Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 23
X>V LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 Qðtal 23 Rætt við Ben Kingsley á kvikmyndahátíðinni í Berlín: „Eg hef séð mjög athyglisverðar íslenskar kvikmyndir" Á Berlinale-kvikmyndahátíðinni, sem nú stendur yfir í Berlín, voru m.a. efnilegustu ungleikarar 18 Evr- ópulanda, þeirra á meðal Ingvar Sig- urðsson, kynntir á sérstakri dagskrá. Undir stjóm breska stórleikarans Bens Kingsleys komu leikaramir saman og kynntu sig fyrir alþjóðleg- um kvikmyndaframleiðendum og fjöl- miðlum. Leikararnir í þessum hópi eiga það allir sameiginlegt að hafa náð mjög langt í heimalöndum sínum en vera nær óþekktir utan þeirra. European Film Promotion-samtökin, sem stofnsett voru í fyrra, standa að vali leikaranna. Markmið samtak- anna er að koma þessum ungu leikur- um á framfæri utan heimalandanna. Kvikmyndasjóður íslands á aðild að European Film Produktion. „Big Ben" Það er mikill styrkur fyrir ungu leikarana að Ben Kingsley hefur brennandi áhuga á því að greiða götu þeirra. í kvikmyndaheiminum bera menn óttablandna virðingu fyrir Ben Kingsley sem menn kalla oft „Big Ben“ . Ég hitti Big Ben þegar hann hafði lokið vinnunni með ungu leikur- unum og í návígi hefur hann svo sannarlega þá töfra og útgeislun sem hann er þekktur fyrir í kvikmynda- persónunum sem hann hefur túlkað. Flestum er hann minnisstæðastur í hlutverki Gandís eða Itzhaks Sterns í Lista Schindlers. Ben Kingsley er alveg uppnuminn af ungu leikurunum sem hann hefur verið með síðustu daga. „Ég hef eignast nýja fjölskyldu! Eft- ir að hafa kynnst þessum ungu efni- legu leikurum veit ég að það þarf eng- inn að hafa áhyggjur af kvikmynda- gerð framtíðarinnar. Þetta er ekki fólk sem segir mig langar að verða leikari, það segir ég verð að verða leikari og ekkert annað. Ég er fullviss um að menn eiga eftir að sjá þetta fólk eftir nokkur ár í myndum hjá leik- stjórum á við Steven Spielberg og Bernardo Bertolucci. Þetta eru allt mjög fjölhæfir leikarar, enda segir það sitt að þeir eru allir stórstjörnur í heimalandi sínu.“ Þó Ben Kingsley hafi ekki eytt löng- um tíma með leikurunum náði hann engu að síður að skoða hvern og einn og leggja mat á getu þeirra. Að hans mati er enginn vafi á því að Ingvar Sigurðsson á framtíðina fyrir sér í leiklistarheiminum. „Ingvar er mjög hæfileikaríkur. Hann nær að vera sannfærandi bæði sem gamanleikari og í háalvarlegum hlutverkum. Það er ekki auðvelt. Það eru ekki margir sem geta það. Hann hefur allt í það að geta náð langt.“ Allt of margir dáleiddir af Hollywood Það er oft talað um að sérstaklega erfitt sé fyrir leikara sem ekki hafa ensku að móðurmáli að sanna ágæti sitt hjá stóru kvikmyndaframleiðend- unum. Þetta vandamál var einnig til umræðu. „Það mikilvægasta er að menn einblíni ekki á að setja. markið á bandaríska markaðinn. Allt of margir eru dáleiddir af því að frægð og frami gangi út á að komast til Hollywood. Svo ég snúi mér að mynd- unum sjálfum þá á frumtakmarkið einfaldlega að vera að segja góða sögu. Það veltur allt á gæðum handritsins, ef það er gott þá er það byrjunin. Allt of margir gera þau mistök að skrifa ekki eftir sannfæringu sinni heldur eftir hugsuninni: er þetta eitthvað fyr- ir Bandaríkjamarkað? Sagan, handrit- ið og góðir leikarar eru grunnurinn að öllu og ef það gengur upp þá hefur sýnt sig að vegurinn út í hinn stóra heim kvikmyndanna er ekki óyfirstíg- anlegur." Heillaður af Islandi í framhaldi af þessu snýst talið að íslenskum kvikmyndum en í þessu sambandi nær Big Ben að koma mér verulega á óvart með þekkingu sinni á myndum frá íslandi. „Ég hef séð margar íslenskar kvik- myndir, auðvitað, m.a. vegna setu minnar í European Film Akademy. Margar íslensku myndanna sem ég hef séð voru mjög athyglisverðar. í myndunum varð ég mjög heillaður af íslandi og menningu landsins. Ég man auðvitað ekki vel eftir einstökum titl- um nema myndinni sem var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir nokkrum árum, Börn náttúrunnar, hún var stórkostleg. Mynd sem þessi með góðu handriti þar sem ekki hafa verið fam- ar neinar málamiðlunarleiðir og leik- stjórinn er trúr uppruna sínum eiga alltaf eftir að ná athygli áhorfenda, sama hvaðan þær koma eða á hvað tungumáli þær eru.“ Gandhi, Lenín, Móses og Wiesenthal Ben Kingsley hefur sjálfur komið víða við á löngum ferli sínum sem hann hóf um tvítugt í Bretlandi. Á þessum árum þótti hann meira að segja efnilegur söngvari en það fer m.a. sögum af því að hann hafi hafn- að hljómplötusamningi við Brian Eb- stein, sem síðar uppgötvaði Bítlana, vegna þess að hann fékk tilboð frá Royal Shakespeare Company sem hann tók frekar. Kingsley hefur síðan verið gagntekinn af leiklistinni og þykir ódauðlegur í hlutverkum margra frægra persónuleika mann- kynssögunnar en fyrir utan að leika Gandhi hefur hann m.a. verið í hlut- verkum Leníns, Móses og og Simons Wiesenthals. En eru enn þá til draumahlutverk sem hann hefur ekki fengið eða skyldi hann hafa spáð í að hann hafi fyrir löngu náð hápunktin- um og því sé kominn tími til þess að fara að hægja á sér. „Ég er og verð leikari af lífi og sál. Einn kostur við að vera leikari er að þeir geta átt mjög langan starfsferil. Mér finnst ég enn þá vera tiltölulega ungur, 55 ára, þegar ég hugsa til þess að ég á t.d. starfsbróður sem er 93 ára. Ég á enn þá margt eftir ólært, ég á ekkert sérstakt draumahlutverk, mig langar til að leika allt. Mér dettur ekki í hug nein persóna sem ég vil alls ekki leika.“ Kristln Jóhannsdóttir „Ingvar er mjög hæfileikaríkur. Hann nær að vera sannfærandi bæði sem gamanleikari og í háalvarlegum hlutverkum," segir Kingsley meðal annars um Ingvar E. Sigurðsson. Hér sjáum við Ben Kingsley í hópi ungra og efnilegra leikara. Ben Kingsley og Kristín Jóhannsdóttir blaðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.