Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 T*|V jstelkerinn Óttar Guðmundsson gefur uppskrift að bragðmiklum réttum: Heldur vampírum og flensu fjarri Ég hef um langt skeið haft mikið dálæti á bragðsterkum mat. Kannski er það svo að bragðlaukun- um fer hnignandi með vaxandi aldri og mótlæti - en allavega er ég orð- inn hundleiður á þessum bragð- lausa íslenska veitingahúsamat þar sem flatneskjan og hugmyndafá- tæktin malla sitt í hvorum pottin- um. Þessa rétti rakst ég á eitt sinn úti i Svíþjóð hjá bræðrunum Olsen á Södermalm í Stokkhólmi; heillaðist, hitti kokkinn að máli og fékk hjá honum uppskriftirnar. Bræðumir Olsen eru þekktir fyrir hvítlauks- rétti sína enda er mikill hvítlaukur í þessum réttum. Ekki veitir af á þessum flensutímum en margsinnis hefúr verið sýnt fram á það að ekk- ert reynist ónæmiskerfinu eins vel og hvítlaukur. Auk þess heldur hann frá manni vampírum af öllum kynjum sem er nauðsynlegt á þess- um prófkjörs- og kosningatímum. Marineraður hvítlaukur: 3- 5 heilir hvítlaukar (40-50 lauf) 1-2 stórir tómatar 4- 5 matsk. edik 2 matskeiðar vatn 2 teskeiðar púðursykur 1 teskeið salt 1 matskeið tómatmauk 1-2 teskeiðar sojasósa 1-2 teskeiðar sambal oelek (fer eftir smekk) 2 matskeiðar olífuolía slatti af timjan, dragon, myntu og lagerblöðum. 1. Afhýða hvítlaukinn. Sjóða hann í 5 mínútur. Skola með köldu vatni. Geyma í skál. 2. Skera rifu í toppinn í tómötunum. Sjóða þá í vatni þangað til hýðið losnar (30-40 sek.) Skola með köldu vatni; taka hýðið af, fleygja kjaman- um. Hakka tómatana. 3. Hella saman við tómatana ediki og vatni. Blanda í þetta púðursykri, salti, sojasósu, sambal oelek og ólífuolíu. Hræra ofan í þetta jurtakryddunum. Sjóða í ca 5-10 mín. Smakka og bæta í kryddi eft ir smekk. Hella þessari blöndu síðan yfir hvítlauks- laufin. Geyma í 24 klukku- stundir í ís- skáp áður en þetta er borið fram sem meðlæti eða bragðauki með öllum mat eða látið standa í ís- skápnum eins og gómsætur aukabiti til að gæða sér á eftir vinnu. Skeldýr í chili (hragð- sterkur rækju- eða hörpudisks réttur): 1 laukur 12-15 hvít- laukslauf 1 rauð paprika 4 litlir chilipiprar 2 matskeiðar olífuolia 1 dl vatn 1 dl hvítvín fiskteningur 1 matskeið tómatpuré 1-2 teskeiðar sambal oelek, (eftir smekk) slatti af kummin, lagerblaði, myntu og timjan 1 matskeið púðursykur 1 teskeið salt 1-2 tómatar 150-200 gr af rækjum eða hörpu- diski. 1. Afhýðið lauk og hvítlauk. Hakkið laukinn, paprikuna, hvítlaukinn og chiliávöxtinn. 2. Hitið olíuna í potti. Steikið sam- an lauk, hvítlauk, papriku og chili í 3-5 mín. Bætið út í hvítvíni, vatni og fiskteningnum. 3. Hrærið ofan í þetta tómatpuré, sambal oelek, kummín, mulið lag- erblað, púðursykur og salt. 4. Skerið smárifu í tómatinn. Sjóðið hann í ca 30 sek. losið síðan hýðið af og hakkið tómatinn. Bætið út i. 5. Leggið rækjumar út í og látið suðuna koma upp. Berið fram strax. Óttar Guðmundsson læknir segir m.a. um réttinn: „Auk þess heldur hann frá manni vampírum af öllum kynjum sem er nauðsynlegt á þessum prófkjörs- og kosninga- tímum.“ Nýkaup Þar semferskleikinn býr Framandi ávaxtasalat Fyrir 4-6 3 stk. greipaldin, rauð 1-2 stk. stjömuávextir 10-12 stk. plómur 1 stk. mangó 1 askja rifsber 1 askja hindber 3-4 dl appelsínusafi 5-6 msk. sítrónumelissa Afhýðið greipaldin og skiptið í lauf. Skerið stjörnuávextina í sneiðár, plómurnar í báta og mangóið í sneiðar. Saxið sítrónumelissuna og blandið öllu saman í skál. Helliö appel- sínusafanum yfir. Setjið í kæli. Beriö fram með ís eða eitt sér. Hollráð Nota má aðra ávaxtasafa en appelsinusafa. Gott getim verið aö bragðbæta þennan rétt með líkjör. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem alft hráefni í þær fæst. wmmmmmmmmmmmmmmmm fáatgæðingur vikunnar Heillandi kjúklingaráttur Linda Hansen býður upp á kjúklingarétt sem gefur heillandi bragð og getur auöveldlega haft heillandi áhrif. 4 kjúklingabringur, grillaðar eða steiktar og skornar í bita 1 rauð paprika, skorin í strimla 1 dós vatnshnetur, þerraðar og skomar til helminga 5 vorlaukar, skomir í strimla Ein askja sykurbaunir, hitaðar í sjóðandi saltvatni í 3-5 mín. 100 g cashewhnetur (hjartahnet- ur) ristaðar 2 msk. parsley í krukku 1/2 bolli teriyaki sósa 1/4 bolli sesamolía 1/4 bolli safflowerolía 2 tsk. hrísgrjónaedik 2 tsk. sérrí 1 msk. púðursykur 2 tsk. kóríanderkrydd 3 tsk. sesamfræ, ristuð 1. Cashewhnetum og sesamfræjum er ágætt að smella undir grillið í ofninum í u.þ.b. 2-3 mín. 2. Kjúklingur, paprika, hnetur, vor- laukur, sykurbaunir og cashew sett í skál. 3. Sett í mixara með stálblaði: parsley, hvítlaukur, teriyaki, sesam- olía, safflowerolía, hrísgijónaedik, sérrí, púðtmsykur og kóríander. 4. Hellt yfir salatið og látið standa í ísskáp yfir nótt. 5. Sesamfræjum stráð yfir í lokin. Með réttinum er gott að hafa basmatic hrísgrjón og brauð. Þar sem hann Þórhallur Gunnars- son kann ekki að gera nanbrauð, þá hef ég hugsað mér að kenna honum það: 1,5 tsk. þurrger (1/2 pk.) 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 1 tsk. lyftiduft 3 bollar hveiti 1,5 dl mjólk 2 msk. olía 1 egg 4 msk. jógúrt án bragðefna Blandið saman þurrefnum, hit- aðri mjólk og afganginum (gott að hafa jógúrt við stofuhita). Hnoða vel, lyfta í 30 mínútur, fletja út í nan með höndunum og láta standa í 15 mín. Grilla ofarlega í ofni í 2-3 mín. á hvorri hlið. Ég ætla að skora á systurson minn, ívar Örn, en hann er mat- reiðslunemi hjá Veislunni, sem næsta matgæðing DV. Ég hef mikla trú á honum sem verðandi meistara á þessu sviði og vona að ég eigi eft- ir að njóta góðs af því. Linda Hansen vígbúin í eldhúsinu. Hún kennir okkur að búa til kjúklinga- rétt með margvíslegu kryddi og heimabakað nanbrauð. Nykaup Þar sem ferskleikinn býr Grafinn lambahryggur Fyrir 4 600 g lambahryggsvöðvi, fitu- og sinalaus 6 msk. Provence-krydd (frá Pottagöldrum) 2 msk. fimmpiparblanda (Gevalia) 1-2 msk. púðursykur 1 msk. salt Rauðvinssósa (vinaigrette) 1 dl rauðvínsedik 1 dl ólifuolía 3 msk. púðursykur 2 msk. Worchestershiresósa 1/2 dl kjúklingasoð 1 stk. laukur 6 msk. rifsber, fersk eða fros- Blandið vel saman kryddi og púðursykri og hjúpið lamba- l vöðvann. Leggið í ísskáp í 3 sól- arhringa, snúið af og til. Skafið síðan kryddið utan af vöðvan- um og skerið í þunnar sneiðar. 1 Sett á miðja diska, sósan í kring. Rauðvínsedikssósa ■ (vinaigrette) Saxið laukinn og merjið ber- in. Blandið öllu saman og látið standa í 4-5 klst fyrir notkun. Annað meðlæti Berið fram meö grófu brauði. Marineraður lax í eplasafa og kóríander Fyrir 4 500 g lax, roðflettur og bein í laus Marinering 1 msk. gróft salt 2 msk. sykur j 6 msk. kóríanderlauf, söxuð ! 3 dl eplasafi 1 dl kjúklingasoð, kælt (vatn og Knorr-teningur) Sósa 2,5 dl eplasafí 2 tsk. sítrónusafi 2 tsk. sesamfræ Skraut 12-16 stk. kóríandergreinar, ferskar Blandið saman salti, sykri, kóríanderlaufum, eplasafa og kældu kjúklingasoði. Leggið laxinn í marineringuna í 16-18 klst. Geymið í kæli. Skerið síð- an í þunnar sneiðar og leggið í kross á diska með kóríander- grein á milli. Berið fram með sósu og ristuðu brauði. Sósa Brúnið sesamfræin á heitri, þurri pönnu. Blandið síðan öllu saman og látið standa í 5-6 klst. fyrir notkirn Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupí þar sem allt hráefni í þær fæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.