Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1999, Blaðsíða 20
20 fréttaljós LAUGARDAGUR 20. FEBRUAR 1999 Orrustan um hvalveiðibann stendur sem hæst Humm og ha í hvalnum Nú stendur sem hæst orrustan um það hvort hefja eigi hvalveiðar eða ekki. í áratug hafa stjórnvöld vikið sér undan því að taka afstöðu til þess hvort hefja eigi veiðar eða ekki. Mál- ið hefur verið borið upp á aliflestum þingum allt frá því veiðum í vísinda- skyni var hætt árið 1989. Jafnoft hefur tillögu um að hefja veiðar að nýju dag- að uppi í sjávarútvegsnefnd, sumum til léttis en öðrum til ama. í febrúar 1997 komst málið á þann rekspöl að starfshópur sjávarútvegs- ráðherra, undir forsæti Árna R. Árna- sonar, skilaði þvi áliti að leitað yrði eftir pólitískri samstöðu um að af- greiða á Alþingi ályktun um að hefja skuli nýtingu hvalastofna hér við land hið fyrsta og um að ríkisstjórninni skuli falið að undirbúa það. Þá lagði hópurinn til að náið sam- ráð og samstarf yrði haft við öll ríki sem hlynnt eru hvalveiðum og teknar upp viðræður við stjómvöld ríkja sem ir að lítið hefur verið gert í málinu. Ráöherrarnir Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson og Þorsteinn Pálsson hafa að vísu kynnt á ferðum sínum um lönd heimsins þann ásetning íslend- inga að hefja veiðar. Þetta hefur verið í spjalli við kollega og hafa ráðherr- amir nú reifað að undirtektir hafi verið slæmar. Skilning hafi ekki skort en flestir hafi varað við afleiðingun- um af því að hefja veiðarnar. Ekki er að sjá að önnur vinna hafi átt sér stað til að vinna málstaðnum fylgi. Að vísu fer sögum af þvi að Jóhann Sigurjóns- son, núverandi forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, hafi í umboði rikis- stjórnar brugðið sér út fyrir land- steinana og kynnt málið í einhverjum tilvikum. Allt málið einkennist af ótta ríkisstjómar við að taka þann slag sem fylgir ákvörðun um að hefja veið- arnar. Humm og ha eru einu raun- verulegu viðbrögðin í málinu. Þeir sem harðast berjast gegn hval- markaðar. Alþingi samþykkti 2. febr- úar 1983 að mótmæla ekki banninu og ákveðið var með þingsályktunartil- lögu að íslendingar veiddu ekki hvali á árabilinu 1986 til 1990. Eftir að hval- veiðum í at- vinnuskyni var hætt árið 1984 var samþykkt að veiða hvali í vísindaskyni. Þá fór allt á annan endann og friðunarsam- tök í Bandaríkj- unum hótuðu íslenskum út- flytjendum öllu illu. í fjölmiðlum frá þeim tíma má sjá að ákvörðunin setti hroll í ýmsa innan sjávarútvegsins. Forsvarsmenn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna lýstu því yfir að fisk- markaðir væru í stórhættu og hag þeirra væri ógnað. í sama streng tóku Innlent fréttaljós Reynir Traustason Skoðunarferðir á hvalaslóðir njóta vaxandi vinsælda. Þeir sem standa fyrir ferðunum mega ekki heyra minnst á að leyft verði að veiða hvali á ný. Frá hvalskurði í Hvalfirði. Spurningin er hvort þessi at- vinnugrein leggst endanlega af. lagst hafa gegn hvalveiðum til þess að kynna okkar málstað og leita sam- komulags við þau um framkvæmd þeirrar stefnu að hefja á ný hvalveið- ar i atvinnuskyni. Starfshópurinn taldi rétt að kanna hvaða möguleika endumýjuð aðild Is- lands að Alþjóðahvalveiðiráðinu kynni að bjóða upp á. Þá vildi hópur- inn að kannaður yrði sá möguleiki að taka frá sérstök svæði vegna hvala- skoðunar. Loks var áhersla lögð á að kynna málið fyrir umhverfissamtök- um. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar samþykkti tillögur hópsins og að haf- ist skyldi handa við undirbúning. Lítið gerist Nú, tveimur árum eftir að vinnu- hópurinn skilaði áliti sínu, liggur fyr- veiðum nefna helst að fiskmarkaðir íslendinga verði í uppnámi vegna að- gerða friðunarsamtaka. Þá hefur hin nýja atvinnugrein hvalaskoðun orðið til þess að hópur manna hefur risið upp gegn veiðum og segir ekki ganga upp að drepa og skoða í sömu andrá. Því verði umsvifalaust að láta af öll- um áformum um veiðar en einbeita sér að því að laða ferðamenn til lands- ins í skoðunarferðir. Þessu til stuðn- ings hafa hvalaskoðunarmenn lagt fram tölur sem sýna hundruð milljóna hagnað af skoðunarferðum. Þeim töl- um hafa hvalveiðisinnar mótmælt sem fólsun og orð standa gegn orði. Hótanir Árið 1982 samþykkti Alþjóðahval- veiðiráðið að hvalveiðar yrðu tak- fleiri. Hvað sem þeim varnaðarorðum líður liggur fyrir að árin á eftir var slegið met i fisksölu og nýr vandi blasti við fyrirtækjunum sem var vöruskortur. Merkjanlegur skaði var einna helst i því að Paul Watson, for- svarsmanni Sea Sheperd-samtakanna, tókst að sökkva hvalbátum í Reykja- víkurhöfn og valda skemmdum á hvalstöðinni í Hvalfirði. Vísindaveiðum hætt Árið 1989 var vísindaveiðunum einnig hætt og ísland gekk úr Alþjóða- hvalveiðiráðinu. Allar götur síðan hafa tillögur um hvalveiðar verið lagðar fram á Alþingi og þær dáið jafnharðan í meðfórum þingsins. Endalaust hefur verið þrefað um það hvort hefja eigi veiðar eða ekki. Ríkis- stjórnir sem setið hafa sl. 10 ár hafa bersýnilega ekki lagt í þann slag að hefja veiðarnar. Ástæðan er auðvitað hræðsla við þann skaða sem veiðarn- ar gætu kostað á _______________ sviði útflutnings. Norðmenn tóku þann slag og hafa veitt hrefnu und- anfarin ár. Norsk- ir hvalveiðisinnar fullyrða að ferða- mannafiöldi hafi aukist og friðun- arsamtök hafi hvergi náð að koma höggi á útflutning Norðmanna. Friðunarsamtökin fullyrða á móti að þau hafi unnið skaða á norsku efna- hagslífi. Að sögn norskra hvalfangara hafa veiðar á hrefnu og skoðunarferð- ir farið vel saman. Jón Gunnarsson, formaður Sjávarnytja, sagði við DV að hótanir friðunarsamtaka hefðu ekki reynst annað en innantómar upphróp- anir. Þess vegna eigi íslendingar að taka slaginn strax og hefia veiðar strax í sumar. Enga þýðingu hafi að vera með kynningarstarf á því að ætl- unin sé að hefia veiðarnar einhvem tímann. Öflug kynning eigi að fara í gang samhliða því að veiðar verði hafnar. Staðan Talið er að meirihluti sé fyrir því á þingi að hefia hvalveiðar. Sá meiri- hluti er þó ótraustur og margir eru óttaslegnir vegna hótana. Þá hafa fylkingar riðlast með tilkomu hvala- skoðunarferða og ekki síður endur- heimt Keikós. Talið er að sú ásýnd ís- lendinga að vera dýravinir vegna mót- töku á Keikó kynni að vera í stór- hættu. Margir sjá fyrir sér það öng- þveiti sem yrði eftir að Keikó fengi fullt frelsi og frændur hans og jafnvel hann sjálfur yrði drepinn. í dag er staðan sú að bæði Davíð Oddsson for- sætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafa fengið viðvar- anir kollega sinna þess eðlis að íslend- ingar muni skaðast hefii þeir veiðarn- ar. Ofurþrýstingur er á Alþingi til þess að málið verði afgreitt á yfir- standandi þingi. Þetta er öþægilegt þar sem kosningar eru í nánd og sam- kvæmt heimildum DV er nú leitað að texta í þingsályktunartillöguna sem í raun fresti málinu fram á næsta kjör- timabil. Þannig er hugsanleg sú lend- ing að Alþingi samþykki loks að hefia hvalveiðar. Það verði þó ekki fyrr en að loknu öflugu kynningarstarfi á málstaðnum meðal þjóða heims. Hæfi- lega loðin tillaga gæti þannig leyst vanda stjórnvalda og velt enn áfram boltanum sem þegar hefur rúllað í áratug. 1983: Alþingi samþykkir meö eins atkvæöis mun aö mótmæla ekki ákvöröun Alþjóðahvalveiðiráðsins um aö hvalveiöum veröi hætt. 1983: Ákveðið að engar hvalveiðar verði á árabilinu 1986 til 1990. 1985: Alþingi ákveður að hafnar verði hvalvéiöarí vísindaskyni. 1985: Ríkisstjórnin undirritar sam- ning viö Hval hf. um vísindaveiðar. 1985: Hótunum frá umhverfis- samtökum rignir yfir íslendinga. íslenskar vörur í skotlínunni. 1985: Greenpeace birtir heilsíöu- auglýsingar I íslenskum blöðum og vara þjóðina viö að hefja hvalveiðar. 1985: Hrefnuveiðum alveg hætt. 1986: Samþykkt að veiða 120 hvali T vísindaskyni. 1986: Hvalveiðar íslendinga sprengja sem sprungið getur hvenær sem er, sagði Magnús Gústafsson forstjóri Coldwater Seafoood. 1986: Besta ár lceland Seafood frá upphafi, sagði Guöjón B. Ólafsson forstjóri um áriö 1985. 1986: Bandariska viöskiptaráðu- neytíð hótar viðskiptaþvingunum verði veiðum ekki hætt. 1986: Hótanir Bandaríkjastjórnar fela í sér óþolandi ofstæki, segir Steingrtmur Hermannsson forsætis- ráðherra. 1986: Menn Sea Sheperd sökktu hvalbátum í Reykjavíkurhöfn og unnu skemmdir á hvalstöö Hvals hf. 1989: Hvalveiðum í vísindaskyni hætt. 1991: Alþjóðahvalveiðiráðið sam- þykkir hvalveiðibann til aldamóta. 1992: Islendingar segja sig úr Alþjóðahvalveiðráðinu. 1992: Magnús Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður dæmdur fyrir meiðyrði í garð Greenpeace. 1994: Nefnd sjávarútvegsráðherra leggur til að hvalveiðar veröi hafnar. 1997: Starfshópur sjávarútvegsráð- herra samþykkir að hvalveiöar verði hafnar en undirbúnings sé þörf. 1997: Ríkisstjórnin samþykkti tillögur starfshópsins um að hafist veröi handa viö undirbúning hvalveiöa. 1988-1997: Þingsályktunartillögur um að hefja hvalveiöar hafa dáið á allflestum þingum. 1997: Paul Watson segir íslendinga auövelt skotmark, hefji þeir hvalveiöar aö nýju. 1997: Ferðamálaráð leggst gegn hvalveiöum en bauð upp á langreyöi í veislu. 1998: Hiljary Clinton beöin aö beita sér gegn fslendingum og Norömönnum, fái Nóatúnsverslanir aö flytja inn norskt selspik. 1998: Guðjón Guömundsson alþingismaður og fleiri leggja enn fram tillögu um aö hvalveiöar veröi hafnar. 1999: Sjávarútvegsnefnd fjallar um tillögu um að hefja hvalveiðar... ■ n^a Kostaði áður kr_ pr. kg. Kostar nú kr. 676,- pr. kg. a f s é r m e r k t u r Gouda 26% í kílóapakkníngum á tilboóí í næstu verslun. afsláttur „ O A H A II Ilf kr. pr. kg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.