Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 52
«> kvikmyndir LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 I iV — ~= =—=~ OLLUM SOLUM! ALVÖRU BÍÓ! 'I-iDolby STAFRÆNT HLJOOKERFI í |HX hi i nnii orii iirni III /X Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 5 og 11.10. Sýnd kl. 6.50 og 9. Sýnd kl. 3 m/ísl. tali. < A R U* 0 Vinnan getur ' UiIlZí -> Clay Pigeons í Laugarásbtöi: Amerísk film noir Laugarásbíó frumsýndi í gær bandarísku kvik- myndina Clay Pigeons. í henni segir frá bensínaf- greiðslumanninum Clay Bidwell (Joaquin Phoenix) sem vinnur í smábænum Mercer i Montana. Þegar vinur hans, Earl, uppgötvar að Clay á í ástarævin- týri með eiginkonu hans Amöndu (Georgina Cates), þá lætur hann sig hverfa, en gerir þaö á þann veg að það lítur út fyrir að Clay sé valdur að hvarfl hans og lögregluna grunar að hann hafi myrt vin sinn. Clay tekst að hreinsa sig af morðákærunni en geng- ur úr öskunni i eldinn þegar hann kynnist kúrekan- um Lester Long (Vince Vaughn). Þá eru ekki allir á því að Clay sé saklaus af morðinu á vini sinum, sér- staklega er það FBI lögreglukonan Shelby (Janeane Garofalo) sem þrjóskast við. Joaquin Phoenix er bróðir leikarans River Phoenix, sem lést sviplega af völdum eiturlyfla fyr- ir þremur árum. Hann byrjaði að leika í auglýsing- um barn að aldri og var ungur þegar hann lék i sinni fyrstu kvikmynd, Space Camp. Fyrsta stóra hlutverkið sem hann fékk var i kvikmyndinni To Die For, á móti Nicole Kidman. Um næstu helgi verður frumsýnd i Bandaríkjunum nýjasta kvik- mynd Joel Schumacher, 8MM, þar sem Phoenix leikur á móti Nicholas Cage. -HK Jackie Thunderbolt í Regnboganum: Jackie Chan í kunnuglegri stellingu. Chan í Hong Kong Jackie Chan hefur slegiö eftir- minnilega i gegn í Bandaríkjun- um og er i dag langvinsælastur þeirra leikara sem gera út á aust- urlenska sjálfsvamaríþrótt og hef- ur nánast skilið við þá Steven Seagal og Jean-Claude Van Damme á byrjunarreit. Hinar miklu vinsældir hans hafa gert það að verkum að Hong Kong myndir kappans hafa öðlast vin- sældir upp á nýtt. Thunderbolt er frá árinu 1995 og ein síðasta kvik- myndin sem hann gerði í Hong Kong áður en hann ílutti sig vest- ur um haf. I henni er ekki eins mikill húmor og í nýrri myndum kappans og meira lagt upp úr slagsmálum en í Thunderbolt leik- ur Jackie Chan bifvélavirkja sem þarf að sigrast á heilli hjörð glæpamanna til að geta frelsað systur sina úr höndum glæpa- kóngs. Leikstjóri er Gordon Chan. Ford og Scott-Thomas í Random Hearts Þessa dagana standa yfir tökur á Random Hearts, nýjustu kvikmynd Harrisons Fords og er áætlað að sýna hana á haustmánuð- um. Eins og í síð- ustu mynd Fords, Six Days Seven Nights, ræður róm- antíkin ríkjum en Random Hearst er þó mun dramatískari. Er hún byggð á samnefndri skáldsögu eftir Warren Adler sem kom út 1984 og flallar um tvo einstaklinga, karl og konu, sem kynnast í kjölfarið á flugslysi þar sem makar þeirra farast. Eftir því sem þau kynnast betur fer þau að gruna að makar þeirra hafi staðið í ástarsambandi. Flugslysið sjálft er aö sögn þeirra sem séð hafa mjög áhrifamikið og eölilegt, enda var miklu kostað til aö gera það sem raunverulegast. Madonna gefst ekki upp Madonna vill verða kvikmynda- stjarna og þótt það hafi ekki tekist meö Evitu gefst hún ekki upp þótt áföllin í þá veru veröi fieiri og fleiri. Hún var sterklega orðuö við 50 Violins en hlut- verkið sem hún átti að fá endaði hjá Meiyl Streep og þá sótti hún fast að fá aö leika i kvik- myndaútgáfunni af söngleiknum Chicago en ekki tókst henni það heldur. En ef allt gengur mun hún leika í Ton 80 sem gerð verður eftir handriti sem sögur segja að Warner- bræöur hafi keypt fyrir eina milljón dollara. Mun Madonna leika sjón- varpsfréttakonu sem setur sér það verkefni aö hafa uppi á frægum kvenrithöfundi sem enginn veit hver er. Hún kemst að því að bak við kvenmannsnafnið er maður. En áður en hún leikur í Ton 80 þá munum við sjá hana í The Next Best Thing, þar sem mótleikari hennar er Rubert Everett. Samuel L. Jackson sem Shaft Fyrsta sakamálamyndin sem sló í gegn, þar sem svartur leikari lék hetjuna, var Shaft sem gerð var áriö 1971. Nú á aö fara að endurgera hana og mun Samuel L. Jackson leika einka- lö^una John Shaft og fetar þar með i fótspor Richards Roundtree sem lék Shaft í uppruna- legu myndinni. Jackson tók sér góð- an tíma i að ákveða hvort hann ætti að leika Shaft og ástæðan fyrir því að hann gleypti ekki við hlutverkinu strax er að honum fannst hann vera orðinn of gamall en hann er nýorð- inn fimmtugur. Sá sem endurskrifar handritiö, þar sem segir frá ævintýr- um Shafts þegar hann er ráðinn til að hafa uppi á dóttur glæpaforingja í Harlem, heitir Richard Price og skrifaði meðal annars handritið að kvikmynd Spikes Lees, Clockers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.