyrsta maí í hitteðfyrra, en þeir neituðu. Akademian Gaggó vest einokar Ríkisútvarpið gersamlega. Hljóð- neminn gengur bara frá munni til munns innan ákveðins hóps og fer aldrei út fyrir húsið. Þetta er hús- tökulið." Fyrir fimm árum hringdi Pétur í fréttastofu Útvarpsins og sagði: „Nú eru 70 ár liðin síðan Blön- dahlsslagurinn átti sér stað og ég veit um mann sem sá það með eig- in augum. Þú skalt hringja í Krist- in Vilhjálmsson og fá hann til að Ég stóð með skjalatösku og horfði á þegar lögreglan var rotuð og yfir- buguð í Gúttóslagnum og það er stysta en áhrifamesta félagsmálanám- skeið sem ég hef meðtekið. Þetta var mikil ferming. segja frá því þegar hann horfði á vatnsslönguna skorna á Blöndahl- stogara en það skipti sköpum í deilunni.“ Þá þegir fréttamaður- inn dálitla sfimd en segir svo: „Heyrðu, viltu ekki bara skrifa grein um þetta í Moggann?" Pétur gerði það, skrifaði grein í Mogg- ann, en Ríkisútvarpið hafði engan áhuga á málinu. „Kvikmynd hefur verið gerð um kúreka norðursins, auk ótal þátta um misgáfulega hluti, en enginn hefur látið sér detta í hug að gera kvikmynd um Hvita stríðið, þegar fiögur hundruð manna her fór gegn einum tárvotum dreng. Það hefur heldur enginn látið sér detta í hug að gera kvikmynd um 9. nóv- ember eða Blöndahlsslaginn. “ Að lokum er Pétur spurður hvort honum hafi ekki dottið í hug að setja saman bók um efnið til þess að tryggja að vinna hans við heimildaöflun fari ekki forgörð- um. „Ég gerði 12 útvarpsþætti um Hvíta stríðið á sínum tíma og mín heimildavinna fyrir þá þætti er öll til á segulböndum. Bókaforlög sem þó tengjast verkalýðshreyfingunni eru orðin svo fin með sig að þau hafa ekki áhuga á sögu hennar. Forlögin tala iðulega við mann um að fá bók um mann sjálfan. Ég hef • ekki nokkra löngun til þess. Mér þykir engu máli skipta hvort ein- hver strákur elst upp þarna eða þarna og hvað hann hefur verið að bardúsa í lifinu. Það eru aðrir hluth sem sóma sér betur á spjöld- um sögunnar.“ -þhs -f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.